Salómonseyjar

Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum
Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar.

Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum
Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara.

Óvæntar sendingar frá Salómonseyjum eru frá Ali Express
Neytendur þurfa ekki að óttast þótt þeim berist tilkynning um óvæntar pakkasendingar frá Salómonseyjum. Þarna er ekkert vafasamt á ferðinni, heldur sendingar Ali Express frá Kína sem sendir eru gegnum Salómónseyjar.

Sprengja úr síðari heimsstyrjöld varð tveimur að bana
Tveir sprengjusérfræðingar létust þegar sprengja frá síðari heimsstyrjöldinni sprakk á Salómonseyjum í Kyrrahafi í gær.

Eiturlyfjaneysla Ástrala og Nýsjálendinga hefur áhrif á lífið á Kyrrahafseyjunum
Eiturlyfjaneysla Ástrala og Nýsjálendinga hefur gríðarleg og neikvæð áhrif á samfélög eyríkjanna smáu í Kyrrahafinu. Flutningur á eiturlyfjum á borð við kókaín og metamfetamín til Ástralíu og Nýja Sjálands fer frá Bandaríkjunum eða rómönsku Ameríku og fer í gegnum eyríkin á leiðinni.

Varað við flóðbylgjum eftir öflugan jarðskjálfta við Salomóns eyjar
Varað er við hættulegum flóðbylgjum eftir öflugan jarðskjálfta um 70 kílómetrum út frá Solomon eyjum.

Íslendingur hyggst gera Malmö að alþjóðlegustu borg heims
Finnur Sverrisson fer fyrir verkefni sem miðar að því að fá ríkisborgara frá öllum ríkjum heims til að búa í Malmö.

Neyðarástandi lýst yfir á Salómonseyjum
Sextán eru látnir og fjörutíu er saknað eftir skyndiflóð sem herjað hafa á Salómonseyjar í Suður-Kyrrahafi í dag og nótt. Yfir tíu þúsund manns hafa misst heimili sín í flóðunum.