Utanríkismál

Fréttamynd

Áhrifa­leysið – trúa menn því virki­lega?

Andstæðingum frekari Evrópusamvinnu Íslendinga er tíðrætt um hugsanlegt áhrifaleysi Íslendinga innan ESB, ef til aðildar kæmi. Vísað er til hve marga þingmenn Ísland myndi fá á Evrópuþinginu og fulltrúa í Framkvæmdastjórn ESB.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað viltu?

Því getur enginn svarað nema þú. Í aðdraganda kosninganna spurði Evrópuhreyfingin, með aðstoð Maskínu, einfaldrar spurningar sem beint var til kjósenda. Hún var þessi: Telur þú mikilvægt eða lítilvægt að á næsta kjörtímabili verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu?

Skoðun
Fréttamynd

Mýtan um sæ­streng!

Hræðsluáróður að Evrópusambandið ætli að hirða upp allar auðlindir Íslands ef til aðildar kæmi dúkkaði upp í kringum kosningarnar.

Skoðun
Fréttamynd

Auka al­þjóða­sam­vinnu í ljósi vaxandi spennu

Aukin áhersla hefur verið lögð á þátttöku Íslands í alþjóðasamvinnu vegna mikilla breytinga og aukinnar spennu í sviði alþjóðasamskipta á undanförnum árum. Þátttaka Íslands í starfi Atlantshafsbandalagsins hefur verið aukin og hefur sérstök áhersla verið lögð á öryggi og varnir á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum, svo eitthvað sé nefnt.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig getur þú stutt þjóðar­morð?

Öll vitum við að árangursríkasta leiðin til að styðja þjóðarmorð er ekki að segja beint út „ég styð þjóðarmorð“. Það sama á við um þá sem ætla að fremja þjóðarmorð. Þeir segja ekki „ég ætla að fremja þjóðarmorð“, þeir segja „við verðum að drepa alla þá sem ógna okkur og því miður munum við í leiðinni drepa öll börnin þeirra, frændur, frænkur, foreldra, afa og ömmur, en það er í raun þeim sem ógna okkur að kenna.“

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir Ísland virða sjálfstæði og ákvarðanir Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag sama hver eigi í hlut. Dómstóllinn gaf í fyrradag út handtökuskipanir á hendur Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, og þremur leiðtogum Hamas, sem allir eru taldir látnir.

Innlent
Fréttamynd

Kjósum á næsta kjörtíma­bili

Hreinn meirihluti kjósenda telur mikilvægt að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á komandi kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Alls segja 55% það mikilvægt , 21% í meðallagi mikilvægt en 24% lítilvægt. Þessi niðurstaða er mjög afgerandi.

Skoðun
Fréttamynd

Krónan eða evran? Kostir og gallar

Alþingiskosningar eru nú handan við hornið. Vegna hærri vaxta á Íslandi en á evrusvæðinu tala ýmsir sem taka til máls á opinberum vettvangi um taka upp evruna til að bæta vaxtakjör einstaklinga og fyrirtækja hér á landi. Það er eðlilegt að slíka umræða vakni þegar verðbólga er há og vextir háir á Íslandi í samanburði við evrusvæðið.

Skoðun
Fréttamynd

Lof­sam­legar um­sagnir um Svan­hildi: „Leið­togi, liðs­maður og drífandi dugnaðar­forkur”

Svanhildur Hólm Valsdóttir hlaut „lofsamlegar umsagnir“ við mat á hæfi hennar til að gegna stöðu sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þá voru allir fulltrúar í hæfnisnefnd vegna skipunar hennar í embætti sendiherra sammála um að Svanhildur væri hæf til að gegna embættinu. Mat á hæfni hennar fól meðal annars í sér viðtöl við hana sjálfa auk þess sem kallað var eftir umsögnum þriggja umsagnaraðila.

Innlent
Fréttamynd

Fær ESB Ís­land í jóla­gjöf?

Enn á ný er umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu komin á dagskrá. Það er eins og yfirráð Íslands yfir eigin auðlindum sé ekkert tiltökumál og bara einhver skemmtilegur jólapakki.

Skoðun
Fréttamynd

Þór­dís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Ís­landi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kannast ekki við daður Friðriks Danakonungs og segir dapurt að íslenskir fjölmiðlar geri sér mat úr frásögnum um það sem birtust í áströlskum slúðurmiðli. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands veltir í nýútkominni bók fyrir sér hvort María Danadrottning hefði daðrað við hann í veislu í forsetatíð sinni.

Lífið
Fréttamynd

Á annan milljarð í þjálfun, búnað og her­gögn fyrir Úkraínu

Einn og hálfur milljarður króna í aukinn stuðning við Úkraínu í fjáraukalögum á að mæta kostnaði við auknar skuldbindingar Íslands sem samið var um á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar. Stuðningurinn fer áfram í þjálfun, kaup á búnaði og hergögnum og framlögum í sjóði sem styðja varnir Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Ó­viss hvort eigin­maðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp

Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut.

Innlent
Fréttamynd

Selenskíj og Halla ræða saman á Bessa­stöðum

Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Svona var dagur Selenskíjs á Ís­landi

Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu.

Innlent