Kópavogur

Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikastúlkum þrettánda bikarmeistaratitilinn
Breiðablik vann í gær sinn þrettánda bikarmeistaratitil þegar að liðið lagði Þrótt 4-0 í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna á Laugardalsvelli.

Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 4-0 | Bikarinn í Kópavog
Breiðablik jafnaði í kvöld met Vals yfir flesta bikarmeistaratitla kvenna í fótbolta með því að vinna sinn þrettánda titil með 4-0 sigri á Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli.

Gleðipinnar kaupa trampólíngarðinn Rush
Veitinga- og afþreyingarrisinn Gleðipinnar hafa keypt trampólíngarðinn Rush á Dalvegi í Kópavogi.

Árekstur við Arnarnesið tefur fyrir veislu á Bessastöðum
Þriggja bíla árekstur varð á Reykjavíkurvegi til móts við Arnarnesið um fjögurleytið í dag. Miklar tafir eru á umferð í suðurátt sem stendur vegna árekstursins sem veldur töfum á veislu á Bessastöðum.

Djöfulgangur og læti á bílaplaninu við Smáralind
Lögreglan fær hverja einustu helgi útkall vegna hávaða á bílaplaninu við Norðurturninn í Smáralind. Nágrannar eru þreyttir á ástandinu og kalla eftir aðgerðum.

Hlýddi mömmu og skellti sér með bjór á kjörstað
Zakarías Friðriksson var á meðal þeirra sem skelltu sér á kjörstað í Smáranum í dag. Zakarías er harður stuðningsmaður Breiðabliks og skaust af leik sinna manna gegn HK í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í dag til að kjósa.

Fannst meðvitundarlaus á botni lónsins
Maðurinn sem lést í Sky Lagoon á þriðjudag fannst meðvitundarlaus á botni lónsins.

Sá sem lést var íslenskur karlmaður á þrítugsaldri
Maðurinn sem lést í Sky Lagoon á sjöunda tímanum í gærkvöldi var íslenskur karlmaður á þrítugsaldri. Maðurinn var gestur í lóninu.

Lögreglan rannsakar andlát í Sky Lagoon
Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar andlát sem varð í Sky Lagoon á Kársnesi í Kópavogi á sjöunda tímanum í gærkvöldi.

Eldur í fjölbýlishúsi við Arnarsmára í nótt
Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Arnarsmára í Kópavogi í nótt. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn um klukkan hálf fimm.

Vilja að vinnu sé flýtt eftir banaslys af völdum réttindalauss ökumanns undir áhrifum
Rekja má banaslys sem varð á Reykjanesbraut í mars á síðasta ári til þess að réttindalaus ökumaður var óhæfur til aksturs sökum fíkniefna- og lyfjaneyslu. Rannsóknanefnd samgöngslysa hvetur samgönguráðuneytið til að flýta vinnu nefndar sem miðar að því að taka betur á við þann hóp ökumanna sem ítrekað ekur undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna.

Sjóslys við Akurey og leit á Esjunni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla vegna slysa í gærkvöldi og nótt. Í tveimur tilvikum voru björgunarsveitir einnig kallaðar til; annað varðaði sjóslys og hitt einstakling sem villtist á Esjunni.

Heimilisofbeldi og hópslagsmál á borði lögreglu
Tæplega hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 17 til 05 í nótt. Karlmaður var handtekinn í Laugardal sakaður um líkamsárás og heimilisofbeldi. Var sá vistaður í fangaklefa.

MK bannar böll vegna viðbjóðslegrar umgengni
Nemendur við Menntaskólann í Kópavogi eru vonsviknir og horfa öfundaraugum til annarra framhaldsskóla, sem fá loks að halda böll. Í MK eru böllin enn þá bönnuð. Ástæðan er ekki lengur sóttvarnir, heldur eru skólastjórnendur að refsa nemendum fyrir yfirgengilega slæma umgengni nýnema.

Handtóku Covid-smitaðan mann í mjög annarlegu ástandi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að sóttvarnarhúsi í nótt og handtók þar mann í mjög annarlegu ástandi. Maðurinn var vistaður í fangageymslu en hann er grunaður um líkamsárás og eignarspjöll.

Ekið á barn og þvotti stolið úr sameiginlegu þvottahúsi
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar í gær um árekstur í Kópavogi. Í öðru tilvikinu var ekið á barn á rafmagnshlaupahjóli en samkvæmt tilkynningu lögreglu virðist barnið hafa sloppið ómeitt.

Kennir „hræðilegri skammsýni“ bæjaryfirvalda um vanda Blika
„Því miður er það hræðileg skammsýni bæjarfulltrúa í bæjarráði Kópavogs sem veldur því að Kópavogsvöllur stenst ekki kröfur UEFA.“ Þetta segir Pétur Hrafn Sigurðsson í grein þar sem hann gagnrýnir bæjaryfirvöld í Kópavogi vegna aðstöðuleysis meistaraflokka Breiðabliks í Evrópukeppnum í fótbolta.

Breiðablik og heimavöllurinn
Kvennalið Breiðabliks hefur skrifað nafn sitt í knattspyrnusögu landsins með því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu þar sem 16 bestu knattspyrnulið álfunnar leika.

Vilhjálmur hættir með Breiðablik
Vilhjálmur Kári Haraldsson mun ekki þjálfa kvennalið Breiðabliks á næsta keppnistímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Reyndi að stinga af á bíl og tveimur jafnfljótum
Lögregluþjónar veittu ökumanni sem neitaði að stöðva bíl sinn eftirför í nótt. Upprunalega var reynt að stöðva manninn í Kópavogi en hann stöðvaði þó skömmu síðar. Þá reyndi hann að flýja hlaupandi en var stöðvaður og handtekinn.

Ótrúlega smart raðhús í Kópavogi
Á fasteignavef Vísis er til sölu litrík og falleg eign í Kópavogi. Græni liturinn er sjáanlegur í gegnum allt húsið, hvort sem það er á ljósum, veggjum, málverkum eða öðru.

Notaði eigin saur í baráttunni við öryggisvörð og lögreglu
Karlmaður var handtekinn í Smáralind eftir hádegið í gær eftir að hafa gengið úr verslun með vörur án þess að greiða fyrir. Í átökum við öryggisvörð og lögreglu notaði hann eigin saur.

Fögnuðu sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með bragðaref
Það er fátt íslenskara en að fá sér bragðaref, það er ís með allskyns nammi, þegar fagna skal stórum áfanga.

Arion mátti krefjast fjárnáms hjá forstjóra United Silicon
Héraðsdómur Reykjavíkur gaf Arion banka grænt ljóst á að krefjast fjárnáms í fasteign Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, í mars. Bankinn hefur freistað þess að fá greidda skuld félags í meirihlutaeigu Magnúsar upp á tæpar fimm milljónir króna.

Fór inn um ólæstar dyr á heimili í Kópavogi
Um klukkan 2 í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem hafði farið inn um ólæstar dyr á heimili í Kópavogi og stolið yfirhöfn og síma. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og munum skilað til eigenda.

Bríet heldur tónleika í Sky lagoon til styrktar langveikum börnum
Bríet, Rubin Pollock og Þorleifur Gaukur halda einstaka tónleika þann 7. september í Sky Lagoon. Markmið tónleikanna er að safna í nýstofnaðan sjóð sem nefnist Fjársjóður barna.

Heimilisfaðir gengst við fíkniefnaræktun
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem grunaður er um líkamsárás og brot á vopnalögum. Þolandinn er sagður hafa hlotið minniháttar áverka.

Rannsaka grófa líkamsárás vespugengis
Hópur unglinga á vespum réðst á íbúa í Kórahverfinu um miðjan mánuð og lét högg dynja á andliti hans. Lögreglan er með málið til skoðunar en segir vandræði vegna vespugengja ekki algeng í hverfinu. Við vörum við myndefni sem fylgir fréttinni.

Hægt að kjósa utankjörfundar í Smáralind og Kringlunni
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir Alþingiskosningar á höfuðborgarsvæðinu fer nú fram í verslunarmiðstöðvunum Smáralind og Kringlunni.

Handleggsbrotinn eftir að hafa verið laminn með kylfum
Ráðist var á einstakling í miðborg Reykjavíkur og hann laminn með kylfum. Að sögn lögreglu er árásarþoli handleggsbrotinn og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn og er þeirra leitað.