

Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir önnur sveitarfélög verða að opna úrræði fyrir heimilislausa en ekki banna fólki að nýta sér neyðarskýli borgarinnar. Vísa þarf fólki frá vilji sveitarfélög ekki greiða fyrir gistingu.
Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu komu mjög illa undan vetri og opna þurfti seinna en vanalega. Framkvæmdarstjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, Ólafur Þór Ágústsson, segir að tæp tuttugu ár séu síðan ástandið hafi verið jafn slæmt á golfvöllum.
Heimilislausum manni var ítrekað vísað frá neyðarskýli í Reykjavík að kröfu Hafnarfjarðarbæjar og svipti sig lífi skömmu síðar. Systir mannsins segir hann hafa upplifað niðurlægingu og skilningsleysi.
Rostungurinn sem legið hefur í fjörunni í Álftanesi í dag hefur synt aftur út á haf út samkvæmt sjónarvottum. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn.
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, vekur athygli á óvenjulegri hátterni sem lirfur fiðrildategundarinnar haustfeta hafa sýnt í Hafnarfirði undanfarið. Lirfurnar hafa í þúsundatali pakkað inn stóru runnabeði í þéttan límkenndan spunavef og lokast inni í honum.
Lindex á Íslandi opnar á morgun, fimmtudag, nýja verslun fyrir barnafatnað í Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar. Verslunin er sú tíunda sem opnuð er á landinu.
Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð.
Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn og verða af því tilefni mikil dagskrá víða um land og sums staðar alla helgina.
Hvernig færir maður fólki slæmar fréttir? Með því að koma sér beint að efninu. Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðar er EKKI jákvæð um 250 milljónir eins og ársreikningur bæjarins greinir frá. Rekstrarniðurstaðan fyrir síðasta ár er halli upp á 1,8 milljarða króna. Hér skeikar rúmum tvö þúsund milljónum króna. Hvernig má það vera?
Það verður líf og fjör í Hafnarfirði allan júnímánuð, en þar eru að hefjast Bjartir dagar. Þriðju bekkingar settu hátíðina í morgun með söng en þétt dagskrá er framundan í bænum.
Sumarið er að ganga í garð. Lóan er komin, góða veðrið á næsta leyti ef veðurguðirnir lofa og næturlíf er að aukast í 101 RVK. Þegar líður á kvöldið fara borgarbúar að týnast heim á meðan fólk sem býr utan Reykjavíkur situr eftir með sárt ennið og á erfitt með að komast heim í bólið. Hvort sem það er búið að vera í leikhúsi, úti að borða, eða á skemmtanalífinu.
Staðahverfi í Grafarvogi er það hverfi í Reykjavík sem fasteignamat fjölbýlisíbúða hækkar mest í samkvæmt nýju fasteignamati Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Sérbýlið hækkar mest í Vesturbænum, vestan Bræðraborgarstígs.
Hann er ekki bara skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og annar af „Hundur í óskilum“ því hann er líka mótorhjóla töffari og elskar stangaveiði og fluguveiði. Hér erum við að tala um Eirík Stephensen, sem var gestur Magnúsar Hlyns í þættinum „Mig langar að vita“ á Stöð 2 í kvöld.
„Ég vaknaði bara einn daginn eftir djamm og það var eins og einhver hafi komið inn í svefnherbergið til mín í draumi eða eitthvað og sagt mér að hætta að drekka,“ segir tónlistarmaðurinn Patrik Atlason sem sagði skilið við áfengi fyrir um ári síðan.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til upp úr klukkan tíu í kvöld vegna konu sem hafði fallið af hestbaki við Valahnúka í Hafnarfirði. Verið er að flytja konuna á bráðamóttöku en hún er ekki alvarlega slösuð.
Það var á sumarmánuðum 2019 sem þáverandi bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hófu viðræður við innviðaráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson, um að flýta framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hvassahrauni að mislægum gatnamótum við Krýsuvík. Þetta krafðist mikillar vinnu og meðal annars góðs samstarfs við Vegagerðina, Carbfix og álverið í Straumsvík um skipulagsmál á svæðinu.
Fulltrúar Vegagerðarinnar og Íslenskra aðalverktaka skrifuðu í gær undir verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns ásamt aðliggjandi hliðarvegum. Aðalverktakar áttu lægsta tilboð þegar þau voru opnuð 5. apríl síðastliðinn, buðu tæpa fjóra milljarða króna í verkið, sem var meira en einum milljarði undir áætluðum verktakakostnaði.
Bálfarir færast mjög í vöxt en um 60 prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu er bálför. Tveir gamlir brennsluofnar eru í landinu en þar eru oftast átta lík brennd á dag en það tekur um eina og hálfa klukkustund að brenna hverja manneskju.
Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð.
Samningafundi BSRB og Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem hófst klukkan 13:00 hefur verið slitið. Formaður BSRB segir fundinn engu hafa skilað. Verkföll hefjast því að óbreyttu á mánudag.
Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði.
BSRB hóf í dag óvenjulega auglýsingaherferð vegna kjaradeilu sinnar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samskiptastjóri BSRB segir markmiðið að upplýsa íbúa sveitarfélaganna sem mismuni starfsfólki sínu. Deiluaðilar munu funda hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 á morgun.
Samskiptatölvu sjö ára drengs með einhverfu var stolið í nótt úr vinnuskúr föður hans. Pabbi hans biðlar til almennings um upplýsingar um tölvuna og heitir því að verði henni skilað verði engir eftirmálar.
Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur sett íbúð sína við Eskivelli í Hafnarfirði til sölu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gær afskipti af ökumanni sem hafði ekið á móti umferð í Breiðholti. Reyndist hann vera sextán ára gamall og því ekki með bílpróf. Er málið unnið í samráði við foreldra og barnaverndaryfirvöld.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna manns sem var ofurölvi. Hann varð æstur við komu lögreglu og sjúkraflutningamanna og beit einn lögreglumannanna. Hann var því vistaður í fangageymslu þar til hægt var að ræða við hann.
Rannsókn tæknideildar lögreglunnar bendir til þess að upptök brunans í Drafnarslippnum í Hafnarfirði að kvöldi mánudags megi rekja til opins elds. Ekki er sagt hægt að fullyrða hvort að um íkveikju eða óviljaverk hafi verið að ræða.
Formaður kennarafélags Flensborgarskólans segir starfsfólk skólans uggandi yfir mögulegri sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans. Þau hafi fyrst frétt af mögulegum samruna í fjölmiðlum. Þetta sé sparnaðaraðgerð sem þýði að öllum líkindum uppsagnir.
Yfirgnæfandi meirihluti félaga BSRB í sex sveitarfélögum samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslum sem lauk nú á hádegi.
Karlmaðurinn sem lést eftir hnífsstunguárás í Hafnarfirði fimmtudaginn 20. apríl síðastliðinn hét Barlomiej Kamil Bielenda. Hann var 27 ára og lætur eftir sig tveggja ára gamla dóttur.