

Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu.
Það var mikið ánægjuefni árið 2021 þegar opnaður var hinn nýi og glæsilegi Dettifossvegur sem tengir saman Mývatnsöræfi og Ásbyrgi.
Klukkan 08:21 í morgun varð jarðskjálfti af stærðinni 4,2 í Bárðarbungu. Skömmu áður, eða klukkan 08:06 varð annar skjálfti af stærðinni 2,9 á sama stað.
Það mun allt iða af lífi og fjöri í Þingeyjarsveit um helgina og næstu daga því þar stendur nú yfir Vetrarhátíð við Mývatn með um fimmtíu viðburðum víðs vegar um sveitarfélagið. Dorgað verður meðal annars á Mývatni og hægt verður að fara í sleðahundaferðir svo eitthvað sé nefnt.
Tíu bæjar- og sveitarstjórar mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði opnuð strax auk þess að tré í Öskjuhlíð, sem skyggja á flugbrautina, verði felld. Þau segja að ekki sé um neitt „tilfinningaklám“ að ræða, líkt og Helga Vala Helgadóttir lögmaður sagði í Silfrinu á RÚV.
Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst.
Öflugusta skjálftahrinan í áratug reið yfir í Bárðarbungu í morgun og er talið að hún tengist kvikuinnskoti. Prófessor í jarðeðlisfræði segir skjálftahrinuna óvanalega.
Eldfjallafræðingur telur að skjálftahrina í Bárðarbungu „deyi út í augnablikinu.“ Það sé ekki víst hvort að það hafi nokkurn tímann gosið þar síðan jökla leysti.
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð.
Skjálftavirknin í Bárðarbungu datt hratt niður um klukkan níu eftir að hafa hafist af miklum þunga upp úr klukkan sex í morgun. Viðlíka skjálftavirkni hefur þó ekki sést á svæðinu síðan í aðdraganda eldgossins í Holuhrauni 2014.
Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð.
Friðlýsingar átta svæða á Íslandi hafa verið afturkallaðar. Var það gert vegna úrskurðar Hæstaréttar Íslands frá því í mars um að friðlýsing verndarsvæðis Jökulsár á Fjöllum frá árinu 2019 hefði verið ólögmæt.
Hjálparsveitir skáta Aðaldal og Reykjadal voru ásamt Björgunarsvetinni Garðari á Húsavík kallaðar út í morgun þar sem þakplötur á hlöðu á bæ í Aðaldal voru farnar að fjúka af.
Jarðskjálfti að stærð 3,0 varð klukkan 08:13 í morgun á austurbakka Öskjuvatns, 1,6 kílómetra frá Víti sem er stærsti sprengigígurinn í Öskju. Þetta er stærsti skjálftinn sem hefur mælst á svæðinu síðan í janúar 2022.
Hátt í 200 manns hafa tilkynnt tjón til Rarik vegna rafmagnsleysis sem varð á Norður- og Austurlandi þann 2. október. Þá varð truflun á í flutningsneti Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli með þeim afleiðingum að víða var rafmagnslaust í nokkra klukkutíma.
Tveir stórir skjálftar urðu í Bárðarbunguöskjunni í dag. Skjálftarnir urðu um hálfellefuleytið. Sá fyrri var 3.7 að stærð og sá sem fylgdi á eftir var 3.9.
Sjötíu mínútur þurfti til að byggja upp flutningskerfi Landsnets eftir að sló út á stórum hluta landsins rétt fyrir klukkan eitt í gær. Fólk í Mývatnssveit var sumt hvert rafmagnslaust fram á kvöld.
Það mun ganga í strekkings norðlæga átt í nótt og fer að snjóa á fjallvegum um norðaustanvert landið eftir hádegi á morgun.
„Nú þegar erum við búnir að keyra fram hjá tveimur húsbílum sem hafa farið út af veginum,“ segir Björn Steinbekk ljósmyndari sem er þessa stundina staddur norður á landi, nánar tiltekið á Möðrudalsöræfum þar sem gríðarlegt hvassviðri með tilheyrandi sandbyljum gerir ökumönnum erfitt um vik.
Lögreglan á Norðurlandi eystra varar ökumenn við sandstormi og ofsaroki á Mývatnsöræfum. Malbik hefur flest af veginum vestan við Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði.
Jarðskjálfti af stærð 5,0 reið yfir í Bárðarbunguöskju á fimmta tímanum í dag. Nokkur virkni hefur verið þar síðustu daga en engin merki um gosóróa. Fáir eftirskjálftar hafa mælst.
Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgos hófst í Holuhrauni. Eldgosið stóð í tæplega hálft ár en frá þeim rann mesta hraun frá Skaftáreldum seint á átjándu öld. Flatarmálið þess er meira en Þingvallavatns.
Vegurinn frá Drekagili upp í Öskju er ekki jepplingafær, vegna mikilla snjóa. Þar er lélegt skyggni og hálka. Veðurútlit næstu tvo daga og er snjókoma og vindur í kortunum.
Reiðhjólamaður slasaðist þegar hann féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur upp úr hádegi í dag. Hífa þurfti manninn upp úr gljúfrinu. Samferðamaður hans slasaðist þegar hann reyndi að aðstoða hann. Báðir voru fluttir til Akureyrar til frekari aðhlynningar.
Meirihlutasamstarfi í Þingeyjarsveit var slitið í síðustu viku vegna þess sem kallaður hefur verið trúnaðarbrestur af þeim fulltrúum sem hafa sagt sig úr meirihlutanum. Þar fara hæst deilur um virkjunarframkvæmdir í Skjálfandafljóti. Tillaga K-listans um að Skjálfandafljót verði ekki virkjað var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku.
Guðmundur Erlendsson neyddist til nauðhemla á bifhjóli sínu er hann ók eftir þjóðvegi eitt um Langadal í átt að Akureyri á sunnudagskvöldið vegna bifreiðar á vegarhelmingi hans sem ók á móti honum úr gagnstæðri átt. Bifreiðin hafi þá ætlað að taka fram úr bílalest á hinum vegarhelmingnum.
Fyrsta hálendisvakt sumarsins leggur af stað upp úr hádegi. Tólf björgunarsveitarmenn sjá um fyrstu vaktina og segir einn þeirra gleðina vera ein af aðalástæðunum fyrir því að fólk nýti sumarfríið sitt í að bjarga ferðamönnum.
Nokkuð öflugur jarðskjálft, af stærðinni 3,4, mældist í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni í morgun.
Svæðinu við Dettifoss hefur verið lokað vegna mikils vatnselgs. Mikið magn af snjó safnaðist fyrir á svæðinu í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku og með hlýnandi veðri hefur hann tekið að bráðna mjög hratt. Aðstæður sem hafa skapast eru orðnar varasamar, segir í tilkynningu Vatnajökulsþjóðgarðs.
„Hann var sá af Apollo-geimförunum sem mest var tengdur Íslandi,” segir Húsvíkingurinn Örlygur Hnefill Örlygsson um geimfarann og Íslandsvininn William Anders. Geimfarinn lést í flugslysi við strönd Washington-ríkis á föstudag, níræður að aldri, en vináttubönd hans við Ísland og Íslendinga áttu sér 67 ára sögu.