Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. mars 2025 15:05 Hátíðin byrjar alltaf á hópreið út á Mývatni þar sem þátttakan er alltaf góð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það mun allt iða af lífi og fjöri í Þingeyjarsveit um helgina og næstu daga því þar stendur nú yfir Vetrarhátíð við Mývatn með um fimmtíu viðburðum víðs vegar um sveitarfélagið. Dorgað verður meðal annars á Mývatni og hægt verður að fara í sleðahundaferðir svo eitthvað sé nefnt. Vetrarhátíð við Mývatn er einstakur viðburður á landsvísu þar sem fjölbreyttar hefðbundnar og óhefðbundnar vetraríþróttir eru stundaðar úti í náttúrunni. Hátíðin hófst formlega í gær, 28. febrúar og stendur til sunnudagsins 9. mars. Úlla Árdal er framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og veit allt um vetrarhátíðina. „Þetta er hátíð þar sem allir koma saman og hafa gaman. Þetta er sem sagt útihátíð þar, sem er verið að keppa, við segjum svona furðulegar öðruvísi íþróttir kannski, vetraríþróttir og það eru bara viðburður um alla Þingeyjarsveit og verður nóg að gera,“ segir Úlla og bætir við. „Svo koma bara allir saman og búa til magnaða hátíð og það eru hátt í 50 viðburðir á dagskrá og þetta eru bara já, Þingeyjarsveit er náttúrulega landmesta sveitarfélag landsins þannig að þetta dreifist bara um allt sveitarfélagið.“ Úlla hvetur unga, sem aldna til að taka þátt í hátíðinni og njóta þeirrar dagskrár, sem boðið er upp á fram til sunnudagsins 9. mars.Aðsend Úlla segir að veðurguðirnir séu eitthvað að stríða skipuleggjendum því það vanti meiri snjó og kulda á svæðið en það slái þó skipuleggjendur ekki út af laginu þó aflýsa þurfi eitthvað af viðburðum. En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að vera með svona hátíð ? „Bara mjög mikilvægt. Fá fólk á svæðið en þetta er kannski rólegasti tíminn í ferðamennsku, sem spilar stórt hlutverk á þessu svæði þannig að við fáum fullt af fólki inn á svæðið og svo er þetta líka bara fyrir heimafólk, þetta er bara gaman fyrir okkur,“ segir Úlla. Vetrarhátíðarfáninn, sem blaktir víða þessa dagana.Aðsend Er einhver svona einn hápunktur hátíðarinnar sem þú getur nefnt? „Mér finnst persónulega dorgið alltaf skemmtilegast en þá getur þú komið og dorgað á Mývatni með veiðifélaginu en það verður um næstu helgi, sunnudeginum held ég,“ segir Úlla Árdal. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar Úlla Árdal og börnin hennar, Snjólaug og Helga á dorginu á MývatniAðsend Þingeyjarsveit Ferðaþjónusta Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
Vetrarhátíð við Mývatn er einstakur viðburður á landsvísu þar sem fjölbreyttar hefðbundnar og óhefðbundnar vetraríþróttir eru stundaðar úti í náttúrunni. Hátíðin hófst formlega í gær, 28. febrúar og stendur til sunnudagsins 9. mars. Úlla Árdal er framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og veit allt um vetrarhátíðina. „Þetta er hátíð þar sem allir koma saman og hafa gaman. Þetta er sem sagt útihátíð þar, sem er verið að keppa, við segjum svona furðulegar öðruvísi íþróttir kannski, vetraríþróttir og það eru bara viðburður um alla Þingeyjarsveit og verður nóg að gera,“ segir Úlla og bætir við. „Svo koma bara allir saman og búa til magnaða hátíð og það eru hátt í 50 viðburðir á dagskrá og þetta eru bara já, Þingeyjarsveit er náttúrulega landmesta sveitarfélag landsins þannig að þetta dreifist bara um allt sveitarfélagið.“ Úlla hvetur unga, sem aldna til að taka þátt í hátíðinni og njóta þeirrar dagskrár, sem boðið er upp á fram til sunnudagsins 9. mars.Aðsend Úlla segir að veðurguðirnir séu eitthvað að stríða skipuleggjendum því það vanti meiri snjó og kulda á svæðið en það slái þó skipuleggjendur ekki út af laginu þó aflýsa þurfi eitthvað af viðburðum. En hversu mikilvægt er fyrir samfélagið að vera með svona hátíð ? „Bara mjög mikilvægt. Fá fólk á svæðið en þetta er kannski rólegasti tíminn í ferðamennsku, sem spilar stórt hlutverk á þessu svæði þannig að við fáum fullt af fólki inn á svæðið og svo er þetta líka bara fyrir heimafólk, þetta er bara gaman fyrir okkur,“ segir Úlla. Vetrarhátíðarfáninn, sem blaktir víða þessa dagana.Aðsend Er einhver svona einn hápunktur hátíðarinnar sem þú getur nefnt? „Mér finnst persónulega dorgið alltaf skemmtilegast en þá getur þú komið og dorgað á Mývatni með veiðifélaginu en það verður um næstu helgi, sunnudeginum held ég,“ segir Úlla Árdal. Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar Úlla Árdal og börnin hennar, Snjólaug og Helga á dorginu á MývatniAðsend
Þingeyjarsveit Ferðaþjónusta Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira