Akranes

Helstu bæjarhátíðirnar um helgina: Bryggjusöngur, brennur, sveitaböll og sápubolti
Þá er komið því, einni af stærstu ferðahelgum sumarsins; fyrstu helginni í júlí og eflaust eru einhverjir nú þegar samviskusamlega búnir að pakka, troðfylla bílinn af útileigubúnaði og smyrja flatkökur og rækjusamlokur í tonnavís. En hvert skal halda?

Ég styð veiðar og vinnslu hvalaafurða
Ég fagna því innilega að hvalveiðar séu nú stundaðar við Íslandsstrendur að nýju, enda hafa þær mjög jákvæð áhrif á allt samfélagið hér á Akranesi og nærsveitir.

Sjáðu Norðurálsmótið á Akranesi: Gleðin við völd er stjörnur framtíðarinnar stigu sín fyrstu skref
Það var nóg um að vera á Akranesi þegar Norðurálsmótið fór þar fram á dögunum, þar sem strákar í 7. flokki léku listir sínar. Þeir sýndu einnig tilþrif utan vallar og voru laufléttir í bragði í samtölum sínum við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, sem gerði mótinu góð skil í þætti á Stöð 2 Sport.

Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi
Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi.

Kannar hug fólks til breytinga á tveimur köflum hringvegarins
Samgöngufélagið leitar eftir afstöðu almennings til þess hvort breyta eigi legu hringvegarins á tveimur köflum á Vesturlandi. Frestur til að taka þátt í skoðanakönnun félagsins rennur út 10. júní.

Sævar Freyr áfram bæjarstjóri á Akranesi í nýjum meirihluta
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar kjörtímabilið 2022 – 2026, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá flokkunum.

Tíðinda að vænta á Akranesi á morgun
Tíðinda er að vænta af meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi á morgun. Þetta segir Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna á Akranesi, í samtali við fréttastofu.

„Framsókn setti okkur afarkosti sem við gátum ekki sætt okkur við“
Samfylkingin sleit viðræðum við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi meirihlutasamstarf á Akranesi í gær. Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að Framsókn hafi sett flokknum afarkosti sem hann hafi ekki getað gengið að.

Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum
Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand.

Lokatölur á Akranesi: Framsókn stal manni frá Sjálfstæðisflokknum
Framsóknarflokkurinn bætti við sig einum manni í bæjarstjórn á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum. Samfylkingin og Framsókn eru í meirihluta og halda honum örugglega.

Holóttir vegir plaga kjósendur á Akranesi
Holóttir vegir plaga kjósendur á Akranesi sem vilja úrbætur á vegakerfinu. Oddvitar allra framboðslista boða sókn í samgöngu- og atvinnumálum og segja fyrsta skref að ráða Sævar Frey Þráinsson aftur sem bæjarstjóra.

Oddvitaáskorunin: Á enn Hondu Civic sem hann keypti sautján ára
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Garðar snýr aftur í ÍA
Garðar Gunnlaugsson hefur gengið í raðir ÍA frá Kára og tekur slaginn með uppeldisfélagi sínu í Bestu deild karla í sumar.

Grænn iðngarður byggður á hringrásarhugsun á Grundartanga
Í dag fögnum við enn einum áfanga öflugs atvinnusvæðis Grundartanga sem fyrirtæki og sveitarfélög hafa byggt upp sameiginlega. Þá verður undirrituð sérstök viljayfirlýsing um uppbyggingu græns iðngarðs byggðum á hringrásarhugsun.

Margfalt minni sveitarfélög skiluðu mun meiri fjármunum en borgin í fyrra
Einungis tvö af tíu stærstu sveitarfélögum landsins skiluðu minna veltufé frá rekstri í fyrra en Reykjavíkurborg þrátt fyrir að borgin sé langstærsta sveitarfélagið.

Oddvitaáskorunin: Kosningabaráttan búin að stela dýrmætum tíma frá snókeráhorfi
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Sjöhundruð bátar á strandveiðum færa fjör í sjávarbyggðir landsins
Strandveiðarnar hófust í dag. Búist er við að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar en í morgun voru um 450 bátar þegar komnir með leyfi. Leiðindaveður hamlaði þó sjósókn víða um land á þessum fyrsta degi.

Oddvitaáskorunin: Fór fjórtján ára í sirkus-skóla í Sviss
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Fjölbreytt dagskrá á baráttudegi verkalýðsins
Baráttudagur verkalýðsins er í dag og af því tilefni standa verkalýðsfélög landsins fyrir fjölbreyttri dagskrá víða um land.

Innlit Skreytum hús á antíkmarkaðinn á Akranesi
Soffía Dögg Garðarsdóttir leit við á antíkmarkaðinn á Akranesi. Í pistli vikunnar sýnir hún brot af úrvalinu í þessum gullmola á Skaganum. Við gefum henni orðið.

Guðríður komin í hald lögreglu
Lögreglan á Vesturlandi hefur lagt hald á styttuna af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku og komið fyrir inni í listaverki fyrir framan Nýlistasafnið í Reykjavík.

Ofvaxnir skyndibitar og sælgætisskúlptúrar Tinnu á Akranesi
Ofvaxnir skyndibitar, sælgætisskúlptúrar, pínulitlir og risa Royal búðingar, svo ekki sé minnst á Hubba Bubba og bláan ópal, eru meðal verka hjá listakonu, sem eru til sýnis á Akranesi. Sjón er sögu ríkari.

Hefur saumað ellefu þjóðbúninga á Akranesi
Þjóðbúningar og allt í kringum þá er í miklu uppáhaldi hjá húsmóður á Akranesi en hún hefur saumað ellefu slíka búninga og á eftir að sauma einn í viðbót. Hún hvetur, sem flesta að læra að gera sér þjóðbúning og klæðast þeim við hátíðleg tækifæri.

Byrjaði sautján ára með eigin rekstur og réð pabba sinn í vinnu
Það er mikið meira en nóg að gera hjá Alexander Degi, 18 ára strák á Akranesi, sem er með sína eigin bílaþvottastöð. Vegna mikilla anna hefur hann ráðið pabba sinn í vinnu til sín. Alexander Dagur er líka kattliðugur.

Kjörstjórnir í stökustu vandræðum víða um land
Ljóst er að kjórstjórnir víða um land eru í stökustu vandræðum vegna nýrra hæfisviðmiðna nýrra kosningalaga. Formenn kjörstjórna syrgja ekki síst vana starfsmenn hafa gegnt lykilhlutverki á kjördag en hafa nú þurft að víkja sæti.

Besta-spáin 2022: Ætlar að hífa Skagamenn ofar í draumastarfinu
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 8. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Hrekktu bæjarbúa með því kynna til leiks nýjan framboðslista
Gísli Gíslason, fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, leiðir nýjan framboðslista sem býður fram í bænum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðið hefur fengið nafnið Akraneslistinn, listabókstafinn A og er sagður óháður flokkapólitík.

Ámælisvert að reglum hafi ekki verið fylgt þegar slys varð hjá vitateyminu
Rannsóknarnefnd samgönguslysa gerir athugasemdir við að starfsmanni á vegum Vegagerðarinnar hafi ekki verið komið undir læknishendur við fyrsta tækifæri eftir að hann hafi fallið útbyrðis úr gúmmíbát þar sem hann hafi auk tveggja annarra verið á leið í land eftir að hafa sinnt viðgerðum á vitanum á Þormóðsskeri í nóvember 2020.

Tólf milljarða hagnaður af rekstri OR á síðasta ári
Tólf milljarða króna hagnaður varð af rekstri Orkuveiru Reykjavíkur á síðasta ári. Ársreikningur samstæðunnar var samþykktur af stjórn í dag og er lagt til við aðalfund að greiddur verði arður til eigenda – það er Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð – sem nemi fjórum milljörðum króna.

Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin
Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast.