Keflavíkurflugvöllur

Erlend flugfélög fækka ferðum eða hætta að fljúga til Íslands
Útlit er fyrir að þó nokkur erlend flugfélög muni draga saman seglin eða jafnvel hætta alfarið flugferðum til og frá Íslandi á næstunni.

Ferðamenn lentu á Íslandi og vissu ekki af kröfunni um sóttkví
Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Nokkur dæmi eru um ferðalanga sem lentu á Íslandi án þess að vita af kröfunni um sóttkví og þurftu að breyta áætlunum sínum.

Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis
Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis.

Geta nú valið á milli sýnatöku og 14 daga sóttkvíar
Farþegar sem koma til Íslands frá og deginum í dag geta valið á milli þess að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með fimm daga sóttkví á milli þar til niðurstaða seinni sýnatöku liggur fyrir, eða sleppa sýnatöku og sitja í 14 daga sóttkví frá komunni til landsins.

Nauðsynlegt að horft sé til grunnréttinda borgaranna og fleira
Þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar segir að nauðsynlegt sé að horfa til fleiri þátta þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag á landamærum nú á tímum faraldurs kórónuveirunnar.

Hættustigi aflýst: Flugvél Icelandair lenti heilu og höldnu
Hættustigi rauðu hefur verið lýst yfir á Keflavíkurflugvelli vegna vélartruflana hjá flugvél Icelandair sem fór í loftið fyrr í morgun.

Mæðgur í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á kókaíni
Mæðgur eru í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins fyrr í þessum mánuði.

Landinn að drukkna í Dönum
Alls flugu 9.949 Danir frá Íslandi í síðasta mánuði og voru þeir fjölmennasti hópur ferðamanna hér.

Gera þarf ráðstafanir til að takmarka farþegafjölda ef ríkjum verður bætt aftur á hættulista
Umfang skimunar á landamærum er nú þegar að nálgast þolmörk hvað varðar afkastagetu.

Kemur til greina að herða aðgerðir á landamærum ef þurfa þykir
Til greina kemur að grípa til hertari aðgerða á landamærum ef þær ráðstafanir sem kynntar voru í dag bera ekki árangur.

Flugvélarnar orðnar þrefalt fleiri en 15. júní
Flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefur verið tæpur fimmtungur af því sem hún var á sama tíma í fyrra, frá því rýmkað var fyrir komu ferðamanna um miðjan júní.

Breyta upplýsingagjöf eftir skimun
Aðeins þau sem eru smituð við komuna til landsins munu fá tilkynningu frá almannavörnum.

Ætluðu að sigla frá landinu en greindust á flugvellinum
Tveir skipverjar súrálsskipsins Seaboss, sem lagðist að bryggju á Grundartanga síðastliðinn miðvikudag, greindust með Covid-19 við landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli.

Isavia fengið 40 prósent af andvirði seldra farmiða í áætlunarakstri
Samkeppniseftirlitið telur óhætt að áætla að Isavia hafi fengið 40 prósent af andvirði allra selda farmiða í áætlunarakstri undanfarin tvö ár.

„Okkur hafði lengið langað að koma til Íslands. Nú er Ísland eitt af öruggustu löndunum“
Á miðnætti sem leið gátu farþegar frá fjórum löndum til viðbótar komið til landsins án þess að þurfa að fara í skimun eða sóttkví. Hátt í 2.500 manns komu til landsins í dag með 17 flugvélum. Farþegar sögðust glaðir að vera komnir í eitt af öruggustu löndunum.

Nýjar reglur sóttvarnalæknis minnka álagið um hátt í 40%
Um fjörutíu prósent færri þurfa að fara í skimun á landamærunum með nýjum reglum sóttvarnalæknis. Frá og með deginum í dag bætist Danmörk Noregur, Finnland og Þýskaland á lista yfir svokölluð „örugg lönd“ en ferðamenn sem koma þaðan eru undanþegnir skimunum.

Sautján vélar til Keflavíkur í dag
Nú frá klukkan átta er von á sautján farþegaflugum til Keflavíkurflugvallar.

53 vélar væntanlegar næstu þrjá daga
Icelandair byrjar að fljúga til Kanada.

Ekkert innanlandssmit í 10 daga
Þrjú smit greindust á landamærunum í gær en á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort þau séu virk eða gömul.

Fyrrverandi landlæknir segir ástæðu til að hætta skimun á landamærunum
Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og fyrrverandi landlæknir segir tilefni til þess að endurskoða skimun á landamærum og jafnvel hætta henni með öllu, sérstaklega í ljósi þess að Íslensk erfðagreining hefur dregið sig út úr verkefninu.

Eins árs barn greindist með Covid-19
Eins árs gamalt barn greindist með Covid-19 hér á landi í gær. Barnið er einkennalaust eins og er.

Smitrakning í gangi vegna konu sem kom til landsins fyrir 10 dögum en greindist í gær
Íslendingar þurfa að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir við komu til landsins verði tillögur sóttvarnarlæknis samþykktar. Í gær greindist smit hjá konu sem kom til landsins fyrir tíu dögum.

Telja að viðvörunarkerfi Icelandair-þotunnar hafi komið í veg fyrir flugslys
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur líklegt að flugstjórinn hafi misst yfirsýn yfir aðflugið á „örlagastundu“.

Fundu metamfetamín vafið fast um maga manns
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að tæp 300 grömm af metamfetamíni og 1600 stykki af lyfseðilsskyldum lyfjum í fórum sínum við komuna til landsins fyrr í mánuðinum.

Sex mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið 217 tóbakskartonum
Karlmaður var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir stórfelldan þjófnað úr Fríhafnarversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt þremur öðrum mönnum.

Hátt í hundrað farþegar nálægt því að sleppa skimun
Mistök við opnun landgönguhliða á Keflavíkurflugvelli urðu til þess að farþegar flugvélar Wizz Air frá Katowice í Póllandi til Keflavíkur gengu fram hjá skimunarsvæði flugstöðvarinnar. Lögreglan áttaði sig á mistökunum og sá til þess að farþegarnir gengjust undir skimun.

Framlengja samning um lágmarksflug til Boston
Samningurinn kveður á um að flogið verði minnst tvisvar í viku til Boston á tímabilinu.

Vonast eftir því að skimun á Keflavíkurflugvelli verði hætt sem fyrst
Forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar segist vonast til þess að skimunum vegna kórónuveirunnar á Keflavíkurflugvelli verði hætt sem fyrst. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofunnar ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Færeyingar yngja upp með nýrri Airbus A320 beint úr verksmiðju
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur fengið afhenta nýja þotu af gerðinni Airbus A320neo. Þotan kom beint frá Airbus-verksmiðjunum í Toulouse í Frakklandi á föstudag.

Dæmdur í 26 mánaða fangelsi fyrir kókaín- og metamfetamínsmygl
Sergio Andrade Gentill var í dag dæmdur í 26 mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þann 3. mars síðastliðinn flutti hann tæp tvö kíló af kókaíni og rúm fjögur grömm af metamfetamíni hingað til lands.