Samgönguslys

Fréttamynd

Bíll valt í Garða­bæ

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna bílveltu við Hlíðsnesveg í Garðabæ um miðjan dag í dag. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist ekki.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja bíla á­rekstur við Holta­garða

Betur fór en á horfðist þegar sendibíll og fólksbíll rákust á við gatnamót Sæbrautar og Holtavegar í austurhluta Reykjavíkur á tíunda tímanum. Enginn slasaðist alvarlega í árekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Rútuslys austan við Hala í Suðursveit

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að umferðarslysið hafi orðið á sjöunda tímanum í kvöld á Þjóðvegi 1 austan við Hala í Suðursveit. Þar hafi rúta með um tuttugu manns farið út af veginum.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja bíla á­rekstur og mikil um­ferðar­teppa

Þrír bílar lentu saman í árekstri á Hafnarfjarðvegi við Arnarnesbrú upp úr fimm síðdegis. Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku til skoðunar en meiðsli virðast vera lítilháttar. Umferðarteppa hefur myndast niður að Hamraborg.

Innlent
Fréttamynd

Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda

Rúta valt út af veginum á Fróðárheiði á Snæfellsnesi og voru tveir farþegar fluttir með þyrlu á Landspítalann en restin fóru með rútu inn í Ólafsvík þar sem búið er að opna fjöldahjálparmiðstöð. Á sama tíma var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna veikinda við Seljalandsfoss. 

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna rútuslyss á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir hafa verið kallaðar á vettvang. 

Innlent
Fréttamynd

Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur

Tilkynnt var um umferðarslys í Hafnarfirði í dag þar sem engin slys urðu á fólki en bifreiðin var mikið skemmd. Ökumaður viðurkenndi að hafa verið í símanum og var einnig grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaður var vistaður í fangageymslu.

Innlent
Fréttamynd

Ók á sjö kindur og drap þær

Sjö kindur drápust um helgina á Suðurlandi þegar var ekið á þær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að frá því á föstudag hafi verið skráð um 150 mál hjá embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan leitar vitna að tveggja bíla á­rekstri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir vitnum að tveggja bíla árekstri sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs í Reykjavík fimmtudagskvöldið 24. október. Tilkynning um áreksturinn barst klukkan 19.42.

Innlent
Fréttamynd

Skert at­hygli þegar ekið var inn á öfugan vegar­helming

Aðdragandi banaslyss á Vesturlandsvegi til móts við Skipanes í desember í fyrra var sá að Toyota Yaris bifreið var ekið yfir á öfugan vegarhelming og framan á Volvo fólksbíl úr gagnstæðri átt. 66 ára kona sem ók Toyota bifreiðinni lést af völdum árekstursins og tveir í hinum bílnum slösuðust alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Skip­verjar urðu varir við eldinn þegar þeir voru í kaffi

Eldur sem kom upp í vinnsluþilfari skipsins Jökuls ÞH 299 þann 17. júlí í fyrra, þegar skipið var statt um sextíu sjómílum norðaustur af Horni, var vegna viðgerðar þar sem verið var að rafsjóða. Glóð fór í svokallaðan burstakamb, og náði að krauma í hálftíma áður en eldurinn braust út. Á meðan voru skipverjar í kaffi.

Innlent