
Samgönguslys

Árekstur í Ártúnsbrekkunni
Árekstur varð ofarlega í Ártúnsbrekkunni síðdegis í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en um minniháttar meiðsli er að ræða.

Göng um Öxnadalsheiði: „Snýst um hagsmuni allra“
Að minnsta kosti tvenn gangaverkefni ættu að vera í gangi á hverjum tíma segir bæjarstjóri Akureyrar sem kallar eftir göngum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Enn er víða ófært og Öxnadalsheiðin lokuð vegna áreksturs.

Árekstur á Siglufjarðarvegi
Tveir bílar rákust saman úr gagnstæðri átt á Siglufjarðarvegi á sjöunda tímanum í kvöld. Ekki voru alvarleg slys á fólki en bílarnir eru illa farnir.

„Það þarf að stoppa svona menn áður en þeir drepa einhvern“
Maður sem lenti í bílslysi af völdum ofsaaksturs tveggja ökumanna í spyrnu segir mikla mildi að ekki fór verr. Kona sem ók á undan honum hafi að öllum líkindum afstýrt stórslysi.

Hélt að pallurinn væri niðri og „þrumar á brúna og slítur hana niður“
Umferðaróhapp varð við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í morgun.

Tveir fluttir með sjúkraflugi eftir harðan árekstur
Harður árekstur varð á þjóðvegi 1 á fimmta tímanum í dag, um 20 kílómetra frá Blönduósi. Tveir voru fluttir slasaðir með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Forstjóri Boeing lætur af störfum fyrir árslok
Forstjóri Boeing, Dave Calhoun, mun láta af störfum fyrir árslok. Auk hans lætur af störfum forstjóri áætlunarflugvéladeildar félagsins, Stan Deal. Stephanie Pope tekur við af honum. Steve Mollenkopf hefur verið skipaður formaður stjórnar félagsins. Calhoun tilkynnti um þetta í dag í bréfi til starfsmanna.

Flutningabifreið á hliðinni undir Ingólfsfjalli og lokar veginum austur
Flutningabifreið fór á hliðina undir Ingólfsfjalli nú fyrir stundu og þverar algjörlega leiðina austur. Lögregla er á vettvangi og bíður þess að bílinn verðir fluttur af veginum. Hjáleið er um gamla Suðurlandsveginn fyrir neðan hringveginn.

Bílvelta á Kjalarnesi
Bílvelta varð á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um klukkan 13 í dag.

Árekstur við Kaplakrika
Árekstur tveggja bíla var á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika í Hafnarfirði á níunda tímanum í kvöld. Engin alvarleg slys urðu á fólki.

Fjöldi málsókna vegna hurðarloksins sem fauk í miðju flugi
Sjö farþegar sem urðu fyrir meiðslum þegar hurðarlok losnaði í miðju flugi Alaska Airlines í janúar síðastliðnum hafa höfðað mál gegn flugfélaginu og flugvélaframleiðandanum Boeing.

Fluttu slasaðan mann eftir bílslys nærri Gullfossi
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flutti í dag mann á sjúkrahús eftir bílveltu á Kjalvegi, norður af Gullfossi. Áhöfnin var við hefðbundnar æfingar og á svæðinu þegar útkallið barst.

Nafn mannsins sem lést í Heiðmörk
Maðurinn sem lést í mótorhjólaslysi á Heiðmerkurvegi í síðustu viku hét Hrafn Breiðfjörð Ellertsson.

Fimmtíu slasaðir eftir að Boeing-vél „féll“ í miðju flugi
Fimmtíu manns þurftu aðhlynningu og þrettán voru lagðir inn á sjúkrahús eftir að „tæknilegir örðugleikar“ komu upp í flugi Latam Airlines frá Sydney til Auckland sem urðu þess valdandi að flugvélin „féll“ og farþegar hentust úr sætum sínum.

Var í símanum undir stýri og fær kaskótryggingar ekki endurgreiddar
Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að endurgreiða manni kaskótryggingar, sem félagið hafði endurkrafið manninn um í kjölfar umferðarslyss sem hann olli. Maðurinn hafði ekið aftan á röð bifreiða á Reykjanesbraut á meðan hann var í símanum undir stýri og urðu fjórir bílar fyrir skemmdum.

Maður um tvítugt lést í mótorhjólaslysinu í Heiðmörk
Karlmaður um tvítugt lést í mótorhjólaslysinu sem varð í Heiðmörk um kvöldmatarleytið í gær. Maðurinn ók mótorhjólinu vestur Heiðmerkurveg en virðist hafa misst stjórn á hjólinu og hafnaði utan vegar.

Mótorhjólaslys í Heiðmörk
Mótorhjólaslys varð í Heiðmörk í kvöld. Þetta staðfestir Guðmundur Guðjónsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Ökumaðurinn alvarlega slasaður en ekki í lífshættu
Maðurinn sem lenti í alvarlegu umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi í nótt er alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalands, en er ekki talinn í lífshættu. Jepplingur sem hann keyrði fór út af veginum og lenti á girðingu.

Alvarlegt bílslys á Hafnarfjarðarvegi í nótt
Alvarlegt umferðarslys varð á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ um þrjúleytið í nótt.

Ók bíl inn í verslun í Vestmannaeyjum
„Þetta var smá sjokk. Því hann kom ágætlega inn hjá mér, húddið kom allt inn,“ segir Svava Tara Ólafsdóttir, eigandi verslunarinnar Sölku í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu. Í morgun var bíl ekið inn í verslunina og brotnaði gluggi hennar fyrir vikið.

Ekki hugað að öryggi almennings í Gleðivík
Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna banaslyss, sem varð á Djúpavogi sumarið 2022, segir að pottur hafi víða verið brotinn í skipulagsmálum við Eggin í Gleðivík. Samhliða því hafi ekki verið hugað að öryggi almennings. Þá segir að meginorsök slyssins hafi verið sú að ökumaður skotbómulyftara veitti gangandi vegfaranda ekki athygli.

Lá við slysi æfingavélar og farþegavélar sem stefndu á sömu flugbraut
Litlu munaði að flugslys yrði við Keflavíkurflugvöll þann 22. ágúst 2020 þegar æfingaflugvél og farþegaflugvél voru í lokalegg aðflugs að sömu flugbraut á sama tíma.

Nafn mannsins sem lést í slysi á Suðurlandsvegi
Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi skammt við Pétursey þann 29. janúar síðastliðinn hét Einar Guðni Þorsteinsson.

Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi
Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Tvær flugvélar rákust saman í háloftunum
Tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar í gær. Flugmaður og farþegi voru í annarri vélinni en aðeins flugmaður í hinni.

Látinn eftir umferðarslys á Reykjanesbraut
Karlmaður er látinn eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, á móts við álverið í Straumsvík, þriðjudaginn 30. janúar.

Tveggja bíla árekstur í Ártúnsbrekku
Árekstur varð í Ártúnsbrekkunni um klukkan þrjú í dag. Tveir bílar skullu þar saman neðst í brekkunni en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru þrír sjúkrabílar og dælubíll sendir á vettvang.

Leita vitna vegna ágreinings um ljósastöðu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að hörðum árekstri sem varð á gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar í Reykjavík í gær.

Fjórði áreksturinn í dag
Fjórir árekstrar hafa orðið í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi. Þeir hafa flestir verið smávægilegir og aðeins einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku.

Árekstur á Háaleitisbraut
Betur fór en á horfðist þegar árekstur tveggja fólksbíla varð við gatnamót Háaleitisbrautar og Miklubrautar í Reykjavík í morgun. Þegar slökkvilið bar að garði höfðu allir farþegar bílanna komið sér út úr bílunum og enginn þeirra var slasaður.