Skattar og tollar

Fréttamynd

Mesta rán Ís­lands­sögunnar

Ég ætla að byrja á að segja ykkur sögu nýfrjálshyggjunnar. Sagan byrjar þar sem hin ríku lofa ykkur að skattalækkanir til þeirra sjálfra muni bæta hag allra. Málið er að við förum betur með fé en allir aðrir. Þess vegna erum við rík.

Skoðun
Fréttamynd

Hinir raun­veru­legu styrk­þegar ríkis­sjóðs

Það má líta á það sem styrk til hinna tekjuhæstu að skattleggja fjármagnstekjur minna en launatekjur. Stjórnvöld ákveða að meginþorri fólks skulu skattlagður með tilteknum hætti en síðan að lítill hluti landsmanna skuli skattlagður minna.

Skoðun
Fréttamynd

Verndartollur „sem verndar einfaldlega ekki neitt“

Verndartollar á franskar kartöflur vernda nákvæmlega ekki neitt nú þegar engin innlend framleiðsla er á vörunni. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda sem telur að afnám tolla myndi þýða tuga prósenta verðlækkun á matvöruna.

Neytendur
Fréttamynd

Skatt­kerfi sem hyglir hinum ríku og sveltir sveitar­fé­lög

Sveitarfélögin í landinu verða af um 18,9 milljarða tekjum þar sem ekki er tekið útsvar af fjármagnstekjum eins og af launatekjum. Megnið af fjármagnstekjum renna til allra tekjuhæsta fólksins. Það veldur því að hin tekjuhæstu borga hlutfallslega minnst til sveitarfélaganna þar sem þau búa. Sum hver borga ekki krónu, en nota samt skóla, götur og sundlaugar.

Skoðun
Fréttamynd

Skattkerfið hygli þeim tekjuháu

Miklar umræður hafa spunnist um fjármagnstekjuskatt undanfarið, í kjölfar útgáfu helstu tekjublaða og því haldið fram að vegna lágs fjármagnstekjuskatts borgi hin tekjumiklu hlutfallslega minna í skatt, samaborið við meðalmanninn. Helstu útgerðarmenn landsins eru í tekjublaði ársins sagðir með mun lægri laun en raun ber vitni. Í helstu tekjublöðum virðast tekjur þjóðþekktra einstaklinga og listamanna einnig mun lægri þar sem sneitt er hjá svokölluðum samlagsfélögum sem þeir stofna utan um starfsemi sína.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­­menn hins opin­bera fá milljónir í vasann

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er sá starfsmaður fyrirtækja í eigu íslenska ríkisins eða borgarinnar sem var með hæstu tekjurnar árið 2021 samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Hörður var með tæpar fjórar milljónir í mánaðarlaun.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt tekjuár fyrir listamenn í Covid

Árið 2021 var mikið Covid ár og lítið um stórar samkomur, svo sem tónleika eða útihátíðir. Hafði þetta veruleg áhrif á tekjur margra listamanna. Tekjuhæsti listamaðurinn sem launþegi samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar var Steinþór Birgisson, kvikmyndaklippari, en hann var með 2.051.000 krónur á mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Lilja skákar Katrínu og Bjarna

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptamálaráðherra, var með hærri laun en bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á síðasta ári. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var með 3.454.000 krónur á mánuði og trónir toppinn á lista Tekjublaðsins í flokknum „Forseti, alþingismenn og ráðherrar“.

Innlent
Fréttamynd

Magnús skákar Árna Oddi

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, var aldrei þessu vant ekki launahæsti forstjóri landsins. Hann var næstlaunahæstur með tæplega 43 milljónir króna á mánuði árið 2021.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þor­­steinn og Birgitta Líf tekju­hæst á­hrifa­valda

Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskunnar, var tekjuhæstur áhrifavalda árið 2021 samkvæmt nýju tölublaði Frjálsrar verslunar. Þorsteinn var með 1.369.000 krónur á mánuði en næst á eftir honum kom Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, eigandi Bankastræti Club og umboðsmaður, með 1.275.000 krónur á mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Hafþór, Anníe og Eiður með hæstu tekjurnar

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson og CrossFit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir eru það íþróttafólk sem hafði langhæstar tekjur á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt Tekjublaði Frjálsar verslunar sem kom út í dag.

Sport
Fréttamynd

Efling búin að greiða skattinn

Stéttarfélagið Efling er búið að skila skattgreiðslum starfsmanna sinna til Skattsins, tveimur mánuðum of seint. Fyrrverandi starfsmaður Eflingar segir málið stangast á við tilgang félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Fimm teknir í tollinum með Oxycontin á þremur vikum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært fimm pólska karlmenn fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, með því að hafa flutt inn mikið magn ópíóíðalyfsins Oxycontin. Mennirnir voru teknir á þriggja vikna tímabili með efni í fórum sér en þeir eru allir ákærðir hver í sínu lagi og því er ekki litið á brot þeirra sem samverknað.

Innlent
Fréttamynd

Skattsvikamál Shakiru fyrir dóm á Spáni

Kólumbísku poppstjörnunni Shakiru hefur mistekist að ná dómsátt með spænskum saksóknurum og mun mál hennar vegna meintra skattsvika því fara fyrir dómstóla. Shakira mun þar halda fram sakleysi sínu. 

Erlent
Fréttamynd

Skýrari skattalög

Hvergi kemur nú fram í einkennisorðum Skattsins að leggja eigi skatta á með réttum hætti eða lögum samkvæmt. Þess í stað er nefnt að stofnunin sé „framsækin“? Og hvernig fer stofnunin að því að stuðla að jafnræði og virkri samkeppni? Það getur varla verið á verksviði Skattsins enda heyra þessi verkefni undir allt aðra aðila. Og í hverju felast orðin um vernd samfélagsins? Þetta er allt frekar torskilið.

Umræðan