
Franski handboltinn

Hansen hefur leikið sinn seinasta leik fyrir PSG | Fékk blóðtappa í lungun
Mikkel Hansen, einn af bestu handboltamönnum heims, hefur leikið sinn seinasta leik fyrir franska stórveldið PSG.

Kristján Örn skoraði þrjú er Aix fór áfram
Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, skoraði þrjú mörk fyrir PAUC Aix er liðið vann góðan fjögurra marka sigur gegn Cesson Rennes-Metropole í 16-liða úrslitum frösnku bikrakeppninnar í kvöld, 25-21.

„Rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili“
Í stað þess að selja frosna þorskhnakka á Íslandi til að safna fé fyrir félagið sitt getur Darri Aronsson gætt sér á hvítvínslegnum sniglum við bakka Signu í borg ástarinnar, París, sem atvinnumaður í handbolta frá og með næstu leiktíð. Hann er afar spenntur fyrir því að spila í einni albestu deild heims en staðráðinn í að kveðja Hauka með titli og helst titlum.

Darri fer til Parísar eftir tímabilið
Handboltamaðurinn Darri Aronsson hleypir heimdraganum í sumar þegar hann gengur í raðir franska liðsins Ivry. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við Ivry.

Hansen í aðgerð og eiginkonan heima þegar þjófar stálu gullúri
Segja má að danska handboltastjarnan Mikkel Hansen og eiginkona hans, Stephanie Gundelach, hafi orðið fyrir tvöföldu áfalli á síðustu dögum.

Kristján Örn öflugur í sigri Aix | Grétar Ari í stuði hjá Nice
Tveir Íslendingar voru í eldlínunni í franska handboltanum í kvöld. Kristján Örn Kristjánsson átti flottan leik að venju fyrir Aix sem vann Limoges á útivelli í efstu deild. Þá fór Grétar Ari Guðjónsson mikinn í marki Nice í B-deildinni.

Elvar og félagar sóttu loksins stig
Elvar Ásgeirsson og félagar hans í Nancy sóttu langþráð stig er liðið heimsótti Nimes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 29-29, en Elvar og félagar sitja enn á botni deildarinnar.

Frammistaðan á EM sannfærði þjálfara Ribe-Esbjerg um að fá Elvar
Elvar Ásgeirsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg. Hann kemur til liðsins frá Nancy í Frakklandi eftir þetta tímabil.

Donni næstmarkahæstur í sigri
Kristján Örn Kristjánsson var öflugur í sigri PAUC AIX í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Nancy tapaði þrátt fyrir stórleik Elvars
Elvar Ásgeirsson átti stórleik er Nancy tapaði með fjögurra marka mun fyrir Chambéry í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 32-36.

Öruggur sigur Kristjáns og félaga
Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC Aix unnu öruggan sex marka sigur er liðið tók á móti Saran í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 32-26.

Elvar og félagar töpuðu naumlega í botnbaráttuslag
Elvar Ásgeirsson og félagar hans í Nancy töpuðu naumlega er liðið tók á móti Limoges í botnvaráttuslag í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Ráðist á leikmann PSG
Ráðist var á leikmann handboltaliðs Paris Saint-Germain í gærnótt í frönsku höfuðborginni. Leikmaðurinn er þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Kristján Örn skoraði níu í öruggum sigri
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson átti flottan leik í liði PAUC Aix er liðið vann öruggan sjö marka sigur gegn St. Raphael í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-25.

Magdeburg vann Íslendingaslaginn | Átta íslensk mörk hjá Melsungen
Það var nóg um að vera í þýska handboltanum í dag. Einnig voru Íslendingar að keppa í Svíþjóð og Frakklandi.

Kristján Örn markahæstur í naumum sigri
Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC Aix unnu í kvöld nauman eins marks sigur á útivelli gegn Dunkerque í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lokatölur 29-30, en Kristján Örn var markahæsti leikmaður gestanna með sex mörk.

Kristján Örn og félagar með nauman sigur
Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC unnu með minnsta mun er liðið heimsótti Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 27-28.

Stórleikur Elvars dugði ekki gegn Ólafi Andrési og félögum
Montpellier lagði Nancy með þriggja marka mun í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lokatölur 33-30 gestunum í vil. Ólafur Andrés Guðmundsson leikur með Montpellier og Elvar Ásgeirsson með Nancy.

Kristján Örn öflugur þrátt fyrir tap gegn toppliði PSG
Kristján Örn Kristjánsson var langbesti maður PAUC er liðið steinlá fyrir toppliði París Saint-Germain í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 35-24 meisturunum í vil.

Ólafur spilaði í naumu tapi gegn PSG
Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar í Montpellier töpuðu með minnsta mun fyrir PSG í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Kristján Örn og félagar áfram í franska bikarnum
Kristján Örn Kristjánsson skoraði fjögur mörk þegar hann og félagar hans í franska liðinu PAUC Aix unnu tveggja marka sigur, 36-34, gegn Limoges í 16-liða úrslitum franska deildarbikarsins í handbolta í kvöld.

Kristján Örn hafði betur í Íslendingaslag
Elvar Ásgeirsson og félagar hans í Nancy tóku á móti Kristjáni Erni Kristjánssyni og félögum hans í PAUC í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld. Kristján Örn og félagar höfðu mikla yfirburði strax frá byrjun og unnu að lokum sannfærandi 12 marka sigur, 26-38.

Skoraði fjögur mörk í fyrsta leiknum í Frakklandi
Ólafur Andrés Guðmundsson lék sinn fyrsta leik fyrir Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Gerði liðið 29-29 jafntefli við St. Raphaël.

„Eitt mest spennandi lið Evrópu, ef ekki það mest spennandi“
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson segist vera á leið til eins mest spennandi félags í Evrópu, ef ekki þess mest spennandi.

Viktor Gísli til eins sterkasta liðs Evrópu
Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, hefur samið við Nantes, eitt sterkasta lið Evrópu.

Viktor Gísli sagður á leið til Frakklands
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er sagður vera á leið til HBC Nantes í Frakklandi. Viktor Gísli er í dag samningsbundinn danska úrvalsdeildarfélaginu GOG.

Gat ekki hafnað tilboði Montpellier
Ólafur Guðmundsson hefur ákveðið að söðla um en hann samdi við franska handknattleiksfélagið Montpellier á dögunum. Hann yfirgefur Kristianstad eftir langa dvöl og ljóst er að Óli er - og verður alltaf - í miklum metum þar á bæ.

Ólafur á leið til silfurliðs Montpellier
Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, er á leið til Montpellier í Frakklandi og mun leika þar á næstu leiktíð. Ólafur yfirgefur Kristianstad í Svíþjóð eftir sex ára dvöl.

Álaborg í úrslit eftir sigur gegn frönsku risunum
Álaborg vann í dag frækinn tveggja marka sigur gegn PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta. Lokatölur 35-33 og Álaborg mætir annað hvort Nantes eða Barcelona í úrslitaleiknum á morgun. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar.

Alexander á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag
Flensburg-Handewitt vann tveggja marka sigur á Stuttgart, 32-30, er liðin mættust í Íslendingaslag í þýska handboltanum.