Stefán Jón Hafstein

Innlendir vendipunktar: Flugleiðin til Íslands
Frá Malaví og heim er 32ja tíma ferð úr höfga regntímabilsins í hvítan jólasnjó. Í kjöltu mér þegar flugvélin brunar í átt að þrumuskýjum: Ræða seðlabankastjóra hjá Viðskiptaráði. Ég undirbý mig andlega fyrir heimkomu. Niðri sprettur maís á ökrum.

Skólinn í Malenga
Skólastjórinn í Malenga er mjög lágvaxinn maður, svo sem títt er um Malava sem bera í sér erfðaþátt pygmea. Þar sem hann situr virðulega klæddur í jakka með bindi við borð í kompu sinni ná spjöld hátt upp eftir öllum veggjum svo hvergi sér í.

Heimsókn í Þúsaldarþorp
Það fyrsta sem mætti augum okkar var banki á hjólum. Pallbíll með lítilli skrifstofu aftaná, við lúgu stóð fólk í röð og beið eftir gjaldkera, við bílstjórasætið var smáborð og ritari með tölvu. Allt knúið rafmótor sem malaði skammt undan.

Ný tegund sósíalisma?
Ef hægt væri að bræða saman allt það besta í kapítalismanum og það besta í sósíalismanum, hver væri útkoman? Nei, ekki norræna velferðarkerfið, heldur fyrirtækin sem Muhammad Yunus Nóbelsverðlaunahafi vill stuðla að í þróunarlöndunum.

Stríð og friður
Þegar fimm ár eru liðin frá innrásinni í Írak er hægt að telja saman kostnaðinn af stríði annars vegar og ávinninginn af friði hins vegar. Þetta gerir nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz í nýrri bók ásamt meðhöfundi sínum Bilmes. Tölurnar eru langt handan við það sem venjulegur maður getur skilið. Þrjár milljónir milljónir dollara eru miklir peningar; hljóma eins og fregnir frá fjarlægum sólkerfum.

Þróun sem virkar
Besti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er Jimmy Carter. Hann er á níræðisaldri en ötull baráttumaður fyrir bættum hag fátækra í Afríku.

Í skuld við Afríku
Heimurinn horfir öðruvísi við þegar maður skoðar hann úr suðri. Ekki aðeins stjörnubjartur himinninn yfir eyðimörkum Afríku heldur líka stjörnum prýddur fundarsalur helstu leiðtoga heims. Þeir vita kannski, að engin heimsálfa hefur lagt minna til mengunar sem leiðir til loftslagsbreytinga af mannavöldum en Afríka.

Lífið utan fréttanna
Impala-antilópan sem gengur hægum skrefum niður að vatnsbólinu er á mælikvarða fegurðar og tígulleika einhvers staðar ofan við 9,5. Paris Hilton fréttatímanna er kolfallin í samanburði.

Það sem koma skal?
Ég var í Darfur fyrir 20 árum. Flóttafólk, hungursneyð, börn á vergangi og mæður sem enga hjálp sér gátu veitt, bændur þeirra á hrakningi undan vígasveitum. Hljómar kunnuglega? Reyndar eru sögurnar frá Darfur núna miklu verri. Hópnauðganir, fjöldamorð - og ennþá er hungursneyð, stríð, og vanmáttugt alþjóðasamfélag.

Stærsti orkugjafinn
Christina Kharassis er hugsjónakona sem ég kynntist fljótlega hér í Namibíu. Hún varð nýlega sjötug. Hún rekur eins konar skólamötuneyti heima hjá sér, börnin í fátækrahverfinu koma til hennar úr skólanum til að fá hádegismat. Sum koma meira að segja í löngu frímínútum líka til að fá hressingu.

Smá lán fyrir stóra drauma
Stórar fjármálastofnanir hjálpa ekki konu eins og Meme Mörthu sem býr í norðurhluta Namibíu. Stórar fjármálastofnanir eins og Alþjóðabankinn eða voldugir höfuðborgabankar í þjóðríkjum hugsa bara í milljörðum og tugum milljarða. Fyrsta lánið sem Meme Martha tók var upp á 5.000 krónur. Þær dugðu til að kaupa efni í föt sem hún saumar og selur, og nú tóku hjólin að snúast.

Aukin þjónusta við fötluð börn
Ótrúlegt hvað sumir hlutir ganga seint, en stundum ganga þeir þó. Eitt af erfiðustu málum sem ég kynntist sem formaður menntaráðs var ósk foreldra fatlaðra barna um að börn þeirra fengju lengda viðveru allt til loka grunnskóla.

Skriður kominn á sjóminjasafnið
Nýtt safn í Reykjavík - Stefán Jón Hafstein Fyrsta stóra verkefni safnsins er að setja upp sýninguna "Togaraöldin" í tilefni af 100 ára afmæli togaraútgerðar á Íslandi. Árið 1905 kom togarinn Coot til landsins og 1907 var togarinn Jón forseti smíðaður fyrir Reykvíkinga.
Unglingarnir standa sig vel
Forvarnir - Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Árangur Reykjavíkurborgar í forvarnarmálum er nú orðinn útflutningsvara í evrópsku samstarfsverkefni, þar sem leitað er til þeirra sem taldir eru hafa náð markverðum árangri hér í borg
Hjálpum laxinum í Elliðaánum
Elliðaárnar - Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúii eirrar næstu þeim verðmætum sem hún hefur með höndum án þess að svo sé gengið á þau að óendurkræft sé. Þetta þýðir að vatnasvið Elliðaánna á áfram að fóstra fiskistofna sem sjá um vöxt sinn og viðgang með náttúrulegum hætti.