
Ástin og lífið

Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans
Hvað á fólk að gera ef maki þeirra fer í taugarnar á þeim? Klínískur félagsráðgjafi segir hinn fullkomna maka ekki vera til og fólki þurfi að velja glímur sínar vandlega. Mikilvægt sé að einblína á það jákvæða og umbera það neikvæða. Sá sem er ekki þakklátur fyrir maka sinn er ólíklega hamingjusamur í sambandinu.

Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri
Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, og eiginmaður hans, Edgar Antonio Lucena Angarita, fögnuðu eins árs brúðkaupsafmæli sínu þann 27. mars síðastliðinn. Í tilefni dagsins ákváðu þeir að fá sér húðflúr á baugfingur í stað þess að bera hefðbundna hringa.

„Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“
„Ég er enn í dag alltaf að nota verkfæri sem pabbi minn átti. Mér finnst mjög gaman núna að tengja svona mikið við hann í því sem ég er að gera,“ segir hönnuðurinn og listakonan Salóme Hollanders. Hún hefur komið víða við í listheiminum, fengið tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötuumslag, hannað listaverkaspegla sem hafa slegið í gegn og sett upp fjölda sýninga. Blaðamaður ræddi við hana á djúpum nótum um lífið og listina.

Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París
Viðburðarík vika er nú að baki þar sem Edduverðlunin, árshátíðir stórfyrirtækja og önnur veisluhöld vöktu athygli. Íslendingar eru þó alltaf á faraldsfæti og var fólk ýmist að sleikja sólina við sundlaugarbakkann eða spóka sig um evrópskar stórborgir.

„Ástarsorg er best í heimi“
„Það var ömurlegt að vera á ótrúlega dimmum stað. En þetta þroskaði mig svo ótrúlega mikið og ég er þakklát að fá að segja mína sögu í gegnum tónlistina,“ segir hin 25 ára gamla Kolfreyja Sól Bogadóttir, jafnan þekkt undir listamannsnafninu Alaska 1867. Hún hefur rutt sér til rúms í íslensku tónlistarlífi eftir margra ára undirbúning en fyrsta breiðskífan hennar 222 kom út í febrúar.

Ástfangin í sextán ár
Hjónin Pattra Sriyanonge, áhrifavaldur og markaðsstjóri hjá Sjáðu, og Theódór Elmar Bjarnason, aðstoðarþjálfari KR, fögnuðu sextán ára sambandsafmæli sínu í gær.

Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar
Unnur Eggertsdóttir, leikkona og verkefnastjóri og hugmynda- og textasmiður hjá Maurum auglýsingastofu, og unnusti hennar Travis Raab eru orðin tveggja barna foreldrar. Unnur deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram.

Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða
Edda Björgvinsdóttir leikkona segist ekki hafa grunað að eigin fíflalæti myndu ferðast svona víða. Þar vísar Edda til myndbanda sinna sem slegið hafa í gegn á samfélagsmiðlum þar sem hún bregður sér í hlutverk eldri borgaranna þeirra Gyðu og Guðríðar sem hneyksla sig á hinum ýmsu þjóðfélagsmálum.

Ballið búið hjá Hamilton og Vergara
Svo virðist sem glóðin hafi slokknað hjá ökuþórnum Lewis Hamilton og leikkonunni Sofíu Vergara.

Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta
Ásta Hafþórsdóttir, leikgervahönnuður, nýtti sér gullið tækifæri þegar hún vann til verðlauna á Edduverðlaununum í kvöld til að auglýsa eftir kærasta. Ásta vann í flokknum gervi ársins, fyrir vinnu sína við framleiðslu Snertingar.

„Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“
„Ég segi alltaf við hann að muna að hafa gaman að þessu líka rétt fyrir bardaga,“ segir sálfræðingurinn Fransiska Björk sem er kona MMA kappans Gunnars Nelson. Fransiska er nýkomin heim frá London með sínum heittelskaða eftir vægast sagt viðburðaríka helgi þar sem Gunnar laut rétt svo í lægra haldi fyrir Kevin Holland eftir æsispennandi bardaga.

Hraðfréttaprins fæddur og nefndur
Hjónin Fannar Sveinsson, leikstjóri og sjónvarpsmaður, og eiginkona hans Valgerður Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur eru orðin þriggja barna foreldrar. Gleðitíðindunum deilir Fannar á Instagram.

Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar
Afmælisfögnuðir, árshátíðir og bjartir vetrardagar einkenndu liðna viku hjá stjörnum landsins. Mikið var um veisluhöld um helgina en fyrirtæki á borð við Icelandair, Festi og BioEffect héldu stórar árshátíðir.

Helga og Arnar gáfu syninum nafn
Arnar Þór Ólafsson, fjármálaverkfræðingur og þáttastjórnandi, og Helga Kristín Ingólfsdóttir, mannauðsráðgjafi og hlaðvarpstjórnandi, gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík um helgina. Drengurinn fékk nafnið Ingólfur, í höfuðið á móðurafa sínum.

Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders
Liðin vika var umvafin veisluhöldum, sólríkum ferðalögum og öðrum herlegheitum hjá stjörnum landsins. Tónlistarmaðurinn Aron Can hljóp maraþon í Los Angeles á meðan Valdimar Guðmundsson naut sólarinnar á Tenerife. Aðrir klæddu sig í sitt fínasta og slettu úr klaufunum á árshátíðum stórfyrirtækja og við hátíðlega athöfn Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Einhleypan: „No bullshit týpa“
Fanney Skúladóttir er 35 ára smábæjarstúlka utan af landi, markaðsstjóri Blush og mamma. Hún segist óhrædd við að takast á við nýjar áskoranir, tekur sjálfri sér ekki of alvarlega og hefur gaman af því að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt.

Fanney og Teitur eiga von á barni
Fanney Ingvarsdóttir, stafrænn markarðssérfræðingur hjá Bioeffect, og Teitur Páll Reynisson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum, eiga von á sínu þriðja barni.

Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð
„Í dag getur maður verið þakklátur fyrir alla þessa lífsreynslu en þetta var gríðarlega erfitt,“ segir tónlistarmaðurinn Arnór Dan sem á að baki sér langa og magnaða sögu. Síðastliðin ár hafa verið bæði viðburðarík og krefjandi hjá honum þar sem hann hefur þurft að taka nokkur skref aftur á bak til þess að hlúa að sjálfum sér og ná áttum. Blaðamaður ræddi við Arnór á einlægum nótum.

„Loksins kominn til okkar“
Hlaupagarpurinn Arnar Pétursson og förðunarfræðingurinn Sara Björk Þorsteinsdóttir tóku á dögunum á móti sínu öðru barni í heiminn. Um er að ræða dreng.

Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu
Kalli Bjarni hefur verið edrú í eitt ár og segist vera búinn að breyta lífi sínu til hins betra. Hann gefur nú loksins út tónlist sem hann semur sjálfur, segist hafa samið mikið undanfarin ár en aldrei viljað gefa lögin út fyrr en hann yrði á nægilega góðum stað til þess að fylgja þeim eftir.

Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu
Hlaðvarpsstjórnandinn og athafnakonan Selma Soffía Guðbrandsdóttir og Axel Clausen matreiðslumeistari og eigandi Umami Sushi eru par vikunnar í Ást er. Selma Soffía situr fyrir svörum.

Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina
Fyrirsætan Gigi Hadid hefur hingað til haldið ástarlífi sínu utan sviðsljóssins, en í nýju forsíðuviðtali við tímaritið Vogue ræðir hún nú í fyrsta sinn opinberlega um kærasta sinn, leikarann Bradley Cooper.

Ástin blómstrar hjá Steinunni
Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur fundið ástina í örmum Gunnars Gylfasonar framkvæmdastjóra. Parið hefur verið að hittast undanfarið og virðist lífið leika við þau.

Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið
Ragnar Sigurðsson, knattspyrnumaður, og eiginkona hans, Elena Bach, endurnýjuðu heitin með glæsilegri brúðkaupsveislu í Rússlandi í byrjun desember síðastliðnum. Hjónin gengu í hjónaband í október 2020. Ragnar og Elena birtu óséðar myndir frá deginum á Instagram.

Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi
Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum.

Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur
Hlaðvarpsstjarnan Birta Líf Ólafsdóttir og fasteignasalinn Gunnar Patrik Sigurðsson eignuðust sitt annað barn í gær.

Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa
Liðin vika var með eindæmum viðburðarrík hjá íslensku stjörnunum. Skemmtanalífið var upp á sitt allra besta um helgina með fjöldanum öllum af árshátíðum og öðrum líflegum viðburðum. Þá voru myndir frá ferðalögum erlendis áberandi og virðast Íslendingar æstir í að ná nokkrum sólargeislum inn áður en vorið bankar á dyrnar, hvort sem það er á suðrænum slóðum eða á skíðum.

Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum
Eins og oft er sagt, er aldur afstæður. Ein mesta gæfa í lífi fólks er að finna ástina og eins og allir vita spyr ástin ekki um aldur. Hér að neðan er listi yfir þekkta einstaklinga í samfélaginu þar sem aldursmunurinn er allt að 45 ár.

Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag
Brimbrettakappinn Heiðar Logi Elíasson og Anný Björk Arnardóttir kvikmyndagerðarkona nefndu dóttur sína í dag. Stúlkan fékk nafnið Eilíf Alda en hún er fædd í desember.

„Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“
Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari segir kynferðislega áreitni sem hann hafi orðið fyrir á unglingsaldri ekki hafa haft áhrif á sálarlífið. Hann segir lífið hafa hert sig, það snúist um hvernig tekist sé á við erfiðleika. Það erfiðasta sem hann hefur gert var að leita sér aðstoðar á geðdeild 21 árs gamall þar sem hann ákvað að ganga út og takast sjálfur á við eigin mál.