Spurning vikunnar

Muntu kjósa það sama og makinn þinn?
Alþingiskosningarnar eru nú handan við hornið og eflaust ennþá einhverjir sem eiga eftir að skila atkvæði sínu í kjörkassann.

Stefnumótaforrit hafi ekki góð áhrif á líðan fólks
Roði í kinnum, stjörnur í augum, blik í auga, krúttlegt feimnisbros og koss.Hvað sérðu fyrir þér?

Hefur þú íhugað skilnað eða sambandsslit á árinu?
Krefjandi ár? Heimsfaraldur, skjálfandi jörð, lokanir, hindranir og ýmiskonar takmarkanir.

Pör ástfangnari sem hamast og svitna saman
Í ástarsambandi skiptir miklu máli að eiga gæðastund með makanum. Á sama tíma er einnig mikilvægt að sinna sjálfum sér og gera hluti í sitthvoru lagi. En hvað með líkamsræktina?

Hvernig áhrif hafa stefnumótaforrit á þig?
Þú fórst út á lífið, lítinn bar með sex borðum og litlu dansgólfi. Svið mögulegra ástarævintýra kvöldsins voru þessir þrjátíu- fjörutíu fermetrar. Svo var alltaf hægt að fara á næsta bar, í nýtt mengi.

Stundar þú líkamsrækt með makanum þínum?
Það er mikilvægt fyrir flest pör að eyða tíma saman, fyrir utan hið hefðbundna fjölskyldulíf, og sinna sambandinu.

Afbrýðisemi í samböndum töluvert vandamál
Makamál spurðu lesendur Vísis á dögunum hvort að afbrýðisemi væri vandamál í ástarsambandinu. Tæplega tvöþúsund manns tóku þátt í könnuninni sem var að þessu sinni kynjaskipt.

Spurning vikunnar: Eigið þú og maki þinn „ykkar“ lag?
Mannstu hvar þið voruð þegar þið kysstust fyrst? Mannstu fyrstu sættirnar eftir fyrsta heimskulega rifrildið? Mannstu hvaða mynd þið horfðuð á saman í fyrsta skipti eða hverju þú klæddist á fyrsta stefnumótinu?

Spurning vikunnar: Er afbrýðisemi vandamál í sambandinu?
Hvenær er afbrýðisemi í samböndum heilbrigð og hvenær ekki?

Er í lagi að slá sér upp með fleiri en einum í einu?
Það er af sem áður var. Að bíða fyrir framan heimasímann til að missa ekki af símtalinu. Hittast svo á tónleikum á föstudegi, byrja saman á miðvikudegi og gifta sig svo með haustinu.

Órómantískt en nauðsynlegt að ræða fjármálin
„Það þykir ekki sérstaklega rómantískt að ræða fjármál, en séu þau órædd geta þau drepið alla rómantík,“ segir fjölskylduráðgjafinn og sáttamiðlarinn Valgerður Halldórsdóttir í viðtali við Makamál.

Hver skipuleggur ferðalög fjölskyldunnar?
Sumarfríið, vetrarfríið, útilegan, helgarferðin eða skíðaferðin. Það er að mörgu að huga þegar skipuleggja á frí fyrir fjölskylduna, svo mikið er víst.

Spurning vikunnar: Hvor keyrir bílinn?
Verkaskipting í samböndum og hjónaböndum er mikilvæg, nauðsynleg myndu einhverjir segja.

Kaffispjall, göngutúr eða út að borða á fyrsta stefnumóti
Hver ætli sé besti vettvangurinn til að hitta manneskju í fyrsta skipti á stefnumóti? Manneskju sem að þú þekkir jafnvel ekki neitt og hefur aldrei séð áður.

Spurning vikunnar: Hafa fjármál skapað álag eða vandamál í sambandinu?
Þó svo að ekki sé hægt að kaupa sér sanna ást er erfitt að horfa framhjá því að peningar og skortur á þeim geta svo sannarlega haft áhrif á ástina og ástarsambandið.

Um helmingur segist ekki sofa í faðmlögum
Í spurningu síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis í hvernig stellingu þeim finnist best að sofa með maka sínum. Svefn í faðmlögum, hvort sem það er í teskeið, matarskeið eða gamli góði gaffallinn, virðist höfða til rétt rúmlega helmings lesenda.

Spurning vikunnar: Hvernig viltu helst hafa fyrsta stefnumótið?
Hvaða aðstæður eru áskjósanlegastar fyrir fyrsta stefnumótið. Þessa fyrstu stund sem þú hittir manneskju til að sjá hvort að eitthvað sé til staðar, einhver neisti eða áhugi til að kynnast betur.

Flestir vilja meiri rómantík í ástarsambandið
Rómantík er ekki bara rósir og ástarljóð og mjög misjafnt hvað er rómantískt fyrir hverjum og einum. En hvernig svo sem við skilgreinum hana er rómantíkin stór partur af flestum ástarsamböndum.

Í hvernig stellingu finnst þér best að sofa með makanum þínum?
Hvort sem fólk hefur mikla snertiþörf eða ekki þá er mjög misjafnt hversu mikla snertingu fólk kýs þegar það fer að sofa.

Spurning vikunnar: Finnst þér næg rómantík í sambandinu þínu?
Hvað er rómantík og hvað er það að vera rómantískur? Fólk leggur misjafnan skilning í rómantíkina, sýnir hana á ólíkan hátt og túlkar hana á ólíkan hátt.

Langflest pör vilja kyssast og leiðast á almannafæri
Það er misjafnt hvað við erum opin með ást okkar og líkamstjáningu á almannafæri og fer það bæði eftir því hvað okkur finnst viðeigandi og hvað við höfum þörf fyrir.

Skiptir það þig máli hvernig maki þinn klæðir sig?
Það er sem betur fer mjög misjafnt hvað heillar okkur í fari maka. Hvað er það sem grípur okkur fyrst? Hvaða persónueiginleikar heilla okkur mest? Hvernig útliti löðumst við að?

Sefur þú yfirleitt nakin(n) eða í nærfötum/náttfötum?
Svefnvenjur fólks eru misjafnar, hvort sem það er rútínan fyrir svefn, lengd svefnsins eðasvefnaðstæður.Svefn og svefnvenjur eru eitt helsta rannsóknarefni samtímans en þaðer óumdeilt að góður svefnermjög mikilvægur þáttur í heilsusamlegu lífi.

Leiðir þú eða kyssir maka þinn á almannafæri?
Að sýna ástúð á almannafæri er ekki fyrir alla og misjafnt hvað fólki finnst viðeigandi í þeim málum. Eðlilega skipta aðstæður og umhverfi máli hverju sinni en einnig hefur fólk mjög mismunandi þörf á því að sýna og tjá ástúð sína og hrifningu líkamlega.

Metþátttaka í spurningu vikunnar um fáklædda á samfélagsmiðlum
Nekt og myndbirtingar á samfélagsmiðlum hafa verið mikið hitamál í umræðunni undanfarið. Hvað telst viðeigandi og hvað ekki. Makamál spurðu lesendur Vísis út í viðhorf þeirra til myndbirtingar maka á samfélagsmiðlum.

Hefur þér liðið eins og maki þinn skammist sín fyrir þig?
Virðing er ein af grunnstoðunum í flestum ástarsamböndum. Að bera virðingu fyrir maka sínum og finna fyrir gagnkvæmri virðingu. Að finna fyrir því að makinn sé stoltur af þér, vilji sýna þig, hreyki sér af þér og lyfti þér upp sem manneskju.

Myndir þú taka þátt í stefnumótaþætti til að freista þess að finna ástina?
„Án ástar, ekkert líf - án átaka, enginn þroski,“ sagði hinn umdeildi en áhrifamikli Sigmund Freud. Sama hvaða skoðun fólk hefur á stúderingum og kenningum Freuds þá eru flestir sammála um að án ástar er lífið ansi einmanalegt.

Trúnaðarvinir af gagnstæðu kyni ekki alltaf vel séðir í samböndum
Góður vinur er gulli betri og er fátt dýrmætara í lífinu en að eiga nána og trausta vini til að deila með gleði, sorgum, sigrum eða raunum. Sönn vinátta er yfirleitt sú vinátta sem endist út lífið hvort sem það eru vinir sem hafa fylgt okkur frá æsku eða fólk sem við kynnumst í gegnum leik og störf seinna á lífsleiðinni.

Hvað finnst þér um að maki þinn birti myndir af sér fáklæddum?
Í ljósi umræðna í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum síðustu daga um myndbirtingar á netinu, smánun, hvað er viðeigandi og hvað ekki, þá spyrjum við lesendur Vísis út í þeirra viðhorf til myndbirtinga maka á samfélagsmiðlum.

Hvernig finnst þér að maki þinn eigi trúnaðarvin af gagnstæðu kyni?
Afbrýðisemi í samböndum getur oft á tíðum eitrað samskiptin og valdið miklu vantrausti og kergju á milli fólks. Afbrýðisemi út í fyrrverandi maka, hjásvæfur og jafnvel abrýðisemi út í vináttu.