Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Nokkurs konar uppgjör við unglingsárin

Helena og Rósa sendu frá sér sitt fyrsta lag á dögunum undir nafninu Heró. Lagið kallast Horfðu á mig en þær tóku upp nokkur lög saman eftir að þær þurftu að koma heim til Íslands vegna heimsfaraldursins.

Tónlist
Fréttamynd

Tilkynning Helga Tómassonar vekur athygli í listaheiminum

Einn kunnasti listamaður Íslendinga, Helgi Tómasson, tilkynnti í gær að hann hygðist láta af störfum á næsta ári sem listrænn stjórnandi og aðaldanshöfundur San Francisco-ballettsins. Helgi, sem orðinn er 78 ára gamall, tók við stjórn ballettflokksins fyrir 35 árum eftir farsælan feril sem ballettdansari þar sem hann skapaði sér nafn sem einn besti karldansari heims.

Menning
Fréttamynd

Skriða féll hundrað metrum frá heimili Hafdísar

Íslensk kona sem búsett er í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt lýsir því að skriða hafi fallið um hundrað metrum frá heimili hennar í bænum. Uggur sé í bæjarbúum en þeir standi saman í hamförunum.

Erlent
Fréttamynd

John Snorri þráir kóka-kóla á K2

John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans á K2 eru komnir í búðir 2 á fjallinu. Hann segir að ferðalagi úr búðum 1 í 2 hafi verið erfitt. Þeim líði vel en þeir þrái að fá sér sopa af kóka-kóla.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Andrés sá þriðji besti í Sví­þjóð

Landsliðsmaðurinn Ólafur Andrés Guðmundsson var þriðji í kosningu yfir besta leikmann sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Aftonbladet stóð fyrir kosningu og birti í dag lista yfir bestu leikmenn deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir Evrópu­meistari með Noreg

Noregur er Evrópumeistari í handbolta eftir 22-20 sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum í Herning í kvöld. Þetta er sjöunda gull Þóris Hergeirssonar með norska liðið.

Handbolti
Fréttamynd

John Snorri alls ekki sá eini sem er að reyna sigra K2

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar eru með ferðir í undirbúningi á næstu vikum og dögum, þar á meðal maðurinn sem John Snorri gagnrýndi eftir að hætta þurfti við síðustu atlögu hans að toppi fjallsins.

Erlent
Fréttamynd

Sænskur banki semur við Meniga

Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur samið við sænsku bankasamsteypuna Swedbank og eru lausnir Meniga nú aðgengilegar öllum viðskiptavinum bankans í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Langar á deit með sætum íslenskum manni“

„Ég er búin að fá ótrúlega mikil viðbröð, þetta sprakk eiginlega pínulítið í höndunum á mér og núna er ég búin að fá fullt af skilaboðum og vinabeiðnum,“ segir Ólöf Rut Fjeldsted í samtali við Makamál. Ólöf vakti mikla athygli fyrir innlegg sitt síðastliðið mánudagskvöld í Facebook-hópnum Íslendingar í Danmörku þar sem hún óskaði eftir því að komast á stefnumót með íslenskum manni.

Makamál
Fréttamynd

Ingi­björg leik­maður ársins í Noregi

Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þetta fékk hún að vita á síðustu æfingu Vålerenga fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Lilleström.

Fótbolti
Fréttamynd

Valinn vísindamaður ársins hjá Dönsku sykursýkisakademíunni fyrir byltingarkennda aðferð

Páll Karlsson, aðstoðarprófessor og dósent við Dönsku verkjarannsóknarmiðstöðina við Árósarháskóla, var á dögunum valinn vísindamaður ársins hjá Dönsku sykursýkisakademíunni fyrir byltingarkennda aðferð sem hann þróaði við að taka og greina lítil húðsýni sem notuð eru til að kanna ástand skyn- og verkjatauga í húðinni. Í ljós kom að krónískir verkjasjúklingar voru með verkjasameindir sem umluktu taugarnar. Páll hefur búið í Danmörku frá árinu 2007.

Innlent