Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Stjórnar­myndun og í­búi ó­sáttur vegna stanslausra fram­kvæmda

Margmenni kom saman við húsnæði kærunefndar útlendingamála síðdegis til að mótmæla brottvísun systra sem komu hingað til lands til að flýja borgarastyrjöld í Sýrlandi. Foreldrar þeirra og systkini fá að dvelja áfram hér á landi. Rætt verðu við þær í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Ný ríkis­stjórn fyrir jól?

Inga Sæland formaður Flokks fólksins er bjartsýn á að ný ríkisstjórn hennar flokks, Samfylkingar og Viðreisnar verði tekin við völdum fyrir jól. Vel hafi gengið í viðræðum.

Innlent
Fréttamynd

Leyniupptaka, hálku­slys og fengitími

Ráðherrar í starfsstjórn eru hlynntir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að leyfa hvalveiðar. Í leynilegum upptökum sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að ef ekki næðist að gefa út hvalveiðileyfi fyrir kosningar væri vel hægt að gera það á meðan aðrir flokkar reyndu að mynda ríkisstjórn. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Traustar við­ræður, verð­hækkanir og jólastuð

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir fullt traust ríkja á milli flokkanna þriggja sem nú reyna að mynda ríkisstjórn. Allir séu meðvitaðir um að viðræðurnar megi ekki dragast á langinn en þær hófust formlega í dag. Við ræðum við Kristrúnu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fylgjumst með gangi viðræðna.

Innlent
Fréttamynd

Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins leggja áherslu á efnahagslegan stöðugleika og mikilvægi þess að verðbólga og vextir haldi áfram að lækka í viðræðum sínum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Formennirnir eru bjartsýnir og ætla að vinna hratt næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Formannadans, krapastífla og pakkasprengja

Stjórnmálaleiðtogar gengu á fund forseta Íslands í dag þar sem formaður Viðreisnar lagði til að Kristrún Frostadóttir fengi umboð til stjórnarmyndunar. Formaður Framsóknar segir hins vegar ljóst að sinn flokkur verði í stjórnarandstöðu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá viðburðaríkum degi á Bessastöðum og ræðum við formenn.

Innlent
Fréttamynd

Kennaraverkföllum frestað og á­hrif veðursins á kosningar

Verkföllum kennara hefur verið frestað frá og miðnætti eftir að tillaga frá ríkissáttasemjara var samþykkt. Ef ekki verður samið fyrir 1. febrúar hefjist verkfallsaðgerðir kennara á ný. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Kennarasambandsins, sem segir enn langt í land að kjarasamningar náist.

Innlent
Fréttamynd

Móðir grípur til ör­þrifa­ráða og bóndi hafnar er­lendum fjár­festum

Móðir sextán ára stúlku með einhverfu og fíknivanda fann sig knúna til að senda hana á meðferðarheimili í Suður Afríku því hún hafði ítrekað komið að lokuðum dyrum á Íslandi. Hún mat ástand dóttur sinnar sem svo að hún væri í bráðri hættu. Við ræðum við móðurina í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Bjart­sýni í Karp­húsinu og kattarins Díegó leitað

Unnið er hörðum höndum að því að ná saman kjarasamningi við lækna sem reyndist flóknari en talið var í upphafi. Samningsaðilar eru þó vongóðir. Sömuleiðis eru bundnar vonir um að jákvæð niðurstaða náist í deilu sveitarfélaga og ríkis við kennara. Við ræðum við Ástráð Haraldsson, ríkissáttasemjara, í beinni útsendingu  í kvöldfréttum Stöðvar 2 um stöðuna í lok dags.

Innlent
Fréttamynd

Varnar­að­gerðir í Svarts­engi og um­deild yfirhalning hjá Jaguar

Hraun ógnar nú innviðum af ýmsu tagi í Svartsengi, þar sem unnið er hörðum höndum að því að hækka varnargarða og bjarga mikilvægum rafmagnsmöstrum. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir brýnt að Bláa lónið verði opnað um leið og það er öruggt. Hann óttast ekki að sláandi myndir frá síðustu dögum hafi fælingarmátt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur

Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði stýrivexti í í annað skipti í röð í morgun og býst við að verðbólga haldi áfram að hjaðna. Seðlabankastjóri segir óvissuþætti þó vera í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum.

Innlent
Fréttamynd

Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni

Samkeppniseftirlitið hefur fyrirskipað afurðastöðvum að stöðva fyrirhugaða samruna á grundvelli búvörulaga. Stjórnarandstöðuþingmenn segja lögin skýrt dæmi um sérhagsmunagæslu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um málið og rætt við forstjóra Samkeppniseftirlitsins í beinni.

Innlent
Fréttamynd

Ævarandi skömm og til­viljun sem bjargaði fjöl­skyldu

Formaður Neytendasamtakanna segir það þingmönnum til ævarandi skammar að hafa samþykkt búvörulög, sem héraðsdómur dæmdi ólögmæt í morgun. Formaður atvinnuveganefndar segist ósammála niðurstöðunni og væntir þess að málið fari fyrir öll þrjú dómsstig. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

For­maður Kennarasambandsins svarar gagn­rýni

Foreldrar sem eiga börn í skólum í verkfalli upplifa mikið vonleysi. Fjögurra barna móðir segist neyðast til að nota sumarfrísdagana sína og önnur þurfti að hætta í vinnunni því hún hefur ekki getað mætt í rúmar tvær vikur. Við ræðum við formann Kennarasambandsins í beinni útsendingu í myndveri.

Innlent
Fréttamynd

Rýnt í á­kvörðun Þórðar Snæs og kjara­deilu kennara

Prófessor í stjórnmálafræði segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar, um að taka ekki sæti á þingi nái hann kjöri, velta mjög óþægilegri umræðu af Samfylkingunni. Fólk ofmeti þó áhrif einstakra mála og frambjóðenda á hegðun kjósenda.

Innlent
Fréttamynd

Rýnt í kannanir og tendrun jóla­trés í Hafnar­firði

Viðreisn heldur áfram að hækka í könnunum en Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur að lækka. Þetta má sjá í þremur nýjum skoðanakönnunum. Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur kemur í myndver og rýnir í nýjustu kannanir.

Innlent
Fréttamynd

Brot úr leyniupptökunum í frétta­tímanum

Ríkislögreglustjóri hyggst kanna mál sem snertir leynilegar upptökur erlends fyrirtækis á syni Jóns Gunnarssonar. Þar kemur fram að Jón hafi samþykkt að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu í matvælaráðuneytinu. Fjórar umsóknir um hvalveiðileyfi hafa borist í ráðuneytið. Brot úr upptökunum verður sýnt í kvöldfréttunum.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu

Skriðuhætta er víða á Vestfjörðum þar sem skriður hafa fallið síðan í gærkvöld. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa.

Innlent