Netöryggi

Óprúttnir aðilar þykjast vera í Hjálparsveit skáta
Hjálparsveit skáta í Kópavogi segir óprúttna aðila nú nota nafn sveitarinnar í annarlegum tilgangi.

Landsbjörg varar við netsvikurum
Slysavarnafélagið Landsbjörg varar nú við óprúttnum aðilum sem auglýsa nú leik undir fölsku flaggi félagsins.

Þú ert ekki leiðinlegt foreldri!
Síðastliðna tvo mánuði hef ég ferðast um landið og haldið rúmlega 100 fræðsluerindi um netöryggi, persónuvernd og miðlalæsi fyrir börn, ungmenni, foreldra og kennara. Á öllum þeim foreldrafundum sem ég hef sótt hafa verið samankomnir ábyrgðarfullir og samviskusamir foreldrar sem að kynna sig gjarnan sem leiðinlega foreldrið.

Ekki láta ræna þig heima í stofu
Nú í nóvember og í aðdraganda jólanna þá eykst umfang netverslana verulega. Fyrir utan hefðbundna verslun og jólaverslun þá eru nú svokallaðir nettilboðsdagar á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og stafrænan mánudag.

Ráðherra bregst við holskeflu netsvikamála
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur bætt aðgerðum við aðgerðaáætlun um netöryggi til að bregðast við auknum fjölda netsvika sem beinast að almenningi.

Netöryggi snýst ekki lengur bara um tækni - heldur um fólk
Við viljum öll geta verið sem mest á netinu og hafa aðgang að góðu og öflugu netsambandi. Lífið okkar hefur að svo miklu leyti færst yfir á stafrænar slóðir. Við eigum í samskiptum við fjölskyldu og vini í gegnum netið. Hver þekkir ekki að hafa skoðað ljósmyndir úr fermingu eða fimmtugsafmæli Fríðu frænku á Facebook.

TikTok eyðileggi samhljóm þjóðarinnar
Fjarskipta- og upplýsingatækniráðherra Nepal hefur gefið út að samfélagsmiðillinn TikTok verði héðan í frá bannaður þar. Segir ráðherrann að miðillinn sé notaður til þess að dreifa efni sem skemmir fjölskyldur og eyðileggur „samhljóm“ þjóðarinnar.

Fólk verði á varðbergi á Singles Day og Svörtum föstudegi
Netöryggis-og viðbragðsteymi CERT-IS hvetur fólk til að vera á varðbergi næstu vikur í tilefni af tilboðsdögum sem framundan eru. Sérstaklega gagnvart öllum smáskilaboðum tengdum kaupum á netinu.

Hröð handtök hafi líklega bjargað gögnunum
Fjármálastjóri Pennans Eymundssonar segir hröð handtök hafa orðið til þess að ekki sé útlit fyrir að tölvuþrjótar hafi náð að stela upplýsingum um viðskiptavini verslunarinnar.

Lokað í verslunum Pennans vegna netárásar
Lokað hefur verið í öllum 16 verslunum Pennans Eymundsson síðan í hádeginu í dag. Ástæðan mun vera netárás á fyrirtækið.

Netöryggismál orðin hluti af rekstri fyrirtækja
Ragnar Sigurðsson, öryggissérfræðingur hjá Advania segir netárásir valda miklum skaða. Engin landamæri fyrirfinnist á netinu og við á litla Íslandi erum skotmörk tölvuþrjóta eins og stærri ríki og stórfyrirtæki úti í heimi. Íslensk fyrirtæki verði að fjárfesta í fyrirbyggjandi aðgerðum.

Daglegar árásir á orkukerfin úr rússneskum IP-tölum
„Við verðum daglega vör við að reynt sé að komast inn,“ segir Halldór Halldórsson, öryggisstjóri Landsnets og formaður neyðarsamstarfs raforkufyrirtækja, um stöðugar tilraunir til netárása á raforkukerfið og aðra inniviði.

Miðaldra íslenskur karlmaður leggi líf fjölskyldunnar í rúst
Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og áhrifavaldur, sem heldur úti samfélagsmiðlinum Ernuland hefur orðið fyrir hótunum af hálfu hakkara sem segist ætla að loka miðlinum ef hún borgar honum ekki tiltekna upphæð, eða um 80 þúsund krónur.

Svikahrappar reyna að ná Íslendingum á Island.is
Aukning hefur orðið á svindlum þar sem líkt er eftir innskráningarsíðu island.is og telur CERT-IS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, ástæðu til að vara við aðferðinni.

Vara við svikasíðu í nafni Háskóla Íslands
Svikasíða hefur verið sett í loftið í nafni Háskóla Íslands. Tilgangur síðunnar er að hafa fé af fólki eða fjárhagsupplýsingar þess. Háskólinn bendir á að aðeins er hægt að skrá sig til náms á hi.is.

Óviðkomandi fletti upp reikningum fimm þúsund viðskiptavina Veitna
Öryggisbrestur varð í vefkerfi Orkuveitu Reykjavíkur sem varð til þess að óviðkomandi einstaklingur fletti upp orkureikningum fimm þúsund viðskiptavina Veitna. Orkuveita Reykjavíkur greinir frá þessu, en málið hefur verið tilkynnt til Persónuverndar og kært til lögreglu. Í tilkynningunni segir að málið sé litið alvarlegum augum.

Ný tegund netsvika beinist að heimabanka Íslendinga
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við nýju formi netsvika, svokölluðum smishing árásum. Þar er markmiðið að yfirtaka heimabanka með alvarlegum afleiðingum, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Fólk fái skilaboð sem líti út fyrir að vera frá þeirra viðskiptabanka.

Víðtæk bilun á nettengingu hjá Reykjavíkurborg
Starfsemi hjá Reykjavíkurborg hefur verið í lamasessi víða framan af morgni þar sem starfsfólk kemst víða ekki á Internetið. Unnið er að viðgerð en starfsemi getur víða haldið óbreytt áfram.

Vara við netsvikurum á Booking.com
Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, CERT-IS, varar við netsvikurum á Booking.com. Árásaraðilar hafi þar komist yfir aðganga gististaða og sendi pósta á fólk sem eigi bókaða gistingu á stöðunum með það að markmiði að svíkja út fé.

Hátt í tuttugu milljónir hafa tapast í kortasvikamálum í júlí
Í júlí hafa 85 svikamál komið inn á borð Landsbankans og þar af 28 mál tengd flutningsfyrirtækjum. Mikil aukning hefur verið á slíkum svikamálum í sumar.

Landsbankinn varar við svikaskilaboðum
Landsbankinn varar við smáskilaboðum sem viðskiptavinir bankans kunna að hafa fengið en skilaboðin eru ekki á vegum bankans.

Landlæknir sektaður vegna öryggisbrests í Heilsuveru
Embætti landlæknis harmar að alvarlegur öryggisveikleiki hafi verið til staðar í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is. Embættið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem staðhæfingum Persónuverndar um að embættið hafi gefið misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins er hafnað. Embættið er sektað um tólf milljónir króna vegna málsins.

Útsmogin svikaskilaboð valdi ferlegu veseni
Sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir netsvik vera orðin fágaðri, þau valdi ferlegu veseni. Ekki sé lengur hægt að verja sig á bakvið það hve flókin íslenskan er. Þá sé eins og svikahrapparnir skilji markaðinn betur.

Enn og aftur ráðist á opinbera vefi
Netárásir voru gerðar í morgun á nokkra stjórnsýsluvefi, þar á meðal vef Alþingis, Stjórnarráðsins og Hæstaréttar. Forstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS segir sama hóp að baki árásunum og stóð að netárásum á meðan leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram í maí.

Nauðsynlegt að „spenna beltið“ þegar kemur að netöryggi
„Við getum í raun ekki starfað lengur sem litli sveitaskólinn sem enginn hefur áhuga á. Við verðum að horfa á þetta þannig að við erum skotmark; verðum að gera ráð fyrir því þannig að við séum betur í stakk búin þegar eitthvað kemur upp á.“

Garðar og Smári bætast í hópinn hjá Endor
Garðar Rúnarsson netsérfræðingur og Smári Ívarsson netöryggissérfræðingur hafa gengið til liðs við Endor. Frá þessu segir í tilkynningu frá fyrirtækinu sem sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði upplýsingatækni.

„Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“
Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir.

Mesta hættan virðist liðin hjá og óvissustigi aflýst
Dregið hefur úr netárásum á íslensk fyrirtæki og stofnanir eftir að leiðtogafundi Evrópuráðsins lauk í gær. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS segir tölvuþrjóta hafa státað sig af góðum árangri, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið mikill.

Vel hefur gengið að verjast netárásum
Svokallaðar álagsáraásir á netþjóna íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa haldið áfram í dag en vefur Isavia lá niðri um skamma stund í morgun. Sviðsstjóri hjá netöryggissveitinni CERT-IS segir að vel hafi gengið að verjast þessum árásum.

Sami hópur segist hafa tekið niður vefsíðu Isavia
Álagsárás var gerð á vefsíðu Isavia sem lág niður í um tvær klukkustundir í morgun. Rússneskur tölvuþrjótahópur sem stóð að árásum á opinbera vefi í gær lýsti yfir ábyrgð á árásinni á Isavia.