Ólga á Reykjalundi

Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi
Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir.

Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu
Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu.

Nýir stjórnendur taka við á morgun
Nýr forstjóri og nýr framkvæmdastjóri lækninga taka við stjórnartaumunum á Reykjalundi á morgun.

Staðan á Reykjalundi áhyggjuefni
Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum.

Segja starfsmanni Reykjalundar hafa verið hótað vegna fréttaumfjöllunar
Starfsfólk Reykjalundar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þau harmi það "fordæmalausa ástand“ sem skapaðist þegar framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp.

Boðar mjög hæfan einstakling í stað Magnúsar á Reykjalundi
Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, segir undanfarna daga hafa verið endurhæfingarstöðinni Reykjalundi og starfsfólki erfiðir.

Ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga
Starfsemi Reykjalundar verður með eðlilegum hætti í dag. Starfsfólk Reykjalundar treysti sér ekki til að sinna sjúklingum því framkvæmdastjóra lækninga hafði verið sagt upp og enginn ráðinn í staðinn. Landlæknir tók fram í svari til stjórnarformanns SÍBS að ekki verði séð að stofnunin sé óstarfhæf án framkvæmdastjóra lækninga.

Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar
Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum.

Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni
Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir.

Ósátt starfsfólk tekur aftur á móti sjúklingum á Reykjalundi
Starfsemi á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi verður með eðlilegu horfi á morgun.

Blöskrar framkoma við „flekklaus andlit íslenskrar endurhæfingar“
Yfirlæknir á Reykjalundi telur framtíð Reykjalundar ónýta og starfsemin muni hverfa grípi ráðherra ekki inn í atburðarásina á endurhæfingarstöðinni.

Segir uppsagnir Birgis og Magnúsar nauðsynlegar
SÍBS taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni.

Reykjalundur lamaður
Engin endurhæfing í dag, Reykjalundur er lamaður vegna uppsagnar Magnúsar Ólasonar yfirlæknis eða framkvæmdarstjóra lækninga. Allt starfsfólk sem heyrir undir fagstjórn yfirlæknis gat ekki haldið út störfum sínum í dag.

Starfsmenn lýsa yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar
Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Þeir telja stofnunina vera óstarfhæfa og ekki fullnægja lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnanir.

Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á
Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag.

Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi
Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag.

Prestur sat fund á Reykjalundi
Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp.

Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi
Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni.

Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans
Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn.