Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tvöfalt fleiri reyndust smitaðir í Herjólfi Þrjátíu ferðamenn eru komnir í farsóttahús eftir að hafa greinst með kórónuveiruna um borð í Herjólfi. Hópurinn hafði áður gert tilraun til að ferðast til Vestmannaeyja en kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður húsanna. Innlent 2.8.2021 13:07 Draumur rættist í gær: „Það væri nú gaman að prufa þetta einu sinni með fólki“ Þetta var algjör heiður, segir Magnús Kjartan Eyjólfsson um brekkusönginn sem hann stýrði í fyrsta sinn í gær. Hann segir upplifunina stórkostlega og væri tilbúinn til að stýra söngnum aftur að ári. Innlent 2.8.2021 13:00 Fjölga starfsfólki í vikunni vegna álags Álag er á starfsfólki sýnatökuhússins við Suðurlandsbraut, en langar raðir í sýnatöku virðast nú daglegt brauð. Verkefnastjóri skimana segir að von sé á fleira starfsfólki í næstu viku. Innlent 2.8.2021 12:44 Hafa kallað inn fólk úr sumarfríum til að bregðast við fjölgun Covid-tengdra sjúkraflutninga Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í fimmtíu Covid-tengda sjúkraflutninga á síðasta sólarhring. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir fjölda flutninganna í takt við fjölgun smita en fólk hefur verið kallað inn úr sumarfríum til að bregðast við auknu álagi vegna veirunnar. Innlent 2.8.2021 11:55 67 greindust smitaðir innanlands Að minnsta kosti 67 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 36 utan sóttkvíar og 31 í sóttkví við greiningu. Innlent 2.8.2021 11:00 Hvar værum við án framlínufólks í verslun? Í dag er frídagur verslunarmanna. Dagur sem flestir landsmenn kenna við stærstu fríhelgi ársins og njóta ýmist utan sem innanbæjar til skemmtunar og afþreyingar. Skoðun 2.8.2021 09:05 Lífið í „nýsjálensku leiðinni“ Þann 25.júli skrifaði Gunnar Smári Egilsson pistil á þessum vettvangi þar sem hann lofar það sem hann kallar „nýsjálensku leiðina“ i baráttunni við COVID. Þar týnir hann til tölur um tilfelli af veirunni og dauðsföll á Nýja Sjálandi, sem eru mun lægri en í flestum öðrum löndum, eins og hann réttilega bendir á. Hálfgerð „útópía“ að hans mati. Skoðun 1.8.2021 19:25 YouTube setur Sky News í Ástralíu í bann Efnisveitan YouTube hefur sett fréttastofuna Sky News í Ástralíu í vikulangt bann. Efnisveitan segir fréttastofuna hafa brotið hegðunarreglur með því að breiða út rangar upplýsingar um Covid-19. Erlent 1.8.2021 17:25 Nýtt farsóttarhús opnað í dag Nýtt farsóttarhús verið tekið í gagnið í dag þar sem hin eru yfirfull. Um er að ræða Hótel Storm í Þórunnartúni. Innlent 1.8.2021 14:56 Starfsmaður á Grund greindist smitaður Starfsmaður á hjúkrunarheimili Grundar við Hringbraut greindist jákvæður fyrir Covid-19 í gærkvöldi. Hann vinnur á deildunum Litlu Grund og Minni Grund. Innlent 1.8.2021 14:44 Fimmtán farþegar Herjólfs greindust smitaðir Fimmtán farþegar sem voru um borð í Herjólfi í gær greindust smitaðir af kórónuveirunni. Um er að ræða erlenda ferðamenn sem fengu jákvæðar niðurstöður úr sýnatöku eftir að þeir komu til Vestmannaeyja. Innlent 1.8.2021 14:40 Mótmæltu bólusetningum: „Ég vona að næst verði ég handtekinn með þér“ Hópur sem kallar sig Coviðspurnuna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær þar sem bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda var mótmælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stórmótmæla“ fyrir framan heilbrigðisráðuneytið á fimmtudag. Innlent 1.8.2021 13:30 „Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. Innlent 1.8.2021 11:57 83 greindust innanlands Að minnsta kosti 83 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 42 í sóttkví en 41 utan sóttkvíar við greiningu. Innlent 1.8.2021 11:00 Allt farið vel fram í Vestmannaeyjum um helgina Verslunarmannahelgin hefur farið afskaplega vel fram í Vestmannaeyjum. Varðstjóri lögreglunnar á svæðinu segir fólk almennt glatt og skemmtilegt. Innlent 1.8.2021 10:19 Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. Innlent 1.8.2021 07:17 „Mín vegna megið þið deyja hvenær sem er“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sagði í ávarpi á miðvikudag að honum væri sama ef þeir sem afþakka bóluefni við Covid-19 deyi úr sjúkdóminum. Erlent 31.7.2021 23:31 Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. Innlent 31.7.2021 21:00 „Ég er ekkert hrædd við þetta“ „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. Innlent 31.7.2021 19:42 Með frelsi hverra að leiðarljósi? Nýlega skrifar Áslaug Arna dómsmálaráðherra grein í Morgunblaðið sem hún kallar ”Með frelsið að leiðarljósi”. Um frelsi hverra er ráðherrann að tala? Skoðun 31.7.2021 18:30 Segir engar vísbendingar um að faraldurinn sé á niðurleið og hefur áhyggjur Yfirmaður smitrakningarteymisins segir engar vísbendingar um að faraldurinn sé á niðurleið og hefur áhyggjur af stöðunni. Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna innanlands á einum degi og vegna álags getur smitrakningarteymið ekki hringt í þá sem þurfa í sóttkví. Innlent 31.7.2021 18:30 Fólk í sóttkví fær ekki að dvelja á farsóttarhúsum Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að breyta reglugerð sinni um farsóttarhús þannig að húsin verði aðeins fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. Samningaviðræður eru einnig í gangi um að koma tveimur nýjum farsóttarhúsum á laggirnar. Innlent 31.7.2021 17:41 Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. Lífið 31.7.2021 15:00 Einn lagður inn á spítala með Covid-19 Einn var lagður inn á Landspítalann með Covid-19 í gær og eru nú samtals tíu Covid-sjúklingar inniliggjandi á spítalanum, þar af tveir á gjörgæslu. Innlent 31.7.2021 14:49 Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. Innlent 31.7.2021 13:56 Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Svo margir greinast nú daglega með kórónuveirusmit að smitrakningarteymið nær ekki að hringja í alla þá sem eiga að fara í sóttkví. Nú eru þeir sem smitast beðnir að hafa sjálfir samband við þá sem þeir hafa verið í návígi við og sendir rakningarteymið aðeins á þá SMS með áminningu um að þeir séu komnir í sóttkví. Innlent 31.7.2021 12:17 Aldrei fleiri greinst á einum degi: 145 greindust innanlands Í gær greindust 145 einstaklingar með Covid-19 innanlands. Aldrei hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. Innlent 31.7.2021 10:56 Allir heimilismenn virðast hafa sloppið við smit Enginn heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Ási greindist smitaður af kórónuveirunni í skimun sem var gerð á þeim í gær. Starfsmaður hjúkrunarheimilisins greindist með veiruna fyrr í vikunni. Innlent 31.7.2021 09:53 Handtekinn fyrir að yfirgefa farsóttahús fullur Lögregla handtók mann við Hlemm klukkan að verða ellefu í gærkvöldi en sá átti að vera í farsóttahúsi. Hann hafði yfirgefið farsóttahúsið ofurölvi í gærkvöldi og var sökum ástands síns vistaður í fangageymslu í nótt. Innlent 31.7.2021 07:18 „Við stöndum betur að vígi en meirihluti mannkyns“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að fólk þurfi að sýna sóttvarnayfirvöldum biðlund. Verið sé að fylgjast með þróun fjórðu bylgjunnar hér á landi og um tíu dagar séu þar til framhald sóttvarnaaðgerða skýrist. Innlent 30.7.2021 22:01 « ‹ 94 95 96 97 98 99 100 101 102 … 334 ›
Tvöfalt fleiri reyndust smitaðir í Herjólfi Þrjátíu ferðamenn eru komnir í farsóttahús eftir að hafa greinst með kórónuveiruna um borð í Herjólfi. Hópurinn hafði áður gert tilraun til að ferðast til Vestmannaeyja en kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður húsanna. Innlent 2.8.2021 13:07
Draumur rættist í gær: „Það væri nú gaman að prufa þetta einu sinni með fólki“ Þetta var algjör heiður, segir Magnús Kjartan Eyjólfsson um brekkusönginn sem hann stýrði í fyrsta sinn í gær. Hann segir upplifunina stórkostlega og væri tilbúinn til að stýra söngnum aftur að ári. Innlent 2.8.2021 13:00
Fjölga starfsfólki í vikunni vegna álags Álag er á starfsfólki sýnatökuhússins við Suðurlandsbraut, en langar raðir í sýnatöku virðast nú daglegt brauð. Verkefnastjóri skimana segir að von sé á fleira starfsfólki í næstu viku. Innlent 2.8.2021 12:44
Hafa kallað inn fólk úr sumarfríum til að bregðast við fjölgun Covid-tengdra sjúkraflutninga Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í fimmtíu Covid-tengda sjúkraflutninga á síðasta sólarhring. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir fjölda flutninganna í takt við fjölgun smita en fólk hefur verið kallað inn úr sumarfríum til að bregðast við auknu álagi vegna veirunnar. Innlent 2.8.2021 11:55
67 greindust smitaðir innanlands Að minnsta kosti 67 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 36 utan sóttkvíar og 31 í sóttkví við greiningu. Innlent 2.8.2021 11:00
Hvar værum við án framlínufólks í verslun? Í dag er frídagur verslunarmanna. Dagur sem flestir landsmenn kenna við stærstu fríhelgi ársins og njóta ýmist utan sem innanbæjar til skemmtunar og afþreyingar. Skoðun 2.8.2021 09:05
Lífið í „nýsjálensku leiðinni“ Þann 25.júli skrifaði Gunnar Smári Egilsson pistil á þessum vettvangi þar sem hann lofar það sem hann kallar „nýsjálensku leiðina“ i baráttunni við COVID. Þar týnir hann til tölur um tilfelli af veirunni og dauðsföll á Nýja Sjálandi, sem eru mun lægri en í flestum öðrum löndum, eins og hann réttilega bendir á. Hálfgerð „útópía“ að hans mati. Skoðun 1.8.2021 19:25
YouTube setur Sky News í Ástralíu í bann Efnisveitan YouTube hefur sett fréttastofuna Sky News í Ástralíu í vikulangt bann. Efnisveitan segir fréttastofuna hafa brotið hegðunarreglur með því að breiða út rangar upplýsingar um Covid-19. Erlent 1.8.2021 17:25
Nýtt farsóttarhús opnað í dag Nýtt farsóttarhús verið tekið í gagnið í dag þar sem hin eru yfirfull. Um er að ræða Hótel Storm í Þórunnartúni. Innlent 1.8.2021 14:56
Starfsmaður á Grund greindist smitaður Starfsmaður á hjúkrunarheimili Grundar við Hringbraut greindist jákvæður fyrir Covid-19 í gærkvöldi. Hann vinnur á deildunum Litlu Grund og Minni Grund. Innlent 1.8.2021 14:44
Fimmtán farþegar Herjólfs greindust smitaðir Fimmtán farþegar sem voru um borð í Herjólfi í gær greindust smitaðir af kórónuveirunni. Um er að ræða erlenda ferðamenn sem fengu jákvæðar niðurstöður úr sýnatöku eftir að þeir komu til Vestmannaeyja. Innlent 1.8.2021 14:40
Mótmæltu bólusetningum: „Ég vona að næst verði ég handtekinn með þér“ Hópur sem kallar sig Coviðspurnuna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær þar sem bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda var mótmælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stórmótmæla“ fyrir framan heilbrigðisráðuneytið á fimmtudag. Innlent 1.8.2021 13:30
„Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. Innlent 1.8.2021 11:57
83 greindust innanlands Að minnsta kosti 83 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 42 í sóttkví en 41 utan sóttkvíar við greiningu. Innlent 1.8.2021 11:00
Allt farið vel fram í Vestmannaeyjum um helgina Verslunarmannahelgin hefur farið afskaplega vel fram í Vestmannaeyjum. Varðstjóri lögreglunnar á svæðinu segir fólk almennt glatt og skemmtilegt. Innlent 1.8.2021 10:19
Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. Innlent 1.8.2021 07:17
„Mín vegna megið þið deyja hvenær sem er“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sagði í ávarpi á miðvikudag að honum væri sama ef þeir sem afþakka bóluefni við Covid-19 deyi úr sjúkdóminum. Erlent 31.7.2021 23:31
Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. Innlent 31.7.2021 21:00
„Ég er ekkert hrædd við þetta“ „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. Innlent 31.7.2021 19:42
Með frelsi hverra að leiðarljósi? Nýlega skrifar Áslaug Arna dómsmálaráðherra grein í Morgunblaðið sem hún kallar ”Með frelsið að leiðarljósi”. Um frelsi hverra er ráðherrann að tala? Skoðun 31.7.2021 18:30
Segir engar vísbendingar um að faraldurinn sé á niðurleið og hefur áhyggjur Yfirmaður smitrakningarteymisins segir engar vísbendingar um að faraldurinn sé á niðurleið og hefur áhyggjur af stöðunni. Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna innanlands á einum degi og vegna álags getur smitrakningarteymið ekki hringt í þá sem þurfa í sóttkví. Innlent 31.7.2021 18:30
Fólk í sóttkví fær ekki að dvelja á farsóttarhúsum Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um að breyta reglugerð sinni um farsóttarhús þannig að húsin verði aðeins fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. Samningaviðræður eru einnig í gangi um að koma tveimur nýjum farsóttarhúsum á laggirnar. Innlent 31.7.2021 17:41
Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. Lífið 31.7.2021 15:00
Einn lagður inn á spítala með Covid-19 Einn var lagður inn á Landspítalann með Covid-19 í gær og eru nú samtals tíu Covid-sjúklingar inniliggjandi á spítalanum, þar af tveir á gjörgæslu. Innlent 31.7.2021 14:49
Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. Innlent 31.7.2021 13:56
Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Svo margir greinast nú daglega með kórónuveirusmit að smitrakningarteymið nær ekki að hringja í alla þá sem eiga að fara í sóttkví. Nú eru þeir sem smitast beðnir að hafa sjálfir samband við þá sem þeir hafa verið í návígi við og sendir rakningarteymið aðeins á þá SMS með áminningu um að þeir séu komnir í sóttkví. Innlent 31.7.2021 12:17
Aldrei fleiri greinst á einum degi: 145 greindust innanlands Í gær greindust 145 einstaklingar með Covid-19 innanlands. Aldrei hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. Innlent 31.7.2021 10:56
Allir heimilismenn virðast hafa sloppið við smit Enginn heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Ási greindist smitaður af kórónuveirunni í skimun sem var gerð á þeim í gær. Starfsmaður hjúkrunarheimilisins greindist með veiruna fyrr í vikunni. Innlent 31.7.2021 09:53
Handtekinn fyrir að yfirgefa farsóttahús fullur Lögregla handtók mann við Hlemm klukkan að verða ellefu í gærkvöldi en sá átti að vera í farsóttahúsi. Hann hafði yfirgefið farsóttahúsið ofurölvi í gærkvöldi og var sökum ástands síns vistaður í fangageymslu í nótt. Innlent 31.7.2021 07:18
„Við stöndum betur að vígi en meirihluti mannkyns“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að fólk þurfi að sýna sóttvarnayfirvöldum biðlund. Verið sé að fylgjast með þróun fjórðu bylgjunnar hér á landi og um tíu dagar séu þar til framhald sóttvarnaaðgerða skýrist. Innlent 30.7.2021 22:01
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent