Helgarviðtal Ævintýrasmíð bestu vinkvenna með sama barnsföður Agnes Helga María Ferro er 35 ára móðir sem glímir við langvinnt krabbamein og gengst nú undir stífa og erfiða lyfjameðferð. Agnes lætur þó ekki deigan síga og fer nýstárlega leið til safna í sérstakan ævintýrasjóð fyrir sig og þrettán ára soninn Alexander. Lífið 10.2.2024 08:00 Eini fatlaði starfsmaðurinn hjá Netflix „Fatlaðir geta gert hina ýmsu hluti sem aðrir kannski fatta ekki eða bara geta ekki. Og það eiga allir rétt á því að vera þeir sjálfir, bæði fatlaðir og ófatlaðir,“ segir Magnús Orri Arnarsson kvikmyndagerðarmaður. Þrátt fyrir að vera einungis 22 ára gamall hefur hann verið afkastamikill í kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingageiranum undanfarin ár og starfar nú við hljóðblöndun fyrir vinsæla sjónvarpsþætti á Netflix. Lífið 3.2.2024 08:01 Ómar bjargaði lífi fimm einstaklinga Ómar Andrés Ottósson var einungis tvítugur að aldri og verðandi stúdent í Kaupmannahöfn þegar hann varð bráðkvaddur vegna heilablæðingar. Aðstandendur hans, sem sátu eftir harmi slegnir, tóku þá ákvörðun að gefa líffæri hans, enda þótti það í anda Ómars að enda jarðvist sína með slíkri gjöf. Andlát Ómars leiddi þannig til þess að hvorki meira né minna en fimm einstaklingar fengu nýtt og betra líf. Innlent 27.1.2024 07:00 „Er klárlega með breiðara bak í dag“ „Það er alltaf svolítið áhugavert þegar að fólk kemur upp að manni og segir: Vá, ég hélt að þú værir allt öðruvísi. Ég viðurkenni alveg að mér finnst það skrýtin athugasemd, manni líður eins og fólk sé að segja: Ég hélt að þú værir ótrúlega heimsk og vitlaus og þú ert það ekki,“ segir útvarps- og sjónvarpskonan Jóhanna Helga Jensdóttir. Lífið 20.1.2024 07:00 „Þegar þú færð þessar fréttir þá bara hrynur heimurinn“ „Í gegnum allt þetta ferli var nákvæmlega ekkert sem greip okkur. Það var ekkert hugað neitt sérstaklega að andlegri líðan okkar, hvaða áhrif þetta hafði á okkur. Það var engin eftirfylgni. Það þykir eðlilegt að einstaklingar sem missa fóstur, sérstaklega á fyrri hluta meðgöngu, séu bara sendir heim og látnir gúgla framhaldið, hvað þeir eigi að gera eða ekki gera,“ segir Tinna Berg Rúnarsdóttir en árið 2022 gengu hún og eiginmaður hennar í gegnum erfiðan fósturmissi á 12.viku meðgöngu. Lífið 14.1.2024 09:33 Enn á lífi því kærastan kom snemma heim Að kvöldi 7. desember árið 2022 tók Arnar Freyr Jónsson þá skyndiákvörðun að taka inn ópíóðalyfið OxyContin. Afleiðingarnar voru þær að hann var einungis hársbreidd frá dauðanum. Innlent 13.1.2024 09:00 Ástríðupólitíkusinn Guðlaugur Þór er hvergi nærri á förum Þegar blaðamaður Vísis gekk á fund Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra var dimmt og slagviðri. Ráðuneytið flutti skömmu fyrir áramót í nýlegt húsnæði, 8. hæð, þá efstu við Borgartún 26 og hefur vegur þess aukist síðan Júlíus Sólnes var fyrsti umhverfisráðherrann 1990. Lífið 13.1.2024 07:00 „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ „Jú mér finnst ég muna eftir pabba grátandi upp í rúmi. Ég reyndi að hugga hann og segja honum að þeir myndu koma aftur en auðvitað skildi ég þetta ekki,“ segir Hildur Guðmundsdóttir aðspurð um fyrstu æskuminningarnar. Áskorun 25.12.2023 08:01 „Ótrúlega gott fyrir fólk að sjá að lífið heldur áfram“ „Sorgin er ótrúlega erfið tilfinning, en líka ótrúlega falleg. Af því að við syrgjum ekki nema við höfum elskað,“ segir Bjarney Hrafnberg ljósmóðir en hún hefur fylgt óteljandi foreldrum í gegnum andvana fæðingu og stutt þau fyrstu skrefin út í lífið á ný. Lífið 23.12.2023 09:01 Lagði snemma áherslu á að herbergið væri hans einkaheimur Þórdís Þórðardóttir tók ákvörðun fyrir fimm árum um að halda á lofti minningu um son sinn sem féll fyrir eigin hendi langt fyrir aldur fram. Hún hvetur til vakningar í samfélaginu varðandi fordóma og hatursorðræðu í garð hinsegin fólks sem geti haft alvarlegar afleiðingar. Innlent 23.12.2023 07:00 Að verða edrú breytti öllu Einkaþjálfarinn Hreinn Orri segir líkamsrækt og mikla sjálfsvinnu hafa hjálpað sér út úr harðri fíkniefnaneyslu. Síðastliðið ár hefur hann tekist á við erfiðar tilfinningar í kjölfar sjálfsvígs föður síns, á sama tíma og hann fótar sig sjálfur í nýju hlutverki sem stjúpfaðir. Lífið 16.12.2023 08:00 Þurfa að reiða fram marga tugi milljóna þar sem engin læknismeðferð býðst á Íslandi „Við erum öll búin að leggja lífið okkar á hliðina út af þessu öllu saman,“ segir Halldór Kristinn Harðarsson. Árni Elliot Swinford, bróðir Halldórs, greindist fyrr á árinu með sjaldgæfan lungasjúkdóm og hefur neyðst til að sækja meðferð erlendis þar sem engin þekking er á meðhöndlun sjúkdómsins hér á landi. Innlent 10.12.2023 08:01 „Fólk hefur þurft að öskra ansi hátt ansi lengi“ „Ég held að leikhús geti breytt fólki,“ segir leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir. Hún fer með aðalhlutverk í einleiknum Orð gegn orði og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir. Blaðamaður hitti Ebbu Katrínu og fékk að heyra frá hennar vegferð. Lífið 9.12.2023 07:00 Fundu bróður sinn fyrir hreina tilviljun eftir áratuga leit Snemma á níunda áratugnum fengu hálfsysturnar Ingibjörg Gréta og Magga Gísladætur að vita að faðir þeirra hefði eignast son áður en þær tvær fæddust. Drengurinn hafði verið gefinn til ættleiðingar og ekkert var vitað um afdrif hans. Þrátt fyrir langa og ítarlega leit, sem spannaði hartnær fjóra áratugi, tókst systrunum ekki að hafa uppi bróður sínum. Lífið 25.11.2023 08:30 „Hún þekkti myrkustu hliðar sjúkdómsins“ Eva Berglind Tulinius var þrítug þegar hún greindist með þriðja stigs krabbamein, þá komin 16 vikur á leið með sitt annað barn. Fyrir átti parið son á fjórða aldursári. Lífið 25.11.2023 07:06 Lífið breyttist vegna gáleysis leigubílstjóra Þórunn Óskarsdóttir lenti í alvarlegu bílslysi á Reykjanesbraut fyrir fjórum árum, þegar hún var farþegi í leigubíl ásamt tveimur öðrum. Dómstólar komust síðar að þeirri niðurstöðu að slysið hefði orsakast af stórfelldu gáleysi leigubílstjórans og var hann sakfelldur fyrir brot á umferðar- og hegningarlögum. Innlent 18.11.2023 09:01 „Alls konar blessanir í slæmu hlutunum“ Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson sér glasið hálf fullt í lífinu og er gjarnan lýst sem miklum stemningsmanni. Lífið tók skarpa U-beygju í sumar þegar Axel greindist með illkynja æxli en hann segir lífsreynsluna hafa kennt sér heilmikið. Blaðamaður settist niður með Axel og ræddi við hann um lífið, ferilinn, tónlistina, ástina, vináttuna og margt fleira. Lífið 18.11.2023 07:00 „Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. Innlent 13.11.2023 08:00 Annar og betri maður eftir slysið óhugnanlega í lauginni Það eru ekki margir sem búa að þeirri lífsreynslu að hafa dáið og verið lífgaðir við. Viktor Aron Bragason er hins vegar einn af þeim. Þann 6. október árið 2013 fannst hann meðvitundarlaus í sundlaug. Þökk sé skjótum viðbrögðum tveggja sundlaugargesta er hann enn á meðal lifandi. Innlent 6.11.2023 06:01 Sögulegt morð í Suðurgötu markaði fjölskylduna fyrir lífstíð Þann 26. febrúar árið 1953 tók Sigurður Magnússon afdrifaríka ákvörðun. Hann ákvað að binda endi á líf sitt og tók fjölskyldu sína með sér. Um er að ræða stærsta morðmál 20. aldar á Íslandi. Lífið 5.11.2023 20:00 Ætla ekki að fagna of snemma í þetta skiptið „Ég á frábæra foreldra. Þau hafa staðið sig eins og algjörar hetjur í þessum kringumstæðum og í umönnun hennar. En að annast fullorðinn einstakling með fjölþætt vandamál í langan tíma tekur sinn toll af öllum. Með hverju árinu verður þetta verkefni þyngra og flóknara,“ segir Sara Bryndís Emilsdóttir. Innlent 28.10.2023 07:55 „Lífið verður aldrei eins" Kormákur Darri Bjarkason fannst látinn í íbúð sinni á Akureyri þann 15. júní í fyrra. Dánarorsökin var of stór skammtur af ópíóíðum. Kormákur Darri var sjómaður að atvinnu og sinnti fjölskyldu, vinum og áhugamálum. Hann var virkur í samfélaginu og átti enga fyrri sögu um neyslu. Aðstandendur hans sitja eftir með ótal spurningar sem þau fá aldrei svör við. Innlent 15.10.2023 10:02 „Ranka við mér og átta mig á því að hún er dáin“ „Það var náttúrulega hræðilega flókið og erfitt að skilja hana eftir á spítalanum en ég er samt svo þakklát fyrir þennan tíma,“ segir Sigrún Kristínar Valsdóttir, stjórnarkona í Gleymmérei Styrktarfélagi, en hún og Lárus Örn Láruson misstu dóttur sína Ylfu Sigrúnar Lárusdóttur eftir 38 vikna meðgöngu í desember 2021. Lífið 15.10.2023 09:14 Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu „Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni. Áskorun 15.10.2023 07:01 „Ég hef grætt á öllum mínum áföllum“ Á síðustu fjórum árum hafa orðið mikil kaflaskil í lífi Silju Aðalsteinsdóttur. Lífsförunauturinn, Gunnar Karlsson sagnfræðiprófessor, féll frá og hún braut upp hálfrar aldrar heimili þeirra í kjölfar fótbrots. En Silja segir áföll alltaf hafa farið á besta veg í lífi sínu. Óvænta óléttan sem kom í veg fyrir myndlistarnám í París, ferðalagið austur á land sem varð til þess að hún kynntist líffræðilegri fjölskyldu sinni og litla stúlkubarnið sem eiginmaðurinn eignaðist utan hjónabands en hefur aldrei verið annað en gæfuljós í lífi Silju. Lífið 8.10.2023 07:01 Að vera nauðgað af kunningja reyndist ekki eina áfallið Karen Eir Valsdóttir varð fyrir hrottalegri nauðgun í september árið 2018. Gerandinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn. Hann afplánaði tuttugu daga á Hólmsheiði áður en hann var fór í opið úrræði á Kvíabryggju. Fyrir dyrum stendur færsla í rafrænt eftirlit. Karen segir erfitt að lýsa reiði sinni að sá sem braut á henni hafi þurft að dvelja tuttugu daga í lokuðu fangelsi. Innlent 7.10.2023 10:10 Segir bataferlið allt annað en línulaga „Ég er með rosalega mikla fullkomnunaráráttu sem hefur oft unnið með mér og oft unnið gegn mér,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um lífið, listina, bataferlið frá átröskun og komandi verkefni. Lífið 7.10.2023 07:01 „Manneskjan sem ég var dó með Alexöndru“ Hjón sem misstu tuttugu mánaða dóttur sína úr bráðri heilahimnubólgu fyrir rúmu ári hafa glímt við sorg, svartnætti, sjálfsvígshugsanir og ítrekaðan fósturmissi síðasta árið. Þau láta sig dreyma um Alexöndruróló, leikvöll til minningar um litlu stúlkuna þeirra, mesta stuðbolta sem hægt var að ímynda sér. Lífið 24.9.2023 07:16 Jónas byrjaði sem marglytta en er nú á toppi Netflix Leikarinn Jónas Alfreð Birkisson fer með hlutverk í vinsælasta þættinum á Netflix um þessar mundir, 1899. Vísir hafði samband við Jónas og fékk að heyra af ferðalagi hans sem leikari, allt frá því að draumurinn fæddist og að þeim stað sem hann er á í dag. Lífið 26.11.2022 09:00 Byrjaði að mynda bíla átta ára og lætur nú drauminn rætast „Minn bílaáhugi hefur alltaf verið undirliggjandi,“ segir James Einar Becker. Í næstu viku fer James af stað með nýja bílaþætti Tork gaur hér á Vísi. Á daginn vinnur hann sem markaðsstjóri en hann átti sér alltaf draum um að gera eigin bílaþátt. Lífið 9.10.2022 12:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 6 ›
Ævintýrasmíð bestu vinkvenna með sama barnsföður Agnes Helga María Ferro er 35 ára móðir sem glímir við langvinnt krabbamein og gengst nú undir stífa og erfiða lyfjameðferð. Agnes lætur þó ekki deigan síga og fer nýstárlega leið til safna í sérstakan ævintýrasjóð fyrir sig og þrettán ára soninn Alexander. Lífið 10.2.2024 08:00
Eini fatlaði starfsmaðurinn hjá Netflix „Fatlaðir geta gert hina ýmsu hluti sem aðrir kannski fatta ekki eða bara geta ekki. Og það eiga allir rétt á því að vera þeir sjálfir, bæði fatlaðir og ófatlaðir,“ segir Magnús Orri Arnarsson kvikmyndagerðarmaður. Þrátt fyrir að vera einungis 22 ára gamall hefur hann verið afkastamikill í kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingageiranum undanfarin ár og starfar nú við hljóðblöndun fyrir vinsæla sjónvarpsþætti á Netflix. Lífið 3.2.2024 08:01
Ómar bjargaði lífi fimm einstaklinga Ómar Andrés Ottósson var einungis tvítugur að aldri og verðandi stúdent í Kaupmannahöfn þegar hann varð bráðkvaddur vegna heilablæðingar. Aðstandendur hans, sem sátu eftir harmi slegnir, tóku þá ákvörðun að gefa líffæri hans, enda þótti það í anda Ómars að enda jarðvist sína með slíkri gjöf. Andlát Ómars leiddi þannig til þess að hvorki meira né minna en fimm einstaklingar fengu nýtt og betra líf. Innlent 27.1.2024 07:00
„Er klárlega með breiðara bak í dag“ „Það er alltaf svolítið áhugavert þegar að fólk kemur upp að manni og segir: Vá, ég hélt að þú værir allt öðruvísi. Ég viðurkenni alveg að mér finnst það skrýtin athugasemd, manni líður eins og fólk sé að segja: Ég hélt að þú værir ótrúlega heimsk og vitlaus og þú ert það ekki,“ segir útvarps- og sjónvarpskonan Jóhanna Helga Jensdóttir. Lífið 20.1.2024 07:00
„Þegar þú færð þessar fréttir þá bara hrynur heimurinn“ „Í gegnum allt þetta ferli var nákvæmlega ekkert sem greip okkur. Það var ekkert hugað neitt sérstaklega að andlegri líðan okkar, hvaða áhrif þetta hafði á okkur. Það var engin eftirfylgni. Það þykir eðlilegt að einstaklingar sem missa fóstur, sérstaklega á fyrri hluta meðgöngu, séu bara sendir heim og látnir gúgla framhaldið, hvað þeir eigi að gera eða ekki gera,“ segir Tinna Berg Rúnarsdóttir en árið 2022 gengu hún og eiginmaður hennar í gegnum erfiðan fósturmissi á 12.viku meðgöngu. Lífið 14.1.2024 09:33
Enn á lífi því kærastan kom snemma heim Að kvöldi 7. desember árið 2022 tók Arnar Freyr Jónsson þá skyndiákvörðun að taka inn ópíóðalyfið OxyContin. Afleiðingarnar voru þær að hann var einungis hársbreidd frá dauðanum. Innlent 13.1.2024 09:00
Ástríðupólitíkusinn Guðlaugur Þór er hvergi nærri á förum Þegar blaðamaður Vísis gekk á fund Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra var dimmt og slagviðri. Ráðuneytið flutti skömmu fyrir áramót í nýlegt húsnæði, 8. hæð, þá efstu við Borgartún 26 og hefur vegur þess aukist síðan Júlíus Sólnes var fyrsti umhverfisráðherrann 1990. Lífið 13.1.2024 07:00
„Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ „Jú mér finnst ég muna eftir pabba grátandi upp í rúmi. Ég reyndi að hugga hann og segja honum að þeir myndu koma aftur en auðvitað skildi ég þetta ekki,“ segir Hildur Guðmundsdóttir aðspurð um fyrstu æskuminningarnar. Áskorun 25.12.2023 08:01
„Ótrúlega gott fyrir fólk að sjá að lífið heldur áfram“ „Sorgin er ótrúlega erfið tilfinning, en líka ótrúlega falleg. Af því að við syrgjum ekki nema við höfum elskað,“ segir Bjarney Hrafnberg ljósmóðir en hún hefur fylgt óteljandi foreldrum í gegnum andvana fæðingu og stutt þau fyrstu skrefin út í lífið á ný. Lífið 23.12.2023 09:01
Lagði snemma áherslu á að herbergið væri hans einkaheimur Þórdís Þórðardóttir tók ákvörðun fyrir fimm árum um að halda á lofti minningu um son sinn sem féll fyrir eigin hendi langt fyrir aldur fram. Hún hvetur til vakningar í samfélaginu varðandi fordóma og hatursorðræðu í garð hinsegin fólks sem geti haft alvarlegar afleiðingar. Innlent 23.12.2023 07:00
Að verða edrú breytti öllu Einkaþjálfarinn Hreinn Orri segir líkamsrækt og mikla sjálfsvinnu hafa hjálpað sér út úr harðri fíkniefnaneyslu. Síðastliðið ár hefur hann tekist á við erfiðar tilfinningar í kjölfar sjálfsvígs föður síns, á sama tíma og hann fótar sig sjálfur í nýju hlutverki sem stjúpfaðir. Lífið 16.12.2023 08:00
Þurfa að reiða fram marga tugi milljóna þar sem engin læknismeðferð býðst á Íslandi „Við erum öll búin að leggja lífið okkar á hliðina út af þessu öllu saman,“ segir Halldór Kristinn Harðarsson. Árni Elliot Swinford, bróðir Halldórs, greindist fyrr á árinu með sjaldgæfan lungasjúkdóm og hefur neyðst til að sækja meðferð erlendis þar sem engin þekking er á meðhöndlun sjúkdómsins hér á landi. Innlent 10.12.2023 08:01
„Fólk hefur þurft að öskra ansi hátt ansi lengi“ „Ég held að leikhús geti breytt fólki,“ segir leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir. Hún fer með aðalhlutverk í einleiknum Orð gegn orði og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir. Blaðamaður hitti Ebbu Katrínu og fékk að heyra frá hennar vegferð. Lífið 9.12.2023 07:00
Fundu bróður sinn fyrir hreina tilviljun eftir áratuga leit Snemma á níunda áratugnum fengu hálfsysturnar Ingibjörg Gréta og Magga Gísladætur að vita að faðir þeirra hefði eignast son áður en þær tvær fæddust. Drengurinn hafði verið gefinn til ættleiðingar og ekkert var vitað um afdrif hans. Þrátt fyrir langa og ítarlega leit, sem spannaði hartnær fjóra áratugi, tókst systrunum ekki að hafa uppi bróður sínum. Lífið 25.11.2023 08:30
„Hún þekkti myrkustu hliðar sjúkdómsins“ Eva Berglind Tulinius var þrítug þegar hún greindist með þriðja stigs krabbamein, þá komin 16 vikur á leið með sitt annað barn. Fyrir átti parið son á fjórða aldursári. Lífið 25.11.2023 07:06
Lífið breyttist vegna gáleysis leigubílstjóra Þórunn Óskarsdóttir lenti í alvarlegu bílslysi á Reykjanesbraut fyrir fjórum árum, þegar hún var farþegi í leigubíl ásamt tveimur öðrum. Dómstólar komust síðar að þeirri niðurstöðu að slysið hefði orsakast af stórfelldu gáleysi leigubílstjórans og var hann sakfelldur fyrir brot á umferðar- og hegningarlögum. Innlent 18.11.2023 09:01
„Alls konar blessanir í slæmu hlutunum“ Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson sér glasið hálf fullt í lífinu og er gjarnan lýst sem miklum stemningsmanni. Lífið tók skarpa U-beygju í sumar þegar Axel greindist með illkynja æxli en hann segir lífsreynsluna hafa kennt sér heilmikið. Blaðamaður settist niður með Axel og ræddi við hann um lífið, ferilinn, tónlistina, ástina, vináttuna og margt fleira. Lífið 18.11.2023 07:00
„Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. Innlent 13.11.2023 08:00
Annar og betri maður eftir slysið óhugnanlega í lauginni Það eru ekki margir sem búa að þeirri lífsreynslu að hafa dáið og verið lífgaðir við. Viktor Aron Bragason er hins vegar einn af þeim. Þann 6. október árið 2013 fannst hann meðvitundarlaus í sundlaug. Þökk sé skjótum viðbrögðum tveggja sundlaugargesta er hann enn á meðal lifandi. Innlent 6.11.2023 06:01
Sögulegt morð í Suðurgötu markaði fjölskylduna fyrir lífstíð Þann 26. febrúar árið 1953 tók Sigurður Magnússon afdrifaríka ákvörðun. Hann ákvað að binda endi á líf sitt og tók fjölskyldu sína með sér. Um er að ræða stærsta morðmál 20. aldar á Íslandi. Lífið 5.11.2023 20:00
Ætla ekki að fagna of snemma í þetta skiptið „Ég á frábæra foreldra. Þau hafa staðið sig eins og algjörar hetjur í þessum kringumstæðum og í umönnun hennar. En að annast fullorðinn einstakling með fjölþætt vandamál í langan tíma tekur sinn toll af öllum. Með hverju árinu verður þetta verkefni þyngra og flóknara,“ segir Sara Bryndís Emilsdóttir. Innlent 28.10.2023 07:55
„Lífið verður aldrei eins" Kormákur Darri Bjarkason fannst látinn í íbúð sinni á Akureyri þann 15. júní í fyrra. Dánarorsökin var of stór skammtur af ópíóíðum. Kormákur Darri var sjómaður að atvinnu og sinnti fjölskyldu, vinum og áhugamálum. Hann var virkur í samfélaginu og átti enga fyrri sögu um neyslu. Aðstandendur hans sitja eftir með ótal spurningar sem þau fá aldrei svör við. Innlent 15.10.2023 10:02
„Ranka við mér og átta mig á því að hún er dáin“ „Það var náttúrulega hræðilega flókið og erfitt að skilja hana eftir á spítalanum en ég er samt svo þakklát fyrir þennan tíma,“ segir Sigrún Kristínar Valsdóttir, stjórnarkona í Gleymmérei Styrktarfélagi, en hún og Lárus Örn Láruson misstu dóttur sína Ylfu Sigrúnar Lárusdóttur eftir 38 vikna meðgöngu í desember 2021. Lífið 15.10.2023 09:14
Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu „Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni. Áskorun 15.10.2023 07:01
„Ég hef grætt á öllum mínum áföllum“ Á síðustu fjórum árum hafa orðið mikil kaflaskil í lífi Silju Aðalsteinsdóttur. Lífsförunauturinn, Gunnar Karlsson sagnfræðiprófessor, féll frá og hún braut upp hálfrar aldrar heimili þeirra í kjölfar fótbrots. En Silja segir áföll alltaf hafa farið á besta veg í lífi sínu. Óvænta óléttan sem kom í veg fyrir myndlistarnám í París, ferðalagið austur á land sem varð til þess að hún kynntist líffræðilegri fjölskyldu sinni og litla stúlkubarnið sem eiginmaðurinn eignaðist utan hjónabands en hefur aldrei verið annað en gæfuljós í lífi Silju. Lífið 8.10.2023 07:01
Að vera nauðgað af kunningja reyndist ekki eina áfallið Karen Eir Valsdóttir varð fyrir hrottalegri nauðgun í september árið 2018. Gerandinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir verknaðinn. Hann afplánaði tuttugu daga á Hólmsheiði áður en hann var fór í opið úrræði á Kvíabryggju. Fyrir dyrum stendur færsla í rafrænt eftirlit. Karen segir erfitt að lýsa reiði sinni að sá sem braut á henni hafi þurft að dvelja tuttugu daga í lokuðu fangelsi. Innlent 7.10.2023 10:10
Segir bataferlið allt annað en línulaga „Ég er með rosalega mikla fullkomnunaráráttu sem hefur oft unnið með mér og oft unnið gegn mér,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton. Blaðamaður hitti hana í kaffi og ræddi við hana um lífið, listina, bataferlið frá átröskun og komandi verkefni. Lífið 7.10.2023 07:01
„Manneskjan sem ég var dó með Alexöndru“ Hjón sem misstu tuttugu mánaða dóttur sína úr bráðri heilahimnubólgu fyrir rúmu ári hafa glímt við sorg, svartnætti, sjálfsvígshugsanir og ítrekaðan fósturmissi síðasta árið. Þau láta sig dreyma um Alexöndruróló, leikvöll til minningar um litlu stúlkuna þeirra, mesta stuðbolta sem hægt var að ímynda sér. Lífið 24.9.2023 07:16
Jónas byrjaði sem marglytta en er nú á toppi Netflix Leikarinn Jónas Alfreð Birkisson fer með hlutverk í vinsælasta þættinum á Netflix um þessar mundir, 1899. Vísir hafði samband við Jónas og fékk að heyra af ferðalagi hans sem leikari, allt frá því að draumurinn fæddist og að þeim stað sem hann er á í dag. Lífið 26.11.2022 09:00
Byrjaði að mynda bíla átta ára og lætur nú drauminn rætast „Minn bílaáhugi hefur alltaf verið undirliggjandi,“ segir James Einar Becker. Í næstu viku fer James af stað með nýja bílaþætti Tork gaur hér á Vísi. Á daginn vinnur hann sem markaðsstjóri en hann átti sér alltaf draum um að gera eigin bílaþátt. Lífið 9.10.2022 12:01