

Evrópusambandið og Þýskaland hafa náð samkomulagi um framtíð jarðefnaeldsneytisbíla í Evrópu. Þjóðverjar fá í gegn að undantekningar verði á banni við sölu á nýjum bensín- og dísilknúnum bílum eftir árið 2035. Umhverfissamtök fordæma málamiðlunina.
Nokkrir eigendur Tesla-bifreiða geta nú valið íslensku sem tungumál ökutækisins. Okkar ástkæra og ylhýra er þar með komið í hóp rúmlega tuttugu tungumála sem bíllinn býður upp á.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur lagt til að kílómetragjald komi í stað núverandi skattlagningar á eldsneyti ökutækja. Með því fyrirkomulagi sé hægt að tryggja að rafmagnsbílar borgi fyrir afnot af vegakerfinu.
„Rafbílavæðing á Íslandi hefur stóraukist og þá helst á síðustu 3-4 árum. Orkusalan hóf vegferð sína í hleðslulausnum árið 2016 en þá gáfum við öllum sveitarfélögum landsins 22kW hleðslustöðvar til þess að vekja athygli á orkuskiptum framtíðarinnar. Til að byrja með voru þessar stöðvar lítið notaðar og þá síst utan höfuðborgarsvæðisins en með aukinni drægni rafbíla hefur fjöldi rafbílaeigenda 20-faldast á síðustu fimm árum. Við sjáum klárlega aukningu í kortunum, þessi þróun á eftir að halda áfram næstu ár sem er mikilvægur þáttur þegar kemur að orkuskiptum hér á landi,“ segir Heiða Halldórsdóttir, markaðsstjóri Orkusölunnar.
Í fyrra var mér boðið að heimsækja bókasafnið í Vestmannaeyjum. Það var yndisleg og skemmtileg heimsókn í alla staði. Vestmannaaeyjar eru enda með fallegustu stöðum landsins. Innsiglingin stórfengleg og bæjarstæðið engu líkt. Þangað er eiginlega alltaf gaman að koma.
Tesla lækkaði verð á bifreiðum sínum verulega í dag. Á Íslandi hefur verðið lækkað um allt að tuttugu prósent. Sumir telja sig svikna en aðrir taka verðlækkuninni fagnandi.
Toyota var með flestar seldar bifreiðar á árinu eða 3.395 eintök. Alls voru nýskráðar 23.287 bifreiðar á árinu. Það eru sambærilegar tölur og í fyrra þegar 22.133 ökutæki voru nýskráð. Tesla Model Y var mest selda einstaka undirtegundin með 1.035 eintök. Rafmagn varð hlutskarpast allra orkugjafa þegar upp var staðið. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu.
Virði hlutabréfa rafbílaframleiðandans Tesla var í gær lægra en það hefur verið í meira en tvö ár. Fjárfestar í Tesla óttast að Musk einbeiti sér of mikið að samfélagsmiðlinum Twitter.
Umræða sem á það til að fylgja rafbílum er að það sé erfitt að endurvinna þá. Sannleikurinn er sá að það er erfiðara að endurvinna þá, en brunahreyfilsbíla. Brunahreyfilsbílar eru í grunninn settir saman úr stáli og áli sem mannkynið hefur endurnýtt í marga áratugi.
Skráningar í Evrópu náðu yfir milljón í lok nóvember sem er aukning um 17% frá sama tíma á síðasta ári þegar 860.000 bílar höfðu verið seldir í lok nóvember. Tesla Model Y var mest seldi bíllinn í Evrópu í nóvember með 19.169 eintök seld. Salan jókst um 254% á milli ára.
„Vegna þess að rétta svarið er óljóst, ættum við ekki að takmarka okkur við einungis einn möguleika,“ sagði Akio Toyoda, framkvæmdastjóri Toyota við kynningu á raf-Hilux hugmyndabílnum í Tælandi.
Mark Reuss, forseti General Motors segir að mikill misskilningur sé á kreiki þegar kemur að rafbílum. Meðal annars ræddi Reuss um tvinnbíla sem hann telur raunar ekki eiga sér stað á markaði eins og staðan er núna og telur að framleiðendur eigi að einbeita sér að hreinum rafbílum.
Hámarksendurgreiðsla á virðisaukaskatti við kaup á rafmagns- og vetnisbílum lækkar á árinu 2023 úr 1,56 milljónum króna í 1,32 milljónir króna. Hámarksfjöldi bíla sem geta sótt slíka ívilnun hefur verið fjölgað úr fimmtán þúsund í tuttugu þúsund. Þetta kemur fram í nýsamþykktu frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld.
Smart#1 var kynntur til leiks fyrr á árinu og er áætlaður á götuna á meginlandi Evrópu í byrjun árs 2023. Bíllinn var nýlega settur í gegnum öryggisprófanir hjá Euro NCAP. Þar sem hann hlaut fimm stjörnur, hæstu einkunn.
Allflest rafmótorhjól hafa enga skiptingu, einungis einn gír áfram og inngjöfin virkar bara í eina átt. Slíkt hentar nýliðum í akstri mótorhjóla. Reynslumeira fólk kann að sakna þess að keyra beinskipt hjól. Sprotafyrirtækið Matter ætlar að svala þessari þörf.
Kia var valinn framleiðandi ársins 2022 á TopGear.com verðlaunahátíðinni. Þetta er annað árið í röð sem Kia fer með sigur af hólmi á TopGear.com verðlaununum, en í fyrra var EV6 hlutskarpastur í sínum flokki.
Ragnar Þór Ægisson, bílasali og meðeigandi Bílamiðstöðvarinnar, segir að reikna megi með því að rafbílar sem nú eru niðurgreiddir að hluta af hinu opinbera muni í sumum tilvikum hækka í verði úr til dæmis eins og 5,5 milljónum í sjö milljónir.
Lexus ætlar að smíða rafdrifinn frammistöðubíl sem mun taka við keflinu af hinum rómaða LFA. LFA er V10 bensín bíll. Nú hafa verið opinberaðar myndir af nýja rafsportbílnum.
Eftir að hafa fyrst verið kynnt til sögunnar í apríl árið 2019 er Fuell Fllow loks að nálgast markað. Opnað hefur verið fyrir pantanir á hjólinu.
Nismo, sem er frammistöðudeild Nissan, er að undirbúa nýtt flaggskip. Sá bíll verður seldur á öllum helstu mörkuðum heimsins. Bíllinn er væntanlegur á þessum áratug.
Hlutfall bensínbíla af þeim bílum sem einstaklingar hafa nýskráð er aðeins 4,66 prósent það sem af er árinu. Hreinir rafbílar eru í rúmum meirihluta og Tesla var mest selda fólksbílategundin í nóvember.
Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í áttunda þætti er BMW 330e M-tech tekinn fyrir.
Flutningabíllinn Tesla Semi fór 800 kílómetra á einni hleðslu full lestaður, samkvæmt Elon Musk, framkvæmdastjóra Tesla. Afhendingar á Semi munu hefjast á næstu dögum.
Nýi Kia Niro rafbíllinn hlaut hið virta Gullna stýri, sem almennt er talið mikilvægasta viðurkenning sem bílum getur hlotnast í Þýskalandi. Kia Niro, sem hlaut mikið lof þegar hann var kynntur til sögunnar fyrr á þessu ári, fékk Gullna stýrið 2022 í flokki lítilla SUV-bíla. Tengiltvinnbíllinn Kia Sportage hafnaði í öðru sæti. Volkswagen Taigo hafnaði í þriðja sæti.
Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í sjöunda þætti er Hongqi e-HS9 tekinn fyrir.
Tesla Model S hlaut á dögunum fimm stjörnu öryggiseinkunn há Euro NCAP. Euro NCAP gerði prófanir á nýjustu útgáfu af Model S, í samræmi við nýjustu og ströngustu prófunarstaðlana frá 2020-2022, þar sem geta ökutækisins til að vernda fullorðna einstaklinga, börn og gangandi vegfarendur er í forgangi ásamt mat á hegðun til að forðast árekstra og aðra öryggisaðstoð.
„Þetta lofar góðu en lengi má gott bæti og mér finnst ennþá óra fyrir langtímstefnuleysi. Mér finnst þetta of mikil skammsýni að horfa bara til loka árs 2023.“
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp þar sem meðal annars er kveðið á um að fjöldatakmörk virðisaukaskattsívilnunar vegna innflutnings og sölu rafmagns- og vetnisbifreiða verði felld niður.
Oliver Zipse, framkvæmdastjóri BMW var ákveðinn í því að framleiðandinn væri ekki búinn að gefa upp á bátinn áætlanir um rafbíla á viðráðanlegu verði.
ÍAV fékk afhenta rafknúna Volvo ECR25 Electric sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Með þessu mikilvæga skrefi tekur ÍAV þátt í innleiðingu Volvo rafmagnsvéla á Íslandi. Vélin er með vökvahraðtengi, fleyglögnum og þremur skóflum. Þyngd 2.800 kg, afl mótors 20 kw og er sérlega lipur og hljóðlát vél.