Gæludýr

Fréttamynd

Fræðum fólkið!

Ég var reyndar ekki spurður álits en í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna hefði ég innt frambjóðendur eftir því hvað þeir hyggðust gera til að bæta aðbúnað og lífskjör okkar hunda í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Besti vinur mannsins eða vina­legur ó­vinur?

Fyrstu hundarnir á Íslandi komu hingað með landnámsmönnum í kringum árið 870. Síðan þá hefur stofninn þróast og stækkað, tegundum fjölgað og getum við verið stolt af okkar eigin tegund, Íslenska fjárhundinum, sem nýtur töluverðar sérstöðu þar sem afbrigðið var lengi vel einangrað frá öðrum afbrigðum.

Skoðun
Fréttamynd

Gæludýrasamfélagið blómstrar í Dýrheimum

Gæludýrum hefur fjölgað á Íslandi síðustu ár. Hunda- og kattasamfélagið er einna stærst og biðlistar langir hjá mörgum ræktendum. Ingibjörg Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Dýrheima segir ábyrgðarhlutverk að eiga gæludýr og bæði dýrin og eigendurnir þurfi ákveðna þjónustu. Dýrheimar vinni að því að bjóða upp á einstaka þjónustu á Íslandi sem nefnist Samfélagið en Samfélag Dýrheima er byggt á fjórum grunnþáttum, næringu, vellíðan, félagsskap og hreyfiafli.

Samstarf
Fréttamynd

Raf­magns­lausar og kaldar vegna sundurnagaðrar snúru

Yfir 20 kanínur bjuggu við rafmagnsleysi í meira en hálfan sólarhring eftir að ein úr hópi þeirra komst í rafmagnssnúru sem hún nagaði með þeim afleiðingum að rafmagn sló út. Umsjónaraðilar dýranna réðust í umfangsmiklar aðgerðir til að hlýja kanínunum, sem eru ekki vel búnar fyrir kulda.

Lífið
Fréttamynd

Safnar sögum um ketti sem finnast langt að heiman: „Þetta getur ekki verið tilviljun“

Nýjum Facebook hóp er ætlað að kortleggja sögur af köttum sem týnast og finnast langt frá heimili sínu en nokkuð hefur borið á því undanfarið. Stofnandi hópsins telur að í einhverjum tilvikum séu óprúttnir aðilar að fara með kettina í annað bæjarfélag. Hún segir það óskiljanlega mannvonsku að fara illa með ketti og því sé mikilvægt að ná þeim sem stunda slíkt. 

Innlent
Fréttamynd

Betri borg fyrir dýr

Líkast til hefur áhugi manna á að eiga gæludýr sjaldan verið meiri en á síðustu misserum á meðan COVID hefur geisað með tilheyrandi einangrun og lokunum. Við vitum að gæludýr, sérstaklega hundar og kettir, hafa mannbætandi áhrif á flesta, vinna gegn einmanaleika og andlegum vandamálum.

Skoðun
Fréttamynd

Furðar sig á mikilli andstöðu við gæludýr á veitingastöðum

Um helmingur svarenda í nýrri könnun er andvígur því að fólk megi taka með sér hunda eða ketti á veitingastaði. Eigandi Kattakaffihússins í miðbæ Reykjavíkur furðar sig á andstöðu landsmanna við gæludýr á kaffihúsum og segir Íslendinga alveg sér á báti miðað við nágrannalöndin.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast lóga 2.000 hömstrum vegna Covid-smits

Yfirvöld í Hong Kong hyggjast aflífa um það bil 2.000 hamstra eftir að SARS-CoV-2 fannst á ellefu dýrum í gæludýraverslun í borginni. Sýnin voru tekin af 178 dýrum verslunarinnar eftir að starfsmaður greindist með Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Óboðlegt að dýr fái ekki hjálp

Formaður Dýralæknafélags Íslands segir það ekki boðlegt að dýraeigendur sem reyni að ná í lækni vegna veiks dýrs fái ekki hjálp. Fjármagn skorti til þess að halda úti aukinni neyðarþjónustu dýralækna.

Innlent
Fréttamynd

Lausa­ganga katta bönnuð á Akur­eyri

Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu þess efnis sem samþykkt var af sjö bæjarfulltrúum eftir langar umræður. Fjórir voru á móti.

Innlent
Fréttamynd

Refir falli undir skil­greiningu um gælu­dýr

Lögmaður ungs manns sem á ref telur afar skrýtið hvernig Matvælastofnun hefur beitt sér í því að ná refnum af honum. Hann segir að ekki sé hægt að útiloka að refir geti skilgreinst sem gæludýr ef þeir alast upp á heimili manna.

Innlent
Fréttamynd

Að­stoðar­varð­stjóri á eftir­launum átti ref og skilur ekkert í Mat­væla­stofnun

„Ég skil ekkert í Matvælastofnun að hafa ruðst inn til greyið stráksins til að reyna taka af honum refinn,“ segir Hlöðver Magnússon, fyrrverandi aðstoðarvarðstjóri hjá lögreglunni. Og kona hans, Ástríður Sveinsdóttir, eða Ásta, tekur undir með honum: „Já, mér finnst það bara dónaskapur,“ segir hún. Hjónin áttu sjálf ref árið 1993 og voru þekkt fyrir að ganga um með hann í bandi.

Innlent
Fréttamynd

Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt

Ágústi Bein­teini Árna­syni brá heldur betur í brún þegar tveir ein­kennis­klæddir lög­reglu­menn mættu að heimili hans á­samt full­trúa Mat­væla­stofnunar (MAST) í síðustu viku með hús­leitar­heimild. Mark­miðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt.

Innlent