Rafmagnslausar og kaldar vegna sundurnagaðrar snúru Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2022 15:55 Þessi kanína hefur notið góðs af Kanínuverkefninu. Þó liggur ekki fyrir hvort hér sé um að ræða þá sem nagaði í sundur snúruna, með örlagaríkum afleiðingum. Instagram/Dýrahjálp Yfir 20 kanínur bjuggu við rafmagnsleysi í meira en hálfan sólarhring eftir að ein úr hópi þeirra komst í rafmagnssnúru sem hún nagaði með þeim afleiðingum að rafmagn sló út. Umsjónaraðilar dýranna réðust í umfangsmiklar aðgerðir til að hlýja kanínunum, sem eru ekki vel búnar fyrir kulda. Um er að ræða gælukanínur sem áður bjuggu villtar í Elliðaárdal, en Kanínuverkefnið hefur tekið undir sinn verndarvæng til þess að finna þeim gott heimili. Kanínuverkefnið er samstarfsverkefni Dýrahjálpar Íslands, Villikanína og dýraþjónustu Reykjavíkur. Verkefnið er með aðstöðu undir kanínurnar í Húsdýragarðinum. „Það nagaði ein kanína framlengingarsnúru sem hékk fram hjá búrinu hennar. Svo rákust berir vírarnir í búr einnar kanínunnar, sem slapp sem betur fer vel, en þá sló allt út,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp. Hún segir örðugt að kenna kanínunum um stöðuna sem kom upp, enda sé það hlutverk sjálfboðaliðanna að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt geti gerst. Einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða. „En það var þarna farið eitthvað öryggi sem við gátum ekki smellt í lag,“ segir Gréta Sóley. Rafvirki sem áður hefur aðstoðað við verkefnið hafi þá mætt á svæðið í gær, á frídegi, og kippt málunum í lag. Gréta Sóley segir sjálfboðaliðana afar þakkláta fyrir það. Mannfólkið er ekki eina tegundin sem hefur mátt sæta sóttkví.Instagram/Dýrahjálp Þola kuldann illa þrátt fyrir feldinn Margir kunna að spyrja sig hvort kanínur séu raunverulega svo kulsæknar að ráðast þurfi í sérstakar aðgerðir til þess að hlýja þeim þegar rafmagn slær út. Gréta Sóley útskýrir að gælukanínum verði einmitt mjög kalt. „Þessar kanínur sem eru úti hér á Íslandi eru af gæludýrakyni. Þær eru ekki eins og villtar kanínur úti í heimi sem bera eiginleika sem henta útiveru,“ segir hún og bendir á að villikanínur séu með mun betur einangrandi feld. Því hafi verið brugðið á það ráð að sjóða vatn og setja í flöskur sem voru settar inn í búr dýranna, auk þess sem þær fengu teppi. Kanínurnar sem koma til kasta Kanínuverkefnisins eru geymdar í búrum í viku eftir að hafa verið teknar inn úr Elliðaárdalnum, þar sem þær þurfa að vera í sóttkví hvor frá annarri vegna smithættu. Þær eru sömuleiðis ormahreinsaðar og fleira. Þær gátu því ekki hlaupið sér til hita, eins og kanínur gera gjarnan. Gréta Sóley segir þó að allt hafi farið vel að lokum, þrátt fyrir langvarandi rafmagnsleysi kanínanna. Nú halda 23 kanínur til í aðstöðunni en alls hafa 46 kanínur komið til kasta sjálfboðaliðanna. „Þær voru furðugóðar og skildu ekkert hvað ég var að brasa þarna með flöskur og teppi,“ segir Gréta Sóley. Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Um er að ræða gælukanínur sem áður bjuggu villtar í Elliðaárdal, en Kanínuverkefnið hefur tekið undir sinn verndarvæng til þess að finna þeim gott heimili. Kanínuverkefnið er samstarfsverkefni Dýrahjálpar Íslands, Villikanína og dýraþjónustu Reykjavíkur. Verkefnið er með aðstöðu undir kanínurnar í Húsdýragarðinum. „Það nagaði ein kanína framlengingarsnúru sem hékk fram hjá búrinu hennar. Svo rákust berir vírarnir í búr einnar kanínunnar, sem slapp sem betur fer vel, en þá sló allt út,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp. Hún segir örðugt að kenna kanínunum um stöðuna sem kom upp, enda sé það hlutverk sjálfboðaliðanna að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt geti gerst. Einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða. „En það var þarna farið eitthvað öryggi sem við gátum ekki smellt í lag,“ segir Gréta Sóley. Rafvirki sem áður hefur aðstoðað við verkefnið hafi þá mætt á svæðið í gær, á frídegi, og kippt málunum í lag. Gréta Sóley segir sjálfboðaliðana afar þakkláta fyrir það. Mannfólkið er ekki eina tegundin sem hefur mátt sæta sóttkví.Instagram/Dýrahjálp Þola kuldann illa þrátt fyrir feldinn Margir kunna að spyrja sig hvort kanínur séu raunverulega svo kulsæknar að ráðast þurfi í sérstakar aðgerðir til þess að hlýja þeim þegar rafmagn slær út. Gréta Sóley útskýrir að gælukanínum verði einmitt mjög kalt. „Þessar kanínur sem eru úti hér á Íslandi eru af gæludýrakyni. Þær eru ekki eins og villtar kanínur úti í heimi sem bera eiginleika sem henta útiveru,“ segir hún og bendir á að villikanínur séu með mun betur einangrandi feld. Því hafi verið brugðið á það ráð að sjóða vatn og setja í flöskur sem voru settar inn í búr dýranna, auk þess sem þær fengu teppi. Kanínurnar sem koma til kasta Kanínuverkefnisins eru geymdar í búrum í viku eftir að hafa verið teknar inn úr Elliðaárdalnum, þar sem þær þurfa að vera í sóttkví hvor frá annarri vegna smithættu. Þær eru sömuleiðis ormahreinsaðar og fleira. Þær gátu því ekki hlaupið sér til hita, eins og kanínur gera gjarnan. Gréta Sóley segir þó að allt hafi farið vel að lokum, þrátt fyrir langvarandi rafmagnsleysi kanínanna. Nú halda 23 kanínur til í aðstöðunni en alls hafa 46 kanínur komið til kasta sjálfboðaliðanna. „Þær voru furðugóðar og skildu ekkert hvað ég var að brasa þarna með flöskur og teppi,“ segir Gréta Sóley.
Dýr Gæludýr Reykjavík Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira