Kaffispjallið

Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind
Guðrún Auður Böðvarsdóttir, markaðsstjóri S.Helgason steinsmiðju og framkvæmdastjóri SÓL restaurant, finnst hún flottust þegar hún vaknar klukkan fimm og nær að gera fullt af hlutum áður en hún vekur krakkana í skólann. Oftar en ekki endar hún þó á að snúsa og fer í sín morgunverk eftir að krakkarnir eru vöknuð.

„Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir lagið Blindsker alltaf koma sér í ákveðinn gír. Enda búinn að syngja með laginu frá því að hann var unglingur. Bogi átti mjög svo stuttan feril sem hljómsveitargaur og viðurkennir að hann væri alveg til í að vera betri söngvari.

„Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“
Alma Stefánsdóttir, sérfræðingur jarðvarma hjá Landsvirkjun og stjórnarkona í UAK, á það til að gleyma sér í prjónaskap, bakstri, föndri eða öðru á kvöldin og þá helst korter í tólf. Alma er B-týpa í húð og hár: Finnst skóli og vinna byrja alltof snemma.

Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna
Kjartan Andrésson, framkvæmdastjóri Hvalsnes og kaupumeignir.is, viðurkennir að hann væri alveg til í að kúra aðeins lengur í rúminu á morgnana. Og sömuleiðis væri hann líklegur til að fara seinna að sofa á kvöldin ef ekki væri fyrir kærustuna sem er grjóthörð í því að vekja hann snemma og reka hann fyrr upp í rúm á kvöldin.

Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn
Alma Ýr Ingólfsdóttir, sem er menntaður lögfræðingur og starfar sem formaður ÖBÍ réttindasamtakanna, finnst gaman að hlæja og hlær mikið. Síðasta hláturskast sé þó ekki hægt að opinbera, það gæti einfaldlega vegið að mannorði hennar.

Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu
Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri Overcast, vaknar oft á undan vekjaraklukkunni og finnst þá gott að byrja daginn á því að grípa í bók. Enda sjúkur í að lesa og á oft erfitt með að stoppa sig í lestrinum á kvöldin.

Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum
Með svefnstyggan eiginmann læðist Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, fram úr tvisvar í viku fyrir ræktina en gæðastundin sem hún sá fyrir sér að yrði síðan með dótturinni í bílnum alla morgna, hefur hún lært að snúist meira um aukasvefn fyrir menntaskólanemann.

Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin
Davíð Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup og körfuboltadómari, segir stundum erfitt að ná sér niður í svefninn eftir að hafa verið að dæma leiki. Um þessar mundir sé hann líka að sofna óvenju seint sem hann segir skýrast af unglingastælum í sér.

Fermingarmyndin ekki til útflutnings
Hrönn Greipsdóttir, forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu, segir engan hasar á morgnana lengur. Þau hjónin séu tvö með latan hund og oftar en ekki er Hrönn svo heppin að eiginmaðurinn gefur henni fyrsta kaffibollann um það leyti sem hún fer fram úr.

Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“
Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, opinberar sök í smá prakkarastriki á Skaganum þegar hann var sex ára en almennt telur hann sig ekki hafa verið mikinn prakkara í æsku. Uppáhaldsmorgnarnir eru þegar hann byrjar daginn í golf hermi með félögunum.

Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld
Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, byrjar daginn á því að fá sér kaffi með sínum besta manni. Öll mánudagskvöld situr hún með systrum sínum og saumar íslenska þjóðbúninginn undir handleiðslu móður sinnar og frænku.

„Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“
Bjarni Gaukur Sigurðsson framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Blikk er greinilega ólíkindartól sem fer sínar eigin leiðir. Því Bjarni segir að ef hann væri ofurhetja í teiknimynd, væri hann án efa Svarta kvikindið. Bjarni segir það ákveðna áskorun að fylgja ekki eftir óskrifuðum reglum samfélagsins.

„Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“
Hrefna Sigfinnsdóttir, forstjóri Creditinfo, hefur oft sett sér það markmið um áramótin að verða sjúklega góð í golfi. Eftir fjögur ár af skemmtilegri en stanslausri niðurlægingu ákvað hún að setja sér nýtt markmið fyrir þetta ár: Að hafa gaman að þessu. Hrefna fer í ræktina með fimmtíu ára gömlum vinskap þrisvar í viku.

Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð...
Það eru alls kyns uppljóstranir sem koma í ljós í kaffispjallnu á Vísi á laugardögum. Fastur liður í tilverunni og alltaf jafn skemmtilegt.

Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti
Sigga Dögg kynfræðingur og rithöfundur, byrjar daginn oftast á því að segja vekjaranum að grjóthalda kjafti. Enda elskar hún sinn níu tíma svefn þar sem hún ferðast um heima og geima. Sigga Dögg samsvarar sig helst við Grýlu í jólasveinafjölskyldunni.

„Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“
Daníel Rafn Guðmundsson, umsjónarmaður á Hlaðgerðarkoti og framkvæmdastjóri bifreiðaverkstæðisins Hemils í Kópavogi, byrjar daginn á því að drekka kaffi og hlusta á orð dagsins á Rás 1. Sem hann segir góða leið til að byrja daginn og áður en maður fer í símann.

Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku
Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþónustu TM, byrjar daginn á því að vekja konuna og gefa henni kaffi. Allan ársins hring hjólar Hjálmar í vinnuna.

„Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“
Saga Sig ljósmyndari, listakona og fjölskyldukona segir hápunkt morgunsins vera rómantíski kaffibíltúrinn með kærastanum. Saga ætlar að nýta kosningadaginn til að vera með vintage fatasölu í Iðnó en almennt segir hún engan dag hjá sér vera eins.

Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu
Kristján Már Atlason, forstjóri Kletts sölu- og þjónustu ehf., saknar þess stundum að geta ekki sofið almennilega út. Því með aldrinum færist hann sífellt nær því að vera A-týpa sem þarf ekki einu sinni að stilla klukkuna.

„Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“
Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segist eins og versti unglingur á morgnana enda snúsi hún klukkuna þar til allir aðrir á heimilinu eru komnir fram úr.

Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen
Þegar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er búinn að hugleiða á morgnana, eldar hann ómótstæðilegan hafragraut fyrir sig og frúna. Moli drífur forstjórann út kvölds og morgna. Hvernig sem viðrar.

„Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“
Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þessi rólega B-týpa sem tekur sér tíma til að vakna á morgnana. Öfugt við kærastann. Kvöldin eru hennar tími. Enda eitthvað heillandi við nóttina og fyrir svefninn á hún sér algjörlega heilaga kvöldrútínu.

„Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“
Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku.

„Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“
Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar.

B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“
Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri á Pipar/TBWA auglýsingastofunni, segir fjölskylduna finnast það slæmt að hún borði ekki hakk. Í fjarveru hennar, er það því venjan að borða einhvers konar hakk-rétt daglega þar til hún kemur heim.

„Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“
Gunnar Zoéga, forstjóri OK, gefur sjálfum sér 8 í einkunn aðspurður um hversu hress hann er á morgnana. Að sama skapi viðurkennir hann að vera frekar kvöldsvæfur. Enda segir hann góðan svefn skipta öllu máli.

Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref
Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri KOKKU, vaknar alltaf á undan klukkunni en segist bæta það upp með síðdegislúrum á sunnudögum. Á meðan kaffivélin malar kaffið á morgnana, keppist Guðrún við spænskuna í Duolingo.

Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney
Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur hjá Kvis, segist vera kómísk blanda af einstaklingi sem fæddist 107 ára en er ung í anda. Hödd segir kaffivélina mjög elskað heimilistæki og nýtir morgnana í að læra ítölsku með Duolingo.

„Ég verð auðveldlega meyr en segi engum frá því“
Páll Pálsson fasteignasali á Heima er best, segir að eftir að testerónið fór að minnka og estrógenið að aukast geti hann tárast yfir nánast öllu sem hann horfir á. Páll leggur áherslu á „me time“ á morgnana.

Biskupinn á hlaupum með Bubba Morthens og Sísí með Grýlunum
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, viðurkennir að langa ekkert endilega fram úr strax og hún vaknar á morgnana. Öll Abbalögin og Meat Loaf koma henni alltaf í dansgírinn og vinælt á hlaupalagalistanum eru Bubbi Morthens og Grýlurnar.