KR

Vestmannaeyingar sækja liðsstyrk í Vesturbæinn
Miðjumaðurinn Alex Freyr Hilmarsson er genginn til liðs við nýliða efstu deildar, ÍBV.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 107-85| ÍR skellti KR niður á jörðina
ÍR vann sinn fyrsta leik undir stjórn Friðriks Inga Rúnarssonar. KR kom inn í leikinn verandi búinn að vinna síðustu þrjá leiki. ÍR skellti hins vegar KR niður á jörðina með 22 stiga sigri 107-85.

Leggur skóna á hilluna rétt rúmlega þrítugur að aldri
Arnþór Ingi Kristinsson hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Skagamaðurinn hefur leikið með KR undanfarin ár og var til að mynda stór ástæða þess að liðið varð Íslandsmeistari sumarið 2019.

Körfuboltakvöld um Þóri: „Fáir íslenskir leikmenn með sama vopnabúr“ | „Eins og hálfgerð ofurhetja“
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, eða Tóti Túrbó eins og hann er betur þekktur sem vestur í bæ, fór mikinn er KR lagði Stjörnuna í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í gærkvöld.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 98-90 | KR-ingar unnu í framlengingu
KR tók á móti Stjörnunni á Meistaravöllum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var hin mesta skemmtun. KR leiddi í fyrri hálfleik, Stjarnan í þeim síðari en að lokum voru það KR-ingar sem unnu leikinn með átta stiga mun eftir framlengingu, 98-90.

Helgi Már Magnússon: Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur
KR vann dramatískan sigur á Stjörnunni er liðin mættust á Meistaravöllum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. KR leiddi í fyrri hálfleik, Stjarnan í þeim síðari en að lokum voru það KR-ingar sem unnu leikinn með átta stiga mun eftir framlengingu, 98-90. Helgi Már, þjálfari KR, var virkilega ánægður með sigurinn í leikslok.

Óskar Örn: „KR á stóran sess í mínu hjarta“
Óskar Örn Hauksson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Stjörnuna og mun því leika með Garðarbæjarliðinu á komandi leiktíð í Pepsi Max deild karla eftir 15 ára veru hjá KR. Óskar segir að þetta hafi verið ein erfiðasta ákvörðun sem hann hefur tekið.

Erfið stund þegar Óskar kvaddi: „Verður sárt saknað en við virðum hans val“
„Við áttum ágætis fund í morgun sem var erfið stund og allt það, en svona er þetta bara í lífinu. Við virðum hans ákvörðun og vonum að honum gangi allt í haginn,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir að hafa horft á eftir leikja- og markahæsta leikmanni í sögu félagsins.

Fullyrðir að Óskar Örn sé búinn að semja við Stjörnuna
Í gær var greint frá því að einn reyndasti leikmaður KR-inga, Óskar Örn Hauksson, væri líklega á leið í Stjörnuna eftir fimmtán tímabil með Vesturbæjarliðinu. Nú fullyrða ýmsir að Óskar hafi skrifað undir tveggja ára samning við Garðabæjarliðið í dag.

KR bauð Óskari Erni eins árs samning og bíður svars frá honum
KR-ingar bíða eftir svari frá fyrirliða sínum, Óskari Erni Haukssyni, hvort hann taki samningstilboði þeirra.

Segja að markahæsti og leikjahæsti KR-ingurinn sé líklega á leið i Stjörnuna
Óskar Örn Hauksson hefur spilað með KR undanfarin fimmtán tímabil en það gæti orðið breyting á því næsta sumar.

Umfjöllun og viðtöl: Vestri - KR 75-87 | Nýliðarnir höfðu ekki stöðuleika í KR
Vestri og KR mættust í Subway-deild karla á Ísafirði í kvöld. Voru það gestirnir sem fóru glaðari heim með 12 stiga sigur í skottinu, 87-75.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 84-77 | Heimamenn sterkari á endasprettinum og slógu KR út
Keflavík kom til baka eftir slæma byrjun og sló KR út úr 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 83-77 heimamönnum í vil.

Aron Kristófer gengur í raðir KR
KR-ingar halda áfram að styrkja sig fyrir komandi átök næsta sumar en Aron Kristófer Lárusson hefur samið við félagið til fjögurra ára. Hann kemur frá ÍA en lék þar áður með Þór Akureyri.

Snæfellingar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum
Snæfell tók á móti KR í 16-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í dag. Eftir jafnan og spennandi leik voru það heimakonur sem höfðu betur, 79-73, og þær eru því komnar í átta liða úrslit.

„Er að byggja feril sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum“
Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar – eða Tóta Túrbó eins og hann er kallaður í Vesturbænum – í sigri KR á Njarðvík var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds.

Umfjöllun: KR - Njarðvík 91-75 | Sterkur sigur KR-inga í stórleiknum
KR og Njarðvík mættust á Meistraravöllum í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkur-liðið fór vel af stað en fljótlega tók KR yfirhöndina í leiknum, héldu forystunni til loka og lauk leiknum með 91-75 sigri KR.

Helgi Már: Einkar ánægjulegt að sjá menn koma út þetta fókuseraðir
KR fékk Njarðvík í heimsókn að Meistraravellum í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkur-liðið fór vel af stað en fljótlega tók KR yfirhöndina í leiknum, héldu forystunni til loka og lauk leiknum með 91-75 sigri KR. Hjalti Már Magnússon, þjálfari KR, var virkilega ánægður með sigurinn.

Meira en þúsund dagar síðan heimalið fagnaði sigri í leikjum KR og Njarðvíkur
Í kvöld fer fram leikurinn í úrvalsdeild karla í körfubolta þar sem heimaliðinu virðist hreinlega vera fyrirmunað að vinna.

Nýr framkvæmdastjóri KR bjartsýnn á framtíð félagsins
Fyrrum knattspyrnumaðurinn Bjarni Guðjónsson tók nýverið við starfi framkvæmdastjóra KR.

Vilja kjarnaþjónustu í húsnæði við ný íþróttamannvirki KR
Bygginganefnd Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, hefur kynnt tillögur að viðamikilli uppbyggingu athafnasvæðis KR og er gert ráð fyrir að fyrsta skóflustungan að nýju knatthúsi og nýjum KR velli á næsta ári. Formaður knattspyrnudeildar KR segir meira felast í uppbyggingunni en nýr fótboltavöllur og áhorfendastúkur.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 90-80 | Grindvíkingar snéru leiknum við í þriðja leikhluta
Grindvíkingar unnu í kvöld góðan tíu stiga sigur þegar KR-ingar mættu í heimsókn. Lokatölur 90-80, en ótrúlegur viðsnúningur í þriðja leikhluta skóp sigur heimamanna.

Grindvíkingar hafa ekki unnið heimasigur á KR í næstum því fjögur ár
Grindvíkingar hafa fagnað mun oftar sigri í DHL-höll þeirra KR-inga á síðustu árum en þegar KR-ingar hafa heimsótt þá til Grindavíkur. Grindavíkurliðið getur bætt úr því í kvöld.

Fór upp að Pálma og spurði hvort hann ætlaði að skjóta í sama horn og alltaf fyrir vítið mikilvæga
Ingvar Jónsson varði vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmasonar í 2-1 sigri Víkinga á KR í Frostaskjólinu í leik sem fór langleiðina með að tryggja Víking sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 30 ár.

Rúnar blæs á tal um miðlungsframherja: Bæta sig við að fara í betra lið
„Við erum að stækka hópinn og á sama tíma erum við að yngja upp og horfa til framtíðar,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta. Félagið hefur fengið þrjá nýja leikmenn eftir síðasta tímabil.

KR fékk tvo sóknarmenn
KR-ingar kynntu á blaðamannafundi í dag til leiks tvo nýja framherja sem verða með liðinu á næstu fótboltaleiktíð.

Stórsigrar hjá KR og ÍR | Þór Akureyri, Vestri einnig áfram
Fimm leikir fóru fram í VÍS-bikar karla í körfubolta í kvöld. KR og ÍR komust áfram eftir stórsigra. Þór Akureyri og Vestri eru einnig komin áfram.

Teitur Örlygs segir að KR liðið vanti einn ljóshærðan bakvörð í viðbót
Spekingarnir í Körfuboltakvöldi fóru yfir erfiðleika KR-liðsins í seinni hálfleik á móti Stólunum þar sem Vesturbæjarliðið missti frá sér góða stöðu.

KR-ingar vonast eftir tugmilljóna rúsínu: „Á mjög erfitt með að halda með öðrum“
„Við getum sjálfum okkur um kennt um stöðuna en það gæti verið rúsína [í pylsuendanum],“ segir Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR. Mikið er í húfi fyrir KR-inga á morgun þegar Víkingur og ÍA mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta.

Helgi Már: Finnst allt í lagi að menn pústi svo framarlega sem þeir séu kurteisir
Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, sagði að það hafi verið sárt að kyngja tapinu fyrir Tindastóli í framlengdum leik í kvöld. Stólarnir sóttu sigur í Vesturbæinn, 82-83.