Keflavík ÍF

Spilum bara körfubolta og útkljáum þetta á vellinum
Lárus Jónsson var rólegheitin uppmáluð eftir sigur Þórs frá Þorlákshöfn gegn Keflavík í kvöld. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 1-0 yfir í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - HK 2-0 | Joey Gibbs tryggði heimamönnum sigur í fallslagnum
Keflavík vann frábæran 2-0 sigur á HK er liðin mættust í botnslag í Pepsi Max deild karla í dag. Joey Gibbs skoraði bæði mörk heimamanna sem lyfta sér upp úr botnsætinu með sigrinum.

Möguleiki Þórs lítill en felst í hröðum leik
Til að Þór Þ. eigi möguleika gegn Keflavík í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þarf liðið að eiga sinn besta leik og vonast til að Keflvíkingar spili undir pari. Þetta segir Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfara Hattar.

Keflvíkingar geta skrifað sögu úrslitakeppninnar í körfubolta í kvöld
Keflavík getur í kvöld orðið fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni karla í körfubolta til að vinna sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppni. Ekkert lið í 37 ára sögu úrslitakeppninnar hefur byrjað úrslitakeppni á svo mörgum sigrum í röð.

Eygló Kristín frá KR til Keflavíkur
Körfuknattleikskonan Eygló Kristín Óskarsdóttir hefur samið við Keflavík um að leika með liðinu næstu tvö tímabil. Hún kemur frá KR sem féll úr Domino´s deild kvenna á nýafstaðinni leiktíð.

Hörður Axel með miklu fleiri stoðsendingar en skot í einvíginu á móti KR
Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflavíkur, stjórnaði leik liðsins í einvíginu á móti KR og var heldur betur óeigingjarn í leikjunum þremur.

Sungu hátt og kröftuglega fyrir Deane Williams í beinni
Deane Williams mætti á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöldi eftir þriðja sigur Keflvíkinga á KR en Keflavíkurliðið var þá fyrsta liðið í átta ár til að slá KR út úr úrslitakeppninni.

Opinberuðu góðan liðsstyrk eftir að hafa sópað KR út
Deildarmeistarar Keflavíkur tilkynntu um góðan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í gærkvöld, um leið og þeir höfðu tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

Teitur Örlygs í aðalhlutverki þegar KR-ingum var síðast sópað í sumarfrí
Keflvíkingar enduðu ekki bara sjö ára sigurgöngu KR-inga í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi heldur sópuðu þeir Íslandsmeisturum líka í sumarfrí. Það var langt síðan slíkt gerðist.

„Bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun“
Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var glaður yfir sigri á KR í kvöld, sigri sem fleytti Keflavík í úrslita rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 88-70 | Einokun KR á enda
Keflvíkingar sendu KR-inga í sumarfrí með sigri í þriðja leik liðanna í Reykjanesbæ í kvöld. Þar með lýkur sjö ára yfirburðum KR.

Tveir leikir í Pepsi Max deildinni færðir á fimmtudag fyrir Verslunarmannahelgi
Leikirnir tveir sem þurfti að fresta vegna leikja A-landsliðsins í Færeyjum og Póllandi eru komnir með nýjan leiktíma.

Fimm hundruð dagar síðan Keflavík tapaði síðast á heimavelli
KR-ingar berjast í kvöld fyrir lífi sínu á gólfinu þar sem aðeins eitt lið hefur fagnað sigri undanfarna sextán mánuði.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Keflavík 1-3 | Nýliðar Keflavíkur skelltu Íslandsmeisturunum
Nýliðar Keflavíkur skelltu Íslandsmeisturum Blika 1-3 á Kópavogsvelli. Þetta var fyrsti sigur Keflavíkur á tímabilinu. Aerial Chavarin gerði tvö mörk fyrir Keflavíkur og reyndist hetja leiksins.

Við fórum illa með landsliðskonur Blika í dag
Keflavík landaði sínum fyrsta sigri á Íslandsmótinu í ár gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks. Keflavík spilaði frábæran leik sem endaði með 1-3 útisigri.Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur var í skýjunum með sigurinn.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 82-91 | Keflvíkingar límdu bök KR-inga upp við vegg
Keflavík er komið í 2-0 í undanúrslitaviðureigninni gegn KR. Það er ljóst eftir níu stiga sigur liðsins á Meistaravöllum í kvöld. Íslandsmeistararnir eru komnir með bakið upp við vegg á meðan Keflavík þarf einungis einn sigur í viðbót til að klára einvígið.

Spilum ekki sem fimm einstaklingar heldur erum við fimm manna lið á vellinum
Dominykas Milka var eðlilega mjög sáttur að loknum frábærum sigri Keflavíkur á KR í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Níu stiga sigur Keflavíkur, 91-82, kom liðinu 2-0 yfir í einvíginu og segja má að það sé komið með annan fótinn í úrslitaeinvígið.

Áratugur síðan Keflavík vann síðast leik í úrslitakeppni í Vesturbænum
Keflvíkingar heimsækja KR-inga i DHL-höllina í kvöld og geta þar komist í 2-0 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild.

„Þá fer allt í svona „slow motion“ og menn frjósa í kringum hann“
Valur Orri Valsson sýndi mikilvægi sitt í sigri Keflvíkinga á KR í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Domino's deild karla í körfubolta. Valur Orri fékk líka hrós í Domino's Körfuboltakvöldi eftir leikinn í gærkvöldi.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 89-81 | Keflavík tók forystuna eftir rosalegan leik
Gott gengi Keflavíkur heldur áfram er liðið tók forystuna gegn KR í rimmu liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir mjög jafnan leik tókst Keflavík að skora síðustu körfur leiksins og vinna átta stiga sigur, lokatölur 89-81.

„Þetta er það sem KR sem klúbbur lifir fyrir“
Keflavík vann KR fyrr í kvöld með 8 stigum, 89-81. Þessi 8 stiga munur sem varð í restina var jafnframt mesti munur sem var á milli liðanna í kvöld í rosalega jöfnum og spennandi leik. Stúkan var eins troðinn og hún gat orðið og erfiðlega gekk fyrir viðstadda að heyra sínar eigin hugsanir fyrir látum í báðum hópum aðdáenda. Matthíasi Orra, leikmanni KR, leiðist alls ekki að spila í svona hávaða.

Deane Williams var sex mánaða þegar Keflavík sendi KR síðast í sumarfrí
Deildarmeistarar Keflavíkur mæta aftur til leiks í úrslitakeppnina í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld eftir tíu daga frí þegar KR-inga koma í heimsókn í Blue höllina á Sunnubrautinni.

Fylkir afgreiddi Keflavík í Árbænum
Fylkir verður í pottinum er dregið verður í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Fylkir vann 4-1 sigur á Keflavík í kvöld.

Sjáðu markasúpuna á Hlíðarenda og dramatíkina á Króknum og í Keflavík
Sextán mörk voru skoruð í leikjunum fjórum í Pepsi Max-deild kvenna í gær. Tíu af mörkunum sextán komu í stórleik Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda. Þar unnu Íslandsmeistarar Blika ótrúlegan sigur.

Mikið svekkelsi í Keflavík
Pepsi Max mörkin ræddu byrjun Keflavíkurkvenna á Íslandsmótinu en hlutirnir hafa ekki alveg fallið með liðinu í upphafi sumars. Tvö mörk voru dæmd af Keflavíkurliðinu í gær og Pepsi Max mörkin skoðuðu þá dóma.

ÍBV stal þremur stigum undir lokin í Keflavík
Eyjakonur lögðu Keflvíkinga 2-1 á útivelli í leik liðanna í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Sigurmarkið kom þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.

Sjáðu hornin hjá Val, sigurmark í boði varamanna KA og markaveislu á Skaganum
Valur, KA og Breiðablik sóttu öll þrjú stig á útivöll í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gærkvöldi og nú er hægt að sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi.

Þau mega alveg gagnrýna en ég veit alveg hvað ég get og greinilega landsliðsþjálfarinn líka
Rúnar Þór Sigurgeirsson, leikmaður Keflavíkur, var ekki sáttur við 1-2 tap gegn Val í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 1-2 | Meistararnir unnu nýliðana í hörkuleik
Valur sótti stigin þrjú í Keflavík með 1-2 sigri. Rasmus Christiansen og Birkir Már Sævarsson sáu um mörkin fyrir gestina en Joey Gibbs minnkaði muninn fyrir heimamenn.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 87-83 | Keflvíkingar með sópinn á lofti
Keflavík er komið í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Tindastól í þriðja leik liðanna suður með sjó. Keflavík snéri leiknum við undir lok leiksins.