
Þróttur Reykjavík

Uppgjör og viðtöl: Valur - Þróttur 3-0 | Valskonur í bikarúrslit
Valur og Þróttur mættust í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna nú í dag. Svo fór að Valur vann sannfærandi 3-0 sigur og í leiðinni tryggði liðið sig í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Breiðablik bíður þeirra en Blikar tryggðu sig í úrslitin í gær með 2-1 sigri á Þór/KA eftir framlengdan leik.

Uppgjör: Þróttur - Fylkir 1-0 | Þróttur náði í afar mikilvæg stig í fallbaráttuslag gegn Fylki í Laugardalnum
Þróttur lagði Fylki að velli með einu marki gegn ngu þegar liðin áttust við í fallbaráttuslag í tíundu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld.

Skoraði mögulega mark sumarsins en fagnaði ekki neitt: Öll mörkin í gær
Það vantaði ekki mörkin í Bestu deild kvenna í gær þegar níunda umferðin kláraðist. Valur, Tindastóll, Þór/KA og þróttur fögnuðu sigri í sínum leikjum.

Uppgjörið og viðtöl: Þróttur-Stjarnan 1-0 | Heimakonur upp úr fallsæti
Þróttur vann sinn annan sigur í Bestu deild kvenna í kvöld er liðið hafði betur gegn Stjörnunni og er því komið upp úr fallsæti.

Sjáðu Öglu skora úr horni, sjálfsmark sem bjargaði stigi og markaveislu Vals
Áttunda umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta lauk í gær með þremur leikjum og í þeim voru skoruð tíu mörk. Nú er hægt að sjá þessi mörk hér inn á Vísi.

„Vilja öll lið verða fyrsta liðið til að taka af okkur stig“
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, stýrði liðinu til 3-0 sigurs gegn sínu gamla félagi, Þrótti, er liðin mættust í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag.

„Vitum að Agla er markagráðug en ég held hún hafi ekki verið að reyna þetta“
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð ánægður með spilamennsku síns liðs þrátt fyrir 3-0 tap gegn Breiðablik í Bestu-deild kvenna í dag.

„Ég virðist ekkert vera að reyna að skora þessa dagana“
Agla María Albertsdóttir skoraði annað mark Breiðabliks er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Þrótti í áttundu umferð Bestu-deildar kvenna í dag.

Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-0 | Toppliðið keyrði yfir botnliðið í seinni hálfleik
Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar í dag.

Áfall fyrir botnlið Þróttar
Sierra Marie Lelli, leikmaður botnliðs Þróttar Reykjavíkur í Bestu deildar kvenna í fótbolta, mun ekki spila meira með liðinu á þessari leiktíð vegna meiðsla sem hún varð fyrir í æfingaleik gegn U-23 ára landsliði Íslands.

Sjáðu þrennur Ísabellu og Kristrúnar og öll mörkin
Sautján mörk voru skoruð í 7. umferð Bestu deildar kvenna sem fór fram í gær. Tveir leikmenn gerðu þrennu.

Þrenna Kristrúnar tryggði Þrótti fyrsta sigur tímabilsins
Kristrún Rut Antonsdóttir var allt í öllu í liði Þróttar er liðið vann sinn fyrsta deildarsigur á tímabilinu. Hún skoraði þrennu er liðið lagði Tindastól 4-2.

Fyrstu sigrar Aftureldingar og Þróttar
Afturelding og Þróttur unnu í kvöld sína fyrstu leiki í Lengjudeild karla á tímabilinu.

Þróttarar langöflugastir í sölu á varningi og veitingum
Ekkert fótboltafélag á Íslandi stendur Þrótti framar þegar kemur að því að selja varning og veitingar.

„Þurfum að virða það að þú þarft að hafa fyrir hlutunum“
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var ekki sáttur með framlag sinna leikmanna í leiknum gegn Keflavík í dag. Þróttarar töpuðu, 1-0, og sitja á botni Bestu deildar kvenna með aðeins eitt stig.

„Ekkert smá sætt“
Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur, var að vonum sátt eftir fyrsta sigur liðsins í Bestu deildinni í sumar. Í dag lögðu Keflvíkinga Þróttara að velli, 1-0.

Uppgjörið og viðtöl: Keflavík - Þróttur R. 1-0 | Fyrsti sigur Keflvíkinga
Keflavík lyfti sér upp úr neðsta sæti Bestu deildar kvenna með 1-0 sigri á Þrótti suður með sjó í dag. Þetta var fyrsti sigur Keflvíkinga á tímabilinu.

„Margir hlutir sem spila inn í en fyrst og fremst þessi hefð og menning“
Helena Ólafsdóttir fékk til sín keppnisgesti til að hita upp fyrir 6. umferð Bestu deildar kvenna. Rakel Logadóttir, fyrrum leikmaður Vals og Ásthildur Helgadóttir, fyrrum leikmaður Breiðabliks, settust í settið ásamt sérfræðingnum Mist Rúnarsdóttur.

Fjölnismenn á toppinn í Lengjunni
Fjölnir komst í kvöld á toppinn í Lengjudeild karla í fótbolta eftir 3-1 heimasigur á Þrótti en spilað var í Egilshöllinni. Þetta var fyrsti leikur fjórðu umferðar.

Ekki nægur meirihluti fyrir breytingu á merki Þróttar
Ekki náðist nægur meirihluti fyrir því að gera breytingar á merki Knattspyrnufélagsins Þróttar á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Meirihluti greiddi atkvæði með tillögunni en ekki náðist aukinn meirihluti líkt og hefði þurft til. Merkið félagsins mun því haldast óbreytt.

Þróttur lætur þríhyrninginn ekki af hendi
Aðalstjórn Þróttar segir tillögu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um byggingu unglingaskóla í Laugardal hafa komið félaginu í opna skjöldu. Ein af þremur mögulegum staðsetningum slíks skóla er á íþróttasvæði Þróttar sem þeir rauðu og hvítu segja ekki koma til greina.

Leiknir vann Breiðholtsslaginn og Njarðvík með fullt hús stiga
Leiknir vann Breiðholtsslaginn gegn ÍR og Njarðvík hélt sigurgöngu sinni í Lengjudeild karla áfram í dag.

„Þetta var ótrúlega erfitt“
John Andrews, þjálfari Víkings, var glaðbeittur á svip eftir 1-0 baráttusigur á liði Þróttar á Avis-vellinum í Laugardal í kvöld. Þetta er annar sigur Víkinga á tímabilinu en fimm umferðir eru búnar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 0-1 | Þróttarar enn án sigurs
Þróttur tók á móti Víkingi í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna á Avis-vellinum í Laugardal í kvöld. Nýliðarnir úr Fossvogi tóku stigin þrjú í kvöld með 1-0 sigri og leita Þróttarar enn að fyrsta sigrinum í deildinni.

Oliver með þrennu gegn gömlu félögunum
Oliver Heiðarsson skoraði þrennu þegar ÍBV sigraði Þrótt, 4-2, í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Þá vann Fjölnir Leikni, 1-0.

Uppgjörið og viðtöl: FH - Þróttur 1-0 | Sigurmark á 96. mínútu
Mikil dramatík var þegar FH fékk Þrótt í heimsókn í Bestu deild kvenna í kvöld. Breukelen Woodard tryggði FH-ingum sigurinn með marki þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Uppgjörið og viðtöl: Þór/KA - Þróttur 2-1 | Sandra María algjörlega óstöðvandi
Þór/KA vann 2-1 gegn Þrótti í 3. umferð Bestu deildar kvenna. Sandra María Jessen skoraði bæði mörk heimakvenna, hún hefur nú skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins.

„Við þurfum að þekkja okkar vitjunartíma og taka færin“
Þróttur tapaði 1-2 gegn Íslandsmeisturum Vals í 2. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð brattur eftir leik.

Uppgjörið og viðtöl: Þróttur R. - Valur 1-2 | Amanda heldur áfram að skora
Valskonur unnu 1-2 útisigur gegn Þrótti á Avis-vellinum. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og það var Amanda Jacobsen Andradóttir sem gerði sigurmarkið en þetta var hennar þriðja mark á tímabilinu.

„Við erum ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót“
Valur vann 1-2 útisigur gegn Þrótti í 2. umferð Bestu deild kvenna. Pétur Pétursson var ánægður með sigurinn og fór yfir nýjustu félagaskiptin þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Vals.