Þróttur Reykjavík

Besta-spáin 2024: Brakar í heila prófessorsins
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Þrótti 5. sæti Bestu deildar kvenna í sumar.

Þróttarar kjósa um nýtt merki
Á auka aðalfundi Þróttar í Reykjavík á mánudaginn verður kosið um breytingu á merki og búningi félagsins.

Dómarinn hné niður í fyrsta sigri Þróttar
Óvenjulegt atvik varð undir lok Reykjavíkurslags Víkings og Þróttar í kvöld, í Lengjubikar kvenna í fótbolta, þegar gera þurfti hlé á leiknum eftir að dómari hné niður. Hann kláraði þó leikinn.

Sam Hewson yfirgefur Þrótt
Enski miðjumaðurinn Sam Hewson mun ekki leika með Þrótti Reykjavík á komandi leiktíð í Lengjudeild karla í knattspyrnu.

Þróttur og Stjarnan skiptu stigunum á milli sín
Þróttur og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í annarri umferð riðlakeppni Lengjubikars kvenna í kvöld.

Lennon hættur eftir hundrað mörk: „Ekki eitthvað sem ég planaði“
Skoski knattspyrnumaðurinn Steven Lennon, markahæsti erlendi leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, er hættur að spila fótbolta og hefur snúið sér að þjálfun.

Þróttur sækir tvær á Selfoss
Kristrún Rut Antonsdóttir og Íris Una Þórðardóttir munu leika með Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Þær koma báðar frá Selfossi sem féll úr deildinni á síðasta ári.

Heitustu gellur og gaurar Laugardalsins á ógleymanlegu þorrablóti
Mikil gleði og mikið stuð var á þorrablóti Laugardalsins sem fór fram í Þróttaraheimilinu á laugardagskvöld í annað sinn. Færri komust að en vildu en uppselt varð á gleðinu á skömmum tíma. Gestir næsta árs þurfa að hafa hraðar hendur til að missa ekki af stuðinu.

Þróttur sækir leikmann sem hefur áður spilað hér á landi
Þróttur Reykjavík hefur samið við Caroline Murray um að spila með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á næstu leiktíð. Hún þekkir ágætlega til á Íslandi eftir að hafa leikið hér á landi sumarið 2017.

Íris Dögg úr Laugardalnum yfir á Hlíðarenda
Markvörðurinn Íris Dögg Gunnarsdóttir hefur samið við Íslandsmeistara Vals út komandi leiktíð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Hún kemur frá Þrótti Reykjavík þar sem hún hefur leikið frá 2021.

Kaldar kveðjur til Þróttar og KR
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir ekki nægilega skýrt hvernig eða hvort brugðist sé við þeim bráðavanda sem myndast hafi í aðstöðumálum íþróttafélaga og grunnskóla í Laugardal með nýrri þjóðarhöll.

Ólöf Sigríður skrifar undir samning við Breiðablik
Landsliðsframherjinn Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hefur skrifað undir samning við Breiðablik fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna.

Þrenna hjá Pedersen og Fylkir valtaði yfir Fjölni
Valur og Fylkir unnu stóra sigra í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í dag. Patrick Pedersen var á skotskónum hjá Val gegn Þrótti.

Næsta mál sé að ráðast í útboð, úthluta lóðinni og sjá bygginguna rísa
Undirritun samkomulags um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal er risastórt hagsmunamál að sögn borgarstjóra Reykjavíkur, enda verði höllin lykilinnviður fyrir íþróttir. Næsta mál sé að ráðast í úrboð og úthluta lóðinni.

Meistararnir fá mikinn liðsstyrk úr Laugardal
Bandaríski miðjumaðurinn Katie Cousins er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals eftir að hafa verið lykilleikmaður í liði Þróttar á síðustu leiktíð.

Spilar bara fyrir Elísabetu seinna í öðru liði
Íslenska unglingalandsliðskonan Katla Tryggvadóttir tekur stórt skref í vetur en hún hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska fótboltaliðið Kristianstad.

Isaac kominn aftur heim: „Get ekki lýst því hvað ég er þakklátur“
Isaac Kwateng, vallarstjóri Þróttar sem vísað var úr landi 16. október síðastliðinn, er mættur aftur heim til Íslands. Hann fékk dvalar- og atvinnuleyfi í upphafi mánaðar og kveðst eiga erfitt með að lýsa þakklæti sínu gagnvart vina sinna sem börðust fyrir rétti hans til að dvelja hér á landi.

Katla skrifar undir þriggja ára samning við Kristianstad
Katla Tryggvadóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.

Ólöf valin nýliði ársins í Ivy League
Íslenska knattspyrnukonan Ólöf Sigríður Kristinsdóttir var heiðruð með flottum verðlaunum eftir fyrsta tímabil sitt með Harvard-háskólanum.

Isaac á leið aftur til Íslands
Isaac Kwateng, vallarstjóri Þróttar, hefur fengið dvalar-og atvinnuleyfi. Hann er því væntanlegur til Íslands frá Gana.

Fór ránshendi um íþróttahús og flúði á stolnum bíl
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir þjófnaðar- og umferðarlagabrot framin sama daginn í október í fyrra.

Segir að KR muni rísa á ný
Sigurvin Ólafsson, nýráðinn þjálfari Þróttar Reykjavíkur í Lengjudeildar karla í knattspyrnu, segir að KR muni rísa á ný.

Sigurvin tekur við Þrótti
Sigurvin Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Þróttar í knattspyrnu. Hann skrifar undr þriggja ára samning við félagið.

Ólafur Kristjánsson tekur við kvennaliði Þróttar
Ólafur Helgi Kristjánsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning um að þjálfa kvennalið Þróttar. Liðið hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili.

Freyja Karín framlengir í Laugardalnum
Freyja Karín Þorvarðardóttir hefur framlengt samning sinn við Þrótt Reykjavík og mun því spila með liðinu í Bestu deild kvenna næstu tvö árin.

„Hreint út sagt algjör martröð“
Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra.

Hinrik til ÍA
ÍA, sigurvegari Lengjudeildar karla í sumar, hefur samið við framherjann unga, Hinrik Harðarson.

Nik tekur við Blikum
Nik Chamberlain hefur látið af störfum sem þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Hann er í þann mund að taka við sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks.

Gleymir deginum aldrei og þakkar fyrir ótrúlegan stuðning
Tilfinningarnar voru blendnar í Laugardal í dag, eftir sérstakan fótboltaleik sem var haldinn til stuðnings vallarverði Þróttar. Fjöldi fólks mætti til að sýna honum stuðning, en til stendur að senda hann úr landi í fyrramálið.

Stórar hugmyndir – lítil samskipti: „Veldur okkur áhyggjum“
Formaður KSÍ vill sjá nýjan þjóðarvöll rísa við Suðurlandsbraut og mynda þar allsherjar íþróttamiðstöð ásamt nýrri þjóðarhöll. Sá völlur yrði á svæði sem er í eigu Þróttar og formaður félagsins er heldur óspenntari fyrir hugmyndinni. Hann kallar eftir meira samráði sérsambanda ÍSÍ við félögin í Laugardal.