
Hagsmunir stúdenta

Háskólanám fyrir útvalda
Stúdentar við Háskóla Íslands hafa margir hverjir þurft að berjast í bökkum eins og aðrir þjóðfélagshópar vegna heimsfaraldursins sem hefur geisað, faraldurinn hefur gefið og tekið á mis.

Fátækar fjölskyldur í menntakerfinu
Æskan á að vera tími áhyggjuleysis og gleði, þar erum við vonandi öll sammála. „Hve glöð er vor æska“ eins og Þorsteinn Erlingsson orti um aldamótin 1900. Hvers vegna er það þá svo að ekki er hugað að ungu fólki svo þau upplifi áhyggjuleysi og gleði í dag - þá sér í lagi ungum fjölskyldum?

Vítahringur vonbrigða
Heildarendurskoðun á námslánakerfinu gaf stjórnvöldum gullið tækifæri til að byggja upp nýtt kerfi með hag stúdenta að leiðarljósi. Afgreiðsla Menntasjóðsfrumvarpsins, sérstaklega á lokametrum þess, var aftur á móti fljótfær og þó svo að nýja kerfið hafi breytt ýmsu til hins betra eru þá er það að stórum grundvallarhluta enn ófullnægjandi fjárhagslegt stuðningskerfi fyrir stúdenta.

Fullt nám, hálft lán
Þrátt fyrir að 30 ár séu á milli þess að við tvö tókum námslán þá hefur lítið breyst. Það er enn ætlast til þess að stúdentar lepji dauðann úr skel og búi frítt í foreldrahúsum.

Tekur við sem formaður SÍNE
Freyja Ingadóttir hefur verið nýr formaður SÍNE, Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Hún var kjörin á Sumarráðstefnu SÍNE sem fram fór síðastliðinn laugardag, en hún tekur við formennsku af Hauki Loga Karlssyni sem gengt hefur hlutverkinu síðastliðið ár.

Til skoðunar að auka framboð náms fyrir fatlaða í HÍ
Rektor Háskóla Íslands segir til skoðunar að auka námsframboð í skólanum fyrir fólk með fötlun. Einhverf kona segir ósanngjarnt að henni standi bara starfstengt diplómanám til boða.

Breyting á reglum Vinnumálastofnun fyrir menntaskólafólk
Fyrir um ári síðan var ég einn af þeim sem voru atvinnulausir. Fyrir ári síðan var staðan hjá mér svo slæm að ég þurfti að lifa á orlofinu sem ég fékk í maí sen dugði mér ekki einu sinni út júní.

Menntasjóður námsmanna áfrýjar dómi héraðsdóms í ábyrgðarmannamáli
Menntasjóður námsmanna hyggst áfrýja nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem sjóðurinn tapaði máli gegn ábyrgðarmanni námsláns.

Ábyrgðarmaður hafði betur gegn Menntasjóði námsmanna
Ábyrgðarmaður námsláns hjá Menntasjóði námsmanna, áður Lánasjóði íslenskra námsmanna, ber ekki ábyrgð á öllu láninu heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en dómur þess efnis var kveðinn upp í dag.

Segir aðkomu HÍ að rekstri spilakassa á ábyrgð stjórnvalda og skólans
Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa. Forseti Stúdentaráðs segir vandann aðallega felast í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa.

Sumarstörfum fyrir 2.500 námsmenn úthlutað
Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar.

„Ef kallinu er ekki svarað þegar neyðin er mest, hvenær þá?“
Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir miður að viðbótarstuðningsaðgerðir stjórnvalda við stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins nái ekki til allra stúdenta. Ganga hefði þurft enn lengra en stjórnvöld hafi boðað. Hækkun grunnframfærslu námslána sé aðal áhyggjuefnið sem barist hafi verið fyrir í mörg ár, en því hafi ekki verið brugðist við með fullnægjandi hætti.

Menntakerfi framtíðarinnar
Ungt fólk á að hafa öll tækifæri til þess að koma að borðinu þegar endurskoða á fyrirkomulag menntakerfisins til framtíðar. Í skólakerfinu geta leynst tækifæri sem við missum af ef við nýtum ekki hugmyndauðgi unga fólksins.

Atvinnuleysi og atvinnuleysi
Nýlega létu mennta- og menningarmálaráðuneytið og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) framkvæma könnun þar sem m.a. átti að kortleggja atvinnuleysi meðal stúdenta síðastliðið sumar. Þetta var gott framtak, enda skynsamlegt fyrir stjórnvöld að skoða reynsluna af aðgerðunum í fyrra áður en þau taka ákvarðanir varðandi aðgerðir fyrir komandi sumar.

Námsmenn fá launahækkun í sumar
2,4 milljörðum verður veitt til Vinnumálastofnunar í sumar til að skapa störf fyrir námsmenn á milli anna. Störfin eiga að verða 2.500 talsins hjá opinberum stofnunum, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum.

Stórsigur Röskvu tryggði sextán fulltrúa af sautján
Röskva – samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands vann stórsigur í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands nú í kvöld. Röskva náði inn 16 fulltrúum í ráðið af alls 17. Hin stúdentahreyfingin í framboði, Vaka – hagsmunafélag stúdenta, fékk því einn.

Skipulag fyrir framtíðina
Skipulagið í kringum Háskóla Íslands er að miklu leyti litað af þeirri skipulagsstefnu sem réði ríkjum á höfuðborgarsvæðinu á miðri seinustu öld. Var þá litið á háskólann sem vinnustað eins og hvern annan miðsvæðis sem nemendur og starfsmenn keyra í úr úthverfunum á morgnanna og svo heim klukkan fjögur.

Nám í menntavísindum ætti ekki að vera annars flokks
Síðastliðin ár hefur verið aukin eftirspurn í nám á menntavísindasviði Háskóla Íslands sem að samfélagið allt ætti að taka fagnandi. Því það er mikil þörf á fagfólki á vettvangi náms í víðum skilningi og á öllum menntastigum samfélagsins.

Brjótum vítahringinn
Undanfarið ár hefur kórónuveirufaraldurinn haft veruleg áhrif á daglegt líf námsmanna.

Velferð stúdenta er á ábyrgð háskólans
Eftir viðburðaríkt ár er mikilvægt að staldra við, anda og setja sér markmið fyrir það sem koma skal. Að þessu sinni miðast ár nemenda líklega ekki við áramót heldur fyrsta samkomubann COVID-19, þann 13. mars 2020.

Foreldrar í námi eiga betra skilið
Á mínum háskólaferli hef ég heyrt mikið talað um réttindi og hagsmuni foreldra í námi, en hef því miður ekki séð öfluga rödd tala fyrir raunverulegum vandamálum foreldra sem stunda nám og er ég tilbúin að beita sér að fullum krafti fyrir hagsmunum þessa hóps.

Jafnrétti nemenda til náms
Eftir margra ára baráttu hefur Röskvuliðum í Stúdentaráði Háskóla Íslands tekist að tryggja að sjúkra- og endurtökupróf fyrir jólapróf séu haldin í janúar.

Það er margt sem má bæta
Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hef ég aldrei pælt mikið í stúdentapólítík fyrr en núna. Einn dag þegar ég var að skrolla niður Facebook sá ég að Vaka var að óska eftir fólki í undirnefndir sínar.

Námslánin eru ekki að sinna sínu hlutverki
Námslán eru eitthvað sem að flestir stúdentar þurfa einhvern tímann að pæla í. Það er yfirgnæfandi fjöldi fólks sem þarf á námslánum að halda til þess að geta stundað háskólanám og annað nám.

Missum ekki dampinn
Síðastliðið ár hefur verið lærdómsríkt fyrir alþjóð, nýjar kringumstæður hafa skapast sem okkur ber að aðlagast. Þar má nefna nýtt starfs- og námsumhverfi sem nú er að mestu leyti komið í rafrænt form með fjarbúnaði.

Reynslunni ríkari
Á menntavísindasviði Háskóla Íslands er löng hefð fyrir fjarnámi. Flest námskeið standa stúdentum til boða í fjarnámi og mörg nýta sér þann valkost. Þótt menntavísindasvið hafi lengi staðið framarlega innan Háskóla Íslands í fjarnámi er mörgu ábótavant.

Rafrænt aðgengi er jafnrétti
Innan veggja Háskóla Íslands koma nemendur víða að. Röskva er stúdentahreyfing sem berst fyrir hagsmunum allra stúdenta við Háskóla Íslands og rauði þráður Röskvu er jafnrétti allra til náms.

Vaka kynnir framboðslista sína
Vaka, hagsmunafélag stúdenta kynnti í kvöld framboðslista sína til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Kosningar til stúdentaráðs fara fram 24. og 25. mars næstkomandi.

Röskva kynnir framboðslistana
Framboðslistar Röskvu – samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands vegna kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands voru kynntir í kvöld. Kosningarnar fara fram 24. og 25. mars næstkomandi.

Nýr Menntasjóður landsbyggðinni í vil
Frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um Menntasjóð námsmanna var samþykkt á Alþingi sl. vor. Hér er um að ræða heildarendurskoðun námslánakerfisins og miðar að því að jafna stuðning ríkisins til námsmanna.