Kvikmyndagerð á Íslandi

„Ég er ekki frá því að stelpan sé að fara að grípa styttu í kvöld“
Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn, í 95. sinn, í kvöld. Íslenska listakonan Sara Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks og er hún talin sérstaklega sigurstrangleg.

Verbúðin tilnefnd sem besta handrit eftir allt saman
Handritið að sjónvarpsþáttunum Verbúðin verður tilnefnt til Edduverðlauna eftir allt saman. Þetta er niðurstaða kjörnefndar Edduverðlaunanna.

Endurskoða þurfi tilnefningarnefnd Edduverðlaunanna
Kvikmyndafræðingur sem segir að tilnefninganefnd Edduverðlaunanna hafi gengið fram hjá myndinni Skjálfta kallar eftir því að nefndin og mönnun hennar verði endurskoðuð. Hún vill að kvikmyndafræðingar fái aukið vægi auk erlendra aðila.

Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna
Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni.

Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna
Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi.

Elfar og Anna tóku við verðlaunum í Santa Barbara
Sumarljós og svo kemur nóttin var verðlaunuð um helgina sem besta norræna kvikmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara.

Gísli Snær nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar
Gísli Snær Erlingsson var nú rétt í þessu skipaður nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þetta herma heimildir fréttastofu. Skipan hans er til fimm ára.

Benedikt segir Laufeyju skreyta sig stolnum fjöðrum
Skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar er úti. Benedikt Erlingsson leikari og kvikmyndaleikstjóri skrifaði henni harðort bréf í kveðjuskyni sem hann birti á Facebook-síðu sinni.

Stjörnufans á frumsýningu Á ferð með mömmu
Það var mikið um dýrðir í Háskólabíói þegar íslenska kvikmyndin Á ferð með mömmu var frumsýnd.

Fyrsta sýnishorn úr íslensku kvikmyndinni Óráð
Vísir frumsýnir hér fyrstu stiklu úr íslensku kvikmyndinni Óráð. Um er að ræða fyrstu íslensku hrollvekjuna sem kemur út í langan tíma en hún er væntanleg í kvikmyndahús þann 31. mars.

Íslenskir framleiðendur fagna hugmyndum um nýtt kvikmyndaver
Innlendir kvikmyndaframleiðendur segja ekki vanþörf á þeirri aðstöðu sem fyrirhugað er að koma upp í Hafnarfirði, þar sem á að rísa stórt kvikmyndaver og tengd aðstaða. Ekkert formlegt samstarf hefur þó átt sér stað við aðstandendur verkefnsins, segja viðmælendur fréttastofu.

Sendi Arnaldi handritið reglulega
„Ég man ekki hvort ég fékk bókina gefins eða lánaða um jólin eftir að hún kom út 1999, en ég las hana allavega um það leyti,“ segir Óskar Þór Axelsson, leikstjóri myndarinnar Napóleonsskjölin sem frumsýnd var 3. febrúar síðastliðinn.

Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans
Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag.

Sjötugur Egill klökknaði í óvæntri afmælisveislu í Japan: „Lífið hefur verið mér gjöfult!“
„Afmælisdaginn bar upp á frídegi og ég ætlaði bara að hafa það náðugt,“ segir tónlistarmaðurinn, leikarinn og listamaðurinn Egill Ólafsson sem fyllir sjö tugi í dag þ. 9. febrúar. Þessum merku tímamótum fagnar hann í Japan þar sem hann er nú staddur í tökum fyrir kvikmynd Baltasars Kormáks, Snertingu, en Egill fer þar með aðalhlutverkið.

Áform um stærsta kvikmyndaver landsins í Hafnarfirði
Hafnarfjarðarbær hefur veitt REC Studio ehf, vilyrði fyrir um níutíu þúsund fermetra svæði við Hellnahraun undir byggingu umfangsmikils kvikmyndavers sem yrði það stærsta á Íslandi.

„Þetta er bíómynd með stóru B-i“
„Áhorfendur mega fyrst og fremst búast við frábærri skemmtun. Þetta er bíómynd með stóru B-i sem tikkar í öll boxin. Það eina sem þarf að gera er að halla sér aftur í sætinu með popp og kók og glápa,“ segir Atli Óskar Fjalarsson en hann leikur í kvikmyndinni Napóleonsskjölin.

Á bak við tjöldin í Japan á tökustað Snertingar
Í Japan standa nú yfir tökur á Snertingu, nýjustu kvikmynd Baltasar Kormáks. Eins og fjallað hefur verið um fer leikarinn Egill Ólafsson með aðaðhlutverkið.

Fjórða fálkaorðan í fjölskylduna og framhald á Verbúð
„Já, ég get alveg sagt að við erum á fullu að undirbúa, hugsa og pæla fyrir einhverskonar ákveðnu framhaldi,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir sposk á svip aðspurð út í framhald á sjónvarpsseríunni Verbúð.

Í skýjunum eftir óvænta Hollywood-heimsókn
Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster og eiginkona hennar voru í skýjunum með heimsókn á Smámunasafnið í Eyjafjarðarsveit. Óvissa er um framtíð safnsins en safnstýran, sem er einnig í skýjunum með heimsóknina, vonast til þess að hin óvænta heimsókn frá Hollywood muni verða safninu til heilla.

„Ég vildi bara prófa eitthvað öðruvísi”
Hin breska Caitlin Krause hefur vakið töluverða athygli hér á landi fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttunum Ice Cold Catch sem sýndir eru á Stöð 2. Caitlin, sem er 27 ára gömul, yfirgaf starf sitt sem skipsþerna á ofursnekkju í Miðjarðarhafinu til að freista gæfunnar á sjónum við strendur Íslands á línubátnum Páli Jónssyni.

Myndaveisla frá hátíðarforsýningu Napóleonsskjalanna
Í gær fór fram sérstök hátíðarforsýning á kvikmyndinni Napóleonsskjölin. Forsetahjónin mættu og fögnuðu með aðstandendum kvikmyndarinnar.

Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík
Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni.

Tíu ár af Fáðu já
Í dag eru nákvæmlega 10 ár síðan Fáðu já-stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs var frumsýnd í Bíó Paradís og síðan í öllum skólum á landinu. Myndin hlaut gríðarlega athygli og var um hana fjallað í flestum fjölmiðlum, beinar útsendingar voru frá frumsýningu og sýningum í skólum og mikil umræða skapaðist í samfélaginu.

„Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart“
Sara Gunnarsdóttir teiknimyndaleikstjóri var í dag tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Verðlaunin verða afhent 12. mars næstkomandi.

Dalvík verður að Ennis í nokkra daga
Hluti Dalvíkur verður á næstu dögum að bænum Ennis í nokkra daga. Tökur á þáttunum True Detective fara þar fram um mánaðamótin.

Aukaleikarar fengu óvænt greitt með Bónuskorti
Aukaleikarar sem unnu við tökur á Áramótaskaupinu fengu greitt með inneign í Bónus. Þeir aukaleikarar sem tóku fyrstir þátt töldu sig munu fá greitt fyrir þátttökuna miðað við auglýsingu á Facebook.

Ólafur Darri og félagar stofna framleiðslufyrirtæki
Nýtt íslenskt framleiðslufyrirtæki sem ætlar sér að þróa og fjármagna framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað hefir tryggt sér fjármögnun innlendra sem erlendra fjárfesta.

Gulu skósveinarnir möluðu gull
Árið 2022 var svokallað endurkomuár í kvikmyndahúsum um heim allan og Ísland var þar engin undantekning. Aðsókn í kvikmyndahús hélt áfram að aukast og gamlir kunningjar snéru aftur á hvíta tjaldið og það má með sanni segja að árið 2022 var ár framhaldsmynda.

Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð
Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum.

„Alltaf verið dauðhræddur við níu til fimm pælinguna“
Tómas Geir Howser Harðarson vann hug og hjörtu landsmanna með tilfinningaríkum fagnaðarlátum í Gettu betur árið 2015 og hlaut viðurnefnið Tilfinninga-Tómas.