Hlutabótaleiðin

Atvinnurekendur undirbúa uppsagnir um mánaðamótin
Viðbrögð við öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hafa verið sterk í dag. Atvinnurekendur í ferðaþjónustu og veitingageiranum eru uggandi yfir komandi vikum og mánuðum. Margir hverjir undirbúa nú uppsagnir fyrir næstu mánaðamót.

Ljóst að ekki verði öllum fyrirtækjum bjargað
Sextíu milljarða króna aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar, til viðbótar við þá tvö hundruð og þrjátíu milljarða sem kynntur var fyrir mánuði, var kynntur síðdegis í dag. Fjármálaráðherra segir ljóst að ekki verði hægt að bjarga öllum fyrirtækjum.

Segir stuðningslánin einungis gagnast litlum hluta atvinnulífsins
„Mér sýnist við fyrstu sýn að þessar aðgerðir, stuðningslánin og breytingar á skattalögum, muni fyrst og fremst gagnast þessum litlu og hluta meðalstórra fyrirtækja.“

Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað
Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar.
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða
Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag.

Segir ferðaþjónustufyrirtæki ekki geta staðið undir uppsagnarfresti
Herbert Hauksson, eigandi Mountaineers of Iceland, er á sama máli og aðrir í ferðaþjónustu og segir stöðuna afar erfiða. Hlutabótaleið stjórnvalda hafi nýst þeim sem fyrsta útspil en meira þurfi að koma til.

Blandaðar aðgerðir í þágu atvinnulífs og heimila
Efni næsta aðgerðapakka stjórnvalda verður líklega til umfjöllunar í stjórnarþingflokkum á morgun.

„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“
Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot.

Stoppa þarf klukkuna til að halda ferðaþjónustunni á lífi
Þrálát umræða á sér stað í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum - að Covid-19 skapi tækifæri til að láta skuldsett fyrirtæki í ferðaþjónustunni fara í þrot.

Beina því til fyrirtækja að fylgja túlkun Vinnumálastofnunar
Samtök atvinnulífsins munu framvegis beina þeim tilmælum til aðildarfyrirtækja að haga uppsögnum og samningum um hlutabótaleiðina svokölluðu til samræmis við túlkun Vinnumálastofnunar.

Fer ekki saman að segja fólki upp og nýta hlutabótaúrræði á sama tíma segir forstjóri Vinnumálastofnunar
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir alls ekki fara saman að segja upp starfsfólki og nýta hlutabótaúrræði stjórnvalda á uppsagnartímanum. Fyrirtæki sem hugsanlega hafi miskilið þetta eru hvött til að draga uppsagnir til baka.

Hvetja fyrirtæki sem hafa „misskilið reglurnar“ til að draga uppsagnir til baka
Félags- og barnamálaráðherra segir það vera skýrt markmið laga um hlutaatvinnuleysisbætur að viðhalda ráðningarsambandi launþega og atvinnurekenda.

Aðilar vinnumarkaðarins ræða álitaefni sem snúa að hlutabótaúrræðinu
Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands og Vinnumálastofnunar hafa í dag fundað um álitaefni sem snýr að því hvort gera megi samning um hlutaatvinnuleysisbætur á uppsagnartíma.

Reikningar hlaðast upp á meðan þau mega ekki vinna
Þrátt fyrir að hárgreiðslu- og snyrtistofur verði opnaðar í byrjun maí hafa þeir sem þar starfa áhyggjur af því að erfitt verði að vinna sig upp úr tekjutapinu.

Securitas segir upp starfsfólki en nýtir hlutabótaúrræði á uppsagnartímanum
Vinnumálastofnun og Alþýðusamband Íslands segja þessa leið ekki standast lög um hlutaatvinnuleysisbætur.

Ríflega 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur
Yfir 30 þúsund manns hafa sótt um hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls en flestar umsóknirnar eru úr ferðaþjónustunni. Úr atvinnugreininni hafa yfir 12 þúsund manns sótt um bætur og yfir 6 þúsund úr verslun og vöruflutningum.

Byrjuðu að greiða út styrki í morgun og eru enn að
Næstum 47 þúsund einstaklingar eru skráðir atvinnulausir að hluta eða fullu.
Styttist í að ræða þurfi beina styrki við fyrirtæki að mati Bjarna
Fjármálaráðherra segir að það styttist í að skoða verði beinan fjárstuðning ríkissjóðs við fyrirtæki í landinu ef þau eigi ekki að leggja upp laupana. Hann telji ólíklegt að öll brúarlán bankanna til fyrirtækja með ríkisábyrgð muni innheimtast. Krísan verði lengri en menn voru að vona.

Lægri útborgun hjá þeim tekjulægstu sem fara í skert starfshlutfall
Tekjulægstu hóparnir fá minni útborgað frá Vinnumálastofnun því ónýttur persónuafsláttur er ekki nýttur við útgreiðslu bóta.

„Við ætlum ekki að skilja fólk eftir bara því það átti einhvern afmælisdag“
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir nokkur hundruð eldri borgara lenda í því að geta ekki nýtt sér hlutabótaúrræði ríkisstjórnarinnar.

SA segir fyrirtækin ekki hafa efni á að hækka laun um fjóra milljarða á mánuði
Samtök atvinnulífsins vilja fresta þeim launahækkunum sem tóku gildi í gær um þrjá til sex mánuði. Hver mánuður með þessum hækkunum kosti atvinnulífið fjóra milljarða króna. Hafa einnig lagt til frestun á mótframlagi fyrirtækja í lífeyrissjóði.

Stærri biti en verkalýðshreyfingin var tilbúin að kyngja
Samtök atvinnulífsins segja afstöðu verkalýðshreyfingarinnar mikil vonbrigði og óhjákvæmilegt sé að fleiri fyrirtæki muni neyðast til að grípa til uppsagna.

Hátt í sextíu milljarðar í atvinnuleysisbætur
Tuttugu og fimm þúsund umsóknir um hlutabætur sýna að úrræðið er að virka að sögn félagsmálaráðherra. Hann gerir ráð fyrir að hátt í sextíu milljarðar verði greiddir í atvinnuleysisbætur á árinu og segir erfitt að horfa upp á ástandið. Fyrirtæki eigi ekki að nýta þessar aðstæður til bótasvika

Hlutabætur misnotaðar á sama tíma og atvinnuleysi eykst sem aldrei fyrr
Á einungis tveimur dögum hafa borist tugir tilkynninga um misnotkun á nýju hlutastarfaúrræði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir það miður nú þegar atvinnuleysi eykst hraðar en nokkru sinni fyrr.

Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld
Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld.

Grunur um að fyrirtæki misnoti ríkisaðstoð vegna faraldursins
Eflingu og ASÍ hafa borist ábendingar um að fyrirtæki láti starfsfólk á hlutabótum vegna skerts starfshlutfalls vinna fullt starf. Þannig færi fyrirtækin launakostnað yfir á ríkið án þess að verða af vinnu starfsmanna sinna.

Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag
Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári.

Rúmlega sautján þúsund hafa skráð minnkað starfshlutfall
Um sautján þúsund og fimmhundruð manns hafa skráð minnkað starfshlutfall hjá Vinnumálastofnun vegna áhrifa kórónuveirunnar.

Umsóknir um skert starfshlutfall streyma inn
Opnað var fyrir umsóknir hádeginu og hafa fjögur þúsund manns þegar sótt um.

Opnað fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall á vef Vinnumálastofnunar. Sótt er um í gegnum mínar síður á heimasíðu stofnunarinnar.