Íþróttir barna

Fréttamynd

Barna­hópur kominn í sótt­kví eftir í­þrótta­æfingu

Hópur ellefu og tólf ára barna á höfuðborgarsvæðinu er nú kominn í sóttkví, eftir að barn sem hafði verið með hópnum á íþróttaæfingu greindist með kórónuveiruna í gær. Ekkert bóluefni hefur fengið markaðsleyfi fyrir börn undir tólf ára aldri.

Innlent
Fréttamynd

Byggjum undir öflugt í­þrótta­starf

Á hverju ári stendur KA fyrir íþróttamótum fyrir stúlkur jafnt sem drengi. Um liðna helgi lauk N1 mótinu sem er eitt fjölmennasta íþróttamót sem haldið er hér á landi. Ríflega tvö þúsund drengir, hvaðanæva af landinu, kepptu sín á milli í knattspyrnu hvattir áfram af fjölskyldum og vinum.

Skoðun
Fréttamynd

Símamótið kveður númerin og fer nýjar leiðir við nafngjöf

Mótstjórn Símamótsins og Knattspyrnudeild Breiðabliks hvetja félög til þess að leggja niður númeraröðun liða í yngstu flokkunm. Mælt er með því að skíra liðin eftir íslensku knattspyrnufólki. Knattspyrnukonum í tilfelli Símamótsins sem hefst í Kópavogi á föstudag.

Lífið
Fréttamynd

Þúsundir streyma norður og metið enn einu sinni bætt

N1-mótið í knattspyrnu hefst á Akureyri í dag en um er að ræða einn fjölmennasta íþróttaviðburð ársins. Mótið stendur til laugardags sem fer fram í 35. skiptið. Lengi vel hét það Esso-mótið en í seinni tíð N1-mótið.

Lífið
Fréttamynd

Um sundkennslu

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, hefur með bréfi til menntamálaráðuneytisins hvatt til þess að námskrá í sundkennslu verði endurskoðuð. Er sú afstaða byggð á fjölda samtala við börn og ungmenni sem hafa efasemdir um sundkennslu í þeirri mynd sem nú er.

Skoðun
Fréttamynd

Fótboltasjúkir foreldrar í Vestmannaeyjum

Snemma í júní fyllist Heimaey í fyrsta skipti af nokkrum yfir sumarið þegar ellefu og tólf ára stelpur etja kappi í fótbolta. Foreldrar og forráðamenn fjölmenna, gisting bókast upp í bænum og starfsfólk veitingahúsa þarf að hafa sig allt við að koma mat og drykk í skarann. Krakkarnir skemmta sér en foreldrarnir ekki síður. Nýliðið mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í Eyjum.

Lífið
Fréttamynd

Lókal er leiðin

Á dögunum var greint frá áformum tólf stærstu knattspyrnuliða Evrópu um stofnun svokallaðrar Ofurdeildar. Hugðust liðin sneiða hjá skipulögðum keppnum á vegum Evrópska knattspyrnusambandsins, en keppa þess í stað á eigin vegum - í keppni þar sem þeim yrði tryggð þátttaka á grundvelli sögu og fjárhagsstöðu, ekki árangurs.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja safna milljarði fyrir húsi handa Aþenu

Brynjar Karl Sigurðsson og stelpurnar sem hann þjálfar í körfuboltaliði Aþenu komu að læstum dyrum víðast hvar í Reykjavík áður en þau fengu æfingaaðstöðu á Kjalarnesi. Nú vilja þau kaupa húsnæði fyrir einn milljarð króna.

Körfubolti
Fréttamynd

„Spilling og valdníðsla af hálfu ÍSÍ“

„Ég bara trúi því ekki að stofnun með þetta vald skuli segja svona í fjölmiðlum,“ segir Vésteinn Sveinsson, körfuboltaþjálfari hjá Aþenu, um þær ástæður sem framkvæmdastjóri ÍSÍ gaf fyrir því að ekki væri búið að staðfesta lög félagsins.

Körfubolti