
Katarski boltinn

Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni
Aron Einar Gunnarsson og félagar í katarska liðinu Al Gharafa hafa lokið keppni í Meistaradeild Asíu. Það varð ljóst eftir 4-2 tap gegn Al Ahli.

Stálheppinn að vera á lífi og gæti snúið aftur með Aroni
Markvörðurinn Sergio Rico, sem læknar telja nánast kraftaverk að sé á lífi, hefur ákveðið að snúa aftur í fótboltann og allt útlit er fyrir að hann geri það með nýja liðinu hans Arons Einars Gunnarssonar, Al-Gharafa í Katar.

Aron spilar með Joselu og Rodrigo
Liðið sem Aron Einar Gunnarsson mun spila með í Katar heitir Al-Gharafa og endaði í 3. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

Aron Einar snýr aftur til Katar
Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í fótbolta, er kominn með leikheimild í Katar og mun spila þar að nýju eftir að hafa síðast verið á mála hjá uppeldisfélagi sínu Þór á Akureyri.

Hefur ekki hugmynd um hvað tekur nú við
Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari segir marga hafa spurt sig að því hvað taki nú við hjá henni og Aroni Einari Gunnarssyni fótboltamanni nú þegar samningur hans er runninn út hjá Al Arabi. Sannleikurinn sé sá að hún hafi ekki hugmynd og viðurkennir Kristbjörg að hún eigi erfitt með óvissuna.

Aron Einar beygði af í kveðjumyndbandi frá Al Arabi
Aron Einar Gunnarsson er á förum frá Al Arabi í Katar. Félagið greindi frá þessu í dag.

Skoraði í bikarúrslitaleik en lá seinna meðvitundarlaus í grasinu
Andy Delort átti eftirminnilegan dag um helgina þegar hann varð katarskur bikarmeistari með félagi sínu Umm-Salal.

Með afar óvenjulega klásúlu í samningi við félag Arons
Ítalski knattspyrnumaðurinn Marco Verratti vildi vera viss um að geta áfram varið miklum tíma í París, þegar hann samdi við katarska félagið Al-Arabi í sumar.

James hræddur í Katar þar sem hann mátti ekki fara nakinn í sturtu
Kólumbíski fótboltamaðurinn James Rodríguez átti erfitt með að aðlagast lífinu í Katar þegar hann lék með Al-Rayyan.

Alexander á leið í grill til Arons Einars þegar hann lendir í Katar
Handboltamaðurinn Alexander Petersson leikur næsta mánuðinn með Al Arabi í Katar en Valsmenn hafa lánað leikmanninn út nóvember. Hann er líka í stóra hóp íslenska landsliðsins fyrir EM í Þýskalandi í janúar.

Eigendur PSG nýta fjölskyldutengslin
Þjóðverjinn Julian Draxler var um helgina seldur frá Paris Saint-Germain í Frakklandi til katarska liðsins Al-Ahli. Hann er þriðji leikmaður franska liðsins sem katarskir eigendur PSG selja til heimalandsins í sumar.

Verratti genginn til liðs við Aron Einar og félaga í Al-Arabi
Ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti hefur gengið til liðs við Al-Arabi í Katar. Hann hittir þar Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliða Íslands, sem hefur leikið með félaginu síðan 2019.

Munnlegt samkomulag um félagaskipti í höfn
Marco Veratti virðist vera á leið til katarska félagsins Al-Arabi. Félag hans PSG og katarska félagið hafa náð munnlegu samkomulagi um félagaskipti Ítalans.

Segja að Gylfi Þór íhugi að spila í Bandaríkjunum eða Katar
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson virðist ekki hættur að spila þrátt fyrir að hafa ekki spilað fótbolta síðan í maí 2021. Hann virðist stefna á að spila í Katar eða í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Fyrrverandi leikmaður Inter reyndi að kyrkja systur sína
Alsírski fótboltamaðurinn Ishak Belfodil hefur verið handtekinn fyrir að reyna að kyrkja fimmtán ára systur sína.

Aron og félagar katarskir bikarmeistarar
Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Al Arabi tryggðu sér í kvöld katarska bikarmeistaratitilinn með öruggum 3-0 sigri gegn Al-Sadd í úrslitum.

Aron Einar nældi í silfur í Katar
Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson spilaði fyrri hálfleik í 2-0 sigri Al Arabi á Al Sadd í lokaumferð katörsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Aron og félagar í úrslit eftir risasigur
Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Al Arabi eru komnir í úrslit katarska bikarsins í fótbolta eftir sannkallaðan risasigur gegn Al Sailiya í kvöld, lokatölur 7-1.

Alexandra skoraði í stóru tapi | Aron Einar á toppinn í Katar
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði eina mark Fiorentina í 5-1 tapi liðsins gegn Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Al Arabi eru komnir á toppinn í Katar eftir 4-1 sigur á Al Sailiya.

Aron og félagar aftur á sigurbraut
Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Al Arabi unnu mikilvægan 1-0 útisigur er liðið sótti Al-Gharafa heim í katörsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Aron Einar skoraði þegar Al-Arabi fór áfram í bikarnum
Aron Einar Gunnarsson var á skotskónum hjá Al-Arabi þegar liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Emír-bikarsins í Katar.

Aroni og félögum mistókst að hrifsa til sín toppsætið
Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Al Arabi máttu þola 3-1 tap er liðið heimsótti Al-Duhail í toppslag katörsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Aron og félagar komust aftur á sigurbraut
Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Al Arabi eru komnir aftur á sigurbraut í katörsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur gegn Al Rayyan í dag.

Mark Arons Einars dugði ekki til
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Al Arabi töpuðu í dag sínum öðrum leik í röð í katörsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lokatölur 3-2 Qatar SC í vil en Aron Einar skoraði annað mark sinna manna.

Aron og félagar lyftu sér á toppinn með endurkomusigri
Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Al Arabi lyftu sér á toppinn í katörsku deildinni í fótbolta er liðið vann góðan 1-2 endurkomusigur gegn Al Ahli Doha á útivelli í dag.

Aron Einar spilaði allan leikinn í bikarsigri
Leikið var í einni af bikarkeppnunum í katarska fótboltanum í dag.

„Fór þarna inn með látum og hélt að ég væri besti þjálfari í heimi“
Heimir Hallgrímsson var fyrir helgi ráðinn þjálfari Jamaíka í fótbolta. Hann segist hafa tapað gleðinni á að vera í boltanum þegar hann þjálfaði í Katar, en fundið hana á ný heima í Vestmannaeyjum.

Aron og félagar styrktu stöðu sína á toppnum með stórsigri
Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Al Arabi styrktu stöðu sína á toppnum í katörsku deildinni í knattspyrnu er liðið vann 1-5 útisigur gegn fallbaráttuliði Al Sailiya í kvöld.

Aron Einar og félagar fá mikinn liðsstyrk frá PSG
Brasilíski miðjumaðurinn Rafinha Alcantara hefur yfirgefið franska meistaraliðið PSG og samið við katarska úrvalsdeildarliðið Al Arabi.

Aron Einar og félagar á toppnum
Aron Einar Gunnarsson og liðsfélagar hans í Al Arabi eru á toppi katörsku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu.