Grunnskólar

Niðurstöður PISA og hvað svo?
Nú liggja fyrir nýjar niðurstöður úr alþjóðlega mælitækinu PISA. Þær kalla nú sem áður fyrr á aðgerðir í íslensku menntakerfi. Aðgerðir sem leiða til framfara og árangurs. Það verður að setja raunhæf markmið og það verða að vera til góð mælitæki sem sýna hvort þeim er náð.

Horfum í spegil
Í gær var kynnt um niðurstöður í PISA könnun á hæfni 15 ára barna. Niðurstöðurnar eru slæmar víðast hvar í heiminum og sýna hnignandi færni ungmenna miðað við fyrri ár. Þetta er þróun sem veldur áhyggjum um heim allan.

„Stórkostlegt áhyggjuefni“
Niðurstöður PISA-skýrslu, þar sem fram kemur að annar hver 15 ára drengur búi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi, hafa vakið mikil viðbrögð. Íslenskuprófessor segir þróunina skuggalega og Andri Snær Magnason rithöfundur segir of litlu varið í þá sem búa til lesefni.

PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“
Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni.

Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“
Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu.

Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna
Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta.

Svona var kynningin á niðurstöðum PISA-könnunar
Mennta- og barnamálaráðuneytið og Menntamálastofnun hafa boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 10, þar sem nýjar niðurstöður PISA verða kynntar. Fjögur ár eru frá síðustu könnun en könnun OECD frestaðist um eitt ár vegna áhrifa heimsfaraldurs.

Óvinnufær eftir árás nemanda
Valgerður Þórunn Ásgeirsdóttir var nýbyrjuð að vinna sem iðjuþjálfi í grunnskóla þegar hún varð fyrir árás af hálfu nemanda og slasaðist illa. Afleiðingarnar voru þær að hún varð óvinnufær og datt út af vinnumarkaði.

Hent niður af svölunum af samnemanda
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fall nemanda í Garðaskóla af svölum inni í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ í síðustu viku til rannsóknar. Nemandanum var hent niður af samnemanda.

Maður í dulargervi hafi fylgst náið með börnum við skóla
Íbúi í Norðlingaholti í Reykjavík tilkynnti stjórnendum Norðlingaskóla um grunsamlegar mannaferðir við húsnæði skólans. Maður klæddur ljósri hárkollu er sagður hafa fylgst grannt með ferðum nemenda.

Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum
Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni.

Nemandi beitti kennara ofbeldi í Hörðuvallaskóla
Nemandi á miðstigi Hörðuvallaskóla í Kópavogi beitti í dag annan nemanda og kennara ofbeldi. Atvikið átti sér stað í kennslustund.

Grunnskólanemi féll niður af svölum í Ásgarði
Nemandi í Garðaskóla í Garðabæ féll niður af svölum inni í íþróttahúsinu Ásgarði í dag með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði. Lögreglan hefur málið til skoðunar.

Gott að geta gefið til baka: „Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák“
Skólastjóri Laugarlækjaskóla segir gott að geta gefið til baka til Grindvíkinga, en hann bjó sjálfur í Grindavík sem unglingur. Elstu bekkir grunnskólanemenda úr bænum fá aðstöðu til náms í skólanum. Nemendur ætla að taka vel á móti jafnöldrum sínum í Grindavík.

Dansandi skólaliði á Sauðárkróki með nemendum
Eitt af því allra skemmtilegasta sem nemendur í Árskóla á Sauðárkróki gera er að dansa út í frímínútum þar sem lög með Skagfirðingnum Geirmundi Valtýssyni þykja lang skemmtilegust að dansa við.

Úrræði fyrir grindvísk skólabörn tekin í gagnið í næstu viku
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að fyrstu formlegu úrræði grindvískra skólabarna verði tekin í gagnið í skólum í Reykjavík á miðvikudaginn. Þetta segir hann á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í Skógarhlíð í dag.

Barnaþingsmenn gætu vel hugsað sér að setjast á Alþingi
Hópur barna skundaði á Alþingi í dag til að kynna sér störf þingsins áður en þau setjast sjálf á Barnaþing sem fram fer í Hörpu á morgun. Mörg þeirra gætu vel hugsað sér að verða alþingismenn í framtíðinni.

Kennari fær engar bætur eftir stympingar við nemanda
Kona sem hlaut tíu prósent örorku í starfi sínu sem kennari eftir átök við nemanda, sem átti sér sögu um hegðunarvanda, fær engar skaðabætur. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að konan hefði ekki átt að beita líkamlegu inngripi þegar nemandi hljóp um matsal skólans.

Myndaveisla: Úrslitakvöld Skrekks
Hagaskóli vann Skrekk, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, í kvöld með atriðinu Líttu upp, taktu eftir.

Hagaskóli vann Skrekk
Hagaskóli var hlutskarpastur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld.

Vonar að ekki þurfi að dreifa grindvískum börnum milli skóla
Skólastjóri grunnskóla Grindavíkur segir enn unnið að útfærslu skólastarfs barna í Grindavík. Best væri að finna aðstöðu svo börnin geti haldið hópinn, frekar en að dreifa þeim á milli skóla.

„Það er mikil sorg, ótti og kvíði í fólkinu“
Enn er verið að skoða útfærslu á leik- og grunnskólamálum Grindvíkinga. Bæjarstjórinn segir vinnuna í fullum gangi. Samverustund Grindvíkinga fer fram í Hallgrímskirkju í dag.

Hundrað grunnskólanemar keppa í byggingu LEGO
Ríflega 100 grunnskólanemar á aldrinum 10 til 16 ára alls staðar af landinu taka um helgina þátt í hinni árlegu tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League sem fram fer í Háskólabíói í dag. Keppnin var opnuð almenningi eftir hádegi og þá jafnframt í Vísindasmiðju Háskóla Íslands í bíóinu.

Biðja Unni Eddu afsökunar
„Þetta gefur manni svolítinn auka kraft til að halda áfram baráttunni við þetta ljóta mein sem einelti kann að skilja eftir í sálinni manns,“ segir Unnur Edda Björnsdóttir. Hún steig fram í viðtali á Vísi síðastliðinn miðvikudag og greindi frá hrottalegu einelti sem hún varð fyrir í grunn- og framhaldsskóla.

Réttarholtsskóli og Háteigsskóli áfram í úrslit Skrekks
Réttarholtsskóli og Háteigsskóli komust áfram í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. Atriði skólanna fjölluðu um sjálfsöryggi annars vegar og sjálfsvígshugsanir hins vegar.

Seljaskóli og Landakotsskóli áfram í Skrekk
Atriði Seljaskóla og Landakotsskóla komust áfram í úrslit á öðru undanúrslitakvöldi Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.

Allur skólinn horfði á en enginn gerði neitt
Unnur Edda Björnsdóttir varð fyrir hrottalegu einelti og útskúfun í grunnskóla og framan af í framhaldsskóla. Viðbrögð kennara og skólastjórnenda voru þau að kenna Unni um ofbeldið. Hún flosnaði að lokum upp úr námi. Á tímabili var líðan hennar svo slæm að hún íhugaði að svipta sig lífi.

Ekkert stressuð yfir jarðhræringum í bakgarðinum
Viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafa verið æfðar í skólanum í Grindavík undanfarið en nemendur þar segjast þó ekki hafa miklar áhyggjur af jarðhræringunum í bakgarðinum.

Hagaskóli og Laugalækjarskóli í úrslit Skrekks
Atriði Hagaskóla og Laugalækjarskóla komust í gærkvöldi áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, á fyrsta undanúrslitakvöldi keppninnar.

Tilfærsla rekstrar grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga hafi skapað ójöfnuð
Þrátt fyrir að yfirfærsla rekstrar grunnskóla frá ríkis til sveitarfélaga árið 1996 hafi heilt yfir gengið vel að mati skólaráðgjafa hefur hún skapað ójöfnuð milli sveitarfélaga. Prófessor við Háskólann á Akureyri segir eina lausn að fækka sveitarfélögum.