
Kanaríeyjar

Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque
Nýleg umfjöllun Vísis undir yfirskriftinni „Hann kann að dansa, maður minn!“ og „Höfrungar og háhyrningar að leik á Tenerife“ gefur tilefni til að minna fólk á dapurlegu tilveru þessa stórbrotnu dýra sem haldið er föngnum við óboðlegar aðstæður í dýragarðinum Loro Parque á Tenerife.

Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“
„Frá því ég var 23 ára þá erum við Eva búin að stofna 10 fyrirtæki. Við erum búin að gera upp sjálfsagt einhverja 3500 fermetra á Íslandi og við vorum með líkamsræktarstöð, sjúkraþjálfun, veitingastað og fasteignafélag. Það var kominn tími til að bremsa sig aðeins af svo maður myndi nú ekki drepa sig á þessu,“ segir Davíð Kristinsson rafverktaki og lýsingarhönnuður sem flutti ásamt eiginkonu sinni Evu Ósk Elíasardóttur og þremur dætrum til Tenerife fyrir röskum tveimur árum.

„Hann kann að dansa, maður minn!“
Það er eins gott að vera vel klæddur í vatnsheldum fötum þegar farið er á háhyrningasýningu á Tenerife því það skemmtilegasta sem háhyrningarnir gera er að skvetta vatni á áhorfendur. Þá kunna háhyrningar að dansa eins og Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður varð vitni að á dögunum.

Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife
Um tvö þúsund Íslendingar eru staddir á Tenerife í hverri viku nú yfir vetrartímann og njóta þess að sleikja sólina með heimamönnum. Á síðasta ári heimsóttu um fimmtíu þúsund Íslendingar eyjuna en alls voru ferðamennirnir, sem sóttu Tenerife það ár um sjö milljónir talsins.

Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar
Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir vakti mikla athygli í vikunni þegar hún lýsti ferð fjölskyldu sinnar til Tenerife hér um árið með afar kómískum hætti, þar sem karíókíbarir og svefnlausar nætur lituðu ferðina. Hún sagði upplifunina efni í gott leikrit.

Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“
Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir ætlar í langt og gott frí eftir mikla vinnutörn. Hún ætlar þó alls ekki til Tenerife og segir eyjuna hræðilegan stað. Í staðinn ætlar hún í ferðalag um Ítalíu eða Spán.

Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“
Ofurhlauparinn Sigurjón Ernir var í hjólatúr á Tenerife þegar hann skall á bíl. Hann segir læknana hafa verið undrandi yfir því hversu vel fór.

Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife
Gleðin var við völd og sólin skein þegar Ásgeir Kolbeinsson fagnaði fimmtugsafmæli sínu á Adeje í Tenerife í gær. Fjöldi fólks mætti í glæsilega villu sem tekin hafði verið á leigu og meira að segja Elvis Presley kíkti í heimsókn.

„Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene
Edda Björgvins nýtur lífsins þessi jólin í faðmi fjölskyldunnar á Tenerife. Hún og Anna Svava Knútsdóttir eru sammála um að í raun sé fjölskyldan að koma út í „stórgróða“ með því að halda jólin frekar í útlöndum, eða svona því sem næst.

Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði
Fertug íslensk kona sætir gæsluvarðhaldi á Tenerife á Spáni vegna gruns um að hafa ráðist á tengdamóður sína og mágkonu á föstudagskvöld. Vitni lýsir því að herbergi á hóteli fjölskyldunnar hafi verið þakið blóði eftir árásina.

Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri
Ræktun á bönunum er hafin í Hafnarfirði en ræktandinn, sem flutti inn til landsins litla plöntu gafst upp á að vera með hana heima hjá sér því hún óx svo hratt. Þá var farið með plöntuna í hesthús eigandans, en þar óx hún líka svo hratt, sem varð til þess að hún endaði í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Plantan hefur gefið af sér tvo hundrað og fimmtíu bananaklasa.

Látin eftir hákarlaárás suður af Kanaríeyjum
Þýskur ferðamaður er látinn eftir hákarlaárás undan ströndum Kanaríeyja. Um var að ræða konu á fertugsaldri. Hún missti fótlegg í árásinni.

Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“
„Jú jú, þetta var auðvitað allt öðruvísi þá. Ekki bara kvóti á gjaldeyri heldur kom fólk með ferðatékka sem það fékk hjá bankanum heima og skipti síðan hér í peseta,“ segir Klara Baldursdóttir og hlær.

Lík Jay Slater fundið
Spænska lögreglan hefur staðfest að líkið sem fannst af manni á Tenerife fyrr í dag er af Jay Slater. Við fyrstu sýn virðist eins og um slys hafi verið að ræða.

Leitin að Slater blásin af
Allsherjarleit að breska táningnum Jay Slater, sem hófst í gær, hefur verið blásin af. Hans hefur verið saknað á spænsku eyjunni Tenerife síðan 17. júní.

Efna til allsherjarleitar að Slater
Allsherjarleit að Bretanum Jay Slater, sem hefur verið týndur á Kanaríeyjunni Tenerife í tæpar tvær vikur, fer fram í dag. Sjálfboðaliðar víða af eyjunni hafa verið kallaðir út til að aðstoða við leitina.

Flytja inn sérhæfða leitarhunda í leitinni að Slater
Enn hefur ekkert spurst til hins nítján ára gamla Jay Slater sem hefur verið týndur í níu daga á ferðamannaeyjunni Tenerife á Kanaríeyjum. Leitarhundar frá Madríd voru fluttir til eyjunnar í dag.

Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife
Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi.

Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife
Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist.

Ungur breskur maður týndur á Tenerife
Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG.

Enn frestast utankjörfundaratkvæðagreiðslan
Utanríkisráðuneytið neyðist til að fresta til föstudags boðaðri utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna komandi forsetakosninga sem átti að fara fram á Gran Canaria á Spáni í dag. Það stafar af því að hluti kjörgagna sem send voru með forgangi á staðinn skiluðu sér ekki á áfangastað.

Utanríkisráðuneytið harmar skort á kjörseðlum
Utanríkisráðuneytið harmar það að borið hafi á skorti á kjörseðlum vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á Spáni fyrir komandi forsetakosningar á Íslandi. Uppnám varð á kjörfundi á eyjunum Tenerife og Gran Canaria í gær þegar ljóst varð að of fáir kjörseðlar hafi verið á kjörstað.

Tugir þúsunda mótmæltu fjölda ferðamanna á Kanaríeyjum
Tugir þúsunda mótmæltu á Tenerife, Lanzarote, Gran Canaria og fleiri eyjum í Kanaríeyjaklasanum í dag. Mótmælendur segja eyjarnar við þolmörk. Það verði að takmarka fjölda ferðamanna. Það sé of dýrt að búa þar og að nýting auðlinda sé ekki lengur sjálfbær.

Hver á hvaða kálfa á Tenerife?
Listafólkið og gleðisprengjurnar Ilmur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Saga Garðarsdóttir, Sigrún Guðlaugsdóttir, Jón Mýrdal og Snorri Helgason hafa notið sólarinnar á Tenerife síðastliðna daga. Þó ekki aðeins á sundlaugabakkanum.

Fönguðu hamingjuna og liðin augnablik á ströndinni á Tenerife
„Þegar sonur okkar fæddist fyrir tæplega þremur árum þá breyttist sýn okkar á fagið okkar,“ segir Kim Klara Ahlbrecht ljósmyndari sem rekur ljósmyndastúdíóið Blik ásamt eiginmanni sínum Daníeli Þór Ágústssyni. Þau dvöldu á Tenerife um páskana og mynduðu þar tólf fjölskyldur í sérstökum myndatökum í sólsetrinu.

Hugi og Unnur fögnuðu ástinni á Tenerife
Fjölmiðlamaðurinn Hugi Halldórsson og Unnur Helgadóttir, hlaðvarpsstjarna og mannauðsstjóri í Seðlabankanum, eru nýjasta par landsins. Þau hafa notið lífsins saman undanfarið í sólinni á Tenerife.

Íslenskur karlagönguhópur á Tenerife
Það er vinsælt hjá mörgum að tilheyra gönguhópi eða hlaupahópi en það er ekki bara á Íslandi því á Tenerife er hópur íslenskra karlmanna, sem eru með sinn eigin gönguhóp.

Engar viðvaranir gefnar út og óttast ekki vatnsskort
Íslendingur sem dvelur mikið á Tenerife hefur litlar áhyggjur af vatnsskorti en stjórnvöld á eyjunni hafa varað við neyðarástandi vegna þurrkatíðar. Hann segir engar viðvaranir hafa verið gefnar út til íbúa og óþarft að hafa áhyggjur.

Íslendingar flykkjast í sólina á Tenerife
Um tvö þúsund Íslendingar sleikja nú sólina á Tenerife í hverri viku en ferðir til eyjunnar hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og nú. Loftslagið þykir mjög gott á eyjunni fyrir Íslendinga og þá er lítið sem ekkert um pöddur þar og yfirleitt mjög hreinlegt.

Með hústökumann í íbúðinni á Kanarí
Sænsk fjölskylda er ráðþrota eftir að maður braust inn í íbúð í þeirra eigu á Kanaríeyjunum síðastliðinn nóvember og gerðist þar hústökumaður. Fjölskyldan bíður úrskurðar spænskra dómstóla en maðurinn hefur meðal annars leigt íbúð þeirra út til annarra á Airbnb í millitíðinni.