
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla

Veszprem ennþá efstir í Meistaradeildinni
Bjarki Már Elísson og samherjar hans í Telekom Veszprem unnu í kvöld sinn fimmta sigur í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik þegar þeir lögðu Orlen Wisla Plock frá Póllandi að velli.

Aron atkvæðamikill þegar Álaborg gerði jafntefli við Kiel
Aron Pálmarsson skoraði sex mörg fyrir lið Álaborgar þegar liðið gerði jafntefli við Kiel í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld.

Tvö mörk frá Orra Frey í fyrsta sigri Elverum
Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í Elverum unnu sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í handknattleik þegar liðið lagði Celje Lasko á heimavelli í kvöld.

Gísli markahæstur hjá Magdeburg í Meistaradeild og með lygilega nýtingu
Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur heldur betur farið vel af stað með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Hann er markahæsti leikmaður liðsins í keppninni og með frábæra skotnýtingu.

Viktor Gísli með eina af vörslum ársins í sigrinum gegn Kiel
Viktor Gísli Hallgrímsson átti frábæran leik í marki Nantes er liðið vann öruggan átta marka sigur, 38-30, gegn þýska stórliðinu Kiel í Meistaradeild Evrópu fyrr í kvöld.

Viktor varði vel í stórsigri gegn Kiel
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti flottan leik fyrir franska félagið Nantes er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn þýska stórliðinu Kiel í Meistaradeild Evrópu í kvöld, 38-30.

Ómar og Gísli fóru á kostum í jafntefli gegn Bjarka og félögum
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu samtals 15 mörk er Magdeburg gerði jafntefli gegn Bjarka Má Elíssyni og félögum hans í Telekom Veszprem í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 35-35. Þá var Haukur Þrastarson í liði Kielce sem vann þriggja marka sigur gegn Celje Lasko, 30-33.

Haukur skoraði eitt í naumum Meistaradeildarsigri Kielce
Haukur Þrastarson og félagar hans í pólska meistaraliðinu Lomza Industria Kielce unnu nauman þriggja marka sigur gegn Kiel er liðin mættust í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur 40-37 í gríðarlegum markaleik.

Íslendingaliðin Álaborg og Magdeburg unnu örugga sigra í Meistaradeildinni
Íslendingaliðin Álaborg og Magdeburg unnu örugga sigra í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Álaborg vann 12 marka útisigur gegn Pick Szeged, 29-41, og Magdeburg lagði Wisla Plock á heimavelli með marka mun, .

Íslendingaliðin máttu þola tap í Meistaradeild Evrópu
Íslandendingaliðin Magdeburg og Álaborg töpuðu bæði sínum leikjum í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Veszprém sneri taflinu við í síðari hálfleik
Bjarki Már Elísson og félagar í Veszprém unnu Dinamo Búkarest í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, lokatölur 33-30.

Fimm íslensk mörk í öruggum Meistaradeildarsigri Magdeburg
Íslendingalið Magdeburg vann öruggan marka sigur er liðið tók á móti PPD Zagreb í 2. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld, .

Íslendingalið Veszprém og Álaborgar unnu sína leik í Meistaradeildinni
Bjarki Már Elísson og liðsfélagar hans í Veszprém gerðu góða ferð til Portúgals í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Þá fór Íslendingalið Álaborgar sigurför til Noregs í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Sjáðu hvernig Ómar og Gísli kláruðu Dinamo Búkarest með magnaðri fótafimi
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru markahæstir hjá Magdeburg þegar þýsku meistararnir unnu Dinamo í Búkarest, 28-30, í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gær.

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru á kostum
Íslendingliðin Magdeburg og Álaborg unnu sína leiki í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fóru mikinn hjá Magdeburg á meðan Aron Pálmarsson var heldur rólegri í sigri Álaborgar.

Orri Freyr skoraði eitt mark í tapi gegn Kiel í Meistaradeildinni
Orri Freyr Þorkelsson, leikmaður Elverum, skoraði eitt mark í tíu marka tapi Elverum gegn Kiel í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Kiel vann leikinn 36-26.

Íslendingaslagur í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar
Evrópska handknattleikssambandið EHF birti í dag leikjaniðurröðun riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Nokkrar áhugaverðar viðureignir munu eiga sér stað strax í fyrstu umferð, þar á meðal Íslendingaslagur Lomza Industria Kielce og HBC Nantes.

Íslendingaslagir í B-riðli og Magdeburg berst við PSG og Veszprém
Dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í handbolta í morgun og framundar eru margar áhugaverðar viðureignir.

Aron, Bjarki, Orri og Viktor fá að spila í Meistaradeild Evrópu
Sjö leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta munu leika í Meistaradeild Evrópu í handbolta á næstu leiktíð. Þetta varð ljóst í dag þegar Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út hvaða lið fengju keppnisrétt.

Tvöfaldir Evrópumeistarar settir í bann
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í dag að norður-makedónska meistaraliðið Vardar mætti ekki taka þátt í Evrópukeppnum á næstu leiktíð.

Evrópumeistararnir frá 2017 og 2019 að öllum líkindum ekki með á næsta ári
Það virðist sem stórliðið Vardar Skopje frá Norður-Makedóníu, Evrópumeistarar 2017 og 2019, verði ekki með í Meistaradeild Evrópu í handbolta á næsta ári vegna fjárhagsvandræða.

Barcelona Evrópumeistari í ellefta sinn eftir vítakeppni
Barcelona bar sigurorð af Kielce í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í dag. Framlengja þurfti leikinn til að skera úr um sigurvegara en leikurinn endaði 37-35.

Landin tryggði Kiel brons í vítakastkeppni
Kiel lagði Veszprém, 37-35, í Lanxess höllinni í Köln í bronsleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni.

Haukur ekki með í úrslitaleiknum
Haukur Þrastarson er ekki í 16 manna leikmannahóp Vive Kielce fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni gegn Barcelona seinna í dag.

Haukur mætir Barcelona í úrslitum
Barcelona vann nokkuð sannfærandi 34-30 sigur þegar liðið atti kappi við Kiel í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla í Lanxess-höllinni í Köln í dag.

Haukur skoraði eitt er Kielce fór áfarm í úrslit Meistaradeildarinnar
Haukur Þrastarson, Sigvaldi Guðjónsson og félagar í pólska liðinu Vive Kielce eru komnir áfram í úrslitaleik Meistaradeild Evrópu eftir tveggja marka sigur á Veszprém í Köln í dag, 35-37.

Haukur og Sigvaldi mæta Veszprém í Köln
Íslendingalið Kielce mætir Veszprém í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Dregið var í morgun.

Kiel seinasta liðið inn í undanúrslitin
Kiel varð í kvöld fjórða og seinasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta er liðið vann nauman eins marks sigur gegn PSG, 33-32.

Teitur skoraði þrjú er Flensburg féll úr leik
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg misstu af sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu er liðið tapaði 27-24 gegn Barcelona í kvöld.

Haukur Þrastar áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar
Haukur Þrastarson og félagar í Vive Kielce eru komnir áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir átta marka sigur á Montpellier, 30-22.