Landslið kvenna í fótbolta Albert gefur ykkur Gula spjaldið: „Fótboltaumræða á léttu nótunum“ Á morgun, föstudag, verður hleypt af stokkunum nýjum hlaðvarpsþætti sem ber nafnið Gula spjaldið en í þættinum verða allar helstu fréttirnar og vendingarnar úr knattspyrnuheiminum, bæði hér heima fyrir og erlendis, teknar fyrir í opinni dagskrá og á öllum helstu hlaðvarpsveitum af reynslumiklum sérfræðingum um fótbolta. Fótbolti 7.9.2023 14:21 Markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar „ekki klár“ í A-landsliðið Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa valið Bryndísi Örnu Níelsdóttur, leikmann Vals og markahæsta leikmann Bestu deildarinnar í landsliðið því hún sé ekki alveg klár í það. Fótbolti 7.9.2023 13:50 Sandra lítið spilað en er valin í landsliðið: „Stend og fell með þessari ákvörðun“ Sandra Sigurðardóttir snýr aftur í íslenska landsliðið í fótbolta, fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild UEFA, eftir að hafa tekið markmannshanskana af hillunni og gefið kost á sér í landsliðið á ný. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segist standa og falla með ákvörðuninni að taka Söndru inn í landsliðið á nýjan leik þrátt fyrir að hún hafi spilað fáa leiki undanfarið. Fótbolti 7.9.2023 13:45 Sandra aftur inn í landsliðið en ekki pláss fyrir þá markahæstu Sandra Sigurðardóttir snýr aftur í íslenska fótboltalandsliðið fyrir leikina gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Fótbolti 7.9.2023 13:12 Svona var blaðamannafundur kvennalandsliðsins Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur kvennalandsliðsins fyrir fyrstu tvo leikina í Þjóðadeildinni var kynntur. Fótbolti 7.9.2023 13:01 Cecilía missir af næstu landsleikjum Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, verður frá keppni næstu mánuðina eftir að hafa meiðst illa á hné. Fótbolti 25.8.2023 17:01 Stelpurnar okkar hækka sig hjá FIFA og bara þrettán lið betri en þær í dag Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er fjórtánda besta landslið heims samkvæmt nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem var gefinn út í morgun. Fótbolti 25.8.2023 09:31 Dagný á von á sínu öðru barni og nýjum „Hamri“ Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, tilkynnti um það á samfélagsmiðlum í dag að hún ætti von á sínu öðru barni. Fótbolti 9.8.2023 16:32 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 3-1 | Stelpurnur úr leik eftir hetjulega baráttu Íslenska U-19 ára kvennalandsliðið er úr leik á lokakeppni Evrópumótsins 3-1 eftir tap gegn Frakklandi. Frakkar sigra riðilinn og fara áfram í undanúrslit mótsins, þar sem þær mæta Þýskalandi. Spánn fer einnig áfram í undanúrslit og mætir þar Hollandi. Fótbolti 24.7.2023 18:01 Umfjöllun: Ísland - Tékkland 2-0 | Sannfærandi sigur Íslands Ísland vann afar mikilvægan 2-0 sigur gegn Tékklandi. Íslenska liðið var betra á öllum sviðum og sigurinn var verðskuldaður. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom Íslandi yfir snemma í fyrri hálfleik. Snædís María Jörundsdóttir gerði síðan út um leikinn á 85. mínútu þegar hún bætti við öðru marki. Fótbolti 21.7.2023 14:45 Gunnhildur Yrsa hætt í landsliðinu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Hún lék sinn síðasta landsleik þegar Ísland sigraði Austurríki, 0-1, í vináttulandsleik í gær. Fótbolti 19.7.2023 09:17 Umfjöllun og myndir: Ísland - Spánn 0-3 | Tap í fyrsta leik gegn ógnarsterkum Spánverjum Ísland tapaði 3-0 gegn Spáni í fyrsta leik sínum á lokakeppni Evrópumóts U19-ára landsliða sem fram fer í Belgíu. Sigur spænska liðsins var sanngjarn en stelpurnar okkar mæta Tékkum á föstudag. Fótbolti 18.7.2023 17:46 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 0-1 | Mark á lokamínútunni tryggði Íslandi sigur Ísland mætti Austurríki í vináttulandsleik ytra nú í kvöld. Þetta var í annað sinn sem liðin mætast en síðasti leikur var lokaleikur riðlakeppni EM árið 2017 þegar lið Íslands tapaði 3-0. Annað var uppi á teningnum í dag og kláruðu stelpurnar okkar þetta verkefni í 0-1. Fótbolti 18.7.2023 17:15 „Erum að spila æfingaleiki og maður má misstíga sig í þeim“ Ísland tapaði 1-2 gegn Finnlandi í vináttulandsleik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, var svekkt með frammistöðuna í kvöld. Sport 14.7.2023 20:40 „Ég læri af þessum mistökum“ Berglin Rós Ágústsdóttir skoraði eina mark Íslands er liðið mátti þola 2-1 tap gegn Finnlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segist hafa séð margt jákvætt í leik íslenska liðsins sem hægt sé að taka með sér í næsta leik. Fótbolti 14.7.2023 20:29 Umfjöllun: Ísland - Finnland 1-2 | Tap í fyrsta heimaleik ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Finnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði mark Íslands eftir að Eveliina Summanen og Jutta Rantala höfðu komið Finnum tveimur mörkum yfir. Fótbolti 14.7.2023 17:15 Sif og Söndru þakkað fyrir á Laugardalsvellinum í kvöld Tvær öflugar knattspyrnukonur sem hafa gefið íslenska kvennafótboltanum mikið í gegnum árin verða heiðraðar í kvöld. Fótbolti 14.7.2023 16:13 „Fannst frábært að vera atvinnukona og spila út um allan heim“ Anna Björk Kristjánsdóttir er kominn heim í landsliðsverkefni en hún er einnig á tímamótum. Anna Björk er nefnilega að flytja heim frá Ítalíu og ætlar að klára tímabilið með Val í Bestu deildinni. Fótbolti 14.7.2023 12:01 „Ótrúlega mikill heiður að hafa fengið að spila hundrað leiki fyrir landið sitt“ „Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og vonandi verður fullur völlur, frábær stemning og góður fótbolti,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leik liðsins gegn Finnlandi sem fram fer í kvöld. Fótbolti 14.7.2023 07:02 „Tekur því verkefni sem kemur og gerir það eins vel og maður getur“ Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður Rosenborg og íslenska landsliðsins, er spennt fyrir komandi verkefni með landsliðinu þar sem íslensku stelpurnar taka á móti Finnum annað kvöld og heimsækja svo Austurríki næstkomandi þriðjudag. Fótbolti 13.7.2023 23:31 Dagný og Glódís Perla búnar að fá málverkin sín Tvær landsliðskonur fengu afhent málverk eftir Tolla í landsliðsverkefninu sem stendur nú yfir hjá kvennalandsliðinu. Fótbolti 13.7.2023 15:01 Langmarkahæst í deildinni en ekki pláss fyrir hana í íslenska landsliðinu Valskonan Bryndís Arna Níelsdóttir er ekki í íslenska landsliðshópnum sem undirbýr sig nú fyrir tvo vináttulandsleiki á móti Finnlandi og Austurríki. Fótbolti 12.7.2023 12:01 Segir mikla viðurkenningu að vera kallaða í íslenska landsliðið „Við eigum alveg skilið að vera hérna,“ segir Sunneva Hrönn, leikmaður FH. Arna Eiríksdóttir og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir voru kallaðar inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Finnlandi og Austuríki í tveimur vináttulandsleikjum á næstu dögum. Íslenski boltinn 11.7.2023 22:45 Sunneva kemur inn fyrir Áslaugu Mundu Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur gert þriðju breytinguna á landsliðshópnum síðan hann var kynntur á dögunum. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir kemur inn í hópinn fyrir Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur. Fótbolti 7.7.2023 11:30 Arna Eiríks kölluð inn í A-landsliðið Arna Eiríksdóttir hefur staðið sig frábærlega með FH í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar og nú hefur hún spilað sig inn í íslenska landsliðið með góðri frammistöðu sinni. Fótbolti 6.7.2023 15:36 Anna Björk í landsliðið eftir tveggja ára bið Anna Björk Kristjánsdóttir, nýjasti liðsmaður Vals, hefur fengið sæti í íslenska landsliðshópnum í fótbolta en hún kemur inn vegna meiðsla Ástu Eirar Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks. Fótbolti 5.7.2023 14:46 Margt hafi gerst á bakvið tjöldin: „Ég var hissa en samt ekki að sjá hann fara“ Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United á Englandi, segir síðasta tímabil hafa verið sitt besta hjá félaginu. Gengi liðsins hafi hins vegar mátt vera betra en það endaði með því að þjálfari þess hafi verið látinn fara. Enski boltinn 30.6.2023 08:30 Hópurinn gegn Finnlandi og Austurríki: Sú markahæsta ekki með Dagný Brynjarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir eru á meðal þeirra fimm leikmanna sem ekki eru í nýjasta landsliðshópi Íslands í fótbolta, fyrir komandi vináttulandsleiki við Finnland og Austurríki í júlí, en voru í síðasta hópi. Fótbolti 29.6.2023 13:05 Hlakkaði í Margréti að heyra: „Hún fékk starfið út af því að hún er kona“ Þjálfarinn Margrét Magnúsdóttir segir það hafa gefið sér kraft að heyra af efasemdum fólks um að hún ætti skilið að taka við U19-landsliði kvenna í fótbolta. Eftir eitt og hálft ár í starfi er hún á leið með liðið í sjálfa lokakeppni EM í næsta mánuði. Fótbolti 29.6.2023 11:31 Mark Ingibjargar dugði ekki til sigurs Íslensku landsliðskonurnar Ingibjörg Sigurðardóttir og Selma Sól Magnússdóttir léku með liðum sínum í norska boltanum fyrr í dag. Fótbolti 24.6.2023 18:08 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 29 ›
Albert gefur ykkur Gula spjaldið: „Fótboltaumræða á léttu nótunum“ Á morgun, föstudag, verður hleypt af stokkunum nýjum hlaðvarpsþætti sem ber nafnið Gula spjaldið en í þættinum verða allar helstu fréttirnar og vendingarnar úr knattspyrnuheiminum, bæði hér heima fyrir og erlendis, teknar fyrir í opinni dagskrá og á öllum helstu hlaðvarpsveitum af reynslumiklum sérfræðingum um fótbolta. Fótbolti 7.9.2023 14:21
Markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar „ekki klár“ í A-landsliðið Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa valið Bryndísi Örnu Níelsdóttur, leikmann Vals og markahæsta leikmann Bestu deildarinnar í landsliðið því hún sé ekki alveg klár í það. Fótbolti 7.9.2023 13:50
Sandra lítið spilað en er valin í landsliðið: „Stend og fell með þessari ákvörðun“ Sandra Sigurðardóttir snýr aftur í íslenska landsliðið í fótbolta, fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild UEFA, eftir að hafa tekið markmannshanskana af hillunni og gefið kost á sér í landsliðið á ný. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segist standa og falla með ákvörðuninni að taka Söndru inn í landsliðið á nýjan leik þrátt fyrir að hún hafi spilað fáa leiki undanfarið. Fótbolti 7.9.2023 13:45
Sandra aftur inn í landsliðið en ekki pláss fyrir þá markahæstu Sandra Sigurðardóttir snýr aftur í íslenska fótboltalandsliðið fyrir leikina gegn Wales og Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Fótbolti 7.9.2023 13:12
Svona var blaðamannafundur kvennalandsliðsins Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur kvennalandsliðsins fyrir fyrstu tvo leikina í Þjóðadeildinni var kynntur. Fótbolti 7.9.2023 13:01
Cecilía missir af næstu landsleikjum Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, verður frá keppni næstu mánuðina eftir að hafa meiðst illa á hné. Fótbolti 25.8.2023 17:01
Stelpurnar okkar hækka sig hjá FIFA og bara þrettán lið betri en þær í dag Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er fjórtánda besta landslið heims samkvæmt nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem var gefinn út í morgun. Fótbolti 25.8.2023 09:31
Dagný á von á sínu öðru barni og nýjum „Hamri“ Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, tilkynnti um það á samfélagsmiðlum í dag að hún ætti von á sínu öðru barni. Fótbolti 9.8.2023 16:32
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 3-1 | Stelpurnur úr leik eftir hetjulega baráttu Íslenska U-19 ára kvennalandsliðið er úr leik á lokakeppni Evrópumótsins 3-1 eftir tap gegn Frakklandi. Frakkar sigra riðilinn og fara áfram í undanúrslit mótsins, þar sem þær mæta Þýskalandi. Spánn fer einnig áfram í undanúrslit og mætir þar Hollandi. Fótbolti 24.7.2023 18:01
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 2-0 | Sannfærandi sigur Íslands Ísland vann afar mikilvægan 2-0 sigur gegn Tékklandi. Íslenska liðið var betra á öllum sviðum og sigurinn var verðskuldaður. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom Íslandi yfir snemma í fyrri hálfleik. Snædís María Jörundsdóttir gerði síðan út um leikinn á 85. mínútu þegar hún bætti við öðru marki. Fótbolti 21.7.2023 14:45
Gunnhildur Yrsa hætt í landsliðinu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Hún lék sinn síðasta landsleik þegar Ísland sigraði Austurríki, 0-1, í vináttulandsleik í gær. Fótbolti 19.7.2023 09:17
Umfjöllun og myndir: Ísland - Spánn 0-3 | Tap í fyrsta leik gegn ógnarsterkum Spánverjum Ísland tapaði 3-0 gegn Spáni í fyrsta leik sínum á lokakeppni Evrópumóts U19-ára landsliða sem fram fer í Belgíu. Sigur spænska liðsins var sanngjarn en stelpurnar okkar mæta Tékkum á föstudag. Fótbolti 18.7.2023 17:46
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 0-1 | Mark á lokamínútunni tryggði Íslandi sigur Ísland mætti Austurríki í vináttulandsleik ytra nú í kvöld. Þetta var í annað sinn sem liðin mætast en síðasti leikur var lokaleikur riðlakeppni EM árið 2017 þegar lið Íslands tapaði 3-0. Annað var uppi á teningnum í dag og kláruðu stelpurnar okkar þetta verkefni í 0-1. Fótbolti 18.7.2023 17:15
„Erum að spila æfingaleiki og maður má misstíga sig í þeim“ Ísland tapaði 1-2 gegn Finnlandi í vináttulandsleik. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, var svekkt með frammistöðuna í kvöld. Sport 14.7.2023 20:40
„Ég læri af þessum mistökum“ Berglin Rós Ágústsdóttir skoraði eina mark Íslands er liðið mátti þola 2-1 tap gegn Finnlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Hún segist hafa séð margt jákvætt í leik íslenska liðsins sem hægt sé að taka með sér í næsta leik. Fótbolti 14.7.2023 20:29
Umfjöllun: Ísland - Finnland 1-2 | Tap í fyrsta heimaleik ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Finnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði mark Íslands eftir að Eveliina Summanen og Jutta Rantala höfðu komið Finnum tveimur mörkum yfir. Fótbolti 14.7.2023 17:15
Sif og Söndru þakkað fyrir á Laugardalsvellinum í kvöld Tvær öflugar knattspyrnukonur sem hafa gefið íslenska kvennafótboltanum mikið í gegnum árin verða heiðraðar í kvöld. Fótbolti 14.7.2023 16:13
„Fannst frábært að vera atvinnukona og spila út um allan heim“ Anna Björk Kristjánsdóttir er kominn heim í landsliðsverkefni en hún er einnig á tímamótum. Anna Björk er nefnilega að flytja heim frá Ítalíu og ætlar að klára tímabilið með Val í Bestu deildinni. Fótbolti 14.7.2023 12:01
„Ótrúlega mikill heiður að hafa fengið að spila hundrað leiki fyrir landið sitt“ „Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og vonandi verður fullur völlur, frábær stemning og góður fótbolti,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leik liðsins gegn Finnlandi sem fram fer í kvöld. Fótbolti 14.7.2023 07:02
„Tekur því verkefni sem kemur og gerir það eins vel og maður getur“ Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður Rosenborg og íslenska landsliðsins, er spennt fyrir komandi verkefni með landsliðinu þar sem íslensku stelpurnar taka á móti Finnum annað kvöld og heimsækja svo Austurríki næstkomandi þriðjudag. Fótbolti 13.7.2023 23:31
Dagný og Glódís Perla búnar að fá málverkin sín Tvær landsliðskonur fengu afhent málverk eftir Tolla í landsliðsverkefninu sem stendur nú yfir hjá kvennalandsliðinu. Fótbolti 13.7.2023 15:01
Langmarkahæst í deildinni en ekki pláss fyrir hana í íslenska landsliðinu Valskonan Bryndís Arna Níelsdóttir er ekki í íslenska landsliðshópnum sem undirbýr sig nú fyrir tvo vináttulandsleiki á móti Finnlandi og Austurríki. Fótbolti 12.7.2023 12:01
Segir mikla viðurkenningu að vera kallaða í íslenska landsliðið „Við eigum alveg skilið að vera hérna,“ segir Sunneva Hrönn, leikmaður FH. Arna Eiríksdóttir og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir voru kallaðar inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Finnlandi og Austuríki í tveimur vináttulandsleikjum á næstu dögum. Íslenski boltinn 11.7.2023 22:45
Sunneva kemur inn fyrir Áslaugu Mundu Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur gert þriðju breytinguna á landsliðshópnum síðan hann var kynntur á dögunum. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir kemur inn í hópinn fyrir Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur. Fótbolti 7.7.2023 11:30
Arna Eiríks kölluð inn í A-landsliðið Arna Eiríksdóttir hefur staðið sig frábærlega með FH í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar og nú hefur hún spilað sig inn í íslenska landsliðið með góðri frammistöðu sinni. Fótbolti 6.7.2023 15:36
Anna Björk í landsliðið eftir tveggja ára bið Anna Björk Kristjánsdóttir, nýjasti liðsmaður Vals, hefur fengið sæti í íslenska landsliðshópnum í fótbolta en hún kemur inn vegna meiðsla Ástu Eirar Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks. Fótbolti 5.7.2023 14:46
Margt hafi gerst á bakvið tjöldin: „Ég var hissa en samt ekki að sjá hann fara“ Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United á Englandi, segir síðasta tímabil hafa verið sitt besta hjá félaginu. Gengi liðsins hafi hins vegar mátt vera betra en það endaði með því að þjálfari þess hafi verið látinn fara. Enski boltinn 30.6.2023 08:30
Hópurinn gegn Finnlandi og Austurríki: Sú markahæsta ekki með Dagný Brynjarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir eru á meðal þeirra fimm leikmanna sem ekki eru í nýjasta landsliðshópi Íslands í fótbolta, fyrir komandi vináttulandsleiki við Finnland og Austurríki í júlí, en voru í síðasta hópi. Fótbolti 29.6.2023 13:05
Hlakkaði í Margréti að heyra: „Hún fékk starfið út af því að hún er kona“ Þjálfarinn Margrét Magnúsdóttir segir það hafa gefið sér kraft að heyra af efasemdum fólks um að hún ætti skilið að taka við U19-landsliði kvenna í fótbolta. Eftir eitt og hálft ár í starfi er hún á leið með liðið í sjálfa lokakeppni EM í næsta mánuði. Fótbolti 29.6.2023 11:31
Mark Ingibjargar dugði ekki til sigurs Íslensku landsliðskonurnar Ingibjörg Sigurðardóttir og Selma Sól Magnússdóttir léku með liðum sínum í norska boltanum fyrr í dag. Fótbolti 24.6.2023 18:08