Fyrsta framherjamarkið hjá íslenska landsliðinu síðan í apríl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2023 16:31 Getty/ANP Diljá Ýr Zomers skoraði markið sem á endanum var munurinn á liðunum þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann 2-1 sigur á Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöldið. Markið var ekki aðeins mikilvægt heldur einnig langþráð. Íslenska liðinu hafði gengið illa að skora í Þjóðadeildinni og var ekki búið að skora í 371 mínútu þegar miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir braut loksins ísinn í fyrri hálfleiknum í Wales. Það breytti þó ekki því að framherjar íslenska liðsins höfðu ekki enn fundið leiðina í markið. Þegar Diljá Ýr kom íslenska liðinu í 2-0 ellefu mínútum fyrir leikslok þá endaði hún því aðra langa bið. Wales minnkaði muninn í lokin og því réð þetta mark hennar úrslitum og tryggði íslenska liðinu endanlega þriðja sætið í riðlinum. Wales er aftur á móti fallið í B-deild. DILJÁ ÝR ZOMERS!!!!! Þvílíkt mark og þvílíkt augnablik til að skora fyrsta landsliðsmarkið. 2-0 fyrir Ísland og 3. sæti riðilsins í augsýn. Enn nóg eftir samt. pic.twitter.com/cTsYnQ6zLy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2023 Síðustu þrjú mörk íslenska liðsins og þau einu í síðustu sex leikjum höfðu öll verið skoruð af varnar- eða miðjumönnum. Mörkin skoruðu Berglind Rós Ágústsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir. Framherjar íslenska liðsins höfðu ekki náð að skora síðan í 2-1 sigri á Sviss í aprílmánuði. Sveindís Jane Jónsdóttir tryggði íslenska liðinu þá sigur með marki á 73. mínútu. Íslenska liðið hefur náttúrulega saknað Sveindísar mikið en hún missti af allir Þjóðadeildinni vegna meiðsla. Síðan Sveindís kom boltanum í markið hjá Svisslendingum höfðu íslensku stelpurnar spilað 646 mínútur án þess að fá mark fram framherja liðsins eða þangað til að Diljá skoraði þetta stórglæsilega mark sitt. Nú er að vona að markamúrinn sé brotinn og mörkin fari að flæða á ný. Íslenska liðið leikur lokaleik sinn í Þjóðadeildinni á móti Danmörku annað kvöld en leikurinn fer fram í Viborg í Danmörku. View this post on Instagram A post shared by Dilja Y r Zomers (@diljayrr) Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira
Íslenska liðinu hafði gengið illa að skora í Þjóðadeildinni og var ekki búið að skora í 371 mínútu þegar miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir braut loksins ísinn í fyrri hálfleiknum í Wales. Það breytti þó ekki því að framherjar íslenska liðsins höfðu ekki enn fundið leiðina í markið. Þegar Diljá Ýr kom íslenska liðinu í 2-0 ellefu mínútum fyrir leikslok þá endaði hún því aðra langa bið. Wales minnkaði muninn í lokin og því réð þetta mark hennar úrslitum og tryggði íslenska liðinu endanlega þriðja sætið í riðlinum. Wales er aftur á móti fallið í B-deild. DILJÁ ÝR ZOMERS!!!!! Þvílíkt mark og þvílíkt augnablik til að skora fyrsta landsliðsmarkið. 2-0 fyrir Ísland og 3. sæti riðilsins í augsýn. Enn nóg eftir samt. pic.twitter.com/cTsYnQ6zLy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2023 Síðustu þrjú mörk íslenska liðsins og þau einu í síðustu sex leikjum höfðu öll verið skoruð af varnar- eða miðjumönnum. Mörkin skoruðu Berglind Rós Ágústsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir. Framherjar íslenska liðsins höfðu ekki náð að skora síðan í 2-1 sigri á Sviss í aprílmánuði. Sveindís Jane Jónsdóttir tryggði íslenska liðinu þá sigur með marki á 73. mínútu. Íslenska liðið hefur náttúrulega saknað Sveindísar mikið en hún missti af allir Þjóðadeildinni vegna meiðsla. Síðan Sveindís kom boltanum í markið hjá Svisslendingum höfðu íslensku stelpurnar spilað 646 mínútur án þess að fá mark fram framherja liðsins eða þangað til að Diljá skoraði þetta stórglæsilega mark sitt. Nú er að vona að markamúrinn sé brotinn og mörkin fari að flæða á ný. Íslenska liðið leikur lokaleik sinn í Þjóðadeildinni á móti Danmörku annað kvöld en leikurinn fer fram í Viborg í Danmörku. View this post on Instagram A post shared by Dilja Y r Zomers (@diljayrr)
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Körfubolti Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Sjá meira