

Age Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á De Kuip-vellinum í Rotterdam.
Miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson var ekki með íslenska landsliðinu á æfingu á De Kuip vellinum í Rotterdam í dag. Hann varð fyrir hnjaski í sigrinum á Englandi.
Hollenska karlalandsliðið í fótbolta verður án stórstjörnu sinnar Frenkie de Jong er liðið mætir Íslandi í æfingaleik í Rotterdam annað kvöld.
Karlalandslið Hollands í fótbolta undirbýr sig yfir leik við Ísland í Rotterdam annað kvöld og æfði saman í morgun. Það var létt stemning yfir hollenska hópnum.
Englendingum gæti vart virst meira sama um æfingaleik liðsins við Ísland í aðdragandanum. Leikurinn var formsatriði og aðrir hlutir skiptu meira máli. Það er ekki svo í dag.
Åge Hareide stýrði íslenska karlalandsliðinu til sigurs á Englandi á Wembley í gær. Þetta er ekki fyrsti sigur hans á enskum um ævina því hann tók þátt í frægum sigri Norðmanna á Englendingum fyrir 43 árum.
Landsliðsmenn Englands og þjálfari þeirra, Gareth Southgate, eru ekki háttskrifaðir í fjölmiðlum ytra eftir óvænt tap gegn Íslandi á Wembley í kvöld.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna eftir 0-1 tap gegn Íslandi í kvöld. Hann segir íslenska liðið hafa lagt leikinn vel upp og tapið í kvöld sé merki um að margt þurfi að breytast.
Jóhann Berg Guðmundsson var léttur í bragði eftir sigur 1-0 Íslands gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann segir svona frammistöðu geta skilað Íslandi aftur á stórmót.
Þjálfari íslenska landsliðsins gat verið ánægður með frammistöðu liðsins í kvöld þegar att var kappi við England á Wembley. Leikurinn var síðasti æfingaleikurinn hjá Englandi fyrir EM 2024 og er skemmst frá því að segja að Ísland vann leikinn 1-0 eftir mark frá Jón Degi Þorsteinssyni.
Jón Dagur Þorsteinsson var hetja Íslendinga á Wembley í kvöld en hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands á Englandi. Flesta leikmenn dreymir um að upplifa tilfinninguna að skora á þessum sögufræga velli og nú er Jón Dagur búinn að krossa það af draumalistanum.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri.
Ísland vann 1-0 sigur gegn Englandi á Wembley í kvöld. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins.
Englendingar eru ekki eins vongóðir og þeir voru fyrir Evrópumótinu eftir tap gegn Íslandi á Wembley. Venju samkvæmt leituðu þeir á samfélagsmiðla til að láta óánægju sína í ljós.
Íslenska landsliðið festist í mikilli umferð á leið sinni að Wembley leikvanginum fyrir æfingaleik gegn Englandi.
Byrjunarliðs Englands og Íslands fyrir vináttuleikinn á Wembley hafa verið birt. Hjá Íslandi er ein óvænt breyting. England stillir upp sterku liði en Jude Bellingham er utan hóps.
Þrír standa eftir úr leikmannahópi enska landsliðsins frá frægu tapi liðsins fyrir Íslandi í Nice á EM 2016. Aðrir muna vel eftir tapinu.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er spenntur fyrir leik kvöldsins við Ísland fyrir troðfullum Wembley í Lundúnum.
Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, átti erfiðan dag í gær líkt og hann greinir frá við Stöð 2 Sport.
Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins.
Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn.
Það er fjörugur föstudagur framundan á íþróttarásum Vodafone og Stöðvar 2. Íslenska landsliðið leikur við England á Wembley í opinni dagskrá. Síðar í kvöld fer svo fram einn stærsti hnefaleikaviðburður sinnar tegundar í Kaplakrika.
Holland hóf undirbúning sinn fyrir EM og hitaði upp fyrir slaginn gegn Íslandi með öruggum 4-0 sigri gegn Kanada í kvöld.
„Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun.
Spennan er iðulega mikil fyrir leikjum Íslands við stórþjóðir og leikur morgundagsins við England á Wembley er þar ekki undantekning. Hjá Tjöllunum er staðan allt önnur.
Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun.
„Ég er ekki hættur með landsliðinu en ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég er bara að reyna koma mér í gang,“ segir knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið.
England mætir Íslandi í síðasta vináttulandsleik sínum fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram á hinum fornfræga Wembley-leikvangi og er uppselt á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann.
Framherjinn Orri Steinn Óskarsson hefur þurft að draga sig út úr hópi íslenska A-landsliðsins í fótbolta sem spilar á næstu dögum vináttulandsleiki gegn Englandi og Hollandi. Í hans stað kemur Sævar Atli Magnússon inn í hópinn.