

Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir.
Það virðist orðið útilokað að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari karla í handbolta. Hann var fyrsti maðurinn sem að forkólfar HSÍ ræddu við eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar en segir fund með þeim hafa minnt á leikþátt og hefur ekki áhuga á að vinna með þeim.
Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari karla í handbolta, segir að mál þeirra Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar hafi legið þungt á sér. Mikill léttir sé að lausn hafi fundist.
Gunnar Magnússon, landsliðsþjálfari karla í handbolta, segir hafa verið einfalt að leysa deilu Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar, sem báðir hafi verið allir af vilja gerðir að finna lausn. Þeir eru báðir í landsliðshópi Íslands fyrir komandi verkefni í undankeppni EM í janúar.
Kristján Örn Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson eru báðir í landsliðshópnum sem valinn hefur verið fyrir síðustu leikina í undankeppni EM í handbolta. Einn nýliði er í hópnum.
Viggó Kristjánsson segir það hafa komið sér á óvart þegar Rúnar Sigtryggsson var ráðinn sem þjálfari hans hjá þýska handknattleiksliðinu Leipzig. Hann hafi ekkert vitað við hverju mætti búast við af Rúnari en er hæstánægður undir hans stjórn og ákvað að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur hugsað mikið til síns gamla þjálfara Arnars Gunnarssonar undanfarið eftir að Arnar hvarf.
Valur tapaði gegn Haukum 31-36. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var svekktur með fjórða tap Vals í röð. Björgvin Páll hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga vegna samskipta við Kristján Örn Kristjánsson.
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næsta landsliðsverkefni eftir að samskipti hans við Kristján Örn Kristjánsson, liðsfélaga hans hjá landsliðinu.
Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins.
„Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda.
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar í íslenska landsliðinu, hefur greint frá því að hann hafi sent skilaboðin sem Kristján lýsti á Vísi sem niðrandi skilaboðum í sinn garð, eftir glímu hans við kulnun í starfi.
Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun.
Viggó Kristjánsson spilar ekki meira fyrir Leipzig og íslenska landsliðið næstu þrjá mánuðina eftir að hafa meiðst í læri í leik gegn Erlangen í síðustu viku.
Starf landsliðsþjálfara Íslands í handbolta er eina þjálfarastarfið sem Kristján Andrésson vill sinna.
Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, hefur haft nóg að gera síðustu vikur en lið hans mætir Haukum í undanúrslitum bikarsins annað kvöld. Liðið verður þar án Söru Sifjar Helgadóttur sem leikur líklega ekki meira á leiktíðinni.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti magnaða innkomu í íslenska markið í sigurleiknum á móti Tékkum í Laugardalshöllinni um helgina.
Sigfús Sigurðsson er spenntur fyrir því að fá erlendan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta.
Landsliðsþjálfari Tékka sagði að vissulega væru menn svekktir eftir tapið stóra gegn Íslandi í gær, í undankeppni EM karla í handbolta, en að Ísland ætti einfaldlega leikmenn úr fremstu röð.
Framganga Stivens Tobar Valencia í vörn íslenska handboltalandsliðsins í leiknum gegn Tékklandi var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu.
Það var létt yfir Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir sigur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í gær.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung.
Gunnari Magnússon, þjálfara íslenska karlalandsliðsins, var létt eftir sigurinn á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í dag. Íslendingar svöruðu þarna fyrir tapið neyðarlega fyrir Tékkum, 22-17, á miðvikudaginn.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta endurheimti toppsæti riðils 3 í undankeppni EM 2024 með stórsigri á Tékklandi, 28-19, í Laugardalshöllinni í dag.
Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik, tekur íslenska fjölmiðlamenn á teppið í færslu á Facebook. Hann kallar eftir „standard“ í umfjöllun fjölmiðla.
Ísland stillir upp sama liði í leiknum mikilvæga gegn Tékkum í dag og mættu tékkneska liðinu á miðvikudagskvöld.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson vísar gagnrýni á leiðtogahæfileika sína á bug og kveðst staðráðinn í að liðið muni svara fyrir slaka frammistöðu í Tékklandi á dögunum.
U21 árs landslið Íslands í handbolta er í Frakklandi um þessar mundir og leikur vináttuleiki gegn heimamönnum.
Einar Örn Jónsson þekkir íslenska handboltalandsliðið frá öllum hliðum og hann var í sjokki eftir leik íslenska liðsins á móti Tékkum á miðvikudaginn.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vantar sárlega leiðtoga. Þetta var meðal þess sem var rætt í Handkastinu í gær.