Bílastæði Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Jólamánuðurinn desember er annasamur tími og undirbúningur hefst snemma með ýmsum skemmtunum, tilboðum og jólaboðum. Umferð er erilsöm á þessum árstíma og oft örtröð á bílastæðum borgar og bæja. Um 20% allra umferðaróhappa verða á bílastæðum og er hlutfallið hér á landi svipað og annars staðar. Skoðun 10.12.2024 07:31 Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Tryggingafélagið VÍS, Vátryggingafélag Íslands, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu konu sem fór fram á að félagið myndi greiða henni tæplega 6,5 milljónir króna, auk vaxta, vegna slyss sem hún varð fyrir. Konan vildi raunar fá tæplega ellefu milljónir, en hafði þegar fengið 4,6 milljónir greiddar. Innlent 9.12.2024 22:06 Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks hefur lagt fram fjölda breytingartillagna við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, sem rædd var í annað sinn á fundi borgarstjórnar í dag. Meðal þess sem Sjálfstæðismenn vilja gera er að selja öll bílastæðahús í eigu borgarinnar. Innlent 3.12.2024 16:29 Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Viðræður standa nú yfir á milli Reykjavíkurborgar og Perlunnar þróunarfélags ehf. um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Í tilkynningu frá borginni segir að Perlan þróunarfélag ehf. hafi verið leigutaki síðustu átta ár. Þá kemur fram í sömu tilkynningu að gengið verði til samningaviðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal og 125 bílastæði í bílakjallara Hörpu. Innlent 7.11.2024 17:59 Hætta í bili að rukka fyrir stæðin í þremur götum nærri HÍ Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hætta við gjaldskyldu fyrir notkun bílastæða í þremur götum nálægt Háskóla Íslands þar til að skólinn mun sjálfur hefja gjaldtöku á bílastæðum sínum. Innlent 18.10.2024 08:47 Þurfa ekki að greiða vegna viðskiptavina sem borguðu ekki fyrir bílastæði Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar um að Brimborg ehf. þurfi ekki að greiða Rekstrarfélagi Hafnartorgs rúmar fimmtíu þúsund krónur, auk vaxta frá 31. maí 2019, vegna afnota viðskiptavina bílaleigu Brimborgar á bílastæði við Hafnartorg. Brimborg var sýknað af kröfum Rekstrarfélagsins á öllum dómstigum. Innlent 9.10.2024 18:29 Bílastæðin malbikuð og nýr útsýnispallur fyrir fatlað fólk Íris Guðnadóttir, einn landeigenda við Reynisfjöru, segir nýju bílastæðin bæta umferðaröryggi við þennan vinsæla ferðamannastað til muna. Búið er að malbika bílastæðin og merkja gönguleiðir á bílastæðin sjálf. Þá er einnig búið að gera göngustíg á milli bílastæða en um 300 metrar eru á milli. Innlent 8.10.2024 14:53 Rukka fyrir stæðin í þjóðgarðinum Sérstök bílastæðagjöld verða tekin upp í Snæfellsjökulsþjóðgarði næsta sumar. Tekjurnar eru sögð munu breyta rekstrarumhverfi þjóðgarðsins og nýtast til að standa kostnað af þjónustu. Innlent 8.10.2024 12:57 Mikill fjöldi bílastæða í eigu Heima gæti verið „ósnert auðlind“ Reksturinn hefur gengið „smurt fyrir sig“ hjá Heimum að undanförnu, að sögn hlutabréfagreinenda, en verðmatsgengi fyrirtækisins hefur verið hækkað lítillega og er núna talsvert umfram markaðsgengi. Markaðsvirði Heima, rétt eins og annarra skráðra fasteignafélaga, er samt enn mjög lágt í samanburði við bókfært virði eigna en hlutabréfaverðið hefur núna rokið upp um liðlega fjórðung á skömmum tíma. Innherji 4.10.2024 16:09 Malbika bílastæðin í Reynisfjöru Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag og föstudag í næstu viku á meðan planið verður malbikað. Ferðamenn geta lagt ókeypis í tveggja kílómetra fjarlægð frá fjörunni meðan á framkvæmdum stendur. Innlent 27.9.2024 13:33 Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum. Neytendur 20.9.2024 14:51 Ekki króna í þrotabúi Base parking Ekki króna fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabú Siglt í strand ehf., sem hét áður Base parking ehf.. Lýstar kröfur námu tæpum 59 milljónum króna. Viðskipti innlent 13.9.2024 11:29 Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendastofa hefur ákveðið að skoða heildstætt merkingar og framkvæmd gjaldtöku bílastæða hjá ellefu fyrirtækjum. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Neytendur 9.9.2024 07:48 Gjaldtöku á bílastæðum háskólans frestað Gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands hefur verið frestað fram yfir áramót. Ætlað var að almenn gjaldtaka yrði innleidd á háskólasvæðinu með fyrsta september en fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að vinna við innleiðinguna hafi tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni. Innlent 4.9.2024 15:55 Nemandi borgar fjögur þúsund á dag í bílastæðagjöld Móðir nemanda í Tækniskólanum við Hallgrímskirkju í Reykjavík, furðar sig á því að hann þurfi að greiða um fjögur þúsund krónur á dag í bílastæðagjöld, á bílastæði sem var gjaldfrjálst síðasta vetur. Skólameistari segir að skólinn sé í 101, og þar fækki bílastæðum stöðugt og fleiri og fleiri stæði verði gjaldskyld. Innlent 22.8.2024 12:23 Mikilvægt að bílastæðagjöld skili sér í þjónustu Bílastæðagjöld og aðgangseyrir að náttúruperlum skila eigendum gríðarlegum tekjum. Misjafnt er hvort eða hvernig rekstraraðilar ferðamannastaða nýta tekjur til uppbyggingar á aðstöðu. Innlent 20.8.2024 20:57 Stjórnlaus sprenging í bílastæðagjöldum við náttúruperlur Á fáeinum árum hefur orðið sprenging í bílastæðagjöldum við margar af helstu náttúruperlum landsins. Ferðamálastjóri segir stjórnleysi ríkja í málaflokknum og gjöldin leggist misvel í landann. Nauðsynlegt sé að koma böndum á þessa þróun. Innlent 19.8.2024 21:08 Rafbílaeigendur með sínar leiðir til að svindla Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir að rafmagnsbílaeigendur eigi það til að vera nokkuð lævísir við að leggja í hleðslustæði án þess að greiða bílastæðagjald og án þess að greiða fyrir hleðslu. Framkvæmdastjóri Ísorku segir fyrirtækið verða af tekjum vegna þessa. Innlent 17.8.2024 20:31 Segja Vöku fara offari við að draga burt bíla Svo virðist sem starfsmenn Vöku séu of duglegir í vinnunni og fari fram úr sér. Sú er í það minnsta skoðun Steinars Agnarssonar sem er smiður en hann hefur staðið í stappi við Vöku vegna húsbíls síns og svo annarra bíla sem hann segir hafa verið dregnir í burtu áður en tilskilinn frestur rann út. Reynir Guðmundsson framkvæmdastjóri Vöku vísar þessu á bug. Innlent 30.7.2024 15:42 Troðfullt á bílastæði við þjóðveginn og löng bið fram undan Fjöldinn allur af ferðamönnum bíður nú við Laufskálavörðu, austan megin við Skálm, eftir að þjóðvegurinn opni. Fjölmiðlamaðurinn Gunnlaugur Helgason, eða Gulli Helga, er á svæðinu og spáir enn lengri bið. Innlent 28.7.2024 19:55 Rukkaður um 2800 króna aukagjald í Reynisfjöru Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður segir farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking ehf, sem hann segir hafa rukkað sig um 2800 krónur aukalega fyrir bílastæði við Reynisfjöru en þegar höfðu verið greiddar þúsund krónur fyrir stæðið. Lendi ferðamenn á bílaleigubílum í því sama þurfi þeir að greiða enn meira. Neytendur 25.7.2024 13:40 Mótmælir gjaldtöku við Egilsstaðaflugvöll með gagnkvæmu skutli Sérstökum hóp hefur verið komið upp á Facebook til að komast hjá því að greiða ný bílastæðagjöld á Egilsstaðaflugvelli með því að skutla og ná gagnkvæmt í flugfarþega út á völl. Sveinn Snorri Sveinsson stofnandi hópsins segir ekki um mótmæli að ræða heldur aðgerðir. Innlent 17.7.2024 17:00 Segja Ásgeir Helga hafa verið 20 mínútur í stæðinu Svar hefur borist frá Isavia Innanlandsflugi vegna erindis Ásgeirs Helga Þrastarsonar um reikning vegna bílastæðis við Reykjavíkurflugvöll. Þar segir meðal annars að Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann. Innlent 3.7.2024 15:54 „Að láta taka sig ósmurt? Takk, en nei takk“ Ásgeir Helgi Þrastarson segir farir sínar ekki sléttar við þetta opinbera hlutafélag sem Isavia er og telur félagið vilja hlunnfara sig um bílastæðagjald. Hann hefur engan hug á að greiða reikninginn og vill fá fram svör. Innlent 3.7.2024 13:02 Innheimta bílastæðagjöld við innanlandsvelli á morgun Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hefur gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla á morgun. Um er að ræða flugvöllinn á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. Innlent 24.6.2024 14:29 Vísar á heilbrigðisráðherra að borga bílastæðagjöldin Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra vísar því til Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra að skoða hvort Sjúkratryggingar geti mætt þeim aukna kostnaði sem ný bílastæðagjöld á innanlandsflugvöllum valda landsbyggðarfólki á leið í læknisheimsóknir. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Þorgríms Sigmundssonar, varaþingmanns Miðflokksins úr Norðausturkjördæmi, á Alþingi í gær. Innlent 21.6.2024 11:11 Bílastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Bókanir fyrir bílastæðin við Keflavíkurflugvöll hafa ekki verið fleiri síðan sumarið 2016, þegar íslenska karlalandsliðið var að keppa á EM í knattspyrnu í Frakklandi. Líkur eru á því að bílastæðin gætu orðið uppbókuð í sumar, en ISAVIA hvetur fólk til að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn, þegar flugmiðinn er bókaður. Innlent 20.6.2024 16:05 Færa bílastæðið lengra frá Skógafossi og hefja gjaldtöku Framkvæmdir að nýju bílastæði við Skógafoss standa nú yfir en þeim mun ljúka þann fimmtánda september. Vegalengdin að fossinum sjálfum mun lengjast þar sem að gamla bílastæðinu verður lokað. Fólk í ferðaþjónustu hefur gagnrýnt þetta og sagt þetta hamla aðgengi að fossinum. Innlent 20.6.2024 12:29 „Þetta er breyting sem er ekki í takt við lögin“ Hæstaréttarlögmaður efast um lögmæti gjaldtöku á bílastæðum við innanlandflugvelli. Slíkt feli í sér möguleg brot á jafnræðisreglu og meiriháttar stefnubreytingu sem kalli á aukna pólitíska umræðu. Fátt virðist koma í veg fyrir að gjaldtaka hefjist á bílastæðum við þrjá innanlandsflugvelli á næstu dögum, en nýtt útspil fjármálaráðherra tefur málið. Innlent 18.6.2024 20:00 „Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. Innlent 18.6.2024 12:31 « ‹ 1 2 3 4 5 … 5 ›
Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Jólamánuðurinn desember er annasamur tími og undirbúningur hefst snemma með ýmsum skemmtunum, tilboðum og jólaboðum. Umferð er erilsöm á þessum árstíma og oft örtröð á bílastæðum borgar og bæja. Um 20% allra umferðaróhappa verða á bílastæðum og er hlutfallið hér á landi svipað og annars staðar. Skoðun 10.12.2024 07:31
Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Tryggingafélagið VÍS, Vátryggingafélag Íslands, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu konu sem fór fram á að félagið myndi greiða henni tæplega 6,5 milljónir króna, auk vaxta, vegna slyss sem hún varð fyrir. Konan vildi raunar fá tæplega ellefu milljónir, en hafði þegar fengið 4,6 milljónir greiddar. Innlent 9.12.2024 22:06
Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks hefur lagt fram fjölda breytingartillagna við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, sem rædd var í annað sinn á fundi borgarstjórnar í dag. Meðal þess sem Sjálfstæðismenn vilja gera er að selja öll bílastæðahús í eigu borgarinnar. Innlent 3.12.2024 16:29
Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Viðræður standa nú yfir á milli Reykjavíkurborgar og Perlunnar þróunarfélags ehf. um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Í tilkynningu frá borginni segir að Perlan þróunarfélag ehf. hafi verið leigutaki síðustu átta ár. Þá kemur fram í sömu tilkynningu að gengið verði til samningaviðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal og 125 bílastæði í bílakjallara Hörpu. Innlent 7.11.2024 17:59
Hætta í bili að rukka fyrir stæðin í þremur götum nærri HÍ Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hætta við gjaldskyldu fyrir notkun bílastæða í þremur götum nálægt Háskóla Íslands þar til að skólinn mun sjálfur hefja gjaldtöku á bílastæðum sínum. Innlent 18.10.2024 08:47
Þurfa ekki að greiða vegna viðskiptavina sem borguðu ekki fyrir bílastæði Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar um að Brimborg ehf. þurfi ekki að greiða Rekstrarfélagi Hafnartorgs rúmar fimmtíu þúsund krónur, auk vaxta frá 31. maí 2019, vegna afnota viðskiptavina bílaleigu Brimborgar á bílastæði við Hafnartorg. Brimborg var sýknað af kröfum Rekstrarfélagsins á öllum dómstigum. Innlent 9.10.2024 18:29
Bílastæðin malbikuð og nýr útsýnispallur fyrir fatlað fólk Íris Guðnadóttir, einn landeigenda við Reynisfjöru, segir nýju bílastæðin bæta umferðaröryggi við þennan vinsæla ferðamannastað til muna. Búið er að malbika bílastæðin og merkja gönguleiðir á bílastæðin sjálf. Þá er einnig búið að gera göngustíg á milli bílastæða en um 300 metrar eru á milli. Innlent 8.10.2024 14:53
Rukka fyrir stæðin í þjóðgarðinum Sérstök bílastæðagjöld verða tekin upp í Snæfellsjökulsþjóðgarði næsta sumar. Tekjurnar eru sögð munu breyta rekstrarumhverfi þjóðgarðsins og nýtast til að standa kostnað af þjónustu. Innlent 8.10.2024 12:57
Mikill fjöldi bílastæða í eigu Heima gæti verið „ósnert auðlind“ Reksturinn hefur gengið „smurt fyrir sig“ hjá Heimum að undanförnu, að sögn hlutabréfagreinenda, en verðmatsgengi fyrirtækisins hefur verið hækkað lítillega og er núna talsvert umfram markaðsgengi. Markaðsvirði Heima, rétt eins og annarra skráðra fasteignafélaga, er samt enn mjög lágt í samanburði við bókfært virði eigna en hlutabréfaverðið hefur núna rokið upp um liðlega fjórðung á skömmum tíma. Innherji 4.10.2024 16:09
Malbika bílastæðin í Reynisfjöru Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag og föstudag í næstu viku á meðan planið verður malbikað. Ferðamenn geta lagt ókeypis í tveggja kílómetra fjarlægð frá fjörunni meðan á framkvæmdum stendur. Innlent 27.9.2024 13:33
Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum. Neytendur 20.9.2024 14:51
Ekki króna í þrotabúi Base parking Ekki króna fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabú Siglt í strand ehf., sem hét áður Base parking ehf.. Lýstar kröfur námu tæpum 59 milljónum króna. Viðskipti innlent 13.9.2024 11:29
Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendastofa hefur ákveðið að skoða heildstætt merkingar og framkvæmd gjaldtöku bílastæða hjá ellefu fyrirtækjum. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Neytendur 9.9.2024 07:48
Gjaldtöku á bílastæðum háskólans frestað Gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands hefur verið frestað fram yfir áramót. Ætlað var að almenn gjaldtaka yrði innleidd á háskólasvæðinu með fyrsta september en fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að vinna við innleiðinguna hafi tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni. Innlent 4.9.2024 15:55
Nemandi borgar fjögur þúsund á dag í bílastæðagjöld Móðir nemanda í Tækniskólanum við Hallgrímskirkju í Reykjavík, furðar sig á því að hann þurfi að greiða um fjögur þúsund krónur á dag í bílastæðagjöld, á bílastæði sem var gjaldfrjálst síðasta vetur. Skólameistari segir að skólinn sé í 101, og þar fækki bílastæðum stöðugt og fleiri og fleiri stæði verði gjaldskyld. Innlent 22.8.2024 12:23
Mikilvægt að bílastæðagjöld skili sér í þjónustu Bílastæðagjöld og aðgangseyrir að náttúruperlum skila eigendum gríðarlegum tekjum. Misjafnt er hvort eða hvernig rekstraraðilar ferðamannastaða nýta tekjur til uppbyggingar á aðstöðu. Innlent 20.8.2024 20:57
Stjórnlaus sprenging í bílastæðagjöldum við náttúruperlur Á fáeinum árum hefur orðið sprenging í bílastæðagjöldum við margar af helstu náttúruperlum landsins. Ferðamálastjóri segir stjórnleysi ríkja í málaflokknum og gjöldin leggist misvel í landann. Nauðsynlegt sé að koma böndum á þessa þróun. Innlent 19.8.2024 21:08
Rafbílaeigendur með sínar leiðir til að svindla Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir að rafmagnsbílaeigendur eigi það til að vera nokkuð lævísir við að leggja í hleðslustæði án þess að greiða bílastæðagjald og án þess að greiða fyrir hleðslu. Framkvæmdastjóri Ísorku segir fyrirtækið verða af tekjum vegna þessa. Innlent 17.8.2024 20:31
Segja Vöku fara offari við að draga burt bíla Svo virðist sem starfsmenn Vöku séu of duglegir í vinnunni og fari fram úr sér. Sú er í það minnsta skoðun Steinars Agnarssonar sem er smiður en hann hefur staðið í stappi við Vöku vegna húsbíls síns og svo annarra bíla sem hann segir hafa verið dregnir í burtu áður en tilskilinn frestur rann út. Reynir Guðmundsson framkvæmdastjóri Vöku vísar þessu á bug. Innlent 30.7.2024 15:42
Troðfullt á bílastæði við þjóðveginn og löng bið fram undan Fjöldinn allur af ferðamönnum bíður nú við Laufskálavörðu, austan megin við Skálm, eftir að þjóðvegurinn opni. Fjölmiðlamaðurinn Gunnlaugur Helgason, eða Gulli Helga, er á svæðinu og spáir enn lengri bið. Innlent 28.7.2024 19:55
Rukkaður um 2800 króna aukagjald í Reynisfjöru Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður segir farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking ehf, sem hann segir hafa rukkað sig um 2800 krónur aukalega fyrir bílastæði við Reynisfjöru en þegar höfðu verið greiddar þúsund krónur fyrir stæðið. Lendi ferðamenn á bílaleigubílum í því sama þurfi þeir að greiða enn meira. Neytendur 25.7.2024 13:40
Mótmælir gjaldtöku við Egilsstaðaflugvöll með gagnkvæmu skutli Sérstökum hóp hefur verið komið upp á Facebook til að komast hjá því að greiða ný bílastæðagjöld á Egilsstaðaflugvelli með því að skutla og ná gagnkvæmt í flugfarþega út á völl. Sveinn Snorri Sveinsson stofnandi hópsins segir ekki um mótmæli að ræða heldur aðgerðir. Innlent 17.7.2024 17:00
Segja Ásgeir Helga hafa verið 20 mínútur í stæðinu Svar hefur borist frá Isavia Innanlandsflugi vegna erindis Ásgeirs Helga Þrastarsonar um reikning vegna bílastæðis við Reykjavíkurflugvöll. Þar segir meðal annars að Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann. Innlent 3.7.2024 15:54
„Að láta taka sig ósmurt? Takk, en nei takk“ Ásgeir Helgi Þrastarson segir farir sínar ekki sléttar við þetta opinbera hlutafélag sem Isavia er og telur félagið vilja hlunnfara sig um bílastæðagjald. Hann hefur engan hug á að greiða reikninginn og vill fá fram svör. Innlent 3.7.2024 13:02
Innheimta bílastæðagjöld við innanlandsvelli á morgun Isavia Innanlandsflugvellir, dótturfélag Isavia, hefur gjaldtöku á bílastæðum þriggja innanlandsflugvalla á morgun. Um er að ræða flugvöllinn á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. Innlent 24.6.2024 14:29
Vísar á heilbrigðisráðherra að borga bílastæðagjöldin Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra vísar því til Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra að skoða hvort Sjúkratryggingar geti mætt þeim aukna kostnaði sem ný bílastæðagjöld á innanlandsflugvöllum valda landsbyggðarfólki á leið í læknisheimsóknir. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Þorgríms Sigmundssonar, varaþingmanns Miðflokksins úr Norðausturkjördæmi, á Alþingi í gær. Innlent 21.6.2024 11:11
Bílastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Bókanir fyrir bílastæðin við Keflavíkurflugvöll hafa ekki verið fleiri síðan sumarið 2016, þegar íslenska karlalandsliðið var að keppa á EM í knattspyrnu í Frakklandi. Líkur eru á því að bílastæðin gætu orðið uppbókuð í sumar, en ISAVIA hvetur fólk til að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn, þegar flugmiðinn er bókaður. Innlent 20.6.2024 16:05
Færa bílastæðið lengra frá Skógafossi og hefja gjaldtöku Framkvæmdir að nýju bílastæði við Skógafoss standa nú yfir en þeim mun ljúka þann fimmtánda september. Vegalengdin að fossinum sjálfum mun lengjast þar sem að gamla bílastæðinu verður lokað. Fólk í ferðaþjónustu hefur gagnrýnt þetta og sagt þetta hamla aðgengi að fossinum. Innlent 20.6.2024 12:29
„Þetta er breyting sem er ekki í takt við lögin“ Hæstaréttarlögmaður efast um lögmæti gjaldtöku á bílastæðum við innanlandflugvelli. Slíkt feli í sér möguleg brot á jafnræðisreglu og meiriháttar stefnubreytingu sem kalli á aukna pólitíska umræðu. Fátt virðist koma í veg fyrir að gjaldtaka hefjist á bílastæðum við þrjá innanlandsflugvelli á næstu dögum, en nýtt útspil fjármálaráðherra tefur málið. Innlent 18.6.2024 20:00
„Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. Innlent 18.6.2024 12:31