Hjörtur J. Guðmundsson Tala eingöngu um vextina Hvers vegna skyldu talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið svo gott sem eingöngu tala um vaxtastigið á evrusvæðinu þegar efnahagsmál þess eru annars vegar? Jú, vegna þess að fæstar hagtölur innan svæðisins eru eitthvað til þess að hrópa húrra yfir. Skoðun 24.8.2024 09:01 Fór út fyrir umboð sitt Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem spurt var hvort vilji væri fyrir því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Var það samþykkt með atkvæðum tæplega 31% kjósenda á kjörskrá en kjörsókn var einungis 48,4%. Frumvarpið var í kjölfarið lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga áður en þingkosningar fóru fram næsta vor. Skoðun 21.8.2024 08:01 Fjármagna enn hernað Rússlands Tveimur og hálfu ári eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu flæða enn tugir milljarða evra í ríkissjóð Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins vegna kaupa á rússneskri orku. Einkum gasi. Þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til þess að draga úr slíkum kaupum eru þau enn í dag umtalsverð. Þá er rússneskt gas í ófáum tilfellum flutt til ríkja sambandsins í gegnum önnur ríki sem þarlend framleiðsla. Skoðun 18.8.2024 09:00 Hættu að spyrja um spillinguna Mikill meirihluti íbúa ríkja Evrópusambandsins taldi spillingu þrífast innan stofnana þess samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var fyrir framkvæmdastjórn sambandsins árið 2013 eða 70%. Þar af 84% aðspurðra í Svíþjóð, 82% í Þýzkalandi og 80% í Austurríki. Hliðstætt hafði komið fram árin á undan. Viðbrögð Evrópusambandsins voru þau að hætta að spyrja um spillingu í stofnunum þess. Skoðun 12.8.2024 08:00 Hvar er restin af könnuninni? Munurinn á fjölda þeirra sem eru annað hvort andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða hlynntir henni er einungis 6,8 prósentustig stuðningsmönnum inngöngu í vil ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna sem birtar voru í byrjun júlí. Skoðun 9.8.2024 07:30 Hryllir við tilhugsuninni „Við skulum orða þetta svona. Þrátt fyrir að flestir sjómenn hafi orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með útlit samningsins hryllir þá flesta við þeirri tilhugsun að ganga aftur í Evrópusambandið og myndu ekki styðja neitt sem myndi leiða til þess,“ sagði Mike Park, framkvæmdastjóri Scottish White Fish Producers Association, við fréttavefinn Politico.eu í janúar 2021. Skoðun 6.8.2024 09:35 Milli vonar og ótta „Horft fram á veginn mun þýzkt efnahagslíf halda áfram að sveiflast á milli vonar og ótta.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greiningu hollenzka alþjóðabankans ING á stöðu mála í hagkerfi Þýzkalands sem birt var 30. júlí síðastliðinn. Þar segir enn fremur að stöðnun hafi ríkt í þýzku efnahagslífi undanfarin ár með litlum eða engum hagvexti. „Hagkerfið er raunar minna í dag en það var fyrir tveimur árum síðan.“ Skoðun 3.8.2024 09:01 Volaða þjóð? Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Skoðun 31.7.2024 09:01 Myndum greiða miklu meira Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni liggur fyrir að við Íslendingar myndum alltaf greiða miklu meira til sambandsins en við fengjum til baka frá því í formi styrkja. Skoðun 29.7.2024 08:00 Færeyingar vissulega til fyrirmyndar Fyrir síðustu helgi kaus Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein á Vísir.is að taka Færeyjar sem dæmi um Evrópuland þar sem finna mætti meiri lífsgæði en hér á landi. Tilgangurinn var sem fyrr að reyna að tína til rök fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Skoðun 27.7.2024 10:01 Höfðu algerlega rétt fyrir sér „Ég spái því að Ísland gangi ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð,“ sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, á fundi í Norræna húsinu sem fram fór 24. september 2009, tæpum tveimur mánuðum eftir að samþykkt var naumlega á Alþingi að sækja um inngöngu í sambandið. Skoðun 25.7.2024 10:48 Tíminn vinnur ekki með þeim Haustið 2022 ritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, grein í Fréttablaðið þar sem hún hvatti Evrópusambandssinna til þess að ganga til liðs við flokkinn þar sem hann yrði einn um það að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá næstu stjórnarmyndunarviðræðna. Tilefnið var sú ákvörðun forystu Samfylkingarinnar að leggja áherzlu flokksins á inngöngu í sambandið til hliðar. Fylgi Samfylkingarinnar hefur síðan stóraukizt á meðan fylgi Viðreisnar er nokkurn veginn á sömu slóðum. Skoðun 23.7.2024 08:01 Klæðaleysi keisarans Hvar væri maður ef ekki væri fyrir menn eins og Ole Anton Bieltvedt sem veitir manni hvert tilefnið á fætur öðru til þess að stinga niður penna og fjalla um Evrópumálin. Málaflokk sem varðar mikilvæga hagsmuni okkar enda snýst hann fyrst og fremst um það hvort við förum áfram með valdið yfir okkar eigin málum eða framseljum það til Evrópusambandsins þar sem vægi okkar færi einkum eftir íbúafjölda landsins. Skoðun 18.7.2024 10:31 Hvernig og hvenær en ekki hvort Venjulega þykir það góður siður að lesa greinar sem maður hyggst svara áður en maður svarar þeim. Hins vegar má ljóst vera að sumir hafa það ekki að leiðarljósi. Til að mynda minn góði vinur Ole Anton Bieltvedt. Ég fjallaði þannig um það í grein á Vísir.is í gær að reglur Evrópusambandsins væru óumsemjanlegar þegar ný ríki gengju þar inn. Þar vitnaði ég beint til orða sambandsins sjálfs, nánar tiltekið bæklings sem það hefur gefið út til þess að útskýra inngönguferlið. Ole hefði ljóslega afar gott af því að kynna sér efni hans: Skoðun 15.7.2024 07:30 Reglurnar eru óumsemjanlegar Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið hefur framkvæmdastjórn sambandsins gefið út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar er meðal annars útskýrt með ágætlega skilmerkilegum hætti hvers eðlis þær viðræður eru sem fram fara á milli Evrópusambandsins og umsóknarríkja í ferlinu. Óhætt er að segja að sú lýsing rími ekki beinlínis vel við fullyrðingar sumra um að hægt sé nánast að semja um hvað sem er við sambandið. Skoðun 14.7.2024 11:10 Þegar rökin skortir Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði eðli málsins samkvæmt ekki samið um það hvert vægi landsins yrði innan þess. Þar er enda um að ræða fyrirkomulag sem nær til allra ríkja sambandsins og tekur fyrst og fremst mið af íbúafjölda þeirra. Skoðun 10.7.2024 08:00 „Þið vitið hvað þið væruð að fara út í“ Fyrir fjórum árum síðan samþykktu ríki Evrópusambandsins að komið yrði á viðamiklu styrktarkerfi vegna kórónuveirufaraldursins. Danmörk, Austurríki, Holland og Svíþjóð höfðu barizt gegn kerfinu en drógu síðan í land og beittu sér einkum gegn því með stuðningi Þýzkalands og síðar Finnlands að það byggði á sameiginlegri skuldaábyrgð ríkjanna. Skoðun 8.7.2024 12:31 Kaupin á eyrinni Fremur erfitt er að taka ekki íbúafjölda Íslands inn í myndina í umræðum um Evrópusambandið þegar fyrir liggur að mælikvarðinn á vægi ríkja innan sambandsins er fyrst og fremst hversu fjölmenn þau eru. Skoðun 4.7.2024 07:30 Málað sig út í horn Forsenda þess að sigur vannst í landhelgisdeilunum á síðustu öld var sú að valdið til töku ákvarðana í þeim efnum var í okkar höndum. Fyrir vikið gátu íslenzk stjórnvöld ekki einungis talað máli þjóðarinnar á alþjóðavettvangi heldur einnig gripið til nauðsynlegra aðgerða þegar erlend ríki eins og Bretland og Vestur-Þýzkaland voru ekki reiðubúin vegna eigin hagsmuna að taka tillit til vel rökstudds málflutnings okkar. Skoðun 2.7.2024 07:00 Verst fyrir fámennustu ríkin Væntanlega getum við verið sammála um það að hálfur þingmaður á Alþingi væri ekki beinlínis ávísun á áhrif þar á bæ. Hvað þá einungis 5% af þingmanni. Þetta er engu að síður sambærilegt við það vægi sem Ísland myndi hafa annars vegar á þingi Evrópusambandsins og hins vegar allajafna í ráðherraráði þess kæmi til inngöngu landsins í sambandið. Vægi ríkja innan þess fer enda fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Skoðun 29.6.2024 10:00 Hafa ekki hug á inngöngu í ESB Meirihluti hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár eða allt frá árinu 2005. Sú nýjasta fyrr í þessum mánuði sýnir tvöfalt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta. Þá hafa kannanir undanfarin ár ítrekað sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Skoðun 23.6.2024 10:31 Heppni að ekkert fordæmi var til staðar Fullyrt hefur verið að Ísland hafi haft sigur í Icesave-deilunni vegna þess að evrópskur dómstóll hafi bjargað landinu. Vísað er þar til þeirrar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 að íslenzka ríkið væri ekki ábyrgt fyrir innistæðutryggingum vegna innistæðna í Icesave-netbankanum sem starfræktur var af Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi. Þær fullyrðingar standast hins vegar í reynd alls enga skoðun. Skoðun 8.6.2024 10:00 Milljarðar fyrir verri viðskiptakjör Fyrir síðustu jól tilkynntu stjórnvöld að samkomulag væri í höfn um frekari greiðslur Íslands í uppbyggingarsjóð Evrópska efnahagssvæðisins vegna aðildar landsins að EES-samningnum. Skoðun 4.6.2024 10:01 Hæfasti einstaklingurinn Forsetakosningarnar sem fram fara í dag snúast fyrst og fremst um hæfasta einstaklinginn til þess að gegna embætti forseta Íslands að mati hvers og eins. Kosningarnar eru persónukjör. Þær eru í raun atvinnuviðtal eins og ýmsir hafa nefnt réttilega. Við kjósendur erum sameiginlega að ráða í starfið. Hver og einn greiðir atkvæði með þeim sem hann vill sjá sem forseta lýðveldisins og síðan liggur niðurstaðan fyrir. Skoðun 1.6.2024 09:00 Tveir forsetar fyrir einn Forsetum lýðveldisins hefur gjarnan verið skipt í tvo hópa. Þá sem komið hafa úr stjórnmálum og hina sem komið hafa úr fræða- og menningarheiminum. Með Katrínu Jakobsdóttur fengi þjóðin í raun tvo fyrir einn í þeim efnum. Forseta með bæði mikla reynslu úr stjórnmálum, sem reynzt hefur þeim forsetum vel sem búið hafa að henni í störfum sínum fyrir þjóðina, og forseta sem látið hefur sér annt um menningu þjóðarinnar. Skoðun 30.5.2024 13:30 Dýrmætt veganesti í forsetaembættið Víða í lýðveldum Evrópu er fyrir að fara einhvers konar neitunarvaldi forseta. Að sama skapi er velþekkt víða í álfunni að háttsettir ráðherrar, þar á meðal forsætisráðherrar, séu kosnir forsetar og segi þá ekki af sér fyrr en þeir hafa verið kjörnir. Þar á meðal í hinu norræna lýðveldinu, Finnlandi. Hvað hin norrænu ríkin varðar er þjóðhöfðinginn ekki einu sinni kjörinn heldur gengur staðan sem kunnugt er í erfðir. Skoðun 26.5.2024 17:30 Hvaðan kemur fylgi Katrínar? Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu Jakobsdóttur atkvæði sitt í forsetakosningunum miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Skoðun 21.5.2024 17:00 Mesti stjórnmálamaðurinn? Mikil áherzla hefur verið lögð á það af hálfu Höllu Hrundar Logadóttur að ekki sé rétt að kjósa fyrrverandi stjórnmálamann sem forseta. Þeim orðum hefur ljóslega fyrst og fremst verið beint að Katrínu Jakobsdóttur þó fleiri frambjóðendur hafi einnig tekið þátt í stjórnmálum. Skoðun 18.5.2024 11:01 Vill ekki lengur íslenzkan her? „Ég hef aldrei lagt til að við eigum að stofna her. Ég er persónulega algjörlega á móti því að við eigum að stofna her,“ sagði Baldur Þórhallsson í þættinum Pressa á Heimildinni 26. apríl spurður til að mynda út í ummæli sem hann lét falla í hlaðvarpi Harmageddon í marz 2022 þess efnis að Ísland þyrfti á hundrað manna varnarliði að halda til þess að verja landið. Skoðun 17.5.2024 08:45 Hvers vegna þurfti að farga bókinni? Fjallað var um það í fjölmiðlum fyrr í vikunni að farga hefði þurft 30.000 eintökum af bók sem til stendur að gefa út í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins í ár. Ástæðan var sögð sú að Katrín Jakobsdóttir hefði skrifað formála að bókinni áður en hún lét af embætti sem forsætisráðherra. Skoðun 16.5.2024 09:00 « ‹ 1 2 3 4 5 … 5 ›
Tala eingöngu um vextina Hvers vegna skyldu talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið svo gott sem eingöngu tala um vaxtastigið á evrusvæðinu þegar efnahagsmál þess eru annars vegar? Jú, vegna þess að fæstar hagtölur innan svæðisins eru eitthvað til þess að hrópa húrra yfir. Skoðun 24.8.2024 09:01
Fór út fyrir umboð sitt Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem spurt var hvort vilji væri fyrir því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Var það samþykkt með atkvæðum tæplega 31% kjósenda á kjörskrá en kjörsókn var einungis 48,4%. Frumvarpið var í kjölfarið lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga áður en þingkosningar fóru fram næsta vor. Skoðun 21.8.2024 08:01
Fjármagna enn hernað Rússlands Tveimur og hálfu ári eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu flæða enn tugir milljarða evra í ríkissjóð Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins vegna kaupa á rússneskri orku. Einkum gasi. Þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til þess að draga úr slíkum kaupum eru þau enn í dag umtalsverð. Þá er rússneskt gas í ófáum tilfellum flutt til ríkja sambandsins í gegnum önnur ríki sem þarlend framleiðsla. Skoðun 18.8.2024 09:00
Hættu að spyrja um spillinguna Mikill meirihluti íbúa ríkja Evrópusambandsins taldi spillingu þrífast innan stofnana þess samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var fyrir framkvæmdastjórn sambandsins árið 2013 eða 70%. Þar af 84% aðspurðra í Svíþjóð, 82% í Þýzkalandi og 80% í Austurríki. Hliðstætt hafði komið fram árin á undan. Viðbrögð Evrópusambandsins voru þau að hætta að spyrja um spillingu í stofnunum þess. Skoðun 12.8.2024 08:00
Hvar er restin af könnuninni? Munurinn á fjölda þeirra sem eru annað hvort andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða hlynntir henni er einungis 6,8 prósentustig stuðningsmönnum inngöngu í vil ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna sem birtar voru í byrjun júlí. Skoðun 9.8.2024 07:30
Hryllir við tilhugsuninni „Við skulum orða þetta svona. Þrátt fyrir að flestir sjómenn hafi orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með útlit samningsins hryllir þá flesta við þeirri tilhugsun að ganga aftur í Evrópusambandið og myndu ekki styðja neitt sem myndi leiða til þess,“ sagði Mike Park, framkvæmdastjóri Scottish White Fish Producers Association, við fréttavefinn Politico.eu í janúar 2021. Skoðun 6.8.2024 09:35
Milli vonar og ótta „Horft fram á veginn mun þýzkt efnahagslíf halda áfram að sveiflast á milli vonar og ótta.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greiningu hollenzka alþjóðabankans ING á stöðu mála í hagkerfi Þýzkalands sem birt var 30. júlí síðastliðinn. Þar segir enn fremur að stöðnun hafi ríkt í þýzku efnahagslífi undanfarin ár með litlum eða engum hagvexti. „Hagkerfið er raunar minna í dag en það var fyrir tveimur árum síðan.“ Skoðun 3.8.2024 09:01
Volaða þjóð? Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Skoðun 31.7.2024 09:01
Myndum greiða miklu meira Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni liggur fyrir að við Íslendingar myndum alltaf greiða miklu meira til sambandsins en við fengjum til baka frá því í formi styrkja. Skoðun 29.7.2024 08:00
Færeyingar vissulega til fyrirmyndar Fyrir síðustu helgi kaus Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein á Vísir.is að taka Færeyjar sem dæmi um Evrópuland þar sem finna mætti meiri lífsgæði en hér á landi. Tilgangurinn var sem fyrr að reyna að tína til rök fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Skoðun 27.7.2024 10:01
Höfðu algerlega rétt fyrir sér „Ég spái því að Ísland gangi ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð,“ sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, á fundi í Norræna húsinu sem fram fór 24. september 2009, tæpum tveimur mánuðum eftir að samþykkt var naumlega á Alþingi að sækja um inngöngu í sambandið. Skoðun 25.7.2024 10:48
Tíminn vinnur ekki með þeim Haustið 2022 ritaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, grein í Fréttablaðið þar sem hún hvatti Evrópusambandssinna til þess að ganga til liðs við flokkinn þar sem hann yrði einn um það að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá næstu stjórnarmyndunarviðræðna. Tilefnið var sú ákvörðun forystu Samfylkingarinnar að leggja áherzlu flokksins á inngöngu í sambandið til hliðar. Fylgi Samfylkingarinnar hefur síðan stóraukizt á meðan fylgi Viðreisnar er nokkurn veginn á sömu slóðum. Skoðun 23.7.2024 08:01
Klæðaleysi keisarans Hvar væri maður ef ekki væri fyrir menn eins og Ole Anton Bieltvedt sem veitir manni hvert tilefnið á fætur öðru til þess að stinga niður penna og fjalla um Evrópumálin. Málaflokk sem varðar mikilvæga hagsmuni okkar enda snýst hann fyrst og fremst um það hvort við förum áfram með valdið yfir okkar eigin málum eða framseljum það til Evrópusambandsins þar sem vægi okkar færi einkum eftir íbúafjölda landsins. Skoðun 18.7.2024 10:31
Hvernig og hvenær en ekki hvort Venjulega þykir það góður siður að lesa greinar sem maður hyggst svara áður en maður svarar þeim. Hins vegar má ljóst vera að sumir hafa það ekki að leiðarljósi. Til að mynda minn góði vinur Ole Anton Bieltvedt. Ég fjallaði þannig um það í grein á Vísir.is í gær að reglur Evrópusambandsins væru óumsemjanlegar þegar ný ríki gengju þar inn. Þar vitnaði ég beint til orða sambandsins sjálfs, nánar tiltekið bæklings sem það hefur gefið út til þess að útskýra inngönguferlið. Ole hefði ljóslega afar gott af því að kynna sér efni hans: Skoðun 15.7.2024 07:30
Reglurnar eru óumsemjanlegar Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið hefur framkvæmdastjórn sambandsins gefið út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar er meðal annars útskýrt með ágætlega skilmerkilegum hætti hvers eðlis þær viðræður eru sem fram fara á milli Evrópusambandsins og umsóknarríkja í ferlinu. Óhætt er að segja að sú lýsing rími ekki beinlínis vel við fullyrðingar sumra um að hægt sé nánast að semja um hvað sem er við sambandið. Skoðun 14.7.2024 11:10
Þegar rökin skortir Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði eðli málsins samkvæmt ekki samið um það hvert vægi landsins yrði innan þess. Þar er enda um að ræða fyrirkomulag sem nær til allra ríkja sambandsins og tekur fyrst og fremst mið af íbúafjölda þeirra. Skoðun 10.7.2024 08:00
„Þið vitið hvað þið væruð að fara út í“ Fyrir fjórum árum síðan samþykktu ríki Evrópusambandsins að komið yrði á viðamiklu styrktarkerfi vegna kórónuveirufaraldursins. Danmörk, Austurríki, Holland og Svíþjóð höfðu barizt gegn kerfinu en drógu síðan í land og beittu sér einkum gegn því með stuðningi Þýzkalands og síðar Finnlands að það byggði á sameiginlegri skuldaábyrgð ríkjanna. Skoðun 8.7.2024 12:31
Kaupin á eyrinni Fremur erfitt er að taka ekki íbúafjölda Íslands inn í myndina í umræðum um Evrópusambandið þegar fyrir liggur að mælikvarðinn á vægi ríkja innan sambandsins er fyrst og fremst hversu fjölmenn þau eru. Skoðun 4.7.2024 07:30
Málað sig út í horn Forsenda þess að sigur vannst í landhelgisdeilunum á síðustu öld var sú að valdið til töku ákvarðana í þeim efnum var í okkar höndum. Fyrir vikið gátu íslenzk stjórnvöld ekki einungis talað máli þjóðarinnar á alþjóðavettvangi heldur einnig gripið til nauðsynlegra aðgerða þegar erlend ríki eins og Bretland og Vestur-Þýzkaland voru ekki reiðubúin vegna eigin hagsmuna að taka tillit til vel rökstudds málflutnings okkar. Skoðun 2.7.2024 07:00
Verst fyrir fámennustu ríkin Væntanlega getum við verið sammála um það að hálfur þingmaður á Alþingi væri ekki beinlínis ávísun á áhrif þar á bæ. Hvað þá einungis 5% af þingmanni. Þetta er engu að síður sambærilegt við það vægi sem Ísland myndi hafa annars vegar á þingi Evrópusambandsins og hins vegar allajafna í ráðherraráði þess kæmi til inngöngu landsins í sambandið. Vægi ríkja innan þess fer enda fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Skoðun 29.6.2024 10:00
Hafa ekki hug á inngöngu í ESB Meirihluti hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár eða allt frá árinu 2005. Sú nýjasta fyrr í þessum mánuði sýnir tvöfalt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta. Þá hafa kannanir undanfarin ár ítrekað sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Skoðun 23.6.2024 10:31
Heppni að ekkert fordæmi var til staðar Fullyrt hefur verið að Ísland hafi haft sigur í Icesave-deilunni vegna þess að evrópskur dómstóll hafi bjargað landinu. Vísað er þar til þeirrar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 að íslenzka ríkið væri ekki ábyrgt fyrir innistæðutryggingum vegna innistæðna í Icesave-netbankanum sem starfræktur var af Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi. Þær fullyrðingar standast hins vegar í reynd alls enga skoðun. Skoðun 8.6.2024 10:00
Milljarðar fyrir verri viðskiptakjör Fyrir síðustu jól tilkynntu stjórnvöld að samkomulag væri í höfn um frekari greiðslur Íslands í uppbyggingarsjóð Evrópska efnahagssvæðisins vegna aðildar landsins að EES-samningnum. Skoðun 4.6.2024 10:01
Hæfasti einstaklingurinn Forsetakosningarnar sem fram fara í dag snúast fyrst og fremst um hæfasta einstaklinginn til þess að gegna embætti forseta Íslands að mati hvers og eins. Kosningarnar eru persónukjör. Þær eru í raun atvinnuviðtal eins og ýmsir hafa nefnt réttilega. Við kjósendur erum sameiginlega að ráða í starfið. Hver og einn greiðir atkvæði með þeim sem hann vill sjá sem forseta lýðveldisins og síðan liggur niðurstaðan fyrir. Skoðun 1.6.2024 09:00
Tveir forsetar fyrir einn Forsetum lýðveldisins hefur gjarnan verið skipt í tvo hópa. Þá sem komið hafa úr stjórnmálum og hina sem komið hafa úr fræða- og menningarheiminum. Með Katrínu Jakobsdóttur fengi þjóðin í raun tvo fyrir einn í þeim efnum. Forseta með bæði mikla reynslu úr stjórnmálum, sem reynzt hefur þeim forsetum vel sem búið hafa að henni í störfum sínum fyrir þjóðina, og forseta sem látið hefur sér annt um menningu þjóðarinnar. Skoðun 30.5.2024 13:30
Dýrmætt veganesti í forsetaembættið Víða í lýðveldum Evrópu er fyrir að fara einhvers konar neitunarvaldi forseta. Að sama skapi er velþekkt víða í álfunni að háttsettir ráðherrar, þar á meðal forsætisráðherrar, séu kosnir forsetar og segi þá ekki af sér fyrr en þeir hafa verið kjörnir. Þar á meðal í hinu norræna lýðveldinu, Finnlandi. Hvað hin norrænu ríkin varðar er þjóðhöfðinginn ekki einu sinni kjörinn heldur gengur staðan sem kunnugt er í erfðir. Skoðun 26.5.2024 17:30
Hvaðan kemur fylgi Katrínar? Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu Jakobsdóttur atkvæði sitt í forsetakosningunum miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Skoðun 21.5.2024 17:00
Mesti stjórnmálamaðurinn? Mikil áherzla hefur verið lögð á það af hálfu Höllu Hrundar Logadóttur að ekki sé rétt að kjósa fyrrverandi stjórnmálamann sem forseta. Þeim orðum hefur ljóslega fyrst og fremst verið beint að Katrínu Jakobsdóttur þó fleiri frambjóðendur hafi einnig tekið þátt í stjórnmálum. Skoðun 18.5.2024 11:01
Vill ekki lengur íslenzkan her? „Ég hef aldrei lagt til að við eigum að stofna her. Ég er persónulega algjörlega á móti því að við eigum að stofna her,“ sagði Baldur Þórhallsson í þættinum Pressa á Heimildinni 26. apríl spurður til að mynda út í ummæli sem hann lét falla í hlaðvarpi Harmageddon í marz 2022 þess efnis að Ísland þyrfti á hundrað manna varnarliði að halda til þess að verja landið. Skoðun 17.5.2024 08:45
Hvers vegna þurfti að farga bókinni? Fjallað var um það í fjölmiðlum fyrr í vikunni að farga hefði þurft 30.000 eintökum af bók sem til stendur að gefa út í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins í ár. Ástæðan var sögð sú að Katrín Jakobsdóttir hefði skrifað formála að bókinni áður en hún lét af embætti sem forsætisráðherra. Skoðun 16.5.2024 09:00