Skel fjárfestingafélag Styrkás verður „töluvert“ umsvifameira við skráningu í Kauphöll Horft er til þess að Styrkás, eignarhaldsfélag Skeljungs og Kletts, verði „töluvert“ umsvifameira við skráningu þess í Kauphöll fyrir árslok 2027, að sögn forstjóra Skel fjárfestingafélags. Tækifæri eru til ytri vaxtar á sviði orku og efnavöru, tækjum og búnaði, umhverfi, iðnaði og eignaumsýslu. Innherji 5.7.2023 08:43 Öll félög hækkað eftir Alvotech vendingar Gengi allra skráðra félaga í Kauphöll Íslands hefur hækkað það sem af er degi eftir miklar lækkanir í gær. Líftæknifyrirtækið Alvotech er hástökkvari dagsins með 14,30 prósent hækkun en næst á eftir koma Sýn með 6,67 prósenta hækkun og Skel með 6,09 prósent. Þá hefur velta markaðarins verið umfram meðaltal mánaðarins bæði í dag og í gær. Viðskipti innlent 30.6.2023 14:54 Tekjur móðurfélags Heimkaupa drógust saman um fjórðung Tekjur Wedo, móðurfélags Heimkaupa, Hópkaupa og Bland.is, drógust saman um 26 prósent á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2022. Minni sölu má rekja til þess að neytendur keyptu í auknum mæli í hefðbundum verslunum eftir faraldurinn, segir stjórn félagsins. Innherji 24.6.2023 12:13 Selja allan fimmtungshlut sinn í fjárfestingafélaginu Streng Félög sem er stýrt af fjárfestunum Jóni Ásgeir Jóhannessyni og Sigurði Bollasyni hafa stækkað óbeinan eignarhlut sinn í SKEL fjárfestingafélagi eftir að hafa keypt samanlagt tuttugu prósenta hlut í Strengi. Seljendur bréfanna eru viðskiptafélagarnir Þórarinn Arnar Ævarsson og Gunnar Sverrir Harðarson en þeir fá meðal annars afhend bréf í Kaldalón í viðskiptunum og eru nú orðnir einir stærstu hluthafar fasteignafélagsins. Innherji 20.6.2023 09:17 Verslunarrekstur Orkunnar seldur til Heimkaupa og Gréta María ráðin forstjóri Gréta María Grétarsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra Arctic Adventures í eitt og hálft ár, mun taka við sem forstjóri Heimkaupa, samkvæmt heimildum Innherja. Hennar verkefni verður að byggja upp nýtt afl á smásölumarkaði en rekstur Heimkaupa verður í breyttri mynd þar sem allar einingar sem snúa að verslunarrekstri Orkunnar verða seldar til Heimkaupa. Innherji 11.5.2023 15:21 Jakobsson verðmetur Skel ríflega tuttugu prósent yfir markaðsverði Jakobsson Capital verðmetur Skel fjárfestingafélag 22 prósent yfir markaðsverði. Greiningarfyrirtækið verðmetur dótturfélög Skel lítilsháttar hærra en fjárfestingafélagið gerir sjálft en þykir hins vegar bókfært virði Orkunnar vera um 20 prósent of hátt. Innherji 17.4.2023 16:46 SKEL tókst að hrista sofandiháttinn af Orkunni, Skeljungi og Gallon Tekist hefur að hrista sofandiháttinn af Orkunni, Skeljungi og Gallon sem einkenndi rekstur þeirra að ákveðnu leyti á meðan fyrirtækin voru samofin, sagði Jón Ásgeir Jónsson, stjórnarformaður SKELJAR fjárfestingarfélags. Innherji 8.3.2023 14:23 Forstjóri SKEL ekki á þeirri skoðun að verðmiði Fossa sé of hár Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL fjárfestingafélags, sem er næststærsti hluthafi VÍS, segist ekki vera á þeirri skoðun að fjárfestingabankinn Fossar sé verðmetinn of hátt í fyrirhuguðum samruna við tryggingafélagið. Hann telur að „strategísk tækifæri“ geti falist í sameiningu félaganna. Innherji 17.2.2023 14:03 Bílstjórar þyrftu að vinna í 42 mánuði til að ná mánaðarlaunum forstjóra Bílstjórar hjá Skeljungi þyrftu að vinna í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjóra SKEL. Grunnlaun bílstjóra eru um og yfir fjögur hundruð þúsund á mánuði en nýr forstjóri SKEL fékk að meðaltali 19 milljónir á mánuði í fyrra. Viðskipti innlent 16.2.2023 17:03 Kostnaður við 90 daga neyðarbirgðir yrði olíufélögum of þungbær Skeljungur, dótturfélag SKEL fjárfestingafélags, telur að rekstrargrundvöllur félagsins, sem og annarra olíufélaga, geti ekki staðið undir fjármagnskostnaði sem félli til vegna þeirra kvaða um birgðahald eldsneytis sem áformað er að leiða í lög. Nauðsynlegt sé að niðurgreiða aukið birgðahald enda sé það hlutverk ríkisins, ekki einkafyrirtækja, að tryggja þjóðaröryggi. Innherji 14.2.2023 09:09 Selur helmingshlut í Íslenska vetnisfélaginu til fransks fyrirtækis Orkan hefur selt helmingshlut í Íslenska vetnisfélaginu til franska fyrirtækisins Qair. Viðskipti innlent 13.2.2023 10:32 Klettur í eigu Skeljungs og Kristján Már nýr forstjóri Kristján Már Atlason verður forstjóri Kletts - sölu og þjónustu en Skeljungur gekk formlega frá kaupum á Kletti í dag. Samhliða tók SKEL fjárfestingafélag yfir Klettagarða 8-10 ehf., félaginu sem á og rekur húsnæðið sem hýsir hluta af starfsemi Kletts. Viðskipti innlent 10.2.2023 15:30 Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa Hótel Selfoss Hið nýstofnaða eignarhaldsfélag JAE, sem er meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, hefur gengið frá kaupum á Hótel Selfoss. Áður hafði sama félag fyrr á árinu einnig eignast Hótel Vestmannaeyjar. Innherji 31.12.2022 10:34 Guðni og Sigurður reka fjárfestingafélag með átta milljarða í eigið fé Guðni Rafn Eiríksson, fjárfestir og eigandi verslananna Epli, og Sigurður Bollason fjárfestir reka fjárfestingafélag sem er með um átta milljarða í eigið fé. Innherji 24.11.2022 14:02 Selur hlut sinn í Orkufélaginu fyrir tæplega þrjá milljarða SKEL hefur samþykkt kauptilboð frá færeysku félagi í allan 48,3 prósenta hlut íslenska fjárfestingafélagsins í S/P Orkufélaginu fyrir jafnvirði um 2,8 milljarða króna. Orkufélagið er eignarhaldsfélag utan um P/F Magn sem starfar í Færeyjum. Innherji 25.10.2022 16:52 Einungis þrjú fyrirtæki hækkuðu í virði í september Virði nítján fyrirtækja á aðallista Kauphallarinnar lækkaði í september. Vísitala Kauphallarinnar í heild sinni lækkaði um 8,3 prósent sem er það næst mesta yfir heilan mánuð á árinu. Mesta lækkunin var hjá Eimskip. Viðskipti innlent 11.10.2022 09:57 Skel kaupir Klett og Klettagarða á samtals 3,8 milljarða Skeljungur ehf., sem er í fullri eigu Skel fjárfestingafélags hf, keypt alls hlutafé í Kletti – sölu og þjónustu. Samhliða kaupunum hefur Skel samþykkt að kaupa allt hlutafé í Klettagörðum 8-10 ehf., félagi sem á og rekur húsnæðið sem hýsir starfsemi Kletts. Samanlagt kaupverð er 3,8 milljarðar króna. Viðskipti innlent 7.10.2022 14:51 Telur sölu Orkunnar á jarðefnaeldsneyti og rafmagni verða jafna á næstu árum Hlutfallið milli sölu á jarðefnaeldsneyti og raforku til að knýja bílaflotann verður jafnt á næstu árum, að sögn Auðar Daníelsdóttur, forstjóra Orkunnar. Í gær var tilkynnt um að Orkan hefði fest kaup á ríflega þriðjungshlut í raforkusalanum Straumlind. Innherji 20.9.2022 13:00 Sjóðir Akta stækka stöðu sína í SKEL á meðan Jakob Valgeir selur Sjóðir í stýringu Akta meira en tvöfölduðu eignarhlut sinn í SKEL í liðnum mánuði og fara núna með að lágmarki um 2,3 prósenta eignarhlut í fjárfestingafélaginu. Samanlagður hlutur Akta, sem kom fyrst inn í hluthafahóp SKEL í júní síðastliðnum, gerir sjóðastýringarfyrirtækið að sjöunda stærsta hluthafa félagsins. Innherji 5.9.2022 16:30 SKEL vill gera Orkuna og Skeljung skráningarhæf SKEL fjárfestingafélag hefur ákveðið haga rekstri Orkunnar og Skeljungs með þeim hætti að félögin verði skráningarhæf á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í nýbirtu árshlutauppgjöri félagsins. Innherji 11.8.2022 18:54 Akta byggir upp stöðu í Skel og komið í hóp stærstu hluthafa Akta hefur í þessum mánuði verið að kaupa bréf í Skel, sem áður hét Skeljungur, og fer nú að lágmarki með rúmlega 1,2 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu í gegnum tvo sjóði í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins. Í krafti þess eignarhlutar er Akta tíundi stærsti hluthafi Skel en núverandi markaðsvirði þeirra bréfa er um 370 milljónir króna. Innherji 14.6.2022 20:19 Tekjuvöxtur hjá móðurfélagi Heimkaupa en tapið fimmfaldaðist Tekjur Wedo, móðurfélag Heimkaupa, Hópkaupa og Bland.is, héldu áfram að aukast mikið á árinu 2021 og námu samtals rúmlega 3,1 milljarði króna. Vöxturinn á milli ára var um 36 prósent. Á sama tíma jókst hins vegar tap félagsins verulega og var um 781 milljón króna eftir skatt borið saman við 169 milljóna króna tap á árinu 2020. Innherji 13.6.2022 11:20 SKEL seldi í Íslandsbanka, keypti í VÍS og fer með yfir sjö prósenta hlut Fjárfestingafélagið SKEL, sem áður hét Skeljungur, keypti í morgun um 2,5 prósenta hlut í VÍS fyrir tæplega 800 milljónir króna. Fyrir átti SKEL um 4,8 prósenta eignarhlut í VÍS, sem er í formi framvirka samninga, og er því eftir kaupin í dag fjórði stærsti hluthafi tryggingafélagsins með rúmlega 7,3 prósenta hlut. Innherji 26.4.2022 15:27 Ásgeir nýr forstjóri SKEL og Iða Brá tekur við sem aðstoðarbankastjóri Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason lætur af störfum sem aðstoðarbankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs Arion banka og tekur við sem nýr forstjóri SKEL fjárfestingarfélags, sem áður hét Skeljungur. Viðskipti innlent 7.4.2022 09:25 Stjórnendakapall í Kauphöllinni: Ásgeir og Magnús taka við stjórn SKEL Fjárfestingafélagið SKEL hefur ráðið Ásgeir Helga Reykfjörð Gylfason, aðstoðarbankastjóra Arion banka, í starf forstjóra og Magnús Inga Einarsson, framkvæmdastjóra bankasviðs Kviku banka, í starf fjármálastjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynning fjárfestingafélagsins til Kauphallarinnar. Innherji 7.4.2022 09:18 Lífeyrissjóðir minnka enn við sig í Skel en sjóðir Stefnis kaupa fyrir 700 milljónir Íslensku lífeyrissjóðirnir halda áfram að losa um stóran hluta bréfa sinna í Skel fjárfestingafélagi, sem áður hét Skeljungur, en Gildi og Lífsverk seldu samanlagt um þriggja prósenta eignarhlut í fyrirtækinu í síðasta mánuði. Á sama tíma komu tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis nýir inn í hlutahafahóp Skel með kaupum á tæplega 2,2 prósenta hlut sem má ætla að þeir hafi greitt tæplega 700 milljónir fyrir. Innherji 4.4.2022 18:21 SKEL, Stálskip og BYGG meðal stórra fjárfesta í útboði Íslandsbanka Í hópi þeirra 140 einkafjárfesta sem tóku þátt í útboði ríkissjóðs á stórum hlut í Íslandsbanka og keyptu hvað mest, eða fyrir á bilinu um 200 til 500 milljónir hvor um sig, voru meðal annars Ólafur D. Torfason, aðaleigandi Íslandshótela, Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG), fjárfestingafélagið Stálskip, útgerðarfélagið Jakob Valgeir, Hannes Hilmarsson, stjórnarformaður Air Atlanta, og eignarhaldsfélagið Kadúseus sem er í meirihlutaeigu Sveins Valfells. Innherji 4.4.2022 06:00 Sala eigna og uppstokkun á rekstri hækkar verðmatsgengi Skeljungs um þriðjung Sala eigna, meðal annars á rúmlega helmingshlut í færeyska olíufélaginu Magn, og mikil umbreyting á efnahag Skeljungs gerir það að verkum að nýtt verðmatsgengi Jakobsson Capital á félaginu er hækkað um 31 prósent frá fyrra mati og er nú 14,5 krónur á hlut. Það er samt um 7 prósentum lægra en núverandi markaðsgengi sem stóð í 15,5 krónum á hlut við lokun markaða í dag. Innherji 23.2.2022 19:30 Skeljungur bætti við hlut sinn í móðurfélagi Heimkaupa Skeljungur er kominn með þriðjungshlut í Wedo ehf., móðurfélagi Heimkaupa, Hópkaupa og Bland.is, eftir að hafa tekið þátt í hlutafjáraukningu félagsins í janúar. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Skeljungs. Innherji 9.2.2022 15:20 Methagnaður hjá Skeljungi sem verður SKEL Fjárfestingafélag Skeljungur hagnaðist um 6,9 milljarða króna í fyrra og hefur hagnaður fyrirtækisins aldrei verið meiri á einu ári. Til stendur að gera félagið að fjárfestingafélagi og breyta nafni þess í SKEL Fjárfestingafélag. Viðskipti innlent 8.2.2022 21:37 « ‹ 1 2 ›
Styrkás verður „töluvert“ umsvifameira við skráningu í Kauphöll Horft er til þess að Styrkás, eignarhaldsfélag Skeljungs og Kletts, verði „töluvert“ umsvifameira við skráningu þess í Kauphöll fyrir árslok 2027, að sögn forstjóra Skel fjárfestingafélags. Tækifæri eru til ytri vaxtar á sviði orku og efnavöru, tækjum og búnaði, umhverfi, iðnaði og eignaumsýslu. Innherji 5.7.2023 08:43
Öll félög hækkað eftir Alvotech vendingar Gengi allra skráðra félaga í Kauphöll Íslands hefur hækkað það sem af er degi eftir miklar lækkanir í gær. Líftæknifyrirtækið Alvotech er hástökkvari dagsins með 14,30 prósent hækkun en næst á eftir koma Sýn með 6,67 prósenta hækkun og Skel með 6,09 prósent. Þá hefur velta markaðarins verið umfram meðaltal mánaðarins bæði í dag og í gær. Viðskipti innlent 30.6.2023 14:54
Tekjur móðurfélags Heimkaupa drógust saman um fjórðung Tekjur Wedo, móðurfélags Heimkaupa, Hópkaupa og Bland.is, drógust saman um 26 prósent á milli ára og námu 2,3 milljörðum króna árið 2022. Minni sölu má rekja til þess að neytendur keyptu í auknum mæli í hefðbundum verslunum eftir faraldurinn, segir stjórn félagsins. Innherji 24.6.2023 12:13
Selja allan fimmtungshlut sinn í fjárfestingafélaginu Streng Félög sem er stýrt af fjárfestunum Jóni Ásgeir Jóhannessyni og Sigurði Bollasyni hafa stækkað óbeinan eignarhlut sinn í SKEL fjárfestingafélagi eftir að hafa keypt samanlagt tuttugu prósenta hlut í Strengi. Seljendur bréfanna eru viðskiptafélagarnir Þórarinn Arnar Ævarsson og Gunnar Sverrir Harðarson en þeir fá meðal annars afhend bréf í Kaldalón í viðskiptunum og eru nú orðnir einir stærstu hluthafar fasteignafélagsins. Innherji 20.6.2023 09:17
Verslunarrekstur Orkunnar seldur til Heimkaupa og Gréta María ráðin forstjóri Gréta María Grétarsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra Arctic Adventures í eitt og hálft ár, mun taka við sem forstjóri Heimkaupa, samkvæmt heimildum Innherja. Hennar verkefni verður að byggja upp nýtt afl á smásölumarkaði en rekstur Heimkaupa verður í breyttri mynd þar sem allar einingar sem snúa að verslunarrekstri Orkunnar verða seldar til Heimkaupa. Innherji 11.5.2023 15:21
Jakobsson verðmetur Skel ríflega tuttugu prósent yfir markaðsverði Jakobsson Capital verðmetur Skel fjárfestingafélag 22 prósent yfir markaðsverði. Greiningarfyrirtækið verðmetur dótturfélög Skel lítilsháttar hærra en fjárfestingafélagið gerir sjálft en þykir hins vegar bókfært virði Orkunnar vera um 20 prósent of hátt. Innherji 17.4.2023 16:46
SKEL tókst að hrista sofandiháttinn af Orkunni, Skeljungi og Gallon Tekist hefur að hrista sofandiháttinn af Orkunni, Skeljungi og Gallon sem einkenndi rekstur þeirra að ákveðnu leyti á meðan fyrirtækin voru samofin, sagði Jón Ásgeir Jónsson, stjórnarformaður SKELJAR fjárfestingarfélags. Innherji 8.3.2023 14:23
Forstjóri SKEL ekki á þeirri skoðun að verðmiði Fossa sé of hár Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL fjárfestingafélags, sem er næststærsti hluthafi VÍS, segist ekki vera á þeirri skoðun að fjárfestingabankinn Fossar sé verðmetinn of hátt í fyrirhuguðum samruna við tryggingafélagið. Hann telur að „strategísk tækifæri“ geti falist í sameiningu félaganna. Innherji 17.2.2023 14:03
Bílstjórar þyrftu að vinna í 42 mánuði til að ná mánaðarlaunum forstjóra Bílstjórar hjá Skeljungi þyrftu að vinna í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjóra SKEL. Grunnlaun bílstjóra eru um og yfir fjögur hundruð þúsund á mánuði en nýr forstjóri SKEL fékk að meðaltali 19 milljónir á mánuði í fyrra. Viðskipti innlent 16.2.2023 17:03
Kostnaður við 90 daga neyðarbirgðir yrði olíufélögum of þungbær Skeljungur, dótturfélag SKEL fjárfestingafélags, telur að rekstrargrundvöllur félagsins, sem og annarra olíufélaga, geti ekki staðið undir fjármagnskostnaði sem félli til vegna þeirra kvaða um birgðahald eldsneytis sem áformað er að leiða í lög. Nauðsynlegt sé að niðurgreiða aukið birgðahald enda sé það hlutverk ríkisins, ekki einkafyrirtækja, að tryggja þjóðaröryggi. Innherji 14.2.2023 09:09
Selur helmingshlut í Íslenska vetnisfélaginu til fransks fyrirtækis Orkan hefur selt helmingshlut í Íslenska vetnisfélaginu til franska fyrirtækisins Qair. Viðskipti innlent 13.2.2023 10:32
Klettur í eigu Skeljungs og Kristján Már nýr forstjóri Kristján Már Atlason verður forstjóri Kletts - sölu og þjónustu en Skeljungur gekk formlega frá kaupum á Kletti í dag. Samhliða tók SKEL fjárfestingafélag yfir Klettagarða 8-10 ehf., félaginu sem á og rekur húsnæðið sem hýsir hluta af starfsemi Kletts. Viðskipti innlent 10.2.2023 15:30
Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa Hótel Selfoss Hið nýstofnaða eignarhaldsfélag JAE, sem er meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, hefur gengið frá kaupum á Hótel Selfoss. Áður hafði sama félag fyrr á árinu einnig eignast Hótel Vestmannaeyjar. Innherji 31.12.2022 10:34
Guðni og Sigurður reka fjárfestingafélag með átta milljarða í eigið fé Guðni Rafn Eiríksson, fjárfestir og eigandi verslananna Epli, og Sigurður Bollason fjárfestir reka fjárfestingafélag sem er með um átta milljarða í eigið fé. Innherji 24.11.2022 14:02
Selur hlut sinn í Orkufélaginu fyrir tæplega þrjá milljarða SKEL hefur samþykkt kauptilboð frá færeysku félagi í allan 48,3 prósenta hlut íslenska fjárfestingafélagsins í S/P Orkufélaginu fyrir jafnvirði um 2,8 milljarða króna. Orkufélagið er eignarhaldsfélag utan um P/F Magn sem starfar í Færeyjum. Innherji 25.10.2022 16:52
Einungis þrjú fyrirtæki hækkuðu í virði í september Virði nítján fyrirtækja á aðallista Kauphallarinnar lækkaði í september. Vísitala Kauphallarinnar í heild sinni lækkaði um 8,3 prósent sem er það næst mesta yfir heilan mánuð á árinu. Mesta lækkunin var hjá Eimskip. Viðskipti innlent 11.10.2022 09:57
Skel kaupir Klett og Klettagarða á samtals 3,8 milljarða Skeljungur ehf., sem er í fullri eigu Skel fjárfestingafélags hf, keypt alls hlutafé í Kletti – sölu og þjónustu. Samhliða kaupunum hefur Skel samþykkt að kaupa allt hlutafé í Klettagörðum 8-10 ehf., félagi sem á og rekur húsnæðið sem hýsir starfsemi Kletts. Samanlagt kaupverð er 3,8 milljarðar króna. Viðskipti innlent 7.10.2022 14:51
Telur sölu Orkunnar á jarðefnaeldsneyti og rafmagni verða jafna á næstu árum Hlutfallið milli sölu á jarðefnaeldsneyti og raforku til að knýja bílaflotann verður jafnt á næstu árum, að sögn Auðar Daníelsdóttur, forstjóra Orkunnar. Í gær var tilkynnt um að Orkan hefði fest kaup á ríflega þriðjungshlut í raforkusalanum Straumlind. Innherji 20.9.2022 13:00
Sjóðir Akta stækka stöðu sína í SKEL á meðan Jakob Valgeir selur Sjóðir í stýringu Akta meira en tvöfölduðu eignarhlut sinn í SKEL í liðnum mánuði og fara núna með að lágmarki um 2,3 prósenta eignarhlut í fjárfestingafélaginu. Samanlagður hlutur Akta, sem kom fyrst inn í hluthafahóp SKEL í júní síðastliðnum, gerir sjóðastýringarfyrirtækið að sjöunda stærsta hluthafa félagsins. Innherji 5.9.2022 16:30
SKEL vill gera Orkuna og Skeljung skráningarhæf SKEL fjárfestingafélag hefur ákveðið haga rekstri Orkunnar og Skeljungs með þeim hætti að félögin verði skráningarhæf á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í nýbirtu árshlutauppgjöri félagsins. Innherji 11.8.2022 18:54
Akta byggir upp stöðu í Skel og komið í hóp stærstu hluthafa Akta hefur í þessum mánuði verið að kaupa bréf í Skel, sem áður hét Skeljungur, og fer nú að lágmarki með rúmlega 1,2 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu í gegnum tvo sjóði í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins. Í krafti þess eignarhlutar er Akta tíundi stærsti hluthafi Skel en núverandi markaðsvirði þeirra bréfa er um 370 milljónir króna. Innherji 14.6.2022 20:19
Tekjuvöxtur hjá móðurfélagi Heimkaupa en tapið fimmfaldaðist Tekjur Wedo, móðurfélag Heimkaupa, Hópkaupa og Bland.is, héldu áfram að aukast mikið á árinu 2021 og námu samtals rúmlega 3,1 milljarði króna. Vöxturinn á milli ára var um 36 prósent. Á sama tíma jókst hins vegar tap félagsins verulega og var um 781 milljón króna eftir skatt borið saman við 169 milljóna króna tap á árinu 2020. Innherji 13.6.2022 11:20
SKEL seldi í Íslandsbanka, keypti í VÍS og fer með yfir sjö prósenta hlut Fjárfestingafélagið SKEL, sem áður hét Skeljungur, keypti í morgun um 2,5 prósenta hlut í VÍS fyrir tæplega 800 milljónir króna. Fyrir átti SKEL um 4,8 prósenta eignarhlut í VÍS, sem er í formi framvirka samninga, og er því eftir kaupin í dag fjórði stærsti hluthafi tryggingafélagsins með rúmlega 7,3 prósenta hlut. Innherji 26.4.2022 15:27
Ásgeir nýr forstjóri SKEL og Iða Brá tekur við sem aðstoðarbankastjóri Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason lætur af störfum sem aðstoðarbankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs Arion banka og tekur við sem nýr forstjóri SKEL fjárfestingarfélags, sem áður hét Skeljungur. Viðskipti innlent 7.4.2022 09:25
Stjórnendakapall í Kauphöllinni: Ásgeir og Magnús taka við stjórn SKEL Fjárfestingafélagið SKEL hefur ráðið Ásgeir Helga Reykfjörð Gylfason, aðstoðarbankastjóra Arion banka, í starf forstjóra og Magnús Inga Einarsson, framkvæmdastjóra bankasviðs Kviku banka, í starf fjármálastjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynning fjárfestingafélagsins til Kauphallarinnar. Innherji 7.4.2022 09:18
Lífeyrissjóðir minnka enn við sig í Skel en sjóðir Stefnis kaupa fyrir 700 milljónir Íslensku lífeyrissjóðirnir halda áfram að losa um stóran hluta bréfa sinna í Skel fjárfestingafélagi, sem áður hét Skeljungur, en Gildi og Lífsverk seldu samanlagt um þriggja prósenta eignarhlut í fyrirtækinu í síðasta mánuði. Á sama tíma komu tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis nýir inn í hlutahafahóp Skel með kaupum á tæplega 2,2 prósenta hlut sem má ætla að þeir hafi greitt tæplega 700 milljónir fyrir. Innherji 4.4.2022 18:21
SKEL, Stálskip og BYGG meðal stórra fjárfesta í útboði Íslandsbanka Í hópi þeirra 140 einkafjárfesta sem tóku þátt í útboði ríkissjóðs á stórum hlut í Íslandsbanka og keyptu hvað mest, eða fyrir á bilinu um 200 til 500 milljónir hvor um sig, voru meðal annars Ólafur D. Torfason, aðaleigandi Íslandshótela, Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG), fjárfestingafélagið Stálskip, útgerðarfélagið Jakob Valgeir, Hannes Hilmarsson, stjórnarformaður Air Atlanta, og eignarhaldsfélagið Kadúseus sem er í meirihlutaeigu Sveins Valfells. Innherji 4.4.2022 06:00
Sala eigna og uppstokkun á rekstri hækkar verðmatsgengi Skeljungs um þriðjung Sala eigna, meðal annars á rúmlega helmingshlut í færeyska olíufélaginu Magn, og mikil umbreyting á efnahag Skeljungs gerir það að verkum að nýtt verðmatsgengi Jakobsson Capital á félaginu er hækkað um 31 prósent frá fyrra mati og er nú 14,5 krónur á hlut. Það er samt um 7 prósentum lægra en núverandi markaðsgengi sem stóð í 15,5 krónum á hlut við lokun markaða í dag. Innherji 23.2.2022 19:30
Skeljungur bætti við hlut sinn í móðurfélagi Heimkaupa Skeljungur er kominn með þriðjungshlut í Wedo ehf., móðurfélagi Heimkaupa, Hópkaupa og Bland.is, eftir að hafa tekið þátt í hlutafjáraukningu félagsins í janúar. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Skeljungs. Innherji 9.2.2022 15:20
Methagnaður hjá Skeljungi sem verður SKEL Fjárfestingafélag Skeljungur hagnaðist um 6,9 milljarða króna í fyrra og hefur hagnaður fyrirtækisins aldrei verið meiri á einu ári. Til stendur að gera félagið að fjárfestingafélagi og breyta nafni þess í SKEL Fjárfestingafélag. Viðskipti innlent 8.2.2022 21:37