Öll félög hækkað eftir Alvotech vendingar Eiður Þór Árnason skrifar 30. júní 2023 14:54 Mikil hreyfing hefur verið á gengi bréfa í Kauphöllinni síðustu daga. Vísir/vilhelm Gengi allra skráðra félaga í Kauphöll Íslands hefur hækkað það sem af er degi eftir miklar lækkanir í gær. Líftæknifyrirtækið Alvotech er hástökkvari dagsins með 14,30 prósent hækkun en næst á eftir koma Sýn með 6,67 prósenta hækkun og Skel með 6,09 prósent. Þá hefur velta markaðarins verið umfram meðaltal mánaðarins bæði í dag og í gær. Sigurður Óli Sigurðarson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum segir í grunninn engan einn atburð orsaka þær hækkanir sem hafi sést á markaðinum í dag. Mikil lækkun hafi verið í Kauphöllinni í gær í tengslum við tilkynningu Alvotech þess efnis að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hyggist ekki afgreiða umsókn fyrirtækisins um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Alvotech hafi svo dregið önnur félög í Kauphöllinni niður með sér sem lækkuðu sömuleiðis í gær. Staðan í Kauphöllinni á þriðja tímanum í dag.Keldan „Mikil eftirvænting var eftir tilkynningunni og það mætti segja að ákveðinni ósvissu var eytt á sama tíma en ljóst var að virði hlutabréfa [Alvotech] myndi hreyfast með henni. Að sama skapi hafa fréttir af fjármögnun [Alvotech] verið jákvæðar eftir því sem leið á daginn í gær og í morgun sem virðist hafa aukið trú fjárfesta á félaginu aftur sem aftur á móti hefur hjálpað markaðinum upp á við,“ bætir Sigurður við. „Velta markaðarins í gær og í dag var einnig umfram meðaltal mánaðarins en horfa þarf til þess að það eru alltaf kaupendur og seljendur í öllum tilfellum á hlutabréfamarkaði. Eitthvað af því fjármagni sem fór út af markaðinum í gæti því verið að koma aftur inn í dag,“ segir Sigurður jafnframt um þróunina í Kauphöllinni. Leggur til fé inn í Alvotech til að styðja við reksturinn Fram hefur komið að Alvotech þurfi að mæta auknum kostnaði vegna fyrirséðra tafa á markaðssetningu AVT02 í Bandaríkjunum eftir niðurstöðu Matvæla- og lyfjastofnunarinnar. ATP Holdings ehf., dótturfélag Aztiq sem er stærsti hluthafi Alvotech, hyggst leggja fram allt að 13.600 milljónir króna (eða jafnvirði 100 milljóna dala) til að standa straum af kostnaði við rannsóknar- og þróunarverkefni Alvotech á næstu mánuðum. Fjárfestingafélagið Aztiq er í eigu Róberts Wessmann. Innherji greindi frá því í dag að Aztiq sé að klára sölu á um helmingi af tæplega tuttugu prósenta eignarhlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan. Áætla má að félagið muni fá um 250 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut við söluna. Vísir er í eigu Sýnar. Kauphöllin Alvotech Sýn Skel fjárfestingafélag Tengdar fréttir Fjárfestingafélag Róberts að selja í Lotus fyrir meira en 30 milljarða Fjárfestingafélagið Aztiq, aðaleigandi Alvotech og stýrt af Róberti Wessman, er að klára sölu á um helmingi af tæplega tuttugu prósenta eignarhlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan. Áætla má að félagið muni fá um 250 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut við söluna en Róbert hefur sagt að Aztiq muni leggja Alvotech til frekari fjármuni til að styðja við reksturinn vegna tafa á markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Hlutabréfaverð íslenska líftæknifélagsins hefur rokið upp um meira en tíu prósent í morgun. 30. júní 2023 10:26 Alvotech fær ekki markaðsleyfi fyrir hliðstæðu Humira að svo stöddu Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna mun ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 29. júní 2023 06:36 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Sigurður Óli Sigurðarson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum segir í grunninn engan einn atburð orsaka þær hækkanir sem hafi sést á markaðinum í dag. Mikil lækkun hafi verið í Kauphöllinni í gær í tengslum við tilkynningu Alvotech þess efnis að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hyggist ekki afgreiða umsókn fyrirtækisins um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Alvotech hafi svo dregið önnur félög í Kauphöllinni niður með sér sem lækkuðu sömuleiðis í gær. Staðan í Kauphöllinni á þriðja tímanum í dag.Keldan „Mikil eftirvænting var eftir tilkynningunni og það mætti segja að ákveðinni ósvissu var eytt á sama tíma en ljóst var að virði hlutabréfa [Alvotech] myndi hreyfast með henni. Að sama skapi hafa fréttir af fjármögnun [Alvotech] verið jákvæðar eftir því sem leið á daginn í gær og í morgun sem virðist hafa aukið trú fjárfesta á félaginu aftur sem aftur á móti hefur hjálpað markaðinum upp á við,“ bætir Sigurður við. „Velta markaðarins í gær og í dag var einnig umfram meðaltal mánaðarins en horfa þarf til þess að það eru alltaf kaupendur og seljendur í öllum tilfellum á hlutabréfamarkaði. Eitthvað af því fjármagni sem fór út af markaðinum í gæti því verið að koma aftur inn í dag,“ segir Sigurður jafnframt um þróunina í Kauphöllinni. Leggur til fé inn í Alvotech til að styðja við reksturinn Fram hefur komið að Alvotech þurfi að mæta auknum kostnaði vegna fyrirséðra tafa á markaðssetningu AVT02 í Bandaríkjunum eftir niðurstöðu Matvæla- og lyfjastofnunarinnar. ATP Holdings ehf., dótturfélag Aztiq sem er stærsti hluthafi Alvotech, hyggst leggja fram allt að 13.600 milljónir króna (eða jafnvirði 100 milljóna dala) til að standa straum af kostnaði við rannsóknar- og þróunarverkefni Alvotech á næstu mánuðum. Fjárfestingafélagið Aztiq er í eigu Róberts Wessmann. Innherji greindi frá því í dag að Aztiq sé að klára sölu á um helmingi af tæplega tuttugu prósenta eignarhlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan. Áætla má að félagið muni fá um 250 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut við söluna. Vísir er í eigu Sýnar.
Kauphöllin Alvotech Sýn Skel fjárfestingafélag Tengdar fréttir Fjárfestingafélag Róberts að selja í Lotus fyrir meira en 30 milljarða Fjárfestingafélagið Aztiq, aðaleigandi Alvotech og stýrt af Róberti Wessman, er að klára sölu á um helmingi af tæplega tuttugu prósenta eignarhlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan. Áætla má að félagið muni fá um 250 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut við söluna en Róbert hefur sagt að Aztiq muni leggja Alvotech til frekari fjármuni til að styðja við reksturinn vegna tafa á markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Hlutabréfaverð íslenska líftæknifélagsins hefur rokið upp um meira en tíu prósent í morgun. 30. júní 2023 10:26 Alvotech fær ekki markaðsleyfi fyrir hliðstæðu Humira að svo stöddu Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna mun ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 29. júní 2023 06:36 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Fjárfestingafélag Róberts að selja í Lotus fyrir meira en 30 milljarða Fjárfestingafélagið Aztiq, aðaleigandi Alvotech og stýrt af Róberti Wessman, er að klára sölu á um helmingi af tæplega tuttugu prósenta eignarhlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan. Áætla má að félagið muni fá um 250 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut við söluna en Róbert hefur sagt að Aztiq muni leggja Alvotech til frekari fjármuni til að styðja við reksturinn vegna tafa á markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Hlutabréfaverð íslenska líftæknifélagsins hefur rokið upp um meira en tíu prósent í morgun. 30. júní 2023 10:26
Alvotech fær ekki markaðsleyfi fyrir hliðstæðu Humira að svo stöddu Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna mun ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 29. júní 2023 06:36