Amaroq Minerals

Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur
Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri.

Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða
Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar.

Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama
Eldur Ólafsson, sem stýrir gullleit á Grænlandi, segir fyrirtækið vilja fá Grænlendinga í sem flest störf. Þeir séu harðduglegir og útsjónarsamir, með gott hjarta og yndislegt sé að starfa með þeim.

„Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands
Forstjóri Amaroq segir viðskiptatengsl Íslands og Grænlands sífellt mikilvægari Ísland sé í dauðafæri til að koma sér upp góðum tengslum við staðinn. Væri hann utanríkisráðherra myndi hann einblína á tengsl Íslands við eyjuna.

Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland
Nýr flugvöllur sem verið er að gera við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands, mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf og samgöngur í landshlutanum. Hann mun einnig gagnast Íslendingum sem eru með starfsemi á svæðinu.

Erlendir fjárfestar með nærri helminginn í um fimm milljarða útboði Amaroq
Hlutabréfaverð Amaroq hefur hækkað nokkuð á markaði eftir að félagið sótti sér jafnvirði nærri fimm milljarða króna í nýtt hlutafé, meira en upphaflega var áformað vegna umframeftirspurnar fjárfesta, aðeins nokkrum dögum eftir að það hóf framleiðslu á gulli í Suður-Grænlandi. Erlendir sjóðir voru umsvifamiklir þátttakendur í útboðinu, með tæplega helminginn af heildarstærð þess, en Amaroq hefur núna sett stefnuna á aðalmarkað í London.

Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi
Fyrsta gullið úr grænlenskri gullnámu, sem Íslendingar standa fyrir, er komið úr gullkvörninni. Eldur Ólafsson, stofnandi og forstjóri málmleitarfélagsins Amaroq, segir þetta ólýsanlega tilfinningu eftir tíu ára undirbúningsstarf.

Steyptu fyrsta gullmolann
Íslenska námafyrirtækið Amaroq hefur tilkynnt að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hafi átt sér stað í Nalunaq gullnámu félagsins í Suður-Grænlandi.

Hlutabréfaverð Amaroq nálgast hæsta gildi eftir að gullvinnsla hófst í Nalunaq
Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem er að meirihluta í eigu íslenskra fjárfesta, hefur tilkynnt um að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hefur átt sér stað í Nalunaq-námu félagsins í Suður-Grænlandi. Fjárfestar brugðust vel við tíðindunum, sem eru í samræmi við útgefnar áætlanir félagsins, og hlutabréfaverðið hækkaði nokkuð í fyrstu viðskiptum í morgun.

Niðurstöður fyrstu borana í Nanoq gefa til kynna „hágæða-gullsvæði“
Niðurstöður úr rannsóknarborunum Amaroq Minerals í Nanoq á Suður-Grænland sýndu fram á háan styrkleika gulls á svæðinu og undirstrikar mikla möguleika leyfisins, að sögn forstjóra auðlindafyrirtækisins. Frekari boranir eru áformaðar á næsta ári en fyrstu niðurstöður gefa vísbendingar um að hægt sé að finna gull í magni sem má telja í milljónum únsa.

Kallaður hinn íslenski Forrest Gump af stóra bróður
Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals, segir að hann hafi lagt lítið á sig í námi allt þar til að hann skráði sig í nám í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þar hafi hann fundið fjölina sína en hann átti lengi vel þann draum að verða landsliðsmaður í körfubolta. Sá draumur rann út í sandinn en þar hafði það sín áhrif að Eldur fæddist með klumbufót.

Sóttu fjármálastjóra til Landsbankans
Námafyrirtækið Amaroq Minerals Ltd. hefur ráðið Ellert Arnarson sem fjármálastjóra félagsins og hann hefur störf í ágúst.

Hækkar verðmat Amaroq sem er 38 prósent yfir markaðsverði
Bandaríska fjármálafyrirtækið Stifel hefur hækkað markgengi sitt á auðlindafyrirtækinu Amaroq Minerals um tólf prósent frá því í febrúar. Meðal annars er bent að verð á gulli hafi hækkað um 15 prósent og að styttra sé að í að fyrirtækið fari að afla tekna. Í verðmatinu er gert ráð fyrir að það hagnist um tvo milljarða á næsta ári en fyrirtækið afli ekki tekna í ár.

Hafa fundið mikið magn nikkels og kopars á Suður-Grænlandi
Amaroq Minerals Ltd. hefur fundið umfangsmikið magn nikkels og kopars við leit í Stendalen á Suður-Grænlandi. Er um að ræða 140 metra þykkt lag af því sem kallað er „disseminated“ kviku súlfíð sem inniheldur kopar, nikkel og kóbalt. Efnin fundust í stóru innskoti í tilraunaborholu í Stendalen.

Íslenskir lífeyrissjóðir umsvifamiklir í tæplega átta milljarða útboði Amaroq
Mikill fjöldi helstu íslensku lífeyrissjóðanna kemur að kaupum á stórum hluta þess nýja hlutafé upp á samtals um 7,6 milljarða króna sem Amaroq Minerals hefur sótt sér í gegnum hlutafjárútboð en fyrir voru aðeins tveir lífeyrissjóðir í eigendahópi málmleitarfyrirtækisins. Söluandvirði útboðsins, sem var stækkað vegna rúmlega tvöfaldrar umframeftirspurnar, verður meðal annars nýtt til að hraða áformaðri gullvinnslu við Nalunaq-námu félagsins í Suður-Grænlandi síðar á þessu ári.

Amaroq freistar þess að sækja sér allt að sjö milljarða í aukið hlutafé
Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals, sem er meðal annars skráð í Kauphöllina á Íslandi, freistar þess að sækja sér umtalsvert fjármagn frá fjárfestum í aukið hlutafé en félagið áformar að hefja gullvinnslu á Suður-Grænlandi síðar á árinu. Amaroq og ráðgjafar félagsins eiga nú í markaðsþreifingum við ýmsa innlenda fjárfesta, samkvæmt upplýsingum Innherja, og standa væntingar til þess að útboð upp á fimm til mögulega um sjö milljarða króna verði klárað yfir helgina.

Rauðar tölur eftir hikst í kjaraviðræðum
Gengi langflestra félaga í Kauphöllinni lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins. Telja má líklegt að tíðindum af erfiðleikum í kjaraviðræðum sé um að kenna.

Fjárfestar með „augun á baksýnisspeglinum“ og sjá ekki tækifæri Kviku
Fjárfestar eru með „augun á baksýnisspeglinum“ gagnvart Kviku, þar sem þeir horfa framhjá tækifærum til sóknar á bankamarkaði eftir mikla fjárfestingu í fjártæknilausnum, og hratt lækkandi markaðsvirði bankans endurspeglar nú „engan veginn“ undirliggjandi virði í eignum félagsins, að mati vogunarsjóðsstjóra sem hefur byggt upp stöðu í bankanum. Þá segir hann Sýn vera „eitt undirverðlagðasta félagið“ á markaði um þessar mundir og metur mögulegt virði auglýsingamiðla fyrirtækisins á um eða yfir fimm milljarða.

Fá tvö ný námurannsóknaleyfi og er nú stærsti leyfishafinn á Grænlandi
Amaroq Minerals hefur fengið verulega auknar heimildir til námurannsókna á Suður-Grænlandi eftir að hafa tryggt sér tvö ný námurannsóknaleyfi frá ríkisstjórn Grænlands. Með nýju heimildunum er fyrirtækið handhafi leyfa sem ná til alls 9.785,56 ferkílómetra og er orðinn stærsti leyfihafinn á Grænlandi.

Gengi Amaroq rýkur upp eftir „ótrúlegar“ niðurstöður úr borunum eftir gulli
Hlutabréfaverð auðlindafyrirtækisins Amaroq Minerals hefur hækkað skarpt eftir að tilraunaboranir leiddu í ljós hæsta gullmagn í sögu félagsins, meðal annars uppgötvun á nýrri gullæð, en niðurstöðurnar voru umfram væntingar að sögn forstjórans og eykur vissu um að áætlanir þess muni standast. Nokkrum dögum áður en þær niðurstöður lágu fyrir hafði breskur fjárfestingabanki hækkað verðmat sitt á Amaroq upp í tæplega 50 milljarða króna, liðlega 85 prósent yfir núverandi markaðsgengi.

Amaroq Minerals mætt á aðalmarkað í Kauphöllinni
Auðlindafélagið Amaroq Minerals verður í dag skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland, eftir að hafa áður verið skráð á First North vaxtarmarkaðnum.

Metur Amaroq á 36 milljarða og segir félagið vera í „einstakri stöðu“
Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem mun flytjast yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni hér á landi síðar í vikunni, er sagt vera í „einstaklegra sterkri stöðu“ vegna þeirra fjölmörgu fágætismálma sem það hefur aðgang að til námugraftar og vinnslu í Grænlandi. Samkvæmt nýlegri greiningu bresks fjárfestingabanka er Amaroq verðmetið á jafnvirði liðlega 36 milljarða króna en félagið áformar að vera tilbúið til að hefja gullvinnslu á síðari hluta ársins 2024.

Flýta vinnslu á Grænlandi eftir sjö milljarða lánsfjármögnun
Auðlindafélagið Amaroq Minerals, sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi, hefur gengið frá sjö milljarða króna lánsfjármögnun. Fjármagnið verður nýtt til að hefja gullvinnslu í Nalunaq námunni fyrr en ella. Þá kannar félagið nú skráningu á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi.

Sterkar vísbendingar um stóran koparfund Amaroq á Grænlandi
Nýjar rannsóknir málmleitarfyrirtækisins Amaroq Minerals sviptu hulunni af málmbelti sem ber mjög svipuð einkenni og ein stærsta og verðmætasta koparnáma heims sem er staðsett í Ástralíu.

Gullgrafarar komnir í Kauphöllina
Auðlindafélagið Amaroq Minerals var í morgun skráð á íslenska Nasdaq First North vaxtarmarkaðinn.

Sækir yfir tvo milljarða til íslenskra fjárfesta fyrir skráningu á markað
Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals, sem hefur meðal annars uppi stórtæk áform um gullvinnslu á Grænlandi, hefur klárað hlutafjáraukningu frá breiðum hópi íslenskra fjárfesta og sjóða í lokuðu hlutafjárútboði sem hefur staðið yfir síðustu daga samtímis erfiðum aðstæðum á mörkuðum. Í kjölfarið verður félagið skráð á markað á núverandi ársfjórðungi í Kauphöllinni hér á landi.

Íslenskir gullgrafarar hafa fundið tíu tonn af gulli
Íslenskir gullgrafarar í Grænlandi hafa staðfest mun meira gullmagn í námu sinni en áður hafði fundist. Heildarsöluverðmæti gullsins er nú áttatíu milljarðar króna en forstjórinn er viss um að mun meira gull leynist í námunni.

Fimm milljarða fjárfesting til málmleitar á Grænlandi
Nokkrir stærstu auðlinda- og vogunarsjóðir heims munu taka þátt í fimm milljarða króna fjárfestingu í leyfum AEX Gold á Suður-Grænlandi til að leita að og vinna efnahagslega mikilvæga málma, svo sem kopar, nikkel og aðra svokallaða tæknimálma.