Íslenskir gullgrafarar hafa fundið tíu tonn af gulli Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. september 2022 11:53 Frá einu af leitarsvæðum Amaroq Minerals. Mynd/AEX Gold. Íslenskir gullgrafarar í Grænlandi hafa staðfest mun meira gullmagn í námu sinni en áður hafði fundist. Heildarsöluverðmæti gullsins er nú áttatíu milljarðar króna en forstjórinn er viss um að mun meira gull leynist í námunni. Fyrirtækið Amaroq Minerals hefur staðið að rannsóknum og leit að gulli á Suður-Grænlandi í sjö ár. Fyrirtækið er kanadískt en á meðal stærstu hluthafa þess eru íslenskir fjárfestar og forstjóri þess er Íslendingurinn Eldur Ólafsson. „Planið er núna að byrja vinnslu á næsta ári úr fyrsta partinum af fjallinu. Og við erum að horfa til að það verði um 15 þúsund til 30 þúsund tonn og erum þá að gera ráð fyrir á bilinu 15 til 30 þúsund únsum á næsta ári vonandi,“ segir Eldur. Nýjasta auðlindamat sýnir að áætlað heildarmagn gulls úr einni helstu námu svæðisins hafi hækkað úr 250 þúsund únsum í 320 þúsund únsur. 320 þúsund únsur jafngilda um 10 tonnum af gulli. Verðmæti gulls í námunni fer því úr 60 milljörðum íslenskra króna í 80 milljarða. Eldur Ólafsson er í forstjóri Amaroq Minerals.Vísir/Egill Eldur telur þó að mun meira gull leynist í námunni. „Við teljum að svæðið allt á þessari námu geti verið um milljón til tvær milljónir únsa. Á því bili. Það byggjum við upp yfir tímann á meðan við erum í vinnslu. Þannig við erum alltaf að auka við magnið til þess að geta verið með 20 til 30 ára líftíma námunnar sem er þarna,“ segir Eldur. Söluverðmæti tveggja milljarða únsa af gulli er í kring um tæpa 500 milljarða íslenskra króna. Langtímaverkefni Fyrirtækið mun hefja fulla vinnslu á svæðinu 2024, þegar búið er að koma upp vinnslustöð á svæðinu þar sem hægt er að vinna gullið. Eldur segir að gríðarlegur ágóði sé af verkefninu, fyrir fjárfesta en ekki síst grænlenskt samfélag. Hér er ljóst að einhverjir milljarðamæringar verði til úr verkefninu. „Munurinn á þessu og flestum þeim viðskiptum sem eru í dag og eru kannski einhver tæknifyrirtæki, vefsíður sem menn búa til á tveimur, þremur árum og svo verða menn milljarðamæringar, þá er þetta eitthvað sem tekur langan tíma. Og þú þarft að hafa gríðarlega vítt samskiptanet og góð samskipti við samfélagið, við umhverfismálin, markaði og svo framvegis. Þannig þetta er ekkert sem gerist hratt,“ segir Eldur. Grænland Stóriðja Námuvinnsla Íslendingar erlendis Amaroq Minerals Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Fyrirtækið Amaroq Minerals hefur staðið að rannsóknum og leit að gulli á Suður-Grænlandi í sjö ár. Fyrirtækið er kanadískt en á meðal stærstu hluthafa þess eru íslenskir fjárfestar og forstjóri þess er Íslendingurinn Eldur Ólafsson. „Planið er núna að byrja vinnslu á næsta ári úr fyrsta partinum af fjallinu. Og við erum að horfa til að það verði um 15 þúsund til 30 þúsund tonn og erum þá að gera ráð fyrir á bilinu 15 til 30 þúsund únsum á næsta ári vonandi,“ segir Eldur. Nýjasta auðlindamat sýnir að áætlað heildarmagn gulls úr einni helstu námu svæðisins hafi hækkað úr 250 þúsund únsum í 320 þúsund únsur. 320 þúsund únsur jafngilda um 10 tonnum af gulli. Verðmæti gulls í námunni fer því úr 60 milljörðum íslenskra króna í 80 milljarða. Eldur Ólafsson er í forstjóri Amaroq Minerals.Vísir/Egill Eldur telur þó að mun meira gull leynist í námunni. „Við teljum að svæðið allt á þessari námu geti verið um milljón til tvær milljónir únsa. Á því bili. Það byggjum við upp yfir tímann á meðan við erum í vinnslu. Þannig við erum alltaf að auka við magnið til þess að geta verið með 20 til 30 ára líftíma námunnar sem er þarna,“ segir Eldur. Söluverðmæti tveggja milljarða únsa af gulli er í kring um tæpa 500 milljarða íslenskra króna. Langtímaverkefni Fyrirtækið mun hefja fulla vinnslu á svæðinu 2024, þegar búið er að koma upp vinnslustöð á svæðinu þar sem hægt er að vinna gullið. Eldur segir að gríðarlegur ágóði sé af verkefninu, fyrir fjárfesta en ekki síst grænlenskt samfélag. Hér er ljóst að einhverjir milljarðamæringar verði til úr verkefninu. „Munurinn á þessu og flestum þeim viðskiptum sem eru í dag og eru kannski einhver tæknifyrirtæki, vefsíður sem menn búa til á tveimur, þremur árum og svo verða menn milljarðamæringar, þá er þetta eitthvað sem tekur langan tíma. Og þú þarft að hafa gríðarlega vítt samskiptanet og góð samskipti við samfélagið, við umhverfismálin, markaði og svo framvegis. Þannig þetta er ekkert sem gerist hratt,“ segir Eldur.
Grænland Stóriðja Námuvinnsla Íslendingar erlendis Amaroq Minerals Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira