

Þessari spurningu er ég oft beðin að svara í starfi mínu sem landvörður. Og ýmsum fleiri spurningum sem snúa að framburði íslenskunnar, orðum í málinu og nafnavenjum svo eitthvað sé nefnt.
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Alþingi nú í vikunni. Sáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989, undirritaður fyrir Íslands hönd 1990 og fullgiltur árið 1992. Leiðin hefur því verið nokkuð löng.
Talið er að rekja megi 86 prósent dauðsfalla í Evrópu til svokallaðra ósmitnæmra sjúkdóma. Þetta eru sjúkdómar eins og hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein, sykursýki og margir aðrir sjúkdómar.
Nærri sextán þúsund manns hafa undirritað eftirfarandi yfirlýsingu á vefnum Ferðafrelsi.is: "Við undirrituð mótmælum nýju frumvarpi til náttúruverndarlaga á þeim forsendum að lögin hefti för almennings um íslenska náttúru og skerði aðgengi til útivistar á Íslandi.“ Með undirskrift er skorað á þingmenn að samþykkja ekki lögin óbreytt.
Um helgina urðu þau tímamót í starfi Kvennaathvarfsins að það flutti í nýtt húsnæði sem er bæði stærra og hentugra fyrir starfsemina en húsið sem áður hýsti athvarfið.
Lengst af hefur einkum tíðkast tvenns konar nálgun á þeim vanda sem fíknisjúkdómar eru. Annars vegar að beita forvörnum með það að markmiði að leitast við að koma í veg fyrir fíknisjúkdóma hjá ungu fólki með fræðslu um sjúkdóminn og þann margháttaða vanda sem hann ber með sér. Hins vegar hefur nálgunin við þá sem eru virkir vímuefnaneytendur verið sú að stuðla að því með öllum tiltækum ráðum að fá þá til að snúa við blaðinu og hætta neyslu. Báðar þessar nálganir eru sannarlega góðar og gildar og hafa borið gríðarlegan árangur.
Kynferðisofbeldi er fyrirferðarmikið í umræðunni um þessar mundir, ekki síst kynferðisníð á börnum. Frá áramótum hefur til dæmis vart liðið dagur án þess að mál tengd barnaníði hafi verið í fréttum.
Við Gullfoss stendur minnisvarði um merka konu, Sigríði Tómasdóttur í Brattholti. Sigríðar er minnst vegna ötullar baráttu hennar gegn því að Gullfoss yrði virkjaður um aldamótin 1900 og er oft nefnd fyrsti íslenski náttúruverndarsinninn.
Ung stúlka sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás norður í Skagafirði fyrir nærri ári bíður enn eftir að ákæra verði gefin út í málinu. Sá sem réðst á hana játaði þó strax brot sitt. Freyja Þorvaldsdóttir hefur farið í fjöldamargar aðgerðir eftir árásina, auk annarrar meðferðar. Hún lýsti því í samtali við Vísi í vikunni að erfitt væri að bíða svona lengi eftir því að meðferð málsins kláraðist: "Það er stórt skref í bataferlinu að klára þetta fyrir utan allt annað sem maður er að vinna í,“ sagði hún.
Síðustu daga var lýst yfir svokölluðu óvissustigi á Landspítalanum. Ástæðan var inflúensufaraldur og veirusýkingar sem ganga. Starfsfólk þurfti að bæta á sig vinnu en allt gekk þó vel.
Mál kynferðisbrotamannsins Karls Vignis Þorsteinssonar hefur komið við þjóðina. Fólk er slegið óhugnaði yfir því að maður skuli í skjóli meðvirkni og þagnar hafa komist upp með að níðast á börnum í marga áratugi.
Samþykkt þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða markar tímamót. Með henni er í fyrsta sinn lögð fram stefna til framtíðar um flokkun landsvæða í orkunýtingarflokk, verndarflokk og svo biðflokk og byggir þingsályktunartillagan á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt voru á Alþingi vorið 2011.
Heimur versandi fer er allt of vinsæll frasi. Á fjölmörgum og veigamiklum sviðum er samfélagið þó í stöðugri þróun til betri vegar. Þetta á ekki síst við um málaflokka sem tengjast börnum.
Ný lög um fæðingarorlof tóku gildi nú um áramótin. Með nýju lögunum er fæðingarorlof lengt úr níu mánuðum í tólf og er sú breyting sannarlega til hagsbóta bæði fyrir börn og foreldra. Orlofsrétturinn er sem fyrr þrískiptur; réttindi móður, réttindi föður og sameiginlegur réttur sem foreldrar ráða sjálfir hvort þeirra nýtir.
Samfylkingarfólk deilir þessa dagana um það hverjir megi kjósa formann í flokknum og hverjir ekki.
Ein af frumskyldum þeirra sem byggja jörðina hverju sinni er að skila henni áfram til niðja sinna í jafngóðu ástandi og við henni var tekið, þ.e. að nýting á gæðum jarðar hverju sinni dragi ekki úr möguleikum þeirra sem landið erfa á að nýta og nota.
Ferðamönnum á hálendi Íslands fjölgar ört, sérstaklega á sumrin en einnig á öðrum árstímum. Þorri Íslendinga þekkir að skjótt getur veður skipast í lofti þannig að aðgát verður að viðhafa í samræmi við það. Þeir þekkja líka strjálbýli landsins. Erlendir ferðamenn hafa ekki forsendur til að átta sig á þessu enda koma flestir frá þéttbýlum stöðum þar sem veður er mun stöðugra en hér.
Uppsagnir liðlega 250 af nærri 1.350 hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum taka gildi 1. mars næstkomandi. Uppsagnirnar skapa mikla óvissu og ef til þess kemur að hluti eða allir þessir hjúkrunarfræðingar hætta störfum er ljóst að ástandið á spítalanum verður alvarlegt og það mun koma niður á sjúklingum og því starfsfólki sem eftir situr.
Þrátt fyrir að hér á landi hafi orðið talsverð vakning varðandi meðferð heimilisúrgangs virðist þess langt að bíða að sorpmál komist hér í þau horf sem una má við.
Heimilisfriður – heimsfriður er yfirskrift árlegs sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem nú er haldið í 22. sinn. Markmið átaksins er að beina sjónum að því að úti um allan heim eru konur drepnar fyrir það eitt að vera konur.
Nú þegar tekist hefur að koma böndum á farsóttir, sem áður voru helsta heilbrigðisógnin, stafar heilsu Vesturlandabúa helst ógn af lifnaðarháttum sínum; lifnaðarháttum sem flestir eru kenndir við velmegun.
Aldur barna í árinu hefur veruleg áhrif á gengi þeirra í skóla. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem greint var frá í frétt hér í blaðinu á mánudaginn.
Allir stundi nám og vinnu við sitt hæfi, er heiti skýrslu með tillögum um samþættingu menntunar og atvinnu sem kynnt var nú í vikunni. Skýrslan er unnin af starfshópi sem skipaður var af forsætisráðuneytinu og titillinn vísar til skilaboða stjórnarskrárinnar um rétt borgaranna til menntunar og fræðslu.
Kennarar í Hafnarfirði eru ósáttir við að þurfa að gera sér að góðu sama mat og borinn er á borð fyrir nemendur þeirra. Ósætti kennaranna byggir á því að bæjarstarfsmönnum sé mismunað vegna þess að aðrir starfsmenn bæjarins fái annan og betri mat en kennararnir. Maturinn sem boðinn sé í skólunum sé hins vegar "eldaður með smekk og bragðlauka barna í huga“.
Á þessu ári eru liðin sextíu ár frá því að samþykkt var að setja Norðurlandaráð á laggirnar. Systurþjóðirnar í Skandinavíu eru vissulega margfalt stærri en við. Engu að síður er hver og ein Norðurlandaþjóð aðeins smáþjóð í alþjóðlegu samhengi. Þegar þjóðirnar leggja saman ná þær hins vegar meiri vigt. Það hefur sýnt sig í fjölmörgu alþjóðlegu samstarfi.
Snarlega hefur dregið úr reykingum og áfengisdrykkju 10. bekkinga á hálfum öðrum áratug. Auk þess hefur þeim fækkað jafnt og þétt á sama tíma sem hafa prófað að reykja hass. Þessi þróun er afleiðing markvissra forvarna sem beinst hafa að börnum og er ætlað að koma í veg fyrir að þau byrji að reykja, drekka og reykja hass.
Þorláksbúð sem reist hefur verið á gamalli torftótt fáeinum metrum frá Skálholtsdómkirkju er blettur á ásýnd staðarins.
Geðsjúkdómar eru yfirleitt miklu meira feimnismál en aðrir sjúkdómar þótt vissulega hafi undanfarin ár dregið úr þeirri leynd og skömm sem loðað hafa við geðsjúkdóma. Talsverður hluti fólks leitar sér þó aðstoðar fagfólks vegna geðrænna kvilla einhvern tíma á lífsleiðinni og enn fleiri myndu áreiðanlega gera það ef sjúkdómurinn væri ekki það feimnismál sem hann er. Talið er að um 23% verði geðsjúkir einhvern tíma á lífsleiðinni en um 2% verða öryrkjar af völdum geðsjúkdóma.
Frá stofnun lýðveldisins hefur endurskoðun stjórnarskrár verið á dagskrá. Ekki stóð enda annað til en að stjórnarskráin sem samþykkt var með miklum einhug samfara því að gengið var til atkvæða um stofnun lýðveldisins væri til bráðabirgða. Um það vitna fjöldamörg ummæli stjórnmálamanna úr öllum flokkum eins og Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur dregið rækilega fram.
Enn er óljóst með öllu hver afdrif baráttukonunnar og skólastúlkunnar Malölu Yousafzai verða en hún var skotin í höfuðið í síðustu viku. Tilræðismenn, talibanar, skutu stúlkuna þegar hún var á leið heim úr skóla í bænum Mingora í Swat-dalnum sem er norðaustur af Islamabad í Pakistan. Talibönum tókst þó ekki ætlunarverk sitt að ráða Malölu af dögum.