Flugþjóðin

Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga
Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist.

„Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“
Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin.

Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands
Flugfélag Íslands númer tvö, sem starfaði á árunum 1928 til 1931, lifði ekki af kreppuna. Gjaldþrot félagsins varð hins vegar til þess að fyrstu íslensku flugvirkjarnir gerðust flugvélasmiðir. Þeir smíðuðu flugvél, þá fyrstu sem alfarið var hönnuð og smíðuð á Íslandi.

Deila um það hvort flugsaga Íslendinga hafi byrjað á Akureyri eða Reykjavík
Flugsaga Íslendinga spannar tugi ára og í nýjustu þáttum Kristjáns Más, sem bera nafnið Flugþjóðin, er farið yfir hana í smáatriðum. Þættirnir fóru í loftið á Stöð 2 á mánudagskvöldið.

Fyrsta einkaflugvélin endaði sem sleði í Þingvallasveit
Fyrsta einkaflugvél Íslendinga var nefnd Vífilsstaðaflugvélin og flaug hún fyrst á Íslandi sumarið 1930. Aðeins tveimur árum síðar taldi nýr eigandi best að nýta flugvélina með því að breyta henni í vélsleða.

Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan
Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan.

Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag
„Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september.