Bandaríkin Mikil fjölgun smita meðal óbólusettra barna Aldrei hafa jafnmörg börn yngri en fimm ára smitast af Covid í Bandaríkjunum og nú. Sérfræðingar segja það mikið áhyggjuefni en bólusetningar fyrir svo ung börn hafa ekki hafist. Erlent 8.1.2022 08:11 Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. Erlent 7.1.2022 20:27 Stórleikarinn Sidney Poitier er dáinn Stórleikarinn heimsfrægi Sidney Poitier er dáinn. Hann var 94 ára gamall og lést á Bahamaeyjum, þar sem hann bjó. Poitier var einnig aðgerðasinni og er talinn hafa rutt veginn fyrir fjölmarga aðra þeldökka leikara. Bíó og sjónvarp 7.1.2022 15:47 Skemmtileg, sniðug og skrítin tæki á CES 2022 Hinni árlegu Consumer Electronic Show lýkur í dag. Þar hafa fjölmörg tæki og tól verið kynnt en hér að neðan verður stiklað á stóru yfir skemmtileg og skrítin tæki og tól sem voru kynnt. Viðskipti erlent 7.1.2022 15:00 Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. Erlent 7.1.2022 09:14 Leikstjórinn Peter Bogdanovich er fallinn frá Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Peter Bogdanovich er látinn, 82 ára að aldri. Hann leikstýrði á ferli sínum stórmyndum á borð við The Last Picture Show frá árinu 1971 sem tilnefnd var til átta Óskarsverðlauna. Lífið 7.1.2022 07:54 Biden segir Trump halda hnífi að hálsi lýðræðisins Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi forvera sinn í starfi, Donald Trump, harðlega í ræðu sem hann hélt í nótt. Ræðuna bar upp á ársafmæli árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington, þar sem fjöldi fólks ruddist inn og reyndi að koma í veg fyrir að kjör Bidens yrði staðfest. Erlent 7.1.2022 07:09 Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Erlent 6.1.2022 14:14 Betty White dagurinn verður haldinn hátíðlegur árlega Stórleikkonan Betty White lést á dögunum og hefur heimabærinn hennar nú búið til hátíðardag henni til heiðurs. Lífið 6.1.2022 13:31 Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína. Erlent 6.1.2022 11:11 Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. Erlent 6.1.2022 09:11 Alríkislögreglan líklega búin að ráða stóra ráðgátu innan bókmenntaheimsins Það kann að vera að ráðgáta sem hefur plagað bókmenntaheiminn í nokkur ár sé loks leyst en bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa gabbað umboðsmenn og útgáfufyrirtæki til að senda sér handrit að óútgefnum bókum. Erlent 6.1.2022 08:12 Stjórnlaus rússnesk eldflaug á leið til jarðar Geimvísindamenn fylgjast nú grannt með rússneskri eldflaug sem er á hraðri leið til jarðar innan næsta sólarhrings. Erlent 5.1.2022 21:51 Derulo réðst á menn sem héldu hann vera Usher Tónlistarmaðurinn Jason Derulo réðst á menn í Las Vegas aðfaranótt þriðjudags eftir að mennirnir virtust ruglast á honum og tónlistarmanninum Usher. Atvikið átti sér stað á hóteli og réðst Derulo að mönnunum eftir að einn þeirra kallaði: „Hei Usher, farðu í rassgat“. Erlent 5.1.2022 08:57 Skutu enn einni eldflauginni á loft Eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu í nótt og var það í fyrsta sinn í minnst tvo mánuði. Ekki liggur fyrir hvers konar eldflaug um er að ræða en henni var skotið frá sambærilegum stað og annarri eldflaug í fyrra sem ríkisstjórn einræðisríkisins sagði vera hljóðfráa eldflaug. Erlent 5.1.2022 08:24 Hin íslenska Alma Goodman samdi lag fyrir Katy Perry Tónlistarkonan og lagahöfundurinn Alma Goodman er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum en hún var meðal annars hluti af stelpu bandinu Nylon sem þróaðist síðar yfir í The Charlies. Tónlist 5.1.2022 07:30 Dómarinn á báðum áttum vegna samkomulagsins við Epstein Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins virðist á báðum áttum þegar kemur að tilraun lögmanna Andrésar til að nýta sér gamalt samkomulag Giuffre við Jeffrey Epstein til að fá málinu vísað frá dómstólum. Dómarinn er þó sagður hafa virst efins um þessa túlkun lögmanna prinsins. Erlent 4.1.2022 22:21 Máli Nevermind-barnsins vísað frá dómi Dómstóll í Bandaríkjunum hefur vísað máli hins þrítuga Spencer Elden, sem var á umslagi Nevermind, plötu Nirvana frá árinu 1991, frá dómi. Elden hafði krafið meðlimi sveitarinnar um háar fjárhæðir þar sem hann sagði umslagið jafngilda barnaklámi. Erlent 4.1.2022 12:07 CES 2022: Nýjustu tæki og tól til sýnis Consumer Electronic Show eða CES, ein vinsælasta tæknisýning heimsins, hefst formlega í Las Vegas á fimmtudaginn. Sýningin virðist þó ætla að vera með nokkuð minna sniði en oft áður og mörg fyrirtæki kynna vörur sínar og tækni á netinu. Viðskipti erlent 4.1.2022 11:34 Tvíburar fæddust hvor á sínu árinu Fatima Madrigal fæddi dreng klukkan 23:45 á gamlárskvöld. Tvíburasystir drengsins mætti svo í heiminn á miðnætti en tvíburarnir fæddust því á sitthvoru árinu og eiga mismunandi afmælisdaga. Erlent 4.1.2022 09:25 Trump og tveimur börnum hans stefnt Ríkissaksóknari New York hefur stefnt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og tveimur börnum hans Ivönku Trump og Donald Trump yngri. Saksóknarinn krefst þess að þau beri vitni í rannsókn á Trump Organization, fyrirtæki Trumps. Erlent 4.1.2022 08:52 Halda nöfnum gesta leyndum til að koma í veg fyrir mismunun Forsvarsmenn Airbnb hafa ákveðið að halda nöfnum gesta í Oregon í Bandaríkjunum leyndum þar til bókun þeirra hefur verið staðfest af gestgjafa. Þetta er gert til að tryggja að gestgjafar mismuni ekki gestum á grundvelli kynþáttar. Erlent 4.1.2022 08:46 Fyrsta fyrirtæki sögunnar til að vera metið á þrjár billjónir dollara Bandaríski tæknirisinn Apple varð í gær fyrsta fyrirtæki sögunnar til að vera metið á þrjár billjónir Bandaríkjadala. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur hækkað um heil 5.800 prósent síðan Steve Jobs, einn af stofnendum fyrirtækisins kynnti iPhone símann árið 2007. Viðskipti erlent 4.1.2022 07:42 Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. Erlent 4.1.2022 07:42 Bandaríkjamenn setja heimsmet í greindum á sólarhring Yfir milljón manns greindust með Covid-19 í Bandaríkjunum í gær en um er að ræða nýtt heimsmet í fjölda greininga sjúkdómsins á einum degi. Þá er þetta næstum tvöföldun á fyrra meti, sem féll í Bandaríkjunum fyrir fjórum dögum, þegar 590 þúsund manns greindust með kórónuveiruna. Erlent 4.1.2022 07:13 Heimila örvunarskammt fyrir tólf til fimmtán ára Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur heimilað notkun á bóluefni Pfizer sem örvunarskammt fyrir börn á aldrinum tólf til fimmtán ára, og lækkað tímann sem þarf að líða frá annari bólusetningu til þeirra þeirra þriðju úr sex mánuðum í fimm. Erlent 3.1.2022 22:27 Telja samning Giuffre við Epstein fría Andrés prins af ábyrgð Virgina Giuffre, sem kært hefur Andrés prins fyrir nauðgun, tók á móti greiðslu úr hendi Jeffrey Epstein árið 2009 gegn því að höfða ekki mál gegn „mögulegum sakborningum“ vegna kynferðisofbeldis. Erlent 3.1.2022 20:04 Íhugar að skikka borgarstarfsmenn til að þiggja örvunarskammt Eric Adams, borgarstjóri New York, sagðist í gær vera að íhuga að skylda starfsmenn borgarinnar til að þiggja örvunarskammt af bóluefnunum gegn Covid-19. Opinberir starfsmenn í New York hafa þegar verið skikkaðir til að þiggja bólusetningu. Erlent 3.1.2022 07:45 Umfangsmiklar refsiaðgerðir það eina sem geti komið í veg fyrir innrás Það verður að teljast afar líklegt að Rússland ráðist inn í Úkraínu og það eina sem gæti mögulega komið í veg fyrir það eru gríðarlega umfangsmiklar refsiaðgerðir. Þetta segir Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Erlent 3.1.2022 06:48 Íhuga að breyta reglum um einangrun nokkrum dögum eftir styttingu Sóttvarnayfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að breyta reglum um einangrun Covid-smitaðra, með því að setja neikvætt kórónuveirupróf sem skilyrði fyrir því að hægt sé að ljúka einangrun á fimm dögum. Einangrun í Bandaríkjunum var stytt úr tíu dögum í fimm í síðustu viku. Erlent 2.1.2022 23:50 « ‹ 148 149 150 151 152 153 154 155 156 … 334 ›
Mikil fjölgun smita meðal óbólusettra barna Aldrei hafa jafnmörg börn yngri en fimm ára smitast af Covid í Bandaríkjunum og nú. Sérfræðingar segja það mikið áhyggjuefni en bólusetningar fyrir svo ung börn hafa ekki hafist. Erlent 8.1.2022 08:11
Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. Erlent 7.1.2022 20:27
Stórleikarinn Sidney Poitier er dáinn Stórleikarinn heimsfrægi Sidney Poitier er dáinn. Hann var 94 ára gamall og lést á Bahamaeyjum, þar sem hann bjó. Poitier var einnig aðgerðasinni og er talinn hafa rutt veginn fyrir fjölmarga aðra þeldökka leikara. Bíó og sjónvarp 7.1.2022 15:47
Skemmtileg, sniðug og skrítin tæki á CES 2022 Hinni árlegu Consumer Electronic Show lýkur í dag. Þar hafa fjölmörg tæki og tól verið kynnt en hér að neðan verður stiklað á stóru yfir skemmtileg og skrítin tæki og tól sem voru kynnt. Viðskipti erlent 7.1.2022 15:00
Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Ráðamenn í Japan og Bandaríkjunum lýstu í nótt yfir áhyggjum sínum af aukinni hernaðargetu Kína. Þá hétu þeir því að vinna nánar saman í varnarmálum eftir fjarfund utanríkis- og varnarmálaráðherra ríkjanna. Erlent 7.1.2022 09:14
Leikstjórinn Peter Bogdanovich er fallinn frá Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Peter Bogdanovich er látinn, 82 ára að aldri. Hann leikstýrði á ferli sínum stórmyndum á borð við The Last Picture Show frá árinu 1971 sem tilnefnd var til átta Óskarsverðlauna. Lífið 7.1.2022 07:54
Biden segir Trump halda hnífi að hálsi lýðræðisins Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýndi forvera sinn í starfi, Donald Trump, harðlega í ræðu sem hann hélt í nótt. Ræðuna bar upp á ársafmæli árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington, þar sem fjöldi fólks ruddist inn og reyndi að koma í veg fyrir að kjör Bidens yrði staðfest. Erlent 7.1.2022 07:09
Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Erlent 6.1.2022 14:14
Betty White dagurinn verður haldinn hátíðlegur árlega Stórleikkonan Betty White lést á dögunum og hefur heimabærinn hennar nú búið til hátíðardag henni til heiðurs. Lífið 6.1.2022 13:31
Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína. Erlent 6.1.2022 11:11
Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. Erlent 6.1.2022 09:11
Alríkislögreglan líklega búin að ráða stóra ráðgátu innan bókmenntaheimsins Það kann að vera að ráðgáta sem hefur plagað bókmenntaheiminn í nokkur ár sé loks leyst en bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa gabbað umboðsmenn og útgáfufyrirtæki til að senda sér handrit að óútgefnum bókum. Erlent 6.1.2022 08:12
Stjórnlaus rússnesk eldflaug á leið til jarðar Geimvísindamenn fylgjast nú grannt með rússneskri eldflaug sem er á hraðri leið til jarðar innan næsta sólarhrings. Erlent 5.1.2022 21:51
Derulo réðst á menn sem héldu hann vera Usher Tónlistarmaðurinn Jason Derulo réðst á menn í Las Vegas aðfaranótt þriðjudags eftir að mennirnir virtust ruglast á honum og tónlistarmanninum Usher. Atvikið átti sér stað á hóteli og réðst Derulo að mönnunum eftir að einn þeirra kallaði: „Hei Usher, farðu í rassgat“. Erlent 5.1.2022 08:57
Skutu enn einni eldflauginni á loft Eldflaug var skotið frá Norður-Kóreu í nótt og var það í fyrsta sinn í minnst tvo mánuði. Ekki liggur fyrir hvers konar eldflaug um er að ræða en henni var skotið frá sambærilegum stað og annarri eldflaug í fyrra sem ríkisstjórn einræðisríkisins sagði vera hljóðfráa eldflaug. Erlent 5.1.2022 08:24
Hin íslenska Alma Goodman samdi lag fyrir Katy Perry Tónlistarkonan og lagahöfundurinn Alma Goodman er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum en hún var meðal annars hluti af stelpu bandinu Nylon sem þróaðist síðar yfir í The Charlies. Tónlist 5.1.2022 07:30
Dómarinn á báðum áttum vegna samkomulagsins við Epstein Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins virðist á báðum áttum þegar kemur að tilraun lögmanna Andrésar til að nýta sér gamalt samkomulag Giuffre við Jeffrey Epstein til að fá málinu vísað frá dómstólum. Dómarinn er þó sagður hafa virst efins um þessa túlkun lögmanna prinsins. Erlent 4.1.2022 22:21
Máli Nevermind-barnsins vísað frá dómi Dómstóll í Bandaríkjunum hefur vísað máli hins þrítuga Spencer Elden, sem var á umslagi Nevermind, plötu Nirvana frá árinu 1991, frá dómi. Elden hafði krafið meðlimi sveitarinnar um háar fjárhæðir þar sem hann sagði umslagið jafngilda barnaklámi. Erlent 4.1.2022 12:07
CES 2022: Nýjustu tæki og tól til sýnis Consumer Electronic Show eða CES, ein vinsælasta tæknisýning heimsins, hefst formlega í Las Vegas á fimmtudaginn. Sýningin virðist þó ætla að vera með nokkuð minna sniði en oft áður og mörg fyrirtæki kynna vörur sínar og tækni á netinu. Viðskipti erlent 4.1.2022 11:34
Tvíburar fæddust hvor á sínu árinu Fatima Madrigal fæddi dreng klukkan 23:45 á gamlárskvöld. Tvíburasystir drengsins mætti svo í heiminn á miðnætti en tvíburarnir fæddust því á sitthvoru árinu og eiga mismunandi afmælisdaga. Erlent 4.1.2022 09:25
Trump og tveimur börnum hans stefnt Ríkissaksóknari New York hefur stefnt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og tveimur börnum hans Ivönku Trump og Donald Trump yngri. Saksóknarinn krefst þess að þau beri vitni í rannsókn á Trump Organization, fyrirtæki Trumps. Erlent 4.1.2022 08:52
Halda nöfnum gesta leyndum til að koma í veg fyrir mismunun Forsvarsmenn Airbnb hafa ákveðið að halda nöfnum gesta í Oregon í Bandaríkjunum leyndum þar til bókun þeirra hefur verið staðfest af gestgjafa. Þetta er gert til að tryggja að gestgjafar mismuni ekki gestum á grundvelli kynþáttar. Erlent 4.1.2022 08:46
Fyrsta fyrirtæki sögunnar til að vera metið á þrjár billjónir dollara Bandaríski tæknirisinn Apple varð í gær fyrsta fyrirtæki sögunnar til að vera metið á þrjár billjónir Bandaríkjadala. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur hækkað um heil 5.800 prósent síðan Steve Jobs, einn af stofnendum fyrirtækisins kynnti iPhone símann árið 2007. Viðskipti erlent 4.1.2022 07:42
Elizabeth Holmes fundin sek um fjársvik Dómstóll í Bandaríkjunum sakfelldi í gær Elizabeth Holmes, stofnanda Theranos, af ákæru um að hafa svikið fé út úr fjárfestum. Réttarhöld í máli Holmes hafa staðið yfir í Kaliforníu síðustu mánuði. Erlent 4.1.2022 07:42
Bandaríkjamenn setja heimsmet í greindum á sólarhring Yfir milljón manns greindust með Covid-19 í Bandaríkjunum í gær en um er að ræða nýtt heimsmet í fjölda greininga sjúkdómsins á einum degi. Þá er þetta næstum tvöföldun á fyrra meti, sem féll í Bandaríkjunum fyrir fjórum dögum, þegar 590 þúsund manns greindust með kórónuveiruna. Erlent 4.1.2022 07:13
Heimila örvunarskammt fyrir tólf til fimmtán ára Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur heimilað notkun á bóluefni Pfizer sem örvunarskammt fyrir börn á aldrinum tólf til fimmtán ára, og lækkað tímann sem þarf að líða frá annari bólusetningu til þeirra þeirra þriðju úr sex mánuðum í fimm. Erlent 3.1.2022 22:27
Telja samning Giuffre við Epstein fría Andrés prins af ábyrgð Virgina Giuffre, sem kært hefur Andrés prins fyrir nauðgun, tók á móti greiðslu úr hendi Jeffrey Epstein árið 2009 gegn því að höfða ekki mál gegn „mögulegum sakborningum“ vegna kynferðisofbeldis. Erlent 3.1.2022 20:04
Íhugar að skikka borgarstarfsmenn til að þiggja örvunarskammt Eric Adams, borgarstjóri New York, sagðist í gær vera að íhuga að skylda starfsmenn borgarinnar til að þiggja örvunarskammt af bóluefnunum gegn Covid-19. Opinberir starfsmenn í New York hafa þegar verið skikkaðir til að þiggja bólusetningu. Erlent 3.1.2022 07:45
Umfangsmiklar refsiaðgerðir það eina sem geti komið í veg fyrir innrás Það verður að teljast afar líklegt að Rússland ráðist inn í Úkraínu og það eina sem gæti mögulega komið í veg fyrir það eru gríðarlega umfangsmiklar refsiaðgerðir. Þetta segir Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Erlent 3.1.2022 06:48
Íhuga að breyta reglum um einangrun nokkrum dögum eftir styttingu Sóttvarnayfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að breyta reglum um einangrun Covid-smitaðra, með því að setja neikvætt kórónuveirupróf sem skilyrði fyrir því að hægt sé að ljúka einangrun á fimm dögum. Einangrun í Bandaríkjunum var stytt úr tíu dögum í fimm í síðustu viku. Erlent 2.1.2022 23:50